Fálkinn - 29.01.1954, Page 6
6
FÁLKINN
Spennandi ástar- og ieynilögreglusaga eftir Phyllis Hambledon.
leyndavmál
(16) systrnnnA
í HITANUM. — „Þetta er meiri
blessaður hitinn," segir Inga iitla. En
hún veit að blómin þurfa að fá nóg
af vatni þegar heitt er, því að annars
skrælna þau.
FAKÍRS-VIÐVANINGUR.
Það mundi þykja gestrisni að bjóða
fólki að leggjast fyrir og hvíla sig á
tveimur hárbeittum sverðseggjum. En
í enska bænum Middleton býr 32. ára
sölumaður og skátaforingi, sem leikur
sér að þessu, og fyrir honum er það
eins konar trúaratriði. Hann hefir
sem sé iðkað yoga í tólf ár.
„LAKSHMI" í VETRARKLÆÐUM.
Þó að veturinn væri hlýr fram að ný-
ári í Englandi eins og víðast hvar í
Vestur-Evrópu, hefir fílnum „Laksh-
mi“ í dýragarðinum í London verið
l'ull kalt, eða er hann svo til nýkom-
inn til Englands. Þess vegna hefir
vörðurinn fært hann í vetrarfötin. Þau
eru miklu skrautlegri en slík vetrarföt
gerast, en það stafar af því að í fyrra
var krýningarár.
„Þetta er meira en vinfengi,“ sagði
Helen. „Við vorum saman í gær þegar
þú fórst til Cap Frehel og ég var líka
með lionum í morgun.“
„Nú, það var þá þess vegna,“ byrj-
aði Suzy, en hætti í miðri setningu.
„Ég held að það sé hollur félags-
skapur fyrir Helen,“ sagði ég. „Hann
er mjög viðfelldinn ungur maður.“
I-Ielen leit þakklátlega á mig. Suzy
varð auðsjáanlega að hafa sig alla
við að haga orðum sínum eftir aðstæð-
unum. Þegar hún loks svaraði var
rödd hennar glaðleg og ahiðleg. Mér
var ljóst að Helen hafði búist við
ávítum, en þær konm ekki.
„Gerðu sem ]iér sýnist, elskan min,“
sagði hún. „Rósalind er eldri og
reyndari en við báðar, og ef til vill
hefir hún rétt fyrir sér. Þú litur
vissulega óvenju hraustlega út. Það
er líka satt sem hún segir, Július er
mjög viðfelldin ungur maður. Engu að
síður vildum við gjarnan hafa þig
með okkur í dag, en hins vegar tekur
báturinn ekki það marga að liann geti
komið með lika. Hringdu til hans og
bjóddu honum að hitta hann i kvöld
í staðinn. Kvöldin eru raunar
skemmtilegasti timinn fyrir unga
elskendur.“
Helen leit steinhissa á hana. Hún
hafði auðsjáanlega síst af öllu búist
við svo skjótri uppgjöf bjá Suzy. Það
stóð heldur ekki á vilja hennar til
að hliðra til í staðinn.
„Já, það get ég gert Suzy!“ sagði
hún og þaut samstundis að símanum.
Innan skamms kom hún aftur, og
sagði frá þvi að frú Hocker biði sér
lil kvöldverðar, þegar við kæmum
aftur. „Við liljótum að koma nógu
snemma heim til þess?“ sagði hún.
Suzy kinkaði kolli, og innan stund-
ar var morgunverðurinn á. borð
borinn.
FERRIN gekk tiðindalaust fyrir sig
þangað til leið að lokurn hennar. Ég
minnist þess að umhverfið var mjög
fagurt og sólin sló silfurbjarma á
vatnsflötinn. Suzy var í sólskins-
skapi og leit ekki út fyrir að vera
minnstu vitund hrifin af Martin. Mér
fór jafnvel að detta i hug, að hún
hefði þótst vera ástfangin af honum
til að beina athygli manna frá sam-
bandi sinu við Sebastian. Hún hlaut
að vilja leyna þvi, þar sem annars
mætti segja, að liann hefði haft góða
og gilda ástæðu til að losa sig við
Mollý. Gat ekki lnigsast að hann væri
valdur að morði hennar og Suzy vreri
að reyna að hylma yfir með honum?
Var það ef til vill þess vegna, að hún
hafði orðið þögul og hugsandi, þegar
Roudet skýrði henni frá því að málið
vœri senn til lykta leitt?
En það var ekki fyrr en á heim-
leiðinni að sá atburður skeði sem
varð til að eyðileggja förina fyrir
okkur. Toby, sem auðvitað hafði
fylgt Helen eftir, var næstum drukkn-
aður. Mér var alls ekki ljóst hvernig
það atvikaðist að hann datt í fljótið,
en fyrr en nokkurn varði var hann
kominn á bólakaf og buslaði aum-
ingjalega. Hann var ekki einu sinni
svo burðugur hundur að hann gæti
fleytt sér!
Það var raunar engin hætta á ferð-
um þvi að Martin náði von bráðar að
teygja liendina eftir honum og kippa
lionum innbyrðis aftur. Hann lenti
spangólandi og hriðskjálfandi í kjöltu
Helenar, þunnur kjóll hennar varð
rennvotur á svipstundu. Suzy reyndi
að mata liann á leifunum af nesti
okkar, en liann var ófáanlegur til að
þiggja nokkurn bita — svo gráðugur
sem hann nú annars var vanur að
vera.
En það voru áhrif þessa á Helen
sem máli skiptu. Hún sat náföl og
titrandi og þrýsti hundinum að sér
án þess að mæla orð frá vörum. Þegar
við komum heim til Bláskóga aftur
var hún algerlega úr jafnvægi og utan
við sig. Það kom ekki til greina að
lnin gæti farið út til kvöldverðar.
„Hann var næstum drukknaður, Rósa-
Iind!“ endurtók hún livað eftir annað.
Hún stagaðist einnig á annarri setn-
ingu: „Rósalind, hvað liefði orðið um
niig, ef hann hefði drukknað?“
„Þú befðir orðið mjög sorgbitin, en
von bráðar hefðirðu jafnað þig á þvi,“
sagði ég, eins sannfærandi og mér
var unnt.
„En hann er eini vinurinn minn i
öllum heiminum!"
„Ég hefi aldrei heyrt annan eins
þvætting. Hvað kallarðu þau Suzy og
Júlíus?“
„Júlíus fer á Harvard skólann eftir
sumarleyfið, og þá sé ég hann ekki i
heilt ár. Og hann reiðist mér áreið-
anlega af því að ég kem ekki til kvöld-
verðarboðsins. Það er illa gert af mér,
en mér er ómögulegt að fara.“
„Þú getur gefið honum skýringu á
þvi á morgun.“
Þeir sem eru andlega hcilbrigðir
eiga oft erfitt með að skilja hegðun
og liugsunarhátt taugasjúklinga og
hafa samúð með þeim. Þeir vita að
sjúklingarnir geta ekkert að því gert
hvernig þeir eru eða haga sér, engu
að síður verður mörgum á að óska
þess að þeir hegði sér öðru visi. Eg
óskaði einskis fremur á þessari stundu
en að Helen hristi af sér taugaveikl-
unina, dubbaði sig upp og færi til
Hockers feðginanna. En það var öðru
nrer en svo gæti orðið!
UM KVÖLDIÐ spiluðum við þriggja
manna Bridge — Suzy, Martin og ég.
Suzy vann stöðugt. Við Martin höfum
sennilega hvorugt haft hugann við
spilin — hún átti að minnsta kosti
ofur auðvellt með að leika á okkur!
Eg var þeirri stundu fegin er leið
á háttatíma. Eg lvafði ekki talað orð
einslega við Martin allan daginn. Það
var ekki laust við að ég væri gröm
yfir að hafa lofað Helen að sofa hjá
henni aftur, og Martin var eðlilega
hvergi nærri ánægður með fyrir-
komulagið.
Hclen vaknaði, þegar ég kom upp.
Josephine var nýkomin með flóuðu
mjólkina, sem Helen var vön að
drekka á hverju kvöldi. Eg yfirgaf
hana um stundarsakir og dvaldist um
stund inni hjá Martin í herbergi okk-
ar. Hann var mjög ástúðlegur og
innilegur, og ég gerði mér vonir um,
að liann væri farinn að sjá hlutina í
réttu ljósi — þótt lianii hins vegar
væri ef til vill enn snortinn af Suzy.
„Skollinn hafi Helen og uppátæki
hennar!“ sagði liann.
Eg var lionum næstum sammála og
ég uppörvaði hana ekki til að spjalla
þegar ég kom til liennar aftur. Eg
sofnaði fljótlega. Það var búið að
slökkva Ijósið i herbergi Suzy, því að
engin Ijósrák sást undir hurðinni.
Eg hrökk upp við óljósan ótta um
yfirvofandi hættu. Tunglsljósið skein
inn u'm opinn gluggann, en skugga
bar skyndilcga fyrir tunglið. Nei, það
var ekki skuggi, heldur vera.
Eg sá hvítan höfuðbúnaðinn. Eg sá
glytta í gylltan kross og perlur bæna-
bandsins. Andlitið, sem ég sá, var
jafn hvítt og höfuðbúnaðurinn, en
andlitsdrætti fékk ég eigi greint,
vegna þess að höfuðbúnaðurinn slútti
fram yfir andlitið. Eg sá hávaxna
veruna koma nær og nær.
Eg reyndi að æpa, en koni ekki upp
nokkru liljóði. Og síðan var það um
seinan. Járngreipar spenntu að hálsi
mér og svæfli var þrýst að vitum min-
um. Eg sá allt í rauðri móðu og fann
ákafan æðaslátt í gagnaugunum. Mér
fannst. þungt farg hvíla á mér og
þyngjast æ meira og smátt og smátt
fjaraði meðvitund min út.
En rétt i því að ég var að missa með-
vitund til fulls minnkaði þrýstingur-
inn, járngreiparnar slepptu takinu.
Óljóst og úr órafjarlægð heyrði ég
að einhver æpti án afláts. Og þá var
það loks að það leið yfir mig.
8. KAFLI.
„Hvernig leit hann út?“ spurði
lögregluforinginn. „Eg verð að fá
mjög nákvæma lýsingu, madame, eins
nákvæma og liægt er!“
Eg lá í mi'nu eigin rúmi með reif-
aðan háslinn. Og við rúmstokkinn sat
Boudet — og auðvitað Bertholt líka
— með vasabækurnar á lofti.
Eg óslcaði að þeir væru báðir komn-
ir norðui' og niður. Eg var sárþjáð á
likama og síst heilbrigðari á sálinni
en IJelen.
„Eg get ekki gcfið nákvæma lýs-
ingu,“ sagði ég þreytulega. „Veran
sneri baki að birtunni. Þetta var
nunna eða einhver dulbúinn sem
nunna. Eg sá hiifuðbúnaðinn, síðan
svartan kuflinn, krossinn og talna-
bandið. Andlitið var livítt, allivítt —
livergi nokkurn lit að sjá.“
„Það er ekki liægt að finna fljót-
legra eða auðveldara dulargervi,"
sagði Boudet. „Þér getið ekki fullyrt
hvort um karl eða konu var að ræða?“
,.Eg lield að það hljóti að hafa
verið karlmaður, því að hendurnar
voru svo sterkar." Hrollur fór um
mig. „Ennfremur var hann hávax-
inn.“
Boudet tók viðbragð.
„Hávaxinn? Þér hafið ekki minnst
á það fyrr.“
„Er það ekki? Hann getur auðvitað
hafa virst liærri af þvi að hann
gnæfði yfir mig liggjandi í rúminu.
Eg man þó glöggt að hann varð að
beygja sig yfir rúmið, og þess befði
ekki gerst þörf, liefði verið um lág-
vaxinn mann að ræða.“
„Eruð þér vissar um að þér leynið
mig engu?“ spurði Boudet hvat-
skeytlega.
„Eg sýni yður fyllstu hreinskilni,"