Fálkinn - 02.04.1954, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
ir vinir, cm svo höfðu þeir misst hvor
af öðrum.
„Ég kem þvi miður svo sjaldan til
Ziirich,“ sagði Kesseli, ,,ég er alltaf
þarna úti á hala veraldar. Og svo er
ég kvæntur, — við eigum barn i von-
um — en hvað segir þú mér af þér,
gamli vinur, — ert þú líka ....“
„Nei, ekki ennþá, þó að — hm ....“
svaraði Mehlin með semingi. „Ég liefi
verið gallharður piparsveinn til þessa.
Því betur sem maður kynnist kven-
fótkinu ])vi efunarsamari verður mað-
ur. Manni hættir siður við að ánetj-
ast þegar maður veit að þær eru atlar
steyptar í sama mótinu. Mikið iil-
stand, mörg falleg orð, en allt á yfir-
borðinu — enginn andi — ef þú skilur
livað ég á við. Manni finnst stundum
að þetta kvenfólk okkar hljóti að vera
smíðað á rennibandi eins og bílar.“
„Mér finnst þú ekki gera þér háar
hugmyndir um biessað kvenfólkið
okkar,“ sagði Kesseli og varð dálítið
ergilegur.
„Nei, þetta er sorglegt en satt,“ tók
Mehlin undir. „En undantekningar
eru auðvitað til, sjaldgæfar undantekn-
jngar, og ég liefi einmitt rekist á
eina þeirra. Enska stúlku. Hún er allt
öðruvísi — guðdómleg. Svoleiðis
kvenfólk er ekki til hérna. Göfug og
varkár en þó ekki leiðinleg, menntuð
og gáfuð en þó blátt áfram. Hún talar
að vísu bjagað og enskan mín er enn
bjagaðri, cn það gerir ekkert til. Við
skiljum livort annað ágætlega. Það er
svo gaman að heyra afbögurnar lienn-
ar. Nú á ég að borða miðdegisverð
með henni i dag. Viltu ekki koma með
mér, ef þú ert ekki við annað bund-
inn? Þá muntu sannfærast um að
]ietta er eina konan sem mér hæfir.“
Kesseli hafði ekki í betra hús að
venda, og svo var hann líka forvitinn.
Hann tók boðinu með þökkum.
Um kvöldið sátu þau þrjú í fögr-
um gildaskála og gæddu sér á matn-
um. Hún var ljómandi. Ekki svo há
að hún gæti drukknað í þakrennu,
ckki heldur jafn tálguð og beinagrind,
og litla andiitið minnti alls ekki á
hrosshaus. 'Fjólublá augun voru dul-
ræn og hreyfingar hennar afmarkaðar
og tiginmannlegar.
„Hvernig gerir þú það?“ ávarpaði
hún Kesseli, sem var dálítið hissa.
„Ég vera ]>ægilegur að hitta vin
Richards Hannelv.“ Ivesseli varð að
játa og það var gaman að lieyra hana
tala. Iirærandi!
„Hvað hafið þér fyrir stafni á dag-
inn, miss Haycroft?“ spurði Kesseli
hæverskur, þegar honum fannst sam-
talið vera að lognast út af.
„Á morguninn ríð ég upp á lifandi
hestur,“ svaraði missin. „Svo fer ég
éta matur. Afturverðs les ég Shake-
speare, eða playa golf, eða ég vera
hjá skraddari, þú sí. Þenn drekur I
tí. Eftirvords dinner og eftirvords
pleihás, ef ég langar gera svo.“
Mehlin kinkaði kolli drýgindalega
til æskuvinar síns. En nú virtist orða-
forði miss Haycroft þrotinn, svo að
þeir vinirnir fóru að tala saman.
Morguninn eftir var Kesseli kominn
heim til konunnar sinnar uppi í sveit.
Honum fannst hún svo sviplaus og
leiðinleg i samanburði við þá ensku.
Svo leið ár þangað til Kesseli fór
næst i kaupstaðarferð til Ziirich. Hann
símaði til Mehlins vinar síns, sem bauð
honum lieim undir eins.
„Það gleður mig að vinur mannsins
mins lieimsækja okkur,“ sagði frúin.
Nú talaði hún rétt og reiprennandi.
Framhald á bls. 14.
LITLA SAGAN:
K U Z I C K A :
Enska tískan
A FGREIÐSLUMAÐURINN i blað-
söluturni á brautarstöðinni í
Ziirich var að gefa manni til baka,
þegar annan mann bar að, sem ætlaði
að leggja tíu centimur á diskinn. En
pen'ingurinn datt og lenti við tærnar
á manninum sem fyrir var. Hann
beygði sig, tók upp peninginn og rétti
hinum. Og svo kom þetta vanalega:
„Þökk fyrir!“ og — „Ekkert að
þakka!“
„Kesseli, gamli vinur, ert þú
þarna?“
„Nei, nú er skammt til heimsendis,
Mehlin! Það er eilífðartími siðan við
höfum sést. Þetta var skemmtileg til-
viljun!“
Þeir urðu samferða burt. Einu sinni
höfðu þeir verið skólabræður og mikl-
Stærst á Norðurlöndum
Skipið, sem hér sést renna út í Gautaelfi, heitir „Bergeboss" og er stærsta
farartæki á Norðurlöndum, 32.000 tonn að stærð. Því var nýlega hleypt af
stokkunum hjá Eriksbcrg í Gautaborg. Eigandi þessa risastóra olíuflutninga-
skips er Sigvald Bergesen yngri í Osló.
„ÉG STAMA EKKI!“
Maður nokkur á borgarstjóraskrif-
stofunni i Barcelona liefir beðið blöð-
in um að birta nafn sitt, vegna þess
að svo margir halda að liann stami
þegar hann nefnir það. Hann heitir
nefnilega Don Manuel Gomez Gomez
Gomez Gomez Gomez Gomez Gomez.
Fjögur Gomez-nöfnin eru úr föður-
ætt lians en þrjú úr móðurættinm.
Segurðard roiining
verður leikkona
Fegurðardrottning heimsins, eða
„Miss Universe“ eins og hún er venju-
lega kölluð, er nú valin á hverju ári,
þótt keppnin um þann titil sé tiltölu-
lega ung. Að þeirri keppni standa
félögin Catalina Swimsuits, Pan Ame-
rican Airways og Universal Pictures.
Stúlkan hér á myndinni heitir Christ-
ine Martel og er frönsk. Hún varð
„Miss Universe“ í annað skipti, sem
keppt var um þann titil. Hún er nú
önnum kafin við leiklistarstarfsemi,
því að kvikmyndajöfrarnir gleyptu
hana eins og margar aðrar fegurðar-
drottningar. Yfirleitt er hægt að segja,
að flestar fegurðardrottningar lendi í
kvikmyndunum eða klónum á mill-
jónamæringum. Sumar hreppa hvort-
tveggja.
Hinar tíðu breytingar í stjórnmálum Egyptalands gefa ótvírætt til kvnna
mikil átök milli sterkustu mannanna í byltingarráðinu, einkum þeirra Naguibs
og Nassers. Ákvörðun byltingarráðsins, sem nú hefir þó verið breytt aftur,
um að koma á þingræði og stjórnmálafrelsi og leysa byltingarráðið upp að
loknum kosningum til stjórnlagaþings í sumar, hefir verið sett í samband
við heimsókn konungs Saudi-Arabíu til Egyptalands. Að minnsta kosti var
ýmsum þekktum stjórnmálaandstæðingum gefið aukið frelsi vegna heimsóknar-
innar, t. d. ýmsum leiðtogum hins öfgafulla bræðralags Múhameðstrúarmanna.
Á myndinni sjást: Naguib hershöfðingi og við hægri hlið hans Ibn Addel Aziz,
konungur Saudi-Arabíu,, en auk þess h^ttsettir arabiskir embættismenn.
Myndin er tekin á leiksýningu, sem haldin var kónginum til heiðurs.
För Arabíukonungs til Egyptalands