Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1954, Side 13

Fálkinn - 08.01.1954, Side 13
FÁLKINN 13 hissa: — Slitið trúlofuninni? Hvernig atvik- aðist það? — Það var eiginlega hann sem átti upptök- in, sagði Rósalinda. — Hann kom hingað og .... sagði að sér hefði snúist húgur. Og svo komumst við að þeirri niðurstöðu að við hefðum gert þetta í fljótræði. — Skárri var það nú uppgötvunin, sagði Iris letilega. — En hvað sagðir þú þá? spurði Suzette forvitin. — Eg gat eiginlega ekki sagt mikið. Hann var ákveðinn í málinu þegar hann kom. Hann hafði talað við fjölskyldu sína. -—• Veslingurinn! sagði Iris og settist á rúmið. — Ertu skelfing beygð? Rósalind og Suzette litu hvor á aðra sem snöggvast en flýttu sér að líta annað. — Nei, svaraði Rósalinda hreinskilin. — Prinsinn hafði rétt fyrir sér. Það hefði verið. brjálæði að við hefðum gifst. — Það segirðu satt. Og sagði ég þér ekki að þú mundir sleppa slysalaust úr þessu? — Jú, þú gerðir það. — Þá er enginn skaði skeður! Iris stóð upp. — Eg felidi mig ekki við þá tiihugsun að þú ættir að giftast Tyrkja, og það gerðu pabbi og Fred ekki heldur. En — vertu hnar- reist, þeir eru fleiri fiskarnir í sjónum. Hún klappaði Rósalindu á kinnina. — Eg verð að fara inn til Freds aftur. Hann er kröfuharð- asti og rellóttasti eiginmaður í heimi. Plún fór út með bros á vörunum. Nú sprakk Suzette. — Hefurðu nokkurn tíma heyrt aðra eins frekju! Eins og þetta sé ekki allt henni að kenna. Hún er vitlaus. — Nei, en hún er töfrandi á sinn hátt, svar- aði Rósalinda. Maður getur ekki reiðst henni. — Jú, það get ég! sagði Suzette æst. — En við skulum ekki eyða tímanum í að hugsa um hana. John ætlar að koma í matinn. — John? — Já, hún mamma bauð honum að koma. Hún er ekki vonlaus enn um aö fá hann fyrir tengdason. Það var hæðnishreimur i rödd Suzette. — Og John þakkaði fyrir. Hann er alltaf svo kurteis, eins og þú veist. — Ó, Suzette, mig tekur svo sárt að hugsa til þín. — Það tekur því ekki. Eg hefi ekki snefil af möguleika þar. Nú stendur slagurinn um þig. Flýttu þér nú að búa þig. Þau eru alltaf svo óstundvís, öll hin, og ég skal reyna að tefja þau eins og ég get í baðinu. Og á meðan geturðu haft John út af fyrir þig. — Nei, Suzette, ég get það ekki .... ég þori það ekki .... — Æ, komdu nú .... Suzette dró hana með sér. Rósalinda stóð albúin og beið í salnum klukkan átta stundvíslega, óró og með annar- 3J, u m y n Hvar er málarinn? legan roða í kinnunum, og John kom á sömu stundu, formfastur og nákvæmur eins og alltaf. Þau voru alein í stofunni. Hann gekk rólega til hennar en brosið var hikandi og augun komu því upp um hann að hann var ekki jafn rólegur og hann vildi sýnast. Rósalindu langaði allt í einu til að leggja á flótta, og sagði hikandi: — Gott kvöld — hinu fólkinu hefir seinkað dá- lítið ..... — Það er alltaf of seint. Hann reyndi að tala í léttum tón. — Og hvernig liður þér? — Eg hefi slitið trúlofuninni minni..... — Ha? Er slitnað upp úr milli þín og Ali prins ? — Já, það er að segja — það var hann sem sagði mér upp. Hann kom hingað í dag og hann .... við .... komumst að þeirri, niðurstöðu að okkur hefði skjátlast .... — Guði sé lof! — Eg held að hann hafi haft rétt fyrir sér, John. Við .... það hefði víst aldrei farið vel. — Nei, það hafði ég líka sagt þér fyrir- fram. — Þú gerðir það! Rósalinda brosti. John hló en horfði rannsakandi á hana: — Og þú, harmar þú að ekki skyldi verða neitt úr hjónabandinu? — Nei, ég er glöð. — Elskaðir þú hann ekki, þrátt fyrir allt? Röddin var ertandi. — Prinsinn er göfugur maður. — Segðu mér nú sannleikann, Rósalinda, tók hann fram í. — Elskaðir þú hann? — Nei, ekki hann ........ John lyfti annarri augabrúninni og spurði: — Þú elskaðir þá annan? — Svona ætti enginn að spyrja, John. Og allra síst þú. — Rósalinda! I tveimur skrefum var hann kominn til hennar og þrýsti henni að sér. — I guðs bænum, Rósalinda. Nú megum við ekki misskilja hvort annað oftar. Þú veist að ég elska þig. — Já, ég veit það. — En elskar þú mig, Rósalinda? — Já, John. Meira en allt í veröldinni. — Rósalinda — elskan mín .... Faðmlögin urðu fastari, munnarnir mætt- ust. — Eg elska þig, sagði hann aftur. — Ó, John, ég var orðin vonlaus um að við næðum saman, eftir allar þessar mis- klíðir. Dyrnar opnuðust og Suzette kom inn. Þau hrukku hvort frá öðru. — Eg óska ykkur til hamingju, sagði Suz- ette hátt og glaðlega. — Það var sannarlega mál til komið! Hún var ljómandi lagleg í kvöld og það þurfti glöggskyggni til að sjá roðann í kinnunum á henni, sem venjulega var eðlilegur, hafði i þetta sinn verið styrkt- ur með ofurlitlu af lit. Hún gekk að kokkteilskápnum. — Heyrðu, Rósalinda, svei mér ef ég held ekki að þú hafir gleymt húsmóðurskyldunum, sagði hún í ertnistón. — Nei, það er svona, — ef ég hefi ekki gát á hlutunum þá er ekkert í reglu. Komdu hérna og fáðu þér í staupinu, John! Suzette hafði aðvarað þau í tæka tíð. Nú kom Agatha brunandi inn í stofuna og í kjöl- far hennar Green, Iris og Fred. Rósalinda laumaði hendinni undir arminn á Suzette. — Þakka þér fyrir allt, hvíslaði hún. Suzette þrýsti að hendinni á henni og sagði í venjulegum kankvísistón: — Eg veit svei ekki hvað hefði orðið um ykkur John ef min hefði ekki notið við? Og það var meiri sannleikur í þeim orðum en John og Rósalinda fengu nokkurn tíma að vita. * SÖGULOK. 7lý ^ramhaldssaga • í næsta blaði Fálkans hefst ný, stutt fram- haldssaga, sem fjallar á hrífandi hátt um ástir og' vandamál lífsins. Enginn vafi er á ()ví, að efni siigunnar „I>EGAR IIJÖRTUN MÆTAST“, i mun eiga mikinn hljómgrunn rneðal lescnda blaðsins, einkum l)ó hjá kvenþjóðinni. Fvlgist með þessari hugþckku sögu frá byrjun. Adamson á undan- haldi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.