Fálkinn - 09.07.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
Svo stóð hann upp, hneigði sig fyrir Car-
mel og Woodrin og sagði: „Afsakið þið, en
ég var boðinn i ofurlítið samkvæmi til heið-
urs ungfrú Young.“
„Maðurinn sem hún er með kvað vera sá
lífshættulegasti hérna í bænum,“ sagði
Carmel.
„Það hlýtur að hafa verið áður en ég kom
í bæinn,“ sagði Crane.
Gangan yfir dansgólfið að borði ungfrú
Young var talsvert erfið. Crane fannst fólkið
vera fyrir sér, og hann rakst á nokkur dans-
andi pör. Sum þeirra rakst hann á oftar en
einu sinni og hann var farinn að hugleiða hvort
hann ætti ekki heldur að leggjast á fjóra fæt-
ur og skríða. En þá sá hann að hann var kom-
inn að markinu.
„Mikill öldugangur í dag,“ sagði Delia og
starði á hann tindrandi bláum augum.
Hann settist andspænis henni. „Eigum við
að dansa?“
„Heldurðu að þú getir það, Arthur? Þú
mátt ekki treysta því að ég hjálpi þér á fætur
ef þú dettur.“
En Deliu Young og mörgum öðrum til mestu
furðu gekk þetta vel þegar hann var kominn
út á gólfið. Crane var eiginlega hissa á að
hún skyldi hafa tekið í mál að dansa við
hann, og Frenchy Duval, sem stóð við dyrnar
var guðsfeginn að Slats var ekki inni.
Þegar hljómsveitin tók hvíld leiddi Crane
hana að borðinu og færði stólinn til handa
henni, ekki alveg eins stöðugur og foldgnátt
fjall en hér um bil. Hún horfði forviða á
hann. „Þú stóðst þig eins og hetja, Arthur.“
Henni hafði fundist Arthurs-nafnið eiga vel
við Crane.
Þjónninn hellti í kampavínsglösin. Hann
hellti glas Deliu ekki nema hálft, en hún kall-
aði á eftir honum: „Fullt glas, þökk.“
Þau drukku og þau dönsuðu. Og svo drukku
þau aftur. Crane fannst þetta skratti löguleg
stelpa. „Þú ert skrambi góð,“ sagði hann.
„Og því meira kampavín sem ég drekk því
betri verð ég,“ svaraði hún.
Svarti kjóllinn hennar var svo fleginn að
þegar hún stóð upp sást helmingurinn af
brjóstunum, og þegar hún sat og beygði sig
fram var hægt að sjá afganginn. Crane varð
þess vísari að hún notaði ekki brjóstahöld,
og þó að hún sæi við hvað hann hafði hugann,
hallaði hún sér áfram eigi að síður.
„Ja, þú veist hverjum ég er eiginlega með,
Arthur?“ sagði hún.
„Ætli þú sért ekki með mér.“
Hún hló hátt og eggjandi. „Betur að satt
væri.“
„Líkar þér þá ekki vel við hann Slats?“
„Hann er góður upp á vissan hátt, en hann
veit ekki hvers konan þarfnast. Og það eru
ekki peningar, sem ég meina.“
Fyrir hverjum skartar ungjrúin?
Crane kinkaði kolli, hugsi. Fólkið dansaði
hjá borðinu þeirra. Þjónninn hellti í glösin.
Hvað var hún að tala um? Ja, hún var að
minnsta kosti ekki að tala um peninga.
„Allar konur, jafnvel konur eins og ég,
þarfnast ástar,“ sagði hún alvarleg.
„Hefir þú nokkurn tíma verið ástfangin?"
spurði Crane.
Hún kinkaði kolli.
„Það var garnan."
„Já, það var gaman.“
„En sveik hann þig?“
„Nei. Hann dó.“
„Hvað hét hann?“
Dökkbláu augun horfðu rannsakandi á
hann. „Það kemur þér ekki við,“ sagði hún,
„en úr þvi að þú ert svona forvitinn get ég
vel sagt þér að hann hét Richard March.“
Crane reyndi að gera róminn eins tortryggj-
andi og hann gat. „Þekktir þú hann?“ Nú
var leikur á borði að verða einhvers vísari.
Hún horfði á hann leiftrandi augum. „Ég
telst kannske ekki nein dama, en ég þekkti
þó alltaf Richard March. Meira að segja vel.“
„Þá er ég viss um að þú hefir skrifað hon-
um eldheit ástarbréf,” sagði Crane til að reyna
að fá hana til að segja meira.
„Nú skaltu fara varlega, Arthur.“
„Nú finnst mér að við ættum að dansa,“
sagði Crane.
Þau fóru út á gólfið aftur. Þegar þau höfðu
dansað um stund benti Delia til hinnar hliðar-
innar í salnum og spurði: „Varstu ekki með
þessu fólki þarna?“
Crane leit þangað sem hún benti, en sá
ekki annað en autt borð. „Hvaða fólki?“
„Fólkinu sem sat þarna og fór fyrir hálf-
tíma.“
„Jú. Það hefir svikið mig.“
„Það er ekkert undarlegt. Klukkan er yfir
fjögur.“
Þau fóru aftur að borðinu sínu, og Crane
benti brytanum.
„Ég ætla að borga reikninginn frá borð-
inu þarna.“
„Herra March borgaði hann, sir.“
Delia greip um úlnliðinn á Crane og kreisti,
svo að hann kveinkaði sín. Hún beið þangað
til brytinn var farinn og svo spurði hún hás-
um rómi: „Hvaða March var hann að tala
um?“
„Peter March.“
„Frænda Richards?"
„Slepptu hendinni á mér.“
„Er frændi Richards vinur þinn?“
„Ekki held ég það.“
Delia virtist ánægð yfir svarinu. Hún sleppti
takinu og hellti kampavíni í glösin.
„Ég er eitthvað svo skrítin innvortis," sagði
hún. „Eg held að ég sé full.“
„Og ég er svo skrítinn í hendinni," sagði
Crane og þuklaði á henni. „Ég held að þú
hafir brotið í mér eitt eða tvö bein.“
„Richard March,“ muldraði hún. „Eini
maðurinn sem ég hefi elskað.“
Crane þóttist sjá að nú væri færið til að
verða einhvers vísari. „Ég fer að þreytast á
að heyra um þennan Richard March,“ sagði
hann.
Það kom á daginn að þetta var einmitt það
sem hann átti að segja, því að hún brást reið
við. „Þú heldur kannske að honum hafi ekki
þótt vænt um mig?“ Hún greip um úlnliðinn
á honum aftur. „Þú heldur kannske að hann
hafi ekki svarað bréfunum mínum? Ég skal
nú sýna þér það! Komdu með mér!“
„Hvert?“
„Upp í herbergið rnitt."
„Er það ekki dálítið ógætilegt?"
„Fólk er vant að koma af fúsum vilja þegar
ég býð því inn til mín,“ sagði hún og þrýsti
fast að úlnliðnum á honum.
„Ég skal koma sjálfviljugur," sagði hann.
Hann elti hana gegnum dyr bak við rauða
Framhald í næsta blaði.
FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af-
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12
og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir
greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram-
kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent.
ADAMSON
Adamson á hestbaki.