Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1955, Síða 12

Fálkinn - 11.02.1955, Síða 12
12 FÁLKINN Tf JEAN DARBOT: 14 Fangi hjartans Framhaldssaga. gift — en einmitt þess vegna gæti hann haldið að ég ætli að mis- nota fórnfýsi hans og neita að sleppa honum, og svíkja samning- inn okkar fyrir mitt leyti. Og ég hefi þegar svikið samninginn, því að hann fær enga peninga hjá mér til námsins. Þvert á móti, ég ét upp það, sem hann ætti að geta sparað. Hann hlýtur að vera orð- inn hundleiður á að hafa mig — hann fær ekki að hafa heimili sitt í friði — og hann verður að éta vonda matinn, sem ég sulla sam- an. En Clyde, ég elska þig — ég elska þig svo heitt að ég er að farast. Að sitja svona nærri þér kvöld eftir kvöld og þora ekki einu sinni að lyfta hendinni og strjúka þér hárið! Að heyra fóta- takið þitt í stiganum á hverju kvöldi og fá ekki að koma á móti þér og hlaupa í faðminn á þér og segja þér hve óumræðilega ég hafi þráð að þú kæmir. Var ég ástfangin af þér þegar við gift- umst? Já, annars hefði ég ekki gifst þér. En það var ekki eins og núna — þetta verður erfiðara með hverjum deginum, hverjum klukkutímanum og mínútunni. Að maður skuli geta elskað nokkurn mann svo,na — ég skil hafmeyj- una — sem varð að froðu. Þegar þetta er liðið hjá og ég hefi ekki ástæðu til að vera hjá honum lengur, þá ætla ég að verða að engu, eins og löður á hafinu. Ég get ekki annað. „Um hvað ertu að hugsa?“ spurði Clyde og röddin var hás. „Um hvað við eigum að borða á morgun," svaraði hún brosandi án þess að líta upp. „Æ — og ég sejn hélt að hug- urinn væri einhvers staðar fjarri og þú værir að hugsa um ket- snúða. Þú hefir látið mig vita, undir rós, að ég ætti að æfa mig í að steikja ketsnúða." „Nei, Sylvía, ekki ketsnúða — ekki ketsnúðana þína, að minnsta kosti. Má ég ekki búa til miðdeg- isverðinn á morgun?“ „Staður konunnar er í eldhús- inu,“ sagði hún og kipraði var- irnar. „Ekki þegar konur eins og þú eiga í hlut. Þú ættir að standa á stalli með lótusblóm við fæturna." „Clyde,“ sagði hún og röddin var örvæntingarfull. „Finnst þér ennþá að ég hljóti að vera óþarfur lúxusgripur — manneskja, sem þú heldur að ekki sé til nema í kvikmynd, eins og þú sagðir fyrsta kvöldið. En, Clyde — ég reyni svo mikið — ég lá vaka.ndi og grét helminginn af nóttinni, eftir að þú fannst að fyrstu ketsnúðunum mínum. Ég get ekki að því gert þó að ég hafi fengið svona ófull- komið uppeldi — að ég er ekki til nokkurs gagns og ætti að standa á stalli með orkídeum og lótusblómum. Það væri annað mál ef ég reyndi ekki — en ég er öll af vilja gerð að verða góð hús- móðir!" Hún fór að gráta og sleppti prjónunum niður í keltuna og horfði örvæntingaraugum á hann, þar sem hann sat á lágum kollu- stól á gólfinu. Hann greip skær- in í eirðarleysi og fór að snúa þeim um fingur sér. Hann kingdi munnvatninu og talaði lágt og hjó sundur setningarnar. Ef maður — tekur tillit til — hve litla reynslu — þú hafðir, þegar þú byrjaðir — þá ertu ljóm- andi dugleg húsmóðir. En ég vil ekki hafa duglega húsmóður." Hann gerði punkt við setning- una með því að reka skæraodd- inn í fingurinn á sér svo að blóð- dropi kom út. Þetta var sárara en hann hafði búist við, svo að hann fleygði skærunum á borðið og stóð upp. „Góða nótt!“ sagði hann snöggt og gekk fram að eldhúsdyrunum án þess að líta á hana. „Clyde!“ Pilsið, sem nú var nærri fullprjónað, datt á gólfið þegar hún stóð upp. Hann vildi ekki snúa sér að henni aftur, en hróp hennar var svo skerandi að hann varð að líta við. Hún stóð með spenntar greipar og neri þær svo að brakaði í hnúunum. „Clyde!“ Hún steig skref til hans, rak tána í prjónadótið og spark- aði því án þess að taka eftir. „Clyde, ef þú vilt ekki hafa mig lengur þá skal ég fara.“ „Ég hefi aldrei sagt að ég vildi ekki hafa þig, ég sagði bara að ég vildi ekki hafa duglega hús- móður.“ „En það er það sem þú ert að segja — þú vilt ekki hafa mig hérna.“ „Það er ekki það sama, kján- irtn þinn. Enginn maður gerir sig ánægðan með að hafa aðeins ráðskonu á heimilinu, svo fram- arlega sem hann er rétt skapað- ur. Og það er ég, guði sé lof. Hvernig heldur þú að manni firin- ist . . .“ Hann gekk til hennar og tók höndunum fast um upphandleggi hennar og heit blá augu hans störðu inn í augu hennar. „Hvernig heldurðu að manni finnist að koma hér heim dag eftir dag og hafa fallegustu kon- una í heimi sem ráðskonu hjá sér — með plast-svuntu með bláum rósum og æpa „maturinn er tilbú- inn og ég hefi búið hann til sjálf“ og mega ekki — þora ekki annað en skrækja á móti: „þökk fyrir, ég vona að hann sé betri en í gær?“ Hvernig heldurðu að manni líði að bylta sér andvaka í rúm- inu nótt eftir nótt (— ég sem aldrei hefi orðið andvaka áður, jafnvel ekki í sprengjuárásum — liggja eins og brjálaður maður og engj- ast sundur og saman og heyra, eða minnsta kosti vita, að þú ligg- ur hinu megin við þilið og að hurðin er ólæst og að þú ert kon- an mín, konan mín, heyrirðu það, samkvæmt lögum og samkvæmt mannlegu eðli og samkvæmt öllu, og að ekki er hægt að gera neitt við þessu. Ekki annað en reykja vindlinga svo að hundruðum skipt- ir og brjóta heilann um hvort mað- ur ætti ekki að fara á fætur og mölva í mél það sem hendinni verður næst! Hvernig heldurðu að það verki á mann að sjá þig fara in,n og út úr baðklefanum í nátt- fötunum hálfhnepptum — að standa hjá þér í eldhúsinu og þurrka upp og þora ekki að hreyfa sig eitt skref, af því að maður er hræddur við að flytja sig og að eitthvað gæti hlotist af því. Hvernig heldurðu að manni sé innanbrjósts þegar þú ert að lesa í blaðinu yfir öxlina á mér og ég finn andardrátt þinn á hálsinum á mér og hárlubbinn á þér kitlar man,n á enninu. Maður er nærri því meðvitundarlaus af þrá eftir þér og þorir ekki að draga and- ann, þorir ekki að segja neitt, af því að maður er hræddur við að fuðra upp og verða að ösku. Ur hvaða efni heldurðu að ég sé. Hvernig heldirðu að manni finn- ist þetta? Hann hristi hana svo að lokk- arnir blöktu, og hún brosti blíðlega til hans og sagði: „Og hvernig heldur þú að það sé að vera fyllilega venjuleg kona og elska mann svo heitt að maður væri reiðubúin til að ganga í dauðann fyrir hann, og að vera með honum að staðaldri, en þora ekki einu sinni að líta á hann, af hræðslu við að hann sjái hve heitt maður elskar hann? Hvernig heldur þú að mér líði hér,na inni að heyra þig kveikja á eldspýtum sí og æ til að kveikja í öllum vindl- ingunum þínum, og vita að maður er konan þín, en geta aldrei að ei- lífu gert neitt við þessu? Hvernig heldirðu að mér líði ?“ Þau mættust eins og tveir skóg- areldrar sem hoppa yfir höggna geil. Armar hans voru eins. og járnhringur kringum hana og hendur hennar hnýttar um hnakka hans. Hún fann líkama hans þrýstast að sinum og heitan munn ha,ns við varir sínar, og hún varð að engu, hún varð haflöður, heitt haflöður, hvítt eins og gló- andi járn, löður sem gekk í hring- iðu, flaug og flaut og söng og dó í hafið. Endalaus tið rann hjá í þrum- andi eilifðum og hvislaði sekúnd- um og dimmt hafið - bar hana á botnlaust dýpi og svo lyfti bjart ljós henni upp í óendanlegar hæð- ir. Þegar hafið hafði kyrrst og Ijósið hafði slokknað, stóð hún kyrr og þögul, og allt var hljótt kringum hana. Hún fann varir hans strjúkast létt um sínar, og hún heyrði hann hvísla: „Ég elska þig — elska þig, Sylvía!“ „Elska þig — elska þig!“ hvísl- ,aði hún aftur, eins og bergmál. Hann kyssti hana aftur og koss- inn ætlaði aldrei að enda. En loks sleppti hann henni, handleggir hans féllu máttlausir niður með síðunum og hann hallaði sér fram og andvarpaði um leið, en enni hans nam við öxlina á henni. „Mér finnst ég hafa gengið þús- und mílur. Ég get ekki hreyft mig. Ég ætla að standa hérna í nótt og sofa með ennið við öxlina á þér,“ muldraði hann. Hún strauk honum hárið og dró hann hægt með sér að sófanum, settist þar og dró hann með sér, og enni hans var ennþá við öxl hennar. „Clyde,“ sagði hún hljóðlega og undrandi. „Þetta getur ekki verið satt — getur ekki verið satt. Hef- ir þetta dásamlega komið fyrir okkur — eða er okkur að dreyma?" „Vektu mig þá að minnsta kosti ekki,“ sagði hann. „Þú!“ ságði hqn og strauk svart hárið. „Þú!“ „Þú!“ sagði hann. „Þú og ég! Við!“ Allt í einu lyfti hann höfðinu ög brosti, greip hendur hennar og kýssti þær. „Ég þykist finna að okkur sé ekki að dreyma,“ sagði hann. „Þetta er veruleiki. Við erum vak-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.