Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1955, Síða 3

Fálkinn - 11.02.1955, Síða 3
FÁLKINN 3 Þjóðleikhúsið: „Fædd í gær“ Þjóðleikhúsið liafði frumsýningu á gaman'leiknum „Fædd í gær“, eftir Garson Kanin, laugardagskvöldið 5. ]). fn. Húsfyllir var og tóku áhorfendur leiknum mjög vel. Garson Kanin er Bandaríkjamaður, rúmlega fertugur að aldri, og hefir hann fengist við leikstjórn, leikrita- gerð og kvikmyndagerð um alllangt skeið. Auk þess hefir hann leikið nokkuð sjálfur. Eina gamanleikritið, sem hann hefir samið og hefir hlotið miklar vinsældir, er „Fædd í gær“, eða „Born Yesterday", eins og það lieitir á frumniálinu. Það var frum- sýnt á Broadway Í946, og fór Judy mönnum þjóðarinnar um fingur sér í skjóli peningavaldsins, ásamt fylgi- konu sinni, Billie Dawn, sem stendur á ennþá lægra vitsmuna- og þroska- stigi en Harry. Við söguna koma auk þeirra lögfræðingur Harrys, Ed Dev- ery, blaðamaðurinn Paul Verrall, sem fær óvænt tækifæri til að koma Billie til nokkurs þroska, svo að lífsviðhorf hennar breytist, Eddie Brock, sendi- tík Harrys, Hedges öldungardeildar- þingmaður og kona hans, starfsfólk gistihúss og nokkrir fleiri. Þóra Friðriksdóttir fer með hlut- verk Billie. Er leikur hennar skemmti- legur og mjög athyglisverður, þar Þóra Friðriksdóttir sem Billie Dawn og Benedikt Árnason sem Paul Verrall. Holliday þá með aðalhlutverkið. Síðar var það kvikmyndað, og fór sama leikkonan þá einnig með aðalhlut- verkið. Var sú mynd sýnd hér nýlega. „Fædd i gær“ er í þremur þáttum og gerist í lok síðustu styrjaldar. Aðal- persónur leikritsins eru þau Billie Dawn og Harry Brock. Harry er snöggsoðinn milljónamæringur, sem hefir hagnast á skran- og brotajárns- sölu. Hann er ófyrirleitinn og stígur ekki í vitið, þótt hann sé næmur á peningalykt og svífist einskis til þess að færa sér hana i nyt. Harry er kom- inn til Washington til að vefja ráða- sem hún cr alveg óreynd leikkona, nýlega brautskráð úr leikskóla Þjóð- leikhússins. Spáir þessi byrjun mjög góðu um framtíð hennar á leiksviðinu. Valur Gíslason leikur Harry Brock, og eru mikil tilþrif í leik lians, enda nutu leikhúsgestir túlkunar hans á hinum vellauðuga, en vitgranna brota- járnssala, í ríkum mæli. Benedikt Árnason leikur blaða- manninn af mikilli smekkvísi og sama er að segja um Rúrik Haraldsson í hlutverki lögfræðingsins. Klemens Jónsson leikur Eddie Brock og Gestur Pálsson öidungar- Þóra Friðriksdóttir og Valur Gíslason í aðalhlutverkunum (Billie Dawn og Harry Brock). Valur Gíslason sem Harry Brock og Helgi Skúlason sem aðstoðarfram- kvæmdastjórinn. deildarþingmanninn. í smærri lilut- verkum eru þau Anna Guðmunds- dóttir, Helgi Skúlason, Rósa Sigurðar- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Erlingur Gíslason. Indriði Waage annast leikstjórn þessa skemmtilega gamanieiks og hefir tekist það ágætlega. * Mendés-France Frökkum í átta ár. Þar var hann ó- deigur. „Ef ég hefi ekki fengið frið við Indó-Kína fyrir 20. júli segi ég af mér!“ sagði hann. Og hann fékk friðinn, þó að ])að væri harður friður fyrir Frakka — nokkrum klukkustund- um eftir að fresturinn sem liann liafði sett sér, var liðinn. Mendés-France er fæddur 1907. Lögfræðingur. Varð þingmaður fyrir róltæka flokkinn 1932, 25 ára. Árið 1938 varð hann ráðherra í stjórn jafnaðarmannsins Leon Blums., en segir sig úr stjórninni vegna þess að liann sér livert stefnir. Hann krefst vígbúnaðar af Frakka hálfu og reynist sannspár. Hann er í fíughernum. Neitar að ganga að uppgjöf Petains, flýr til Norður-Afríku, er handtekinn og fluttur til Frakklands. Flýr til London 1941, er boðið að taka sæti í útlagastjórn de Gaulle en afþakkar það, en gerist sprengjuflugmaður. En Framhald á bls. 14. Píerre Mendés-France hefir tví- mælalaust vakið meiri athygli en nokkur annar stjórnmálamaður sem komið liefir fram á sjónarsviðið að undanförnu. Lengi sat liann í forsæt- isráðherraembættinu þó að hann hefði hætt sér út í að taka ákvarðanir, sem virtust tvísýnar. Og um sumt hef- ir honum orðið vel ágengt, en hins vegar þurfti hann að segja af sér, er Tunismálið var komið í strand. Hann hafði djörfung til að binda enda á hið óvinsæla stríð í Indó-Kína, sem hvílt liefir eins og martröð á Rúrik Ilaraldsson sem Ed Devery.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.