Fálkinn - 11.02.1955, Page 4
Framhaldsgrein I.
SILVANA MANGAAO
— er 25 ára blóðheit, ítölsk-ensk, ofsafengin
tilfinningamanneskja.
Það þarf ekki að segja Hafnfirðingum og Reykvíkingum hver hún er, því að
í haust var sagt frá því í blöðunum, að 30 þúsund manns hefðu séð kvikmynd-
ina „Önnu“ í Bæjarbíó í Hafnarfirði. En Anna er frægasta hlutverk Silvönu,
og hefir nú borið henni frægðarorð um allt land. Áður var hún orðin fræg
af myndinni „Bitter Rice“. Þess vegna mun lesendum Fálkans þykja fengur
að því að kynnast þessari undraleikkonu nánar. Það sem um hana er sagt í
þessum greinaflokki, er mestmegnis byggt á frásögn hennar sjálfrar.
SILVANA MANANGO varð hrædd
þegar hún sá staðinn, sem valinn
liafði verið til að kvikmynda „Bitter
R'ice“. Þar var ömurlegt umhorfs.
Óendanlegar raðir af grannvöxnum
pílviði endurspegluðust í forarleðjunni
á rís-ekrunum, svo langt sem augað
eygði. Og hrörlegir skúrar og kumb-
aldar á við og dreif, bústaðir verka-
fólksins. Hundruð kvenna stóðu upp
í mitti í forinni í skurðinum milli
pilviðarraðanna. Silvana renndi aug-
unum milli kvennanna. Þær voru
með alls konar svip og mjög sundur-
leitar.
Sumar gamlar og ljótar, úttaugaðar
af striti og sífelldu flakki úr einum
stað í annan, í atvinnuleit. Sumar
ungar og laglegar, með hinni frjóu,
þroskuðu fegurð, sem einkennir konur
sólríkra landa.
Sumar giftar, aðrar ógiftar. Þar á
meðal þær, sem komu ár eftir ár til
Vercelli á Norður-ítaliu. Þær vissu
að þegar dægurstritinu lauk gátu þær
hitt pilta og lifað i ástarsælu nokkra
klukkutima. Sumar þeirra héldu sig
að sömu karlmönnunum ár eftir ár.
Loftið var hrannað af suðandi
moskítóflugum, sem glitraði í sólinni
þegar hún kom niður að vatninu, og
risvinnustúlkurnar slógu ósjálfrátt til
flugnanna er þær gerðust nærgöng-
ular.
Loftið var rakt og stúlkurnar störðu
með þráasvip á unga ítalska leikstjór-
ann, Giuseppe De Santis, sem var að
skipa þeim að fara úr kjólunum. Þær
hristu höfuðið, töluðust eitthvað við
hann og neituðu að lilýða. *
ÉG SKAMMAST MÍN EKKI.
De Santis var í standandi vandræð-
um. Hann hafði ætlað sér að nota rís-
stúlkurnar sjálfar í myndina í staðinn
fyrir að leigja hóp af statistum. Og
þetta leikatriði átti að sýna stúlkurnar
á nærpilsunum og var mjög áríðandi
fyrir myndina „Bitter Rice“.
En stúlkurnar fóru hjá sér. Fara
úr kjólunum og láta taka mynd af sér
á nærkjólnum og sýna þetta út um
allan heim. Aldrei á ævi minni! Þær
voru afráðnar i að sinna ekki jafn
fráleitri kröfu.
De Santis tókst ekki að sannfæra
þær með fortölum sínum. Þá var það
að Silvana kom hlaupandi inn í
stúlknahópinn og tindi af sér spjar-
irnar á hlaupunum. — Sjáið þið! kall-
aði lnin. — Ég er alveg eins hlédræg
og þið, en ég skammast min ekki. Það
er ekkert Ijótt í þessu. Það verður
að gera það svona!
Silvana var ímynd ungrar og fal-
legrar stúlku, þar sem hún stóð úti í
vatninu i glóandi sólargeislunum, sem
dönsuðu niður á milli greinanna á
pilviðnum. Þarna voru fleiri lagleg-
ar stúlkur, en þær urðu að engu við
hliðina á henni. Hún beitti öllu sinu
viljaþreki er liún var að telja hinum
stúlkunum huglivarf. Þær hlustuðu á
hana. Suðræna lundin er létt og fljót
að breytast og innan skamms hafði
stúlkunum snúist hugur. Þessi stúlka
var kvikmyndadís, og þeim var ekki
vandara en henni.
— En allir þessir karlmenn? sagði
ein og benti á myndatökumennina,
sem stóðu þarna í kring.
— Þeir fara burt, sagði Silvana, og
sneri sér að De Santis. — Látið þér
alla fara, sem við þurfum ekki á að
halda, sagði hún. — Og látið ekki
neina vera á gægjum.
De Santis lét skipunina ganga. Að-
eins ljósmyndararnir og fáeinir að-
stoðarmenn urðu eftir. Verðir voru
settir til að gæta þess að óviðkomandi
gægðust ekki — og svo fóru stúlkurn-
ar að afklæða sig, sumar rólega og
óhræddar, en aðrar roðnuðu af
feimni.
Silvana Mangano hrópar frýjunarorð
Svo var atriðið ljósmyndað. Stúlk-
urnar léku af lífi og sál. Þær skemmtu
sér og hlógu og skvettu hver á aðra.
Sumar þvoðu hinum á bakinu. Þær
voru eins og sólbrenndar huldu-
meyjar.
En enginn vissi þá að þetta leikatriði
atriði mundi vekja athygli um allan
heim og gera hina 18 ára gömlu leik-
konu fræga í einu vetfangi. Það var
þessu leikatriði öðrum fremur að
þakka, að „Bitter Rice“ vakti meiri
athygli en nokkur ítölsk mynd hafði
gert í mörg ár.
— Ég varð hissa, sagði De Santis
síðar, — þegar Silvana liljóp út í
vatnið og fór að telja stúlkunum hug-
hvarf þvi að þegar ég hafði talað við
hana um þetta atriðið skömmu áður,
var hún jafn óframfærin og liinar.
Við verðum að muna að Silvana var
til stúlknanna í „Bitter Rice“.
aðeins 18 ára og mjög feimin. Það
hlýtur að hafa kostað hana mikla
sjálfafneitun að vinna bug á blygð-
unartilfinningu sinni og gera það, sem
liún liafði aldrei gert áður nema í
svefnherberginu sinu.
— En hún sannaði þá, að liún var
sannur listamaður, sem gat fleygt
allri feimninni fyrir borð, þegar
hlutverkið krafðist þess.
Enginn þekkti Silvönu þá nema
fáeinir kvikmyndamenn þegar hún
var kjörin „Miss Roma“ í fegurðar-
samkeppni.
Fáum datt í hug þá, að hún yrði
fræg sem kvikmyndaleikkona.
ff.... .jM:5x'
PERSÓNULEGT SEGULMAGN.
Það, er undravert hvernig karlmenn
heillast af henni. Þeir drógust að
henni mótstöðulaust, en kvenfólkið —
og ítalskt kvenfólk er afbrýðisamast
allra í heimi — var ósjálfrátt á verði
gegn henni. Kvikmyndaleikari segir
einkennilega sögu sem gerðist í eitt
af fyrstu skiptunum, sem hún var að
leika í kvikmynd. Silvana hafði allan
hugann við leikinn. Það er nijög ó-
víst að hún hafi tekið eftir, að önnur
leikkona í myndinni var sérstaklega
lirifin af einum leikaranum. En hann
endurgalt ekki þá hrifningu. Reyndi
að forðast hana sem mest, en því á-
lcafari varð hún.
Einu sinni er þessi leikari var að
tala um leikatriði við Silvönu, varð
allt i einu ókyrrt í salnum. Hin ást-
fangna leikkona kom æðandi til
þeirra og felldi stól í leiðinni. Hún
sló leikarann hnefahögg í andlitið og
sneri sér ofsareið að Silvönu.
— Hjartaþjófur! Flekunardrós!
hrópaði hún. — Hvers vegna getur
þú ekki látið karlmennina i friði? Þú
ert ekki annað en ...
Hún komst ekki lengra því að leik-
arinn tók fyrir munninn á henni og
nú komu fleiri að og hjálpuðu Sil-
vönu, sem ekki vissi hvaðan á liana
stóð veðrið. Hún hafði orðið lafhrædd
að sjá konuna svona reiða.
Hún gat betur skilið hvernig leikar-
inn brást við þessu. Ilún hafði þegar
hitt karlmenn, sem sóru, að þeir
vildu hana fremur en öll ríki verakl-
ar og þeirra dýrð, fjöldi manna hafði
þegar beðið hennar. En hún vissi
hvernig hún átti að haga sér við þá.
Hún var að verða fullþroska um
það leyti sem hún lék í',.Bitter Rice“.
Atriðið frá rís-ekrunum var einstakt
í sinni röð. Þar var hún klædd i tötra,
sem hefðu gert hverja aðra stúlku
en hana yesældarlega. En þrátt fyrir
tötrana stafaði svo mikil fegurð og
æskufjöri af stúlkunni að allir urðu
að hrífast.
Síðan hún lék í „Bitter Rice“ hefir
frægð hennar farið vaxandi. Hún er
og verður eftirsóttasta leikkona Ítalíu,
hún er óháð og vönd að virðingu
sinni, hún lifir sínu lifi og hafnar
öllum tilboðum frá Hollywood.
Það er ekki margt sem almenning-
ur veit um liana. Hún er ráðgáta og
auglýsingastjórarnir og blaðamenn-
irnir eru forviða á henni. Og vinnu-
veitendur hennar eru smeykir við
hana vegna þess að liún er svo skap-
stór.
Saga Silvönu Mangano er töfrandi
og flókin, full af andstæðum, og margt
er enn á huldu um hana, því að hún
fæst ekki til að segja frá því. Það sem
segir um hana í þessum greinum hefir
fengist tint saman með margra mán-
aða spurningum. Ýmist hefir hún
svarað sjálf, eða þeir sem leikið hafa
með lienni og umgengist hana hafa
gefið upplýsingarnar.
ENSKA ÆTTERNIÐ.
Hún er mikil andstæðumanneskja,
afbragðs listakona, sem tekur starf
sitt mjög alvarlega, en kann ekki við
að láta kalla sig „kvikmyndastjörnu“.
Hvað sem hún tekur sér fyrir hendur
vill hún gera vel. Hún eyðir miklum
tíma í að liorfa á kvikmyndir, ekki
vegna myndanna sjálfra heldur til
þess að athuga leik annarra og leik-
stjórnartæknina yfirleitt.
Tvær manneskjur verða sjaldan
fyrir sömu áhrifum af að hitta Sil-
vönu, af þeirri einföldu ástæðu að hún
er aldrei sú sama. Hún játar þetta og