Fálkinn - 02.04.1954, Qupperneq 9
FÁLKINN
S
— Það er undir því komið hvernig
á það er litið, svaraði hann brosandi.
— Það er til fólk, sem telur leiðinlegt
að eignast auð. Og hér er um auð að
ræða. Að þvi er mér skilst er þetta
arfur eftir föður yðar.
Jane sat idjóð.
— Jæja, hérna kemur þetta, sagði
málafiutningsmaðurinn, — öll upp-
hæðin samanlögð og að vöxtum með-
töldum, nemur 960 þúsund krón-
um..........
Þegar Jane hafði gert sér ljóst að
hún átti þessa gífurlegu upphæð, varð
hún gagntekin af athafnafýsn, sem
aldrei hafði gert vart við sig hjá henni
áður. Hún liugsaði ekki eitt augna-
blik hvað hún gæti gert sjálfri sér til
ánægju fyrir þessa peninga ■— bila eða
annað óhóf — en því meira hugsaði
hún um livering hún gæti hjálpað
Ilenry án þess að hann yrði þess vis-
ari. Og án þess að minnast einu orði
á auðlegð sina hóf hún nú sókn til
að styðja hann til frama.
Það fyrsta sem hún gerði var að
skrifa einum lieista listaverkasalan-
um í London undir gervinafni og fala
mynd af landslagi frá Suður-Frakk-
landi eftir Henry Biils, fyrir fjögur
þúsund krónur. Hún sendi peningana
samtímis bréfinu.
Þanngi atvikaðist það að nokkrum
dögum síðar sýndi Henry Bills henni
mjög innihaldsríkt bréf, og réð sér
ekki fyrir kæti. Það lá við að liann
dansaði, og í kætinni faðmaði liann
liana að sér og kyssti hana.
— Jane, hrópaði hann, — geturðu
skiilð hvers virði þetta er fyrir mig?
Loksins — loksins hafa þeir tekið
eftir mér! Eg er að fá nafn!
— Og allir þessir peningar, sem þú
færð! sagði hún lágt.
— Uss, peninga — hvað heidurðu
að mig varði um peninga? svaraði
hann. — Það eina sem mér þykir
vænt um er, að nú get ég loksins keypt
fallegu treyjuna handa þér, sem við
vorum að dáðst að i búðarglugganum
þarna í Nizza fyrir nokkrum vikum.
Og treyjan var ekki það eina sem
Henry keypti. Á hverjum degi kom
hann með einhverja gjöf handa henni.
En hann hélt áfram að vera sjálfum
sér líkur, einnig eftir að pöntunum
hjá lionum fór að fjölga. En þegar
Jane sá hve ógætilega hann fór með
peningana og hve mikla áherslu hann
lagði á hina imynduðu frægð sína,
fór hún að verða smeyk. Henni skild-
ist nú að liún var að fleka manninn,
sem hún elskaði meira en nokkuð
annað, og oft lá henni við að gera
játningu og segja honum alla söguna.
En ekki varð neitt úr því. I staðinn
hvatti lnin iistaverkasalann til að
hailda sýningu á málverkum Henrys.
Og þannig atvikaðist það að nokkrum
mánuðum síðar var hún stödd í Lon-
don og gekk um salarkynnin, þar sem
myndir Henrys prýddu veggina. Allt
sem London hafði á að skipa af frægu
fólki og listunnendum kom þarna, og
Henry var gagntekinn — draumur
hans var orðinn að veruleika.
Siðdegis, eftir að mesta ösin var lið-
in hjá, fóru Henry og Jane afsiðis
li! að fá sér tebolla. Og þegar þau
voru orðin ein og engnn sá þau, faðm-
aði Henry liana að sér.
— Jane, þú hefir kannske vitað það
lengi að ég elska þig! Ég elskaði þig
frá fyrstu stundu, en ég þorði aldrei
að minnast á ást við þig, því að ég
hafði ekkert að bjóða þér. En uppfrá
þessum degi er ég óhræddur. Ég skal
vernda þig, ástin min — ég skal reyna
að gera þér lífið ríkt og fagurt — og
ég gert það, Jane!
Augu hennar fylltust tárum. en
þegar hann sá hamingjubrosið skildi
hann að þetta voru gleðitár. Og hann
kyssti — og kyssti.
Þegar hann sleppti henni sagði hún
hljóðlega: — Ég verð að gera þér
játningu, Henry .........
Hún sagði honum söguna, liægt og
slitrótt. Hún var niðurlút, en leit upp
þegar hún fann að tekið var fast i
handlegg hennar.
Henry stóð andspænis henni, augun
skutu neistum en andlitið náföit. Þeg-
ar hún sá hann fann hún, að hann
mundi aldrei geta fyrirgefið þetta.
Hann sagði ekki orð en æddi út
úr herberginu og þegar hún kom á eft-
ir honum sá hún að hann var farinn
að taka myndirnar niður af veggjun-
um. Hann hirti ekkert um þó að gest-
irnir gláptu forviða á hann, heldur
sleit hann hverja myndina af annarri
niður og fleygði þeim á gólfið.
■— Jæja, góðurinn minn, var allt í
einu sagt með djúpri rödd, og þrekinn
maður tók um handlegginn á honum.
— Hvað á þetta nú að þýða?
Henry virti hann ekki viðlits en
hélt áfram spellvirkjunum. En von
bráðar tók hinn fastar á lionum og
liélt honum i' klemmu.
— Hvað viljið þér mér? öskraði
Henry hamslaus. — Þetta eru mínar
myndirl
— Nci, þær eru ]iað ekki, svaraði
hinn. — Þær eru mín eign, ég kaupi
þær, hverja einustu. Mér Hst vel á
þær — og reyndar á yður líka. Komið
þér með mér, við skulum sala sam-
an ........
Og svo togaði hann Henry með sér
inn í herbergið, sem hann hafði kom-
ið úr rétt áður.
Jane hafði hnigið niður á stól utan
við dyrnar, hún hríðskalf og leið verr
en henni hafði nokkurn tima liðið á
ævi sinni. En svo gat liún ekki setið
þarna lengur, — hún varð að vita
vissu sina um hvort eitthvað væri
að Henry. Og hún læddist inn.
Þar sat ókunni maðurinn í hæginda-
stól og Henry stóð fyrir framan hann.
Þeir voru svo önnum kafnir að þeir
tóku ekki eftir henni.
—Þér eruð mesti grænjaxlinn sem
ég hefi nokkurn tíma vitað, sagði gest-
urinn. — Þér vitið ekkert um málara-
list — þegið þér nú, ég veit livað ég
segi — enginn skal dirfast að andmæla
.Taques Plymouth.
Henry góndi á harin. — Eruð þér
.Taques Plymouth — listaverkasalinn
mikli í New Yorlc?
— Hver ætti ég annars að vera? Sem
sagt, þér eruð grænjaxl, en mér Tika
myndirnar yðar. Þér hafið yðar eigin
stíl, og það getur orðið mikið úr yður
með tímanum, ef ég lít eftir yður.
Ég kaupi allar myndirnar yðar og
held sýningu í New York, en skil-
yrðið er að þér komið með mér sam-
stundis.
Henry hreyfði hvorki legg né lið.
•Tane gat ekki séð andlitið á honum.
Hún ætlaði að segja eitthvað, en hætti
við.
— Hvenær farið þér? sagði Henry
loksins.
— Á morgun.
— Hm. Ég tek tilboð yðar, herra
Plymouth. Mér þykir gott að komast
héðan — en ..........
Hann heyrði andvarp og leit vð.
Jane hallaði sér upp að dyrastafnum,
hún var náföi. Henry ætlaði að fara
frá henni — yfirgefa hana fyrir fullt
og allt — hún mundi aldrei sjá hann
framar .........
FRAMHALDSGREIN.
Hvers vcgno var
EFTIRGRENN SLANIR UM ALLAN
HEIM.
Morðinginn var yfirheyrður dag
eftir dag og nótt eftir nótt. Það sann-
aðist að hann laug því að hann hefði
verið Belgi og heitið Jacques Mornard.
Myndir af honum, fingraför, tannaför,
likams- og höfuðmál voru send lög-
rcglum allra stórborga. Einu sinni
var haldið að nú væri orðið uppvíst
hver liann væri. í herbergi hans í
Paris, sem hann hafði haft á leigu
allan tímann sem hann var í U.S.A. og
Mexico, fannst lykill að bankahólfi.
Eftir mikla leit tókst að finna, að þessi
lykill var að hólfi i Ziirich. Þegar ])að
var opnað fannst ])ar vegarbréf með
nafninu Mercador. Það var Spán-
verji, sem hafði átt heima í Belgíu.
Þegar Kanadiska vegabréfið, sem
Jackson hafði notað bæði í Bandaríkj-
unum og Mexico, hafði verið rann-
sakað, kom það á daginn að það hafði
verið falsað af miklum kunnáttu-
manni. Af númerum á bréfinu var
hægt að sjá að það hafði í fyrstu verið
gefið út árið 1936 handa vélvirkja frá
Vancouver, sem hét Tony Babich. En
hvorugur maðurinn var sá rétti. Þeg-
ar hlöð í flestum löndum höfðu skor-
að á lesendur sína að reyna að þekkja
manninn af myndum, gaf fjöldi sig
fram og þóttist hafa séð þennan mann.
Allar upplýsingar voru rannsakaðnr
ýtarlega, en enginn reyndist að, og
engin móðir, eiginkona ,prestur eða
kennari þekkti manninn, scm myrti
Trotski með klakhöggi. Því' varð aldrei
svarað hver hann væri, þótt sumir
haldi því frant, að Mercador sé rétta
nafnið.
IIVER STÓÐ Á BAK VIÐ MORÐIÐ?
Hvaðan komu Jackson pcningar til
að lifa ])essu góða li'fi, sem hann hafði
lifað? Og hver réð tvo af dýrseldustu
málaflutningsmönnunum í Bandarikj-
unum og Mexico til að verja hann?
Hver hafði gagn af glæpnum? Hver
stóð bak við morðingjann? Hver var
hann? Hann kom ekki frá kommún-
istaríki. Tungumálin sem liann talaði
voru tekin á hljóðritsband, sem mál-
fræðingar athuguðu. Og þeim kom
saman um að maðurinn hefði talað
rómanskt mál í æsku.
í vélrituðu játningunni var sagt, að
liann ætlaði að skjóta Trotski vegna
þess að hann hefði svikið verka-
mannastéttina. Morðinginn hefði fyrr-
um verið heitur fylgismaður Trotskis,
cn snúist gegn honum vegna þess að
hann hefði orðið fyrir vonbrigðum er
Trotski hóf baráttuna gegn valdhöf-
unum i Rússlandi. .,1 stað manns sem
starfaði að því að frelsa verkamanna-
stéttina, var nú kominn maðnr sem
eingöngu hugsaði um að koma fram
haturs- og hefndaráformum," segir í
skjalinu.
Henry starði á hana. Svo hélt hann
áfram: — Ég tek lilboði yðar, en með
einu skilyrði ........
— Hvað er það? Látið þér það bara
koma!
— Að þér verðið svaramaður minn
Hann steig tvö skref í áttina til Jane,
faðmaði hana að sér og kyssti hana,
en Ameríkumaðurinn horfði for-
viða á. *
Trotshi mrrtur!
RITYÉLARLEITIN.
En þrátt fyrir allt var þetta skjal
ef til vill það eina, sem hefði getað
gefið uppTýsingar um hvaða menn
stóðu að baki Frank Jackson. Hann
hafði skrifað það áður en hann framdi
morðið. Aðeins dagsetning og undir-
skrift var skrifuð síðar — með blý-
anti.
Ritvélín, sem skjalið var skrifað
með, gat gefið vísbendingu. Lögreglan
rannsakaði allar leiguritvélar, sem
hún komst yfir. Meira en 6000 vélar
voru reyndar hjá viðgerðarstofum og
verslunum, sem leigðu út ritvélar. En
vélin sem skjalið var skrifað með
hlaut að vera í eigu einstaklings.
Morðinginn varð ókyrr er hann var
spurður um þetta. Fyrst sagðist hann
hafa keypt ritvélina i New York. En
Sylvia, sem hafði fylgt honum á stöð-
ina þar, sagði að hann hefði ekki farið
með neina ritvél þaðan. .Tackson sagð-
ist hafa gefið vélina einhverjum —
hann mundi ekki liverjum.
Njósnarar Mexicolögreglunnar, al-
ríkislögregla Bandaríkjanna, Sureté í
París og Scotland Yard i London
röktu öll hugsanleg spor. Tíminn leið
— og morðinginn þagði. Rannsóknin
stóð á þriðja ár, og málið kom ekki
fynir dómstólana fyrr en i apríl 1943.
Báðir verjendurnir héldu þvi fram að
Jackson hefði myrt Trotski vegna
stjórnmálaskoðana sinna. Dómar-
arnir gátu ekki komið sér saman um
hvé hörð refsingin ætti að verða, en
loks féll dómurinn — 20 ár. Þannig
hefir Jackson afplánað refsinguna
1960, en samkvæmt lögum í Mexico fá
fangar sem liaga sér vel, nokkurn
hluta refsitímans gefinn eftir. Var
búist við að Jackson yrði látinn laus
núna í ársbyrjun, en svo varð þó ekki.
Hann situr áfram.
ÞEGIR ÁFRAM.
Hann á góða daga i fangelsinu,
fanginn i nr. 527. Hann hefir tvö
herbergi, útvarp og nóg af bókum. Á
hverjum mánuði fær hann 1800 pesos
frá málaflutningsmanni sínum i Mexi-
co Gity og enginn nema málaflutn-
ingsmaðurinn og Jackson veit hvaðan
peningarnir koma.
Hálfum mánuði eftir að dómurinn
féll bað Jackson um að fá að tala við
fangelsisstjórann. Hann sagði honum
að fangalæknirinn, sem var kona og
hét dr. Stefancia March hefði boðist
til að hjálpa sér að strjúka. Hún flýði
sjálf og býr nú i Moskva.
— Hvers vegna tókuð þér ekki boð-
inu? spurði fangastjórinn.
Maðurinn í nr. 527 starði út í
bláinn.
— Getið þér ekki hugsað yður
hvers vegna liún eggjaði mig á að
flýja? — Þér vitið að dr. March er
kommúnisti!
— Nú skil ég yður ekki, sagði fang-
elsisstjórinn, Tejera ofursti. — Ekki
geta kommúnistar haft neitt á móti
yður. Þér hafið þagað ....
— Það eru aðeins þeir dauðu sem
þegja, svaraði fanginn.
Og hann þegir enn og vcit að þeim
sem hann vann fyrir þykir hann aldrei
þegja of vel. Og þess vegna má búast
við að hann þegi til dauðadags.
ENDIR.