Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Page 3

Fálkinn - 21.05.1954, Page 3
FÁLKINN 3 Finnska iðnsýningin Olle Herold, sýningarstjóri frá Finn landi, sýnir forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, finnsku iðnsýninguna. Finnsk iðnsýning var opnuð í Lista- mannaskálanum s.l. laugardag. Síðan hefir ætið vcrið látlaus straumur fólks þangað, því að marga fýsir að kynna sér hinn glæsilega varning, sem ýmsir finnskir framleiðendur sýna þar. Þá mun hinn mikli vinar- hugur, sem íslendingar bera i garð Finna, og sú hlýja, sem íslendingar hafa jafnan fundið leggja til sín frá finnsku þjóðinni, skýra að nokkru hina miklu aðsókn að sýning- unni. Tilhögun sýningarinnar er einnig með afbrigðum góð, og ljóst er af öllu, að styrkar hendur hafa verið við stýrið við allan undirbúning. Sýningin var formlega opnuð með hátíðlegri athöfn í Tjarnarbió siðdegis á laugardaginn. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, verslunar- og iðn- aðarmálaráðherra Finna, Penna Ter- vo, dr. Kristinn Guðmundsson utan- rikisráðherra, Eggert Kristjánsson stórkaupm. og Vilhjálmur Þór for- stjóri komu þar fram og leiknir voru þjóðsöngvar heggja landanna. Að lok- um var kvikmyndasýning. Af þeim vörum, sem á sýningunni eru, ber mest á trjá- og pappírsvörum ásamt málmiðnaðarvörum ýmiss kon- ar, en skinna- og ieðurvörur, postulín, keramik, skartgripir, sælgæti o. fl. setur einnig svip á sýninguna. Um 71% af flatarmáli Finnlands er þakið skógi og er því skóglendi að tiltölu við stærð landsins meira í Finnlandi, en nokkru öðru landi. Fura, greni og hirki eru einu trjátegundirn- ar, sein venjulega þýðingu liafa (97% alls nytjaviðar). Finnar eru háðir trjávörufram- leiðslunni og markaðnum, hvað út- flutning snertir, í jafnrikum mæli og íslendingar fiskfrandeiðslunni og fiskmarkaðnum. Þannig kemur 80— 95% af útflutningsverðmæti Finna frá timbur- og pappirsiðnaðinum, svipað frá hvorum. Af fyrirtækjum, sem sýna timbur, unnið eða óunnið að mestu, má nefna Enzo-Gutzeit Oy, eitt stærsta timbur- TROFIM LYSENKO, hinn frægi, en umdeildi rússneski vísindamaður, hef- ir nú fengið skömm í hattinn hjá kommúnistaflokki landsins fyrir erfðakenningar sínar. iðnaðarfyrirtæki Finnlands, sem á miklar verksmiðjur og stórt athafna- svæði í Kotka, aðaltimburútflutnings- borg tandsins, Kolho Oy, Osakeylitiö Savo í vatnaborginni Kuopio, Thomés Skogsbyrá Ab og Hackman & Co. Yfir 90% af byggingartimbri, sem notað er hér á landi, kemur frá Finnlandi. Mjög fjölbreytt úrval er af pappírs- vörum á sýningunni. Hin heimsþekktu fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteyp- ur Finska Pappersbruksföreningin (Finnish Paper Mills’ Association) og Finska Pappers- och Kartongförádl- ares Förening sýna alls kyns um- búðapappir, pappírssekki, pappírs- poka, skrifpappír, hillupappir, servi- ettur og margt fleira. Blaðapappír Finska Pappersbrukföreningens er þekklur fyrir gæði hér á landi. Sýningarsvæði Friitalan Nahka Oy i Ulvila vekur og verðskuldaða at- liygli. Það sýnir rauðskinn, leður, teðurföt og teðurfeldi, töskur o. fl. Fyrirtækið kaupir mikið af söltuðum gærum frá íslandi. Vartsila-Koncernen Ab í Helsing- fors sýnir leirvörur og postulín til heimilisnota og steinung (fajans) til skrauts og heimilisnota. Þar eru list- munir úr gleri og ýmiss konar gler- vörur. Margir staldra lengi við að skoða þennan smekklega varning. Kupittaan Saviosakeyhtiö, fjölbreytt- asta leirvörugerð Finnlands, sýnir einnig fallegt keramik. Af málmiðnaðarfyrirtækjum, sem sýna, má nefna Aluminitehdas Ab, sem sýnir t. d. eldhúsáhöld úr alúm- íni, sem vekja athygli, Ab Fr. Seeberg Oy, er flytja út hina þekktu finnsku „pukkuo-hnífa frá Isakki Jávenpaá Oy í Kaúhava, og mörg fyrirtæki i útflutningssambandi finnskra málm- iðnrekenda, Metax Andelslag. í því sölusambandi eru 37 verksmiðjur og 11 skipasmíðastöðvar með 35000 verka- menn i þjónustu sinni. Meðal sýning- arvara þessara fyrirtækja eru jarð- yrkjuáhöld, rafmagnsvörur ýmiss kon- ar — svo sem strengir og rör, spennar, og mælar — vasaljós, eldavélar, hrað- ASHRAF, tvíburasystir sjahsins af Persíu, sem var flæmd í útlegð í stjórnartíð Mossadeks fyrir þátttöku í byltingar- tilraun. Hún er nú komin heim. suðupottar, alls konar mótorar, þjalir, raspar, byssur o. m. fl. Þá eru gúmiðnaðarvörur ýmiss kon- ar á sýningunni, t. d. skjólfatnaður frá Suomen Gummitehdas Osakeyhtiö, finnskir skartgripir, gerðir eftir forn- minjum, frá Kalevala Koru Oy, og eru þeir til sölu fyrir sýningargesti •eins og hið ijúffenga súkkulaði frá Oy Karl Fazer og slíðruðu hnifarnir („dolkarnir") frá Seeberg. Þá má nefna handofna vefnaðarvöru frá Helmi Vuorelma Oy og skemmtilega mynda- og skipalíkanásýningu Sam- bands skipasmíðastöðva. Hér er ekki rúm fyrir frekari upp- talningu, en á hinu litla sýningarsvæði i Listamannaskálanum getur að líta margt atliyglisverðra muna og mynda, sem hér hefir orðið að hlaupa yfir. Hugmyndin um finnska iðnsýningu liér á landi er orðin gömul. Henni var fyrst lireyft árið 1948. Sökum vax- andi viðskipta milli landanna og margs annars hafa skilyrðin til slikrar sýningar batnað mjög. Á síðasta ári keyptu Finnar vörur fyrir tæplega 54 milljónir króna hér á landi og ís- lendingar keyptu af þeim vörur fyrir tæplega 50 milljónir króna. Erik Jur- anto, aðalræðismaður fslendinga í Finnlandi, var mikill hvatamaður að sýningunni frá öndverðu. Telur Olle Herokl, forstjóri, frá Finlands Mássa, AUDR.EY HEPURN, „lcikkona ársins 1953“. Hún hefir vakið gífurlega at- hygli bæði fyrir leik sinn í ýmsum kvikmyndum og lcikritum í Evrópu og Ameríku. sem hefir á hendi sýningarstjórn fyrir finnsku framkvæmdanefndina, liðsinni hans og þeirra Vilhjálms Þór, for- stjóra, og Eggerts Kristjánssonar, stórkaupmanns, sem skipa hina is- lensku framkvæmdastjórn sýningar- innar, hafa orðið þungt á metunum við uppsetningu sýningarinnar. Sýningar- arkitekt er Henry Tornia auglýsinga- teiknari, en upplýsingastjórar Runar Kockberg, deildarstjóri, og Seppo Seppola, verkfræðingur. íslenskir að- stoðarmenn eru Gunnar Eggertsson og Hermann Þorsteinsson. Allan tímann, sem sýningin stend- ur, fá sýningargestir ókeypis aðgang að kvikmyndasýningum i Tjarnarbió, þar sem sýndar verða finnskar iðn- aðar- og ferðakvikmyndir. Það má telja fullvíst, að iðnsýning þessi stuðli að frekari viðskiptum milli íslands og Finnlands. Þjóðirnar hafa gagnkvæma þörf íyrir vörur hvorrar annarrar. Finnar hafa m. a. keypt saltsíld, lýsi og saltaðar gærur hér á landi og voru á siðasta ári t. d. aðalkaupendur saltsíldarinnar. Telja má fullvíst, að sölu þeirra afurða og ýmissa annarra megi auka þangað. Jafnframt því hafa íslendingar mikla þörf fyrir aðalframleiðsluvörur Finna, svo sem timbur, pappir og pappírs- vörur, málmiðnðar- og rafmagnsvör- ur ýmiss konar og margt fleira. * CARY COOPER, hinn þekkti bandaríski leikari, hefir fengið tilboð um að leika í rússneskri kvikmynd. Það er hins vegar óvíst, hvort hann tekur því.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.