Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1954, Side 10

Fálkinn - 29.01.1954, Side 10
10 FÁLKINN Vitið þér...? að með fullkomnustu borunum sem nú eru notaðir, er hægt að komast í sex kílómetra dýpi nið- ur í jörðu? Það er í sambandi við leit að oliu sem þessir borar bafa verið gerðir. En einn bor af þessari lengd vegur meira en ein stór hraðlestar-eimreið. að það er komið undir seltu sjávarins hve mikið kafbátarnir þurfa af honum í geymana til þess að báturinn geti farið í kafi? Það er alkunna að sjórinn „ber þeim mun betur uppi“ því saltari sem hann er. Það er léttara að fljóta í sjó en í ósöltu vatni. Þess vegna þarf meiri þyngd til að kafbáturinn fari í kaf í söltu vatni en ósöltu. — Talsverðu getur munað á þessu, en hve mikið það verður er komið undir seltunni og stœrð kafbátsins. Kafbátur í stærra lagi þarf að fylla á sig um 100 smá- lestum meira af vatni úti í rúmsjó, en hann þarf við árósa, til þss að geta kafað. að í mörg ár hafa um átta milljón börn daglega fengið mjólkurglas fyrir tilstilli hjátparsambands sameinuðu þjóðanna, UNICEF? Þó hefir ástandið i heiminum skán- að svo, að i dag er það aðallega í hin- um ver stöddu löndum Mið-Ameríku og Asíu sem á þessari hjálp þarf að halda núna. PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: Við getum róið yfir til Pínu, segir Siggi svarti. Já, ])að getum við, svarar Pusi. — 2. mynd: En hvar eru greinarnar, sem við rerum með? segir Pusi? — 3. rnynd: Svo verða þeir ásáttir um að lirópa á hjálp. Einhver gæti heyrt tii þeirra. — 4. mynd: Og köliin heyrast. Froskurinn heyrir svo vel. Hann svarar köllunum og kveðst munu hjálpa. — 5. mynd: Hann syndir að trjábolnum og reynir að ýta honum á undan sér í áttina til Pinu, en hann er svo þungur. Hvað'eigum við þá að gera? spyr Pusi. — 6. mynd: Froskurinn svarar ekki. Hann gargar aðeins. Og þá koma froskar hópum saman frá landi. — 7. mynd: Þeir synda atlir í áttina til þeirra. — 8. mynd: Og þegar þeir leggja aliir saman, ber trjábolinn ört í áttina til Pínu. GÆFUBIÐIN. Framhald af bls. 9. hún sé að deyja! Verið hjá henni með- an ég næ i lækni!“ .Toan reyndi að spyrna á móti, því að hún hélt að maðurinn væri brjál aður. En hann dró hana nieð sér upp stiga og inn í herbergi, sem var miklu óvandaðra en það sem Joan hafði. Kona tá stynjandi í rúminu. Andlitið var öskugrátt af kvölum og vott af svita. Joan gleymdi hræðslunni við manninn og umhverfið. En hún hafði ltíið vit ú sjúkdómum. Konan reyndi að brosa til hennar. „Þér voruð væn að koma! Maðurinn minn varð svo hræddur. Við áttum ekki von á þessu svona fljótt ...“ Nú gat hún ekki sagt meira um sinn þvi að andtitið afmyndaðist af kvölum. Og nú skyldist Joan að konan væri að eiga barn. Hún reyndi að hjálpa eftir megni, cn kunni litið til þess, og konan svar- aði engu. En allt í einu opnaði hún augun og brosti og hamingjukenndin varð lesin úr andiitinu, þrátt fyrir kvalirnar. Joan vissi ekki livernig ])essi hálf- timi var að liða, en nú kom snögg- klæddi maðurinn aftur með læknir- inn. Læknirinn leit á Joan og klapp- aði henni hlæjandi á öxlina: „Þetta er ekki hægt! Farið iþér sem fyrst inn í herbergið yðar. Eitt barn er nóg handa mér í einu. Og þetta hérna er ekkert hættulegt!" Joan fann að hann ýtti henni út á ganginn. Hann hefði langað til að fylgja henni og sjá um að hún kæmist í rúmið, en liann hafði öðru að sinna sem var meira áríðandi. Loks komst hún inn í T)erbergið sitt. Hún stóð lengi og hríðskalf. „Nei,“ liugsaði hún með sér, „nei, Johnny, ég er ekki orðin nógu stór til þess að gera þetta. Ekki nógu stór!“ Og með skjálfandi hendi tók. hún símann og hringdi heim. „Ert það þú, mamma! Viltu koma og sækja mig! Eg verð að komast heim! Eg vil komast heim, mamma!“ Fyrsta daginn sem .Toan fékk að setjast upp í rúminu var hún með fal- legustu nátthúfuna hennar mömmu sinnar og með nýtt, faltegt band um hárið. Herbergið var fullt af böndum, og eldur logaði á arninum. Hún var máttfarin, en sæl. Hún hafði verið mjög veik af inflúensunni og læknirinn var eitthvað að tala um að tuin hefði fengið taugaáfall. .Toan hafði ekki hugmynd um öll ávítunar- orðin sem hann hafði sagt við for- etdra hennar. Henni leið vel þar sem ■hún var. Hún heyrði að foreldrar hennar voru að tala saman í næsta — . . . . og' mundu nú að láta hana móður þína kveðja mig áður en hún l'er. Það er ein af fáum ánægjustund- um mínum í lífinu. Það sem steinninn mikli geymdi! herbergi. Þau töluðu alveg eins og þau höfðu talað áður en hún fór að elska Johnny. Það var Johnny sem liún vildi helst ekki hugsa um. Hún hafði svikið liann. En hún elskaði hann enn. Þó að hún vissi að 'hún fengi aldrei að sjá hann framar. Mamma liennar kom inn. „Elsku Joan mín, nú ætla ég að segja þér dá- lítið, sem þér keniur á óvænt. Við höfum hagað okkur eins og kjánar gagnvart þér, hann pabbi þinn og ég, cn nú viljum við reyna að bæta úr því. Eftir fáeinar minútur skaltu verða hissa." .Toan sat kyrr i rúminu. Hún þóttist skilja hvað þetta var. Það var ekki fyrr en Johnny stóð við hliðina á henni að hún þorði að líta framan i hann. Og iþá brosti hann, með tár i augunum. „Johnny!“ sagði hún. „Halló, JoanI“ sagði hann. Þau brostu hvort til annars. Nú var allt í lagi, úr því að hún fékk að sjá hann. Og nú voru ötl vandræði horfin. Hún var örugg úr því að hann var Jijá henni. Hún rétti út höndina og hann tók i hana. Hönd hennar var hvít og mög- ur, hans sótbrunnin og sterk. Hann leit til dyranna. „Eg hefi lofað a? minnast ekki á það,“ sagði hann. „En eitt verð ég að segja þér. Eg gerð! rangt þegar ég ætlaði mér að takn fram fyrir hendurnar á rás viðburð anna. Þú ert mín — en bíddu nokh ur ár.“ „ Eg skal bíða,“ sagði Joan. Og nú vissi hún að enginn mundi hindra framar að hún fengi að hitta Johnny l)venær se mhún vildi — þangað til hún fengi ástarþroskann. Sú bið varf bið hennar eftir gæfunni. *

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.