Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1955, Síða 7

Fálkinn - 11.02.1955, Síða 7
FÁLKINN 7 EFNILEG STÚLKA. — Þessi litla stúlka er hvorki að skrifa stíl eða bréf, heldur er hún að — yrkja. Hún heitir Martine Toussint Samat, er á tíunda árinu og líklega yngsti leik- ritahöfundur Frakklands. Hún hefir samið leikrit sem heitir „Perlur úr krystalli“ og hefir það verið leikið í frönsku útvarpi. svipurinn kom á liann aftur. Hann stamaði dálítið. — Tancred Howlat. Tancred — hann hét Tancred! Celine fékk svima. Hún bað afsök- unar — þetta hlaut að vera einhver misgáningur lijá ferðaskrifstofunni í London. Hún afsakaði sig og.. sagðist vona að hann fyrirgæfi þetta. Hann brosti alúðlega og hún brosti á móti. Svo sneri hann frá án þess að segja orð og gekk áleiðis til Hotel France. Þegar Celine hafði loksins tosað lafði Fairlace með sér inn í ársalinn, hafði liann þegar fengið lykilinn að lier- bergi sínu hjá Henri, óg svo sem til að sýna að hann þyrfti ekki á neinni hjálp að halda hafði hann gengið beint að lyftunni án þess svo mikið sem að líta til hennar. Celine fylgdi Brovvn-fjölskyldunni að áætlunarbifreiðinni og útlistaði vandlega fyrir Brown hvar liann ætti að stíga af. Svo fór hún aftur til Hotel I'rance og upp á aðra hæð til að lita eftir hvernig lafði Fairlace liði. Henni leið ekki vel. Hún var í öng- um sínum út af því að liún átti að fylla út eyðublað, sem Henri hafði fengið henni. Hún fann hvergi sjálf- blekunginn sinn og inniskóna ekki heldur. Hún var sannfærð um að hún hefði gleymt þeim á herberginu í París. Og hún sárkv.eið fyrir’morgun- deginum —þá átti hún að lialda áfram til frænku sinnar í Antibes. Og hún fór að gráta þegar Celine sagði henni, að ekki væri miðdegisverð að fá á Hotel France. Celine kom henni i bólið. Henni bar engin skylda til að gera það, qn liún var jafnan boðin og búin til að gera ferðafólki sinu greiða. Hún út- vegaði lafði Fairlace glas af heitri mjólk og nokkrar kexkökur, og gamla konan róaðist brátt. Hún brosti jafn- vel til Celine og sagðist lilakka til að sofa lengi í þessu ágæta rúmi, og sagð- ist vera hætt að kvíða fyrir morgun- deginum, því að hún væri viss um að Celine hjálpaði sér. DEKRIÐ VIÐ MR. HOWLAT! Celine lokaði hurðinni varlega er hún fór út. Hún hafði gaman af að lijálpa lasburða og úrræðalausu fólki — meira gaman en að taka við skip- unum sjálfbirginganna. Það gat verið ömurlegt að koma einn sins liðs í ó- kunnan bæ, þegar enginn varð til þess að bjóða niann velkominn. Meðan hún var á leiðinni niður í lyftunni datt henni í hug hvort Howlat ætti kunningja i bænum, og — livers vegna hafði hann kosið að fara með bifreið alla þessa löngu leið frá París suður að Miðjarðarhafi? Það var óliklegt að hann gerði það af sömu áslæðu sem lafði Fairlace, sem var veik i járn- brautárlest og þorði ekki að fljúga. Og hann var ekki eins og venjulegir skemmtiferðamenn. Tancred. Nafnið var að flögra í meðvitund hennar meðan hún skilaði Henri eyðublaði lafði Fairlace á af- greiðslunni. Nú var lnin kölluð í sím- ann aftur. Það var húsbóndi liennar á ferða- stofunni, sem spurði livort lnin hefði hugsað vel um enska gestinn, lierra Howlat. Það liafði komið skeyti um að þetta væri mikilsháttar maður, og það mælti ekki spara að dekra við hann og reyna að gera honuin til hæfis. Celine yrði að sjá um að hann yrði ánægður með þá fyrirgreiðslu sem liann fengi af hálfu ferðaskrifstof- unnar. Forstjórinn sagðist vona að liún hefði látið hann fá lista yfir veitinga- liúsin, sem vert væri að mæla með þar á staðnum. Þegar liún svaraði að hún hefði liaft mörgu að sinna vegna hinna gestanna og því miður ekki skipt sér neitt af herra Howlat, skipaði liús- bóndinn lienni að fara til hans þegar í stað og bjóða honum aðstoð sína. Það var nú ekki hlaupið að því, hugsaði Ccline með sér, er hún hafði slitið sambandinu. Herra Howlat mundi vafalaust vera farinn út og það var ekki hlaupið að því að leita hann uppi á öllum veitingahúsunum í bæn- um. Hún var i þann vegirln að síma á herbergið hans þegar hún kom auga á hann við eitt af litlu skrifborðunum úli í horni i ársalnum. Það var auðséð að liann vildi helst ekki láta ónáða sig, en hún þóttist nauðbeygð til að gera það samt. Hann stóð liæversklega upp þegar hún nam staðar við borðið. —Þér viljið máske fá upplýsingar um einhverja góða'veitingastaði, sagði hún og lagði auglýsingapésa á borðið. En liann leit aðeins sem snöggvast á hann og spurði: — Hvaða stað mælið þér með? SÓLSKIN FRÁ RÓM. — Meðan snjó- koman og kuldarnir voru sem mestir norðan Alpafjallanna, var 12—15 stiga hiti og sólskin í Róm. Það er vorhugur í ungu stúlkunni sem situr úti með hundinn sinn og er að lesa, alveg eins og komið væri sumar. — Mér er óhætt að mæla með Petit Palais og Hortense — báðir staðirnir eru i söniu götu, Rue Carlone. Þeir eru góðir og ekki mjög dýrir. Og svo er Rosalie, ofurlítið lengra undan, þar er hljótt og rólegt og maturinn ágætur. — Þ-þá förum við á Rosalie, sagði hann ofurlítið stamandi. Celine hafði tekið eílir málfari lians. Það var auðheyrt að hann fór hjá sér vegna þess. Hann roðnaði. — Getið þér komið núna strax? spurði hann. — Ég skal vísa yður til vegar þang- að, herra Howlat, sagði hún alúðlega. — Ég hélt að þér ætluðuð að koma með mér og vera gestur minn, sagði hann brosandi. — V-viljið þér ekki borða með mér? Celine var á báðum áttum. Það mátti skilja þetta sem svo, að hún hefði verið að mælast til að hann byði sér, og hún var í vafa um hverju hún ætti að svara. En það var altítt að fólk byði henni með sér á veitinga- hús, og það var ókurteisi að afþakka boðið. Það var ekki um annað að tala en þakka boðið og koma. — Við skulum þá fara strax, sagði hann. Það var svalt úti en ekki kalt. — Það var gaman að ekki skyldi vera kalt i kvöld, sagði hún. — Veðrinu hérna við Miðjarðarhaf er ekki treyst- andi. Stundum er nepjukuldi á kvöld- in um þetta leyti árs. Celine stalst til að líta á hann og tók eftir að slifsið hans var hnýtt þannig að enginn Frakki liefði getað leikið það eftir. Hvað hann er lirein- enskur, liugsaði hún með sér. Það sópaði að honum, klæðaburður hans var hispurslaus og glæsilegur um leið. En hann hefði ekki átt að fara út án þess að hafa með sér frakkann, sem hann hafði þegar hann kom úr vagninum. Því að hún þóttist vera viss um að liann væri nýstaðinn upp úr veikindum. — Teljið þér mig ennþá gamlan og örvisa mann? spurði liann hlæj- andi, eins og hann liefði lesið liugs- anir hennar. — Ég geri aðeins skyldu mina, sagði hún. — Það er nauðsynlegt að vara alla ókunnuga við loftslaginu hérna við Miðjarðarhafið. — Þér talið ágæta ensku, ungfrú Lorier, sagði liann um leið og þau sveigðu inn í þrönga hliðargötu. TRA-LA-LA. — Litla stúlkan sýnir bestu vini sína, þrjá litla, syngjandi páfagauka, sem virðast hafa eins mikl- ar mætur á matmóður sinni og hún af þeim. STÓRT EGG. — Svona egg þætti hús- mæðrunum gaman að hafa í jólabakst- urinn. Það er strútsegg og vegur 1800 grömm eða á við 37 venjuleg hænu- egg. Maðurinn sem er að sýna mun- inn á strúts- og hænueggjum, starfar í dýragarðinum í Niirnberg, en þar getur fólk fengið keypt strútsegg fyrir 5 mörk stykkið. Sem minjagrip. Ég er ensk, sagði Celine. — Er það satt? Honum virtist þykja vænt um það. — Ég hélt að þér væruð frönsk. — Amma min var frönsk og átti heima í Suður-Frakklandi í mörg ár þegar ég var barn, sagði lnin. — En livernig vitið þér livað ég heiti? — M-maðurinn á gistihúsinu nefndi nafnið yðar, sagði Tancred Howlat. — Hann dáist mikið að yður, sýnist mér. En sagði mér ekki nema hálfa söguna. Celine fann að hann horfði fast á hana i myrkrinu. — Ég hélt að Henri væri þagmælskur, muldraði liún. — Hann sleppti dálitlu úr — nefni- lega skírnarnafninu yðar, sagði Howlat. — Æ, skírnarnafninu. Hún liló. — Ég heiti Celine. — Celine. Hann endurtók nafnið hægt. — Það er sjálfsagt arfur frá frönsku ömmunni yðar? — Ég hugsa að það sé stytting úr Celestine, sagði hún. — Og það tákn- ar þann, sem snýr bakinu við ver- öldinni en þráir liimnesk verðmæti. — Celine, sagði hann aftur. — Það er fallegt nafn. Þetta hljómaði eins og gullhamrar. Celine fór að velta fyrir sér hvort liann væri að liugsa um að biðja um leyfi til að kalla hann skírnarnafn- inu — og biðja liana um að gera eins. Það lá við að lienni yrðu það von- brigði að hann gerði það ekki — hún liafði liugsað um hann sem Tancred frá þvi fyrsta að hún sá hann. Tancred ... HRINGURINN. Bráðum komu þau að veitingaskála- dyrunum, með „Rosalie" i neonljósa- letri yfir innganginum. Þau fóru inn og brosandi bryti tók á móti þeim og vísaði þeim á lítið borð úti i liorni. Á borðinu var blómaglas með rauðum rósum, sem ilm lagði af. Celine komst brátt að raun um að hún hafði ekki verið boðin til að gegna túlkstörfum. Tancred athugaði matseðilinn vandlega og pantaði siðan liiklaust og öruggur, svo að auðséð var að þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann kom til suðurlanda. Hann Framhald í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.