Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 BENT LARjSEN SKÁKMEISTARI NORÐURLANDA * Bent Larsen. Friðrik Olafsson. Aldrei- ínun nokkurt skákmót hafa verið jafn fjölsótt hér á landi og ein- vígi iþcirra Bcmts Larsen og FriSriks Ólafssonar um Norðurlandameistara- titilinn, en því lauk nreð sigri hins fyrrnefnda, svo sem kunnugt er. A Norðuriandameistaramótinu, sem haldið var svl. sumar í Osló, skildu þeir Bent og Friðrik jafnir og varð það að samkonmlagi, að þeir tefldu tii úrslita hér á landi í janúar 1956. Næstir að vinningatölu og jafnir urðu þeir Ingi B. Jóhannsson og Aksel Nielsen, þannig að Danir og íslend- ingar skiptu með sér vcrðlaunasæt- unum. Alls voru tefldar átta skákir í ein- viginu, og hlaut Bent Larsen 4Ví> vinning, en Friðrik 3%. Fyrir síðustu umferðina voru þeir jafnir, en framan af hallaði nokkuð á Friðrik. Það er annars mál manna, að þessir ungu skákmeistarar hafi oft teflt betur áð- ur, sérstaklega Friðrik, en um það tjóar ekki að sakast. Þarna eru mann- legar verur, sem eigast við, en ekki vélar, og allir góðir skákmenn verða að geta tekið tapi eins og sigri. ís- lenskir skákunnendur mega hrósa happi yfir því að eiga slikan mann í Friðriki Ólafssyni. Bent Larsen og Friðrik stóðu báðir á tvitugu, þegar einvígið hófst, en Friðrik varð 21 árs, meðan á því stóð, og Bent verður bráðlega 21 árs. Þeir eru báðir orðnir góðir skákmcnn á alþjóðamælikvarða, og vafalaust eiga þeir eftir að halda uppi skákheiðri Norðurlanda um næstu framtíð að minnsta kosti. Einvígisskákirnar voru tcfldar í Sjómannaskólanum og var Áki Pét- ursson skákstjóri. Á sunnudaginn fór fram verðlauna- afhending i Sjálfstæðishusinu. Norski ambassadorinn, Andersen-Rysst, af- henti þar Bent Larsen bikar Hákons Noregskonungs og Friðriki Ólafssyni silfurskál frá Oslóborg. Skáksamband Islands gaf peningaverðlaun. Hinn ungi skákmeistari Norður- landa, Bent Larsen, á glæsilegan skák- feril að baki sér. í vetur varð hann efstur á skák- rnóti í Júgóslavíu og um jólaleytið varð hann annar á skákinóti i Svíþjóð. Friðrik Ólafsson og Bent Larsen með verðlaunagripi sína. Bent Larsen og Friðrik Ólafsson við taflborðið. Á skákmóti Alþjóðasambandsins í Amsterdam, þar sem svo til allir bestu skákmenn heimsins voru saman komnir, tefldi Larsen á fyrsta borði fyrir Dani með mikltim glæsibrag. Friðrik á ekki siður glæsilegan feril að baki, og ber þar hæst afrek hans i Hastings nú nýverið. Frá hófi Skáksambands íslands s.l. sunnudag. Talið frá vinstri: TorgeirAndersen-Rysst, sendiherra Norð- Friðrik Ólafsson tekur við verðlaun- manna, Bent. Larsen skákmeistari Norðurlanda, Sigurður Jónsson forseti skáksambandsins, Friðrik Ólafsson og um, sem ambassador Norðmanna af- Bodil Begtrup sendiherra Dana. hendir frá Oslóarborg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.