Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1954, Síða 15

Fálkinn - 19.11.1954, Síða 15
FÁLKINN 15 Upphaf olíualdarinnar Sagan skiptir mannlífinu, á jörðinni í aldir: steinöld, bronsöld og járnöld, og nú tala allir um atómöld. Hún mun talca við af olíuöld- inni, sem hófst fyrir 95 árum. FYRIR liundraS árum þekktu margir steinolíu, en ekki í þeirri merkingu sem nú. Að visu var byrjað að nota hana til ljósa um míðja öldina, og árið 1830 hafði þýski efnafræðingur- inn Reichenbach bent á að hún væri lientugri til ljósa en lýsi og grútur. En þetta vissu Ameríkumenn ekkert um. Þeir héldu unp á 75 ára afmæli olí- unnar árið 1934. Að vísu þekktu Indíánar olíuna og notuðu hana lil lækninga og kölluðu hana „Seneca- olíu“. Enda var það lyfsali sem fyrst- ur varð til að bora eftir olíu vestan hafs. Hann hét Samuel Kier og átti heima í Pittsburg. Þegar holan hans var orðin 400 feta djúp gaus upp olía, mikið vatnsblönduð. Kier auglýsti hana mikið en umsetningin varð þó ekki veruleg. Kanadamaður sem hét Abraham Gesner fékkst lengi við að hreinsa olíu, sem hann vann úr brúnkolum, en það gekk illa. Um sama leyti hafði amerískur ofursti sem A. C. Ferris hét, búið til nýja gerð af olíulömpum, sem þótti mesta þing. Og nú var næst fyrir að vinna oliu og hreinsa hana. í Newhaven var stofnað oliufélag. En livar átti að taka olíuna. Víða voru oliuvætlur og þar var oliunni ausið í skjólur. En fyrirtækið gekk ekki vel. Árið 1856 fór framkvæmdastjóri þess. G. H. Bissel til New York. Hann var að slangra á Broadway er hann rak aug- un i eina af áuglýsingum Samuels Kier lyfsala um „hið nýja undralyf". Á auglýsingunni var mynd af borturni lyfsalans. Það hækkaði brúnin á fram- kvæmdastjóranum. Nú fyrst datt hon- um í hug að það yrði að bora eftir olíunni. Til þess að standa fyrir borunum var fenginn maður sem hét Drake, og síðan hefir verið kallaður „ofursti" þó að hermáður væri hann ekki og hefði ekki komist hærra en að verða eftirlitsmaður i járnbrautarlest i Newhaven. En hann reyndist mesti dugnaðarþjarkur og útsjónarsamur. Og nú fór hann til Titusville og fór að bora skammt frá holu Kiers iyf- sala. Drake sóttist seint verkið en loks var hann þó kominn á 69,5 feta dýpi laugardaginn 22. ágúst 1859. Daginn eftir var hvíldardagur og ekki unnið. En þegar aðstoðarmaður Drake, Billy Smith, fór út að liolunni um hádegis- bilið, sá hann að hún var marmafull af olíu. Daginn eftir var farið að ausa. Síðar var notuð dæla, sem dældi upp 25 tunnum á dag, þ. e. a. s. meira en þremur smálestum. Eftir nokkra mánuði var kominn fjöldi af borunar- turnum þarna allt í kring. Nýr og merkur þáttur i atvinnusögunni var liafinn. Þegar fyrsti „gusher“ (oliulind) byrjaði að þeyta upp úr sér olíu árið 1861 — 300 tunnum á dag — ætlaði fólk alveg af göflunum að ganga. Svo að vandinn var þá ekki annar en sá, að bora liolu niður i jörðina og hafa nóg af tómum tunnum til taks til að liirða liana! Flestir þeir sem gripu i tómt þegar þeir komu til Kaliforn- iu og ætluðu að grafa gull, sneru sér nú að olíunni í Pennsylvaníu. Sá sem vogaði vann! Drake var orðinn fræg- ur maður. Fyrir stuttu hafði verið hlegið að honum en nú lieilsaði fólk honum í auðmýkt. Hann hafði keypt sér olíuland, borað og grætt ....... Oliuæðið barst fyrst til New York- ríkis og siðan suðvestur til ríkjanna Ohio og West-Virginia. En tíu árum eftir að Drake fann olíuna var frægð- arsaga lians á enda. Pennsylvaníu- ríki veitti honum 150 dollara á mánuði i viðurkenningarskyni, því að sjálfur átti hann ekki bót fyrir rassinn á sér. Árið 1905 var olíuframleiðsla ver- aldar kringum 35 millj. smálestir, en árið 1950 var hún orðin 488 milljón smálestir og fer vaxandi nieð hverju ári. Og alltaf er eftirspurn eftir þess- um dýrmæta aflgjafa. Árið 1914 var aðeins 3% af heimsflotanum knúinn með olíu en 1949 78%. Hús eru hituð með oliu i stað kola, járnbrautirnar nota dieselmótora, flugvélarnar nota bensín og bifreiðafjöldinn í veröldinni hefir margfaldast á liverjum tíu ár- um. En samt þarf tænlega að kviða olíuleysi i bráð, þvi að nýjar lindir eru alltaf að finnast, þó að ekki sé því að fagna í Bandaríkjunum. Þar virðist olian vera að ganga til þurrðar. * Endurskoðandi kom í eftirlitsferð í bankaútibú einlivers staðar í Ameriku og Iiitti svo á, að allt starfsfólkið sat úti á svölunum og var að spila póker. Hann liugsaði sér að láta því bregða við og hringdi bjöllunni, sem notuð er til að ná til lögreglunnar þegar bóf- ar ráðast á banka. En bjallan hefir verið i skökku sambandi þvi áður en varði var gestgjafinn kominn hlaup- andi með flösku i hendinni. Caroline Dawson heitir sex ára telpa, sem situr öllum stundum við að skrifa ævintýri, sem hún ætlar að gefa út. Hún er mjög hugmynda- rík og lætur skiptast á spennandi og hrikalega atburði og sólarsögur. Hún á ekki langt að sækja skáldargáfuna, þvi að hún er dótturdóttir Ellinor Glynn, hinnar frægu ungfreyjubóka- skáldkonu. Eini gallinn á Carolinu litlu er sá, að réttrituniu er talsvert á reiki ennþá, segir móðir hennar. Suinar trjátegundir geta orðið 5000 ára gamlar. Samkvæmt skýrslum frá vinnu- miðlunarstofun fjögurra liáskóla í New York hefir helmingur allra stúd- enta einhverja aukavinnu. Yfir 2000 stúdentar fengu atvinnu síðasta ár að tilhlutan vinnumiðlunarinnar. Meðai- tekjur stúdenta fyrir þessa auka- vinnu eru kringum 9.500 ísl. krónur á ári. Charles Felu, belgiskur maður, fæddist handalaus, en varð eigi að siður einn frægasti málari sam- tíðar sinnar (1830—1900). Hann mál- aði hverja myndina annarri betri og merkti þær „Pede pinxit“ — málað með fætinum. Belgakonungur og Rússakeisari hlúðu mjög að honum og meðal vina sinna taldi hann þrjá konunga og einn keisara. Hann mikl- aðist af því að hafa heilsað mörgum höfðingjanum með „handfótabandi". Ý f 'i r A J\ > V J V J\ J\ J\ J\ J V J V J V > V >v > V >^ > V > V > V >v > V X > V > V >v >v >v J\ > V > V J\ J\ J\ > V >v J \ J V > v >v >v J V > V J\ J< > V J\ sr sr s r >r > r sr > r > r > r > r sr sr sr sr sr > r > r yf Misliturinn verður skýrari, hvíti þvotturinn hvít- ari þegar Rinso er notað. Rinso-þvælið losar öll óhreinindi auðveldlega, gerir þvottinn alger- lega hreinan. Til þess að ná skjótum og góðum árangri, notið Rinso. Tilvalið fyrir þvottavélar og allan uppþvott nn Rinso í allan þvott! A J v J< J w J t J < J < >v > V J V > V J \ J V >v >v > V > V I > V > V > V >v >v J\ J V > v Js J V > v J\ J V > V > V J\ JS J\

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.