Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1954, Page 4

Fálkinn - 21.05.1954, Page 4
4 FÁLKINN Apollo-musterið í Delfi. Það kostaði Esóp lífið að hann fletti ofan af svikum véfréttarprestanna. Esóp og samtíð hans Esóp var krypplingur og fæddur í ánauð. En dæmisögur hans eru til á flestum tungum veraldar og börnin hafa gaman af þeim og fullorðnir geta lært af þeim. Sömu orðskviðir og spakmæli koma fyrir í tungum margra ])jóða, stundum óbreytt en stundum löguð eftir staS- háttum. „AS skreyta sig lánsfjöSrum" — „Hverjum ])ykir sinn fugl fagur“ — þau eru súr, sagSi refurinn“ — liver kannast ekki viS þetta? ÞaS gengur aftur, hvað eftir annað og er alltaf nýtt, þó að það sé komið úr dæmisögum Esóps, sem nú eru orðnar rúmlega 2550 ára gamlar. Evrópuþjóðir og ArabaþjóSir hafa tileinkað sér Esópssögurriar og þær ganga aftur í arabiskum ævintýrum og íslenskum þjóðsögum, og liafa komist inn i meðvitund margfalt fleiri barna en Odysseifskviða og orðskviðir Salómons. Arabiskt ritmál varð ekki til fyrr en með kóraninum en Esópssögurnar voru meðal þess fyrsta, sem þýtt var á það mál. Lífsmagn sitt eiga þessar sögur vegna þess að þær fjalla um algenga hluti og efni sein alltaf er nýtt. Þær segja frá dýrum og Esóp lætur mann- lega eiginleika — hégómagirnd og heimsku, visku, síngirni, fórnfýsi og metnaðargirnd birtast í skepnunum. Asninn á hönk upp i bakið á Esóp, því að sögur hans ráða eflaust mestu um það, að fólk telur hann eina heimskustu skepnu á jörðinni. Og Esóp hefir öðrum fremur gert refinn slægan. En hver er Esóp? Esóp fæddist kringum 600 árum f. Kr. í Litlu-Asíu eða nánar tiltekið í Frýgíu, ekki langt frá Ankara, núver- andi höfuðborg Tyrklands. Hann fæddist i ánauð og forfeður hans höfðu verið þrælar mann fram af manni. Hann var krypplingur og mesti væskill og ferlega ófríður. Til eru fornar höggmyndir af Esóp og eftir þeim að dæma hefir hann verið sönn ímynd ófríðleikans — þræll, ólæs, krypplingur og væskill — en samt fór svo að hann var talinn einn af sjö vitringum Grikklands hins forna og naut virðingar og aðdáunar. Hvernig mátti það ske? Esóp var léttur i lund, mesti ær- ingi og meinfyndinn. Þegar liann varð að háði og spotti fyrir vaxtarlag sitt og ófríðleik hafði hann jafnan á reið- um höndum tilsvör, sem voru svo neyðarleg að menn lærðu fljótt að það borgaði sig ekki að bekkjast til við hann. — Fyrsta langferð hans var til Efesus, með þrælalest sem átti að fara til sölu þangað. Þrælarnir áttu að bera varning og nestið til ferðarinnar. Vegna þess hve Esóp var vanskapaður og vesæll fór hann fram á að fá léttan bagga að bera. Honum var leyft að velja úr böggunum. Tók hann á ýmsum þeirra en tók að lokum brauðakörfuna, og vakti þetta furðu hinna þrælanna, þvi að karfan var þyngri en margir aðrir baggarnir. En eftir áninguna um miðjan daginn var karfan orðin helmingi léttari og um kvöldið var étið upp úr lienni, svo að Esóp gekk laus það sem eftir var ferðarinnar. Og nú sáu hinir þræl- arnir að Ijóti þrællinn var vitur. Þegar til Efesus kom voru þrælarn- ir leiddir á markaðinn, baðaðir og þrifaðir og látnir fara i skárstu fötin sín. Á öllum þrælum sem voru til sölu var dálítil auglýsing, þar sem til- greindir voru kostir þrælsins. Þarna komu margir kaupendur og von bráð- ar voru flestir þrælar úr lióp Esóps gengnir út. Voru ekki aðrir eftir en ungur skrifari í griskri skikkju — „toga“ — og hljóðfæraleikari með ýmiss konar liljóðfæri, auk Esóps vesl- ingsins, sem enginn vildi lita við. í markaðslokin bar þarna að hinn fræga speking Xanþos með lærisveina sína. Fór hann að spyrja óscldu þræl- ana spjörunum úr. Fyrst spurði hann skrifarann hvað hann kynni. „Allt sem þér krefjist," svaraði skrifarinn. Og þá sneri spekingurinn sér að fiðl- aranum og spurði hins sama, en hann svaraði: „Allt sem þér óskið“. Þegar Esóp var spurður sömu spurn- ingarinnar svaraði liann hæversklega: „Vinur minn til hægri gctur gert allt sem þér krefjist og sá til vinstri allt sem þér óskið. Þá verður ekkert eftir handa niér að gera.“ Nú þóttist spek- ingurinn Xanþos vita, að þessi ótútlegi væskill hefði að minnsta kosti vit í kollinum og fór að tala við hann. „Viltu vera hreinskilinn og heiðar- legur, ef ég kaupi þig?“ spurði Xan- þos. En Esóp svaraði: „Ég er heiðar- legur og ætla að verða það hvort sem þér kaupið mig eða ekki.“ — „Ég á við, að þú strjúkir ekki frá mér,“ sagði spekingurinn cn Esóp brosti og svaraði: „Hafið þér nokkurn tíma lieyrt um fugla í búri, sem sögðu eig- anda sínum að þeir ætluðu að flýja.“ Xanþos leist vel á krypplinginn og spurði þrælasalann hvað ódýrasta verðið fyrir hann væri. Þ'eim var báð- um Ijóst að liann væri ekki mikils virði. Og þrælasalinn svaraði: „Kauptu liina þrælana tvo, þá skaltu fá Esöp i kaupbæti.“ Og Xanþos keypti þá og fór með þá heim til sín. Það sem liér segir frá heimilisliáttum hjá Xanþosi, er haft eftir Esóp sjálfum. Heimilið var ríki út af fyrir sig og gleðilegasti viðburðurinn á heimilinu var þegar barn fæddist. Það var til- kynnt með því að festa ólívugrein yf- ir dyrnar. í Grikklandi giftist fóllc aðallega í janúar, „svo að mannssæðið gæti þroskast sem ávöxtur jarðarinn- ar“. Brúðguminn færði lijúskapar- guðunum fórnir, en brúðurin ástar- gyðjunum, og áður en brúðkaup fór fram voru hjónaefnin lauguð og lireinsuð af öllu óhreinu, en síðan „rændi" brúðguminn brúðinni, þ. e. a. s. tók liana á loft og bar hana inn fyrir þröskuldinn. Brúðkaupsveislan fór heldur ruddalega fram. Gestirnir klæmdust og létu munnsöfnuðinn einkum ganga út yfir brúðhjónin, og • sögðu álit sitt á innbúi lijónanna, bæði lof og last. Svo kom að þvi að barnið fæddist. Þegar það var vanið af brjósti tuggði móðirin allan mat i það fyrst um sinn, til að gera hann auðmeltanlegri. Ef barnið var sveinn var hann skirður nafni föðurafa síns. í Spörtu tók rikið að sér uppeldi drengja er þeir urðu 7 ára, en í Aþenu dvöldust þeir lieima til 17 ára aldurs. Þeir gengu í einkaskóla, þvi að opin- berir skólar voru engir til, og lærðu Odysseifskviðu og Ilionskviðu utan að. Þeir lærðu að skrifa og var lesið fyrir, og þeir voru æfðir í hugarreikningi. Og mikil stund var lögð á leikfimi og iþróttir. Þegar sveinninn varð 18 ára var hann skráður borgari. Nú átti ríkið að kenna honum hernaðariþrótt. Oft var hann sendur til Litlu-Asíu til her- æfinga eða i hernað. Sonur Xanþosar hafði nýlega verið skráður i lierinn þegar Esóp kom á heimilið og kona lians var í illu skapi þess vegna. Þegar hún sá krypplinginn fékk lnin vonskukast. Nu voru góð ráð dýr. Xanþos stóð orðlaus en Esóp brá fyrir sig kunnu grísku spakmæli: „Júpíter forði oss frá eldi, vatni og reiðum eiginkonumI“ Djörfung krypplingsins mun liafa gert húsfreyj- una forviða. Að minnsta kosti var hún honum alltaf góð eftir þetta, og Esóp undi vel hag sínum. Hann fékk tæki- færi til að menntast og þroskast og húsbændur lians voru fyrsta fólkið sem hann kynntist, er kunnu að meta hann — ekki sem þræl heldur sem vin og ráðunaut. Esóp varð brátt Major Donnis, eða ráðsmaður á heimilinu, og frá þeim tíma eru margar sögur hans. Einu sinni hélt Xanþos samkvæmi fyrir karlmenn. Gestir fengu nautatungu í margvíslegum útgáfum að borða. Þessu reiddist Inisbóndinn en Esóp afsakaði sig með þvi að ekkert væri dásamlegra en tunga, sem væri lykill allrar ósagðrar speki. Gestunum var skemmt er þeir lieyrðu þessa skýr- ingu, en nú var Esóp sagt, að þegar samkvæmi yrði næst, yrði hann að búa til mat úr þvi viðbjóðslegasta sem hann vissi. Og þá bar Esóp líka fram tungu, hvern réttinn eftir annan. Húsbónd- inn varð reiður, en Esóp gaf skýring- una: „Ekkert illt gerist i heiminum án þess að tungan komi þar við sögu. Þegar morð og ofbeldi er framið á tungan alltaf þátt i því.“ Enginn gat talað milli hjónanna nema Esóp. Einu sinni fór konan á burt i reiðikasti og fluttist til foreldra sinna og sagðist aldrei skyldu koma aftur. Fyrst i stað var Xanþos feginn að losna við skassið. En svo fór hann að sakna hennar og sagði Esóp frá því. Esóp sagði honum að hann skyldi sjá um að frúin kæmi aftur og bað Xanþos að fara á torgið og panta kjöt, fisk og dýrustu ávexti, sem sent skyldi heim á tilteknum degi. Sjálfur heimsótti Esóp þjóna annarra fyrirmanna og trúði þeim fyrir þvi, að Xanþos væri að fá sér nýja konu og ætlaði að kvænast þennan dag. Vit- anlega frétti frúin um þetta og á „brúðkaupsdaginn“ kom hún vaðandi heim, en Xanþos tók henni opnum örmum og allt féll í ljúfa löð. Esóp langaði til að fá frelsi og bað um það að launum fyrir að hann þýddi gamla grafskrift, sem sagði til um hvar fjársjóður einn væri fólginn. Xanþos lofaði að gefa honum frelsi, en þegar til kom tímdi hann ekki að missa hann. Nokkru síðar var Xanþos falið að ráða fram úr vandamáli, sem snerti stjórn bæjarins. Hann gat ekki ráðið fram úr þvi og fór til Esóps. Og Esóp sá sér leik á borði og bauðst til að fara á fund bæjarráðsins og flytja málið þar. Xanþos féllst á það og Esóp fór á fundinn. „Er það löglegt að þræll fræði frjálsa borgara á opin- berum fundi?“ spurði Esóp. Lögfræð- Rústir frá fæðingaröld Aþenuborgar: Erechteum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.