Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 29.01.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 hundruð. Þegar ég hugsa um alla góðu ávext- ina, sem þér hafið fengið frá Gulwer House og gefið börnunum. Og kjúklingana og .... nei, það kemur ekki til mála!“ Sir John var ekki vanur andmælum og kunni ekki við þau. En 1 þetta skipti hafði hann verið við þessu búinn. Ungfrú Shefford, læknir og hjúkrunarkona hafa litið eftir mér daglega. Ég hefi fengið óvenjulega góðan mat, sem var færður mér upp meðan ég var rúm- fastur. Ég hefi fengið nákvæmlega þá hjúkr- un, sem ég fékk á sjúkrahúsinu, og ég krefst þess að fá að borga það sama, sem ég borgaði þar. Það er satt að hér hefir verið farið með mig eins og vin og gest, svo að vera mín hérna hefir orðið skemmtilegri en hún hefði getað orðið á nokkru sjúkrahúsi, hversu mik- ið sem ég hefði borgað. En það er engin ástæða fyrir mig að borga ekki fullt verð fyrir því.“ Anna virtist jafn ákveðin: „Þetta er of mikið!“ „Yður veitir ekki af peningunum." Sir John sat við sinn keip. „Það er satt. En það er okkar mál en ekki yðar. Við getum ekki okrað á yður, þó að við höfum verið svo óforsjál að komast í skuldir." „Ég vil ekki nota orðið óforsjáll um föður yðar. Hann er mannvinur og göfugur og góður maður.“ Festan varð minni í svip önnu, og sir John notaði tækifærið og tók upp ávísunarblað úr vasanum, útfyllt og undirskrifað, og lagði það á eldhúsborðið. „Pabbi . . . .“ sagði Anna og dró það við sig . . . .“ ja, hann skilur ekki að maður getur ekki borgað húsaleigu og reikn- inga með manngæsku og alúð. Honum finnst það vera svo mikil hlunnindi að fá að hjálpa líðandi fólki, að hann vill ekki taka við neinni borgun fyrir það.“ „Nei, hann er svo hygginn að hann skilur. hve lítils peningarnir eru í raun og veru í samanburði við það, sem ekki verður keypt fyxár peninga hér í veröldinni,“ svaraði sir John um hæl. „Og það er þess vegna, sem ég vona að þér hættið þessum mótmælum en takið við því, sem ég álít hæfilega borgun.“ „En ég get það ekki,“ sagði Anna og dökkn- aði í framan. „Ég .... það væri betra að þér færuð, sir John! Það er vegna þess að ég get ekki tekið á móti svona miklum peningum af yður .... ég vil ekki að þér verðið hérna áfram!“ „Hvers vegna ekki?“ Spurningin kom eins og skot úr byssu. Andlitið var jafn einbeitt og áður. „Af því að þér umturnið öllu hérna á heim- ilinu! Þér skiljið ekki hvað þér ei’uð að gera, en ég skil það, og það kemur í minn blut að reyna að koma á jafnvægi aftur, þegar þér eruð farinn. Og það verður sannarlega mikill vandi! Pabba finnst svo gaman að sitja og rabba við yður á kvöldin. Hvernig haldið þér að honum þyki, þegar hann hefir engan nema okkur, heimska krakkana, að tala við, eftir að hafa vanist að tala við gáfaðan og í’eyndan mann eins og yður. Pabbi hafði ekki vanist öðrum en okkur áður, en nú- Og Moira?“ Anna hafði talað slitrótt og hikandi fyrst í stað, en nú fossaði orðaflaumurinn út úr henni, eins og flóðgátt opnaðist. „Moix’a dáist að yð- ur. Hún verður skotin mánaðarlega, þegar 'hún sér nýjan mann á pósthúsinu eða í lest- inni til Melchester, en yður hefir hún hérna í húsinu og sér yður daglega. Hún hefir alls ekki litið í bækurnar sínar síðan þér komuð hingað, og hvernig ætti hún að ná prófi með því háttalagi? En hún skeytir ekkert um það, hún greiðir bara hárið með nýju lagi á hverj- um morgni, málar sig í framan og sníkir pen- inga af mér til að kaupa sér alls konar óþarfa fyrir — í von um að hafa áhrif á yðui’. Já, við vitum hve barnalegt þetta er og að það líður hjá. En áður en að því kemur sofnar hún grátandi á hverju kvöldi, og ekki verður hún duglegri við lesturinn á meðan. En ef hún nær ekki prófi fær hún enga stöðu og hvei’nig í ósköpunum eigum við þá að koma tvíburun- um í skóla í haust? Hvað snertir jxetta yður, sem farið yðar leið þegar þér eruð orðinn leiður á okkur, og hafið innan viku gleymt hvað við heitum .... en það kernur okkur við, að þér hafið umskipti á tilveru okk- ar.........“ Maðurinn á stólnum hlustaði á, án þess að hafa augun af ungu stúlkunni með roðann í kinnunum, leiftrið i augunum og hendurnar, sem alltaf voi’u að þukla á margþvegnum bómullarkjólnum. I sir John hrærðust hugs- anir, sem hann gat ekki túlkað í orðum, vegna þess að aldrei var talað um slíkt í hans ver- öld. En hann hefði langað til að segja við hana: .... „Jæja, svo að þér haldið að ég gleymi ykkur eftir viku? Haldið þér að mað- ur gleymi fyrsta raunverulega heimilinu, sem maður hefir komið á? Fyrstu fjölskyldunni sem maður hefir hitt, sem vii’kilega er ein hjörð — þar sem hverjum einum þykir vænt um hina og reynir að gera eitthvað fyrir hina? Þar sem ekki er metið til peninga, ekki í velgengni né ávinningi? Þar sem fólkið er svo hjartagott að það lætur aðskotadýr, sem af tilviljun hefir lent á heimilinu út af bil- slysi, njóta þess og verða svo ánægðan, að hann á bágt með að slíta sig burt af heim- ilinu . .. .“ Þetta og margt annað hefði sir John Melton getað sagt við önnu Shefford. En hann sagði það ekki, hann sat bara og hugsaði það, bak við ergilega stillt en þó dálítið í’auna- legt andlit. Og svo tók hann eftir að síminn hringdi, að Anna stóð þarna og var að tala, náföl, stuttar setningar — að hún lagði frá sér símatólið og stóð eins og steini lostin. „Hvað er að? Hvað hefir komið fyrir?“ spurði hann óðamála. „Pabbi .... hann var bilaður fyrir hjart- anu, við vissum það, en . ... Hann er dáinn!“ Hár, grannur maður með stillilegt andlit steig út úr svörtum Rolls Royce-bíl og hringdi dyrabjöllunni. Enginn svaraði, það var eins og hi’ingingin bergmálaði í tómu húsinu, og svo haltraði hann út í garðinn. Hver hefði trúað að hann hefði hjartslátt af eftirvæn- ingu, að höndin hélt svo fast um stafinn að hnúarnir hvítnuðu. En sir John Melton hafði tekið ákvörðun. Hann hafði komist að því hjá hinum læknun- um í héraðinu hvernig fjárhag Sheffords var háttað, eftir að læknirinn féll frá. Ástæð- urnar voru enn lakari en honum hafði dottið í hug. „Ég sendi aðstoðarstúlkuna mína til að hjálpa önnu til að athuga skjöl föður hennar,“ hafði Aston læknir sagt. „Shefford var eng- inn fjái’málamaður, ég vissi það, en að svona illa væri ástatt, hafði ég enga hugmvnd um. Húsið er veðsett upp í mæni, skattar og reikn- ingar óborgað, og það eina útistandandi eru ADAMSON Dynamit.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.