Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 12
12 FALKINN SÖNN FRAMHALDSSAGA: Í$T MÍN OC HÆTUR Eftir RUTH ELLIS. pund eftir föður sinn, sem hafði verið læknir í Sheffield. En nú var hann að smíða kapp- akstursbíl, og það var dýr dægradvöl. Þegar hann vann ekki að bílnum var hann sölumaður fyrir firma í Penn. Hann fékk ekki nema 8 pund á viku þar. Þess vegna var honum áriðandi að vera í sátt við stjúpa sinn. — Ég skil það vel, elskan mín, sagði ég. En við verðum þó að halda upp á trúlofunina. — Já, við gerum það á morgun, tvö ein, sagði hann. Við fórum á gistihúsið Hyde Park. — Hérna rauf ég trúlofun og hérna trú- lofast ég aftur, sagði David. TVÆR SÆLUVIKUR. Næsti hálfi mánuðurinn var skemmtileg- asti samverutími okkar Davids. Nú var Linda Dawson ekki unnusta hans framar svo að nú gátum við látið sjá okkur saman. Allar konur hafa átt stundir, sem þær aldrei gleyma, með unnusta sínum. Mér er það ógleymanleg stund er við brunuðum á- fram í bíl gegnum Essex. Við námum staðar þar úti. David var óvenjulega þögull. Og það vottaði ekki fyrir skrítna, tvíræða brosinu á honum. Svo lyfti hann handleggjunum hægt og tók utan um mig. Og með krafti og viðkvæmni í senn þrýsti hann sér að mér og kyssti mig. Svo sagði hann orðin, sem ég man alla mína ævi: — Ég elska þig! Við vorum svo ástfangin að einn daginn sagið einn gesturinn í kránni: — Ég óska þess af heilum hug, að ykkur farnist vel. Því að guð má vita hvað annars gæti komið fyrir! Þegar við höfðum peninga — hvort það voru minir eða Davids — fórum við í veit- ingastaði í West End. Stundum kom það fyrir að við áttum ekki nema fáeinar krónur. En við hirtum ekki um það. Þá fengum við okk- ur kaffi á ódýrum stað. Ástin blindar ekki aðeins, hún leggur enga áherslu á hvað mað- ur étur eða drekkur. Þegar ég hugsa um það á eftir þá sé ég að þegar frá leið var það oftast ég, sem borg- aði reikningana á veitingahúsunum. Sérstak- lega eftir að hann hafði lofað að giftast mér. Þegar hann borgaði með 5 punda tékka, bjóst hann við að ég léti hann hafa peningana, svo að hann gæti borgað þá inn í bankareikning- inn áður en tékkinn kæmi fram. David hafði gaman af kvikmyndum. En mér lá stundum við að æpa er við vorum saman þar. Hann vildi helst sjá myndir með hetjum, sem börðu alla niður, er voru fyrir þeim. Hann var fimur og óhræddur við bílstýrið, en stundum virtist hann deigur gagnvart öðr- um mönnum. Okkur dreymdi um framtíðina og það að --------------------------- 3 ____________ David sigraði í stóru kappökstrunum, og að ég yrði frú Blakely og eignast eigið heimili og kannske fleiri börn. David borgaði Anthony Findlater vini sín- um 10 pund á viku fyrir að vinna að nýja bílnum. Þeir voru sannfærðir um að innan skamms mundi fólk vilja borga 1000 pund fyrir svona bila. — Anthony var lítill og prúður, með rautt skegg, eins og Georg V. Við kölluðum hann al'ltaf ,,Ant“. David fór í verksmiðjuna klukkan átta á hverjum morgni. Á kvöldin unnu þeir Ant að bílnum. Á hverjum degi um tólf-leytið hringdi David og masaði í kortér um ails ekki neitt. Á sunnudögum vorum við á kapp- akstursbrautinni og ókum í hinum grágræna bíl Davids. Stundum fékk ég að vera í bíln- um nókkrar umferðir. Ég elskaði hraðann og þá máttarkennd sem ég fékk er ég þeysti áfram með 160 km. hraða. Ég var aldrei hrædd þegar David sat við stýrið og ég var í bílnum. En mér leið illa að horfa á hann þeysa áfram einan. Aldrei varð neitt að hjá David þegar ég horfði á. En skyrtan hans, vot af svita, sýndi að aksturinn var ekki leikur. Smám saman kynntist ég öllum helstu kappakstursmönnunum. Mér féll best við Mike Hawthorne, einn af vinum Davids, sem kom oft í Little Club og fékk sér glas. Einu sinni spurði Mike mig hvort ég viidi koma með sér og sjá nýjan bíl. — Hvar er hann hann? spurði ég. — Hérna fyrir hand- an næsta horn, sagði hann. — Ég get ekki gengið svo langt, sagði ég. — Þú verður að bera mig. Það gerði hann. En David varð fokreiður, þegar einhver sagði honum frá þessu. David kynnti mig alltaf bílavinunum sín- um með þessum orðum: — Er hún ekki ynd- isleg? Eða: — Sjáðu hve fallegar hendur hún hefir! Mér þótti gaman að heyra hann slá mér gullhamra, og ég varð döpur þegar hann var í slæmu skapi. FYRSTA LYGI DAVIDS. Svo skeði það einn daginn, að David hringdi ekki klukkan tólf. Ég hélt að hann hefði lent í árekstri. Ég ímyndaði mér alls konar slys, eins og elskandi stúlkur gera alltaf. Hann kom rétt fyrir lokunartíma og sagðist hafa farið út úr borginni með kunningjum sínum og ekki náð til síma. En þegar frá leið fækkaði hádegishringingunum og vinnan við bílinn tók meira og meira af kvöldtímanum hans. Ég hugsaði ekki mikið um þetta fyrr en þegar við áttum að fara til Parísar. David hafði fyrir löngu lofað að bjóða mér með sér. Við áttum að fara á föstudagskvöldi og vera komin aftur á mánudagsmorgun. Vagninn út á flugvöllinn átti að fara klukk- an 6. Hálftima áður hringdi David og sagði: — Við getum því miður ekki farið, veðrið er slæmt og bannað að láta í loft af flug- vellinum. Ég trúði honum — þangað til ég las í blaði, að kvikmyndadís hefði komið til Parísar frá. London þetta kvöld. Ég hringdi á flugvöllinn. Umferðin hafði verið óhindruð allan daginn. Fram að þessu hafði David verið alfull- kominn í mínum augum. Hann gat ekki gert neitt rangt. Ég treysti honum í blindni. Nú hafði hann logið í fyrsta skipti. Mig hafði dreymt um að komast til Parisar, og David hafði svipt mig þeirri gleði. Á kappakstursbrautinni var ávallt hópur af kvenfólki kringum David, sem sátu um að fá bros frá hetjunni, kappakstursmann- inum. Ég hafði aldrei fárast yfir því — þó að ég yrði stundum að olnboga mig áfram til hans. Að ýmsu leyti var hann einmitt sú ímynd ungra. manna, sem stúlkurnar girnt- ust. En ég var þó sú eina, sem hann hafði lagt rækt við, og því hélt ég áfram að trúa, jafnvel þó að hann héldi ekki loforð sín. Þegar hann vann lengi fram eftir kvöld- inu hjá Penn, kom það fyrir að hann kom ekki inn í borgina um nóttina. Þá sagðist hann gista hjá kunningjum sínum. En bráð- um fór ýmislegt að kvisast í „Little Club“.' — Þeir segja að þú sért mikið með ... Ég nefndi nafn stúlku, sem við þekktum bæði. — Hvað er þetta, það eru mörg ár síðan! Ég hefi afskrifað hana fyrir langalöngu. Þú ert sú eina, sem ég hugsa um, Ruth. Mér varð órótt. — Hvers vegna hefirðu ekki sagt mér það fyrr? Mér hefir liðið iila, hvenær sem ég hefi séð hana. Þetta var í fyrsta skiptið sem við rifumst. En ég fyrirgaf honum eins og venjulega. Svo gerðist dálítið, sem ekki varð klórað yfir. Einu sinni kom hann heim klukkan 3 um nóttina. Ég vaknaði þegar hann var að hátta. — Þú verður að afsaka mig, sagði hann, — en ég var úti með Ant Findlater. — Það gerir ekkert til, elskan mín, sagði ég. Hann sneri bakinu að mér til að slökkva ljósið. Þá sá ég för á hálsinum á honum, sem ekki var hægt að misskiija. Ég glað- vaknaði samstundis. — Hypjaðu þig út, undir eins! æpti ég. — Út með þig — og komdu aldrei aftur! Hann reyndi að gefa skýringu. En ég benti á förin og sagði: — Heldurðu að það sé svona auðvelt að leika á mig? Hann brosti fleðu- iega til mín, en ég hljóp upp úr rúminu og út að dyrunum. — Út! hrópaði ég aftur. Ég beið við dyrnar meðan hann var að klæða sig og skellti hurð- inni á eftir honum þegar hann fór. Ég heyrði fótatak hans í stiganum ... Bíllinn ók niður Bromptin Road. Klukkutíma síðar hringdi síminn. Það var David. Ég lagði taltækið á aftur áður en hann gat sagt nokkuð. Svo fleygði ég mér á grúfu og grét mig í svefn. Snemma morguninn var hringt aftur. Mig langaði til að svara, en metnaður minn bann-^^ aði mér það. Loks tók ég taltækið og heyrði' -ú- iðrandi rödd Davids. — Ég svaf í bílnum i nótt — í bilskúr í Eslington. Mér er svo kalt, Ruth. Fæ ég ekki að koma heim? Segðu að ég megi það, elskan mín! Nú var hann litli drengurinn, sem hafði hlaupið að heiman, og langar til að kom-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.