Fálkinn - 09.07.1954, Qupperneq 3
FÁLKINN
3
Sólmyrkvinn 30. júní
Sólin myrkvuð.
Mikill viðbúnaður var hafður fyrir
sólmyrkvann 30. júní, einkum var
mikið um að vera austur í Mýrdal og
i Landeyjunum, þar sem skilyrði voru
góð til athugana á almyrkvanum.
Almyrkvi varð aðeins syðst á land-
inu, en deildarmyrkvi um land allt.
Deildarmyrkvi varð hér síðast 1945,
en almyrkvi hefir ekki orðið hér á
landi í tíð núlifandi manna.
Vísindamenn um gjörvallan heim
höfðu mikinn viðbúnað á þeim
stöðum, sem almyrkvinn varð, til
þess að geta gert ýmiss konar at-
huganir og mælingar. Hér á landi
hafði Rannsóknaráð ríkisins for-
göngu um athuganirnar undir forystu
Þorbjörns Sigurgeirssonar, formanns
rannsóknaráðsins, en með honum
voru erlendir og innlendir sérfræð-
ingar. Miðstöð athugananna var að
Guðnastöðum í Landeyjum.
Fjöldi fólks úr Reykjavík og víða af
landinu fór austur í Skaftafells- eða
Rangárvallasýslu. eða til Vestmanna-
eyja til að fylgjast sem best með al-
myrkvanum og ýmsir tóku sér flugfar
um ]>að leyti, sem myrkvinn stóð sem
hæst. Hinir voru þó fleiri, sem létu
sér nægja deildarmyrkvann og fóru
hvergi.
Mestur varð myrkvinn Jaust eftir
kl. 12, en alls stóð hann frá kl. 10.40
til kl. 13.15. í Reykjavík var aðeins
1/72 liluti af þvermáli sólar sýnilegur,
er myrkvinn stóð sem hæst. Almyrkv-
inn sjálfur stóð i 1 ¥2 minútu á þeim
stöðum á landinu, þar sem hann stóð
lengst, en það var i Dyrhólaey og í
Vestmannaeyjum.
Almenningur hafði verið stranglega
aðvaraður um að horfa ekki á sól-
myrkvann berum augum, ])vi að af
því gætu orsakast varanlegar skemmd-
ir á augunum. Algengast var að gler-
plötur, sótaðar í kertareyk, væru not-
aðar sem augnhlifar, en logsuðugler-
augu voru einnig mikið notuð. Venju-
leg sólgleraugu nægðu ekki.
Meðan myrkvinn stóð sem hæst,
kólnaði mjög og birtublærinn varð
óhugnanlegur. Svo var sem tíbrá væri
yfir öllu og virtist landið ganga í
bylgjum. *
Churchill og Eisenhower hittast
Fundur þeirra Churchills og Eisenhowers og helstu ráðgjafa þeirra í Was-
hington hefir verið tíðræddur í heimsfréttunum. Þar voru rædd ýmis helstu
vandamálin, sem stórveldin eiga við að glíma um þessar mundir. Svo virðist
sem fundurinn hafi tengt Breta og Bandaríkjamenn sterkari pólitískum bönd-
um, en á því var farið að brydda, að stjórnir landanna hefðu ólíkar skoðanir
á mörgum helstu vandamálunum og þeim leiðum, sem farnar skyldu til lausnar.
Á járnbrautum og sporvögnum i
Chile er það ekki aJdurinn heldur
hæðin, sem ræður því livort fólk
kemst af með barnafarmiða. Hefði
ekki verið réttara að láta gildleikann
ráða?
/ —
Enskt l'irma er nú farið að fram-
leiða meðal gegn kviða. Fólk sem tek-
ur það gengur brosandi inn til tann-
læknisins og kyssir lögtaksmanninn
þegar hann kemur í heimsókn.
Ung og falleg japönsk kona, sem
var gift Ástralíumanni ienti i vanda
hjá útiendingaeftirlitinu þegar hún
kom til Sydney. Henni var neitað um
landgönguleyfi. Eftir lauga leit fannst
loks maðurinn hennar, en hann liafði
ekki átt von á konu sinni og tók þess
vegna ekki ó móti henni. Vandræðin
stöfðuðu af þvi að konan aat ekki
sagt nafn mannsins síns — vissi ekki
eftirnafnið. „Allir kalla liann S'nowy
eða Ginger, og það geri ég iika,“ sagði
hún.
Ekki kom dropi úr lofti í 525 ár á
rústirnar af fornu borginni Chan-
Chan i Perú, að undantekinni sam-
felldri sjö daga rigningu árið 1925.
Sólmyrkvinn á ýmsum stigum. Fyrsta myndin (lcngst
til vinstri) er tekin rétt fyrir hádegi, og hefir tungiið
myrkvað talsverðan hluta sólarinnar. Næsta mynd (í
miðju sýnir myrkvann eins og hann sást mestur
frá Reykjavík, en sú síðasta (lengst til hægri) sýnir
algjöran sólmyrkva. Kórónan sést sem daufur geisla-
baugur utan um myrkvaða sólina.
Ljósmynd: Ólafur K. Magnússon.