Fálkinn - 08.01.1954, Qupperneq 11
FÁLKINN
11
GLEÐILEGT NÝÁR! -g
Þölílc fyrir viðskiptin á liðna árinu.
L -
r—
JiUizlfiUdi
Lnmnn6etys6rtebur
GLEÐILEGT NÝÁR! ^
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
—j
1
& GLEÐILEGT NÝÁR! g
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
M,yÆwy
'.'J&tfrtj
/\c(/A/u v/A^
GLEÐILEGT NÝÁR! £
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Ragnar Blöndal h.f.
^ GLEÐILEGT NÝÁR! ^
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
CJritírib C^eríeíáen CT CCo.. l.j.
LITLA SAGAN:
N . KARBAKOFF:
Tsjeng-rótin
Saga frá Mandsjúríu.
WANG-TSJU^iggur þegjanrli ng grnf
kyrr og gónir upp í loftiíS. Þýður blær
leikur um laufið og lævirkinn syng-
ur gleðisöng uppi yfir honuin, en ckk-
ert getur kætt Wang-tsju i dag. Hjarta
hans er sjúkt af sorg, og þungur og
harmandi er 'liugurinn, sem er á ferli
í höfðinu á 'honum. — Allt er úti ....
úti, syngur lævirkinn. Eða svo finnst
honum að minnsta kosti.
Já, allt er úti .... Horfinn er
draumurinn um Sin-san sem átti að
verða konan hans. í gær varð hún
fimmtán ára, og faðir hans hafði ver-
ið hjá henni til að tala um giftingu.
Og hvcrju hafði faðir Sin-sans
svarað?
— Sin-san er fallegasta stúlkan
hérna í hverfinu, hafði hann sagt. —
iSonur þinn fær hana ekki fyrr en
hann getur borgað mér þúsund tael.
Þúsund tael! Vitfirringurinn hlaut
að hafa náð tangarhaldi á þessum
gamla nurlara úr því að honum datt
í 'hug að nefna svona upphæð. Hún
var ekki til i öllu hverfinul — Hvernig
ætti ég að geta útvegað þúsund tael?
hvislar Wang-tsju. — Það væri auð-
veldara að sækja tunglið af himnum
ofan. Hann langar til að gráta en
hann liggur áfram og andvarpar.
— Wang-tsju! Wang-tsju! kallar
einhver fyrir utan laufskálann. Það
er afi gamli sem er að leita að iion-
um. Það á sjálfsagt að fara að borða
kvöldverðinn. Wang-tsju 'hefir enga
matarlyst, hann getur ekki luigsað
til að borða, en hann stendur samt upp
og gengur til afa sins.
— Þú ert svo raunalegur, segir
gamli maðurinn.
— Ég cr raunamæddur .... Mig
langar mest til að deyja, segir Wang-
tsju.
— Hvað er að heyra til þín! ....
Hugsaðu þér að iilu andarnir heyrðu
þetta, þá mundirðu fá ósk þtna upp-
fyllta undir eins, segir Wang-li felmtr-
aður. — Ég veit hvers vegna illa ligg-
ur á þér. Hann pabbi þinn sagði mér
frá öllu.
Þeir ganga liægt inn í þorpið.
Wang-tsju er niðurlútur og andvarpar
eins og hjartað væri að springa. Wang-
li Iiorfir á hann og hristir höfuðið.
Svo stansar hann allt i einu og tekur
i handlegginn á sonarsyni sínum.
— Ég veit hvernig þú getur náð
þér i þúsund tael! Það er að visu
hættulegt og getur kostað þig lifið, on
þú ert ungur og hraustur, segir gamli
maðurinn. — Rússlandsmegin við
Sungarifljót geturðu fundið tsjing-
tsjeng-ræturnar, sem gerir gamla
menn unga I annað sinn og ver fólk
sjúkdómum .... Hvaða ríkur maður
í Mukden sem vcra skal, nuindi glað-
ur borga þér þúsund tael fyrir þessar
rætur.
— Tsjing-tsjeng-rótin! hvislar
Wang-tsju og það kemur glampi i aug-
un á honum. — Að mér skuli ekki
hafa doltið þetta í hug. En ég er ung-
ur og heimskur.
— En þú veist að þetta er hættuför
.... Rússarnir gæta landamæranna
.... og i skóginum eru tigrisdýr og
ræningjar.
— Ég hræðist ekkert! Sin-san skal
vcrða mín! hrópar Wang-tsju fagn-
andi.
Wang-tsju fer úr þorpinu sama
kvöldið. Byssan hans afa gamla hang-
ir á öxlinni á honum.
IHN siberiska „taiga“ er endalaus.
Það er dinunt, liljótt og óhugnanlegt
í skóginum. Wang-tsju hefir leitað að
undrarótunum í hálfan mánuð. Nestið
að 'heiman er uppétið, nú lifir hann
á ætisveppuni og berjum. Fyrst í stað
var hann brennandi af áhuga, nú er
efinn og óttinn farinn að kvelja hann.
Hanii situr við bálið sem liann hafði
kveikt og hlustar á hljóð næturinnar.
Hann leggur fleiri sprek á eldinn og
flytur byssuna nær sér.
Allt í einu heyrir hann hljóð og
hrekkur við. Tigrisdýr öskrar. En
nóttin hverfur og sólin kemur án þess
að nokkuð gerist. Hugsunin um tigris-
inn lætur hann ekki i friði. Nú er
liann hættur að leita að tsjengarót-
inni en hlustar bara. Hann kemur
að læk og veður yfir Iiann. — Vatnið
hylur sporin mín, hugsar hann með
sér.
Og þá finnur hann tsjeng-rótina!
Rétt við lækinn sér hann hið sjald-
gæfa rauða blóm hneigja sig i gol-
unni. Wang-tsju kastar sér á liné og
þylur særingar meðan hann er að
grafa rótina upp með hnifnum sínum.
Tveir hunhusaræningjar hafa flakk-
að um mörkina allt sumarið. Þeir
voru heppnir í fyrra, þá skutu þeir
rússneskan gullnema sem var á leið-
inni heim með gullsand. I sumar hafa
þeir rekist á gullgrafara, en þeir voru
alltaf nokkrir saman. Eldri ræning-
inn, Hao-ho nemur allt i einu staðar.
— Hér er reykjarlykt! segir hann,
en þegar ]>eir koma fram er bálið
yfirgefið. Hao-ho kannar sporin
kringum bálið. — Mandsjúi í flóka-
skóm, segir hann. Svo lilaupa þeir
slóðina.
Wang-tsju kemur út á skóglausa
grund, „rada“. Hann hlcypur. Nú er
öllum minum raunum lokið ... .!
Hann á tsjeng-rótina, hann er ríkur
maður!
Þegar hann er kominn inn í skóg-
inn fyrir handan nemur hann staðar
og lítur við. Þá sér hann hunbusana
tvo. Wang-tsju hleypur inn i skóginn.
Fæturnir ganga eins og fjaðrafok,
snerta varla jörðina .... hraðar, hrað-
ar. Skógurinn verður gisnari, hann
kemur aftur út á bersvæði. Hleypur
spöl og stansar. Þá kemur tigrísinn á
móti honum út úr runna. Wang-tsju
snýr við og hleypur aftur inn i skóg-
inn.
Nokkrum mínútum siðar situr
hann uppi í háu tré. Undir trénu
liggur tigrísinn og horfir á hann. Ég
hefði átt að taka byssuna mína með
mér, hugsar Wang, — en af því að ég
er ungur og heimskur gleymdi ég
henni undir trénu.
Nú sér hann hunhusana koma.
Tigrisdýrið hefir staðið upp. Nú setur
hann sig í kuðung. Það sem nú gerist
er svo ógeðslegt að Wang lokar aug-
unum. Hann heyrir skot, öskur og
vein. Svo verður allt kyrrt.
Wang-tsju litur niður. Hunhusarnir
liggja báðir dauðir. Tigrísinn stendur
yfir þeim. Svo tekur hann annað lík-
ið og dregur það inn i kjarrið og
hverfur. Wang-tsju situr lengi uppi
i trénu og gægist og hlustar. Svo
klifrar bann niður, tekur upp gömlu
byssuna og lineigir sig djúpt i áttina
til runnans, sem tigrísinn hvarf inn i.
— Þökk, hjartans þakkir, voldugi
tigrís! segir hann. — Góðir andar
liafa senl þig til að bjarga mér undan
hunhusunum.
Og Wang hleypur af stað. — A-wa!
A-wa! hrópar liann og dansar af
kæti.
Tveimur mánuðum siðar var haldið
brúðkaup þeirra Wang-tsju og Sin-
san. Þrcmur grísum og mörgum
hænsnum var slátrað, „saki“ var veitt
óspart. Wang-li gamli er heiðurs-
gestur, og jafnvel maurapúkinn .Tu-
wang-fu virðist vera glaður og ánægð-
ur. En glaðastur allra er Wang-tsju,
sem fann tsjing-tsjeng-rótina.
Stúdent: — Eg verð að fara aftur
með næstu lest, frændi. En mér fannst
ég ekki geta farið hérna framhjá án
þess að líta inn og tala við þig.
Riki frændi: — Það er kannske
eins konar neyðarlending, frændi.