Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 8
8 F Á L KIN N AÐ 'hafði rignt allan dagini). — Nokkruni sinnum hafði lestin orð- ið að staldra -við siðustu tólf tímana. stundum fimm mínútur og stundum tíu, tvívegis hafði hún staðið kyrr í kortér. Evelyn Baird var að verða vonlaus um að komast nokkurn tíma á leiðarenda. Hún hafði missl alla tilfinningu fyrir stað og tima. Þetta var eins og ferð sem ekki átti sér neitt upphaf — og ekki heldur endir. Henni fannst lnin umlukt ver- öld, sem aðeins var fjöll, frumskógur og rigning. Hvergi er jafn ömurlegt í veröldinni og í Suðvestur-Kína þegar rignir. Enn einu sinni beitti lestarstjórinn hemlunum. Lestin tók kipp og stað- næmdist. Evelyn þrýsti nefinu að rúðunni og góndi út í rigninguna, en nú var að verða dimmt, og hún gat ekki séð annað en nokkur flöktandi ljós- Hún settist aftur og andvarpaði. Leit til Roberts, sem sat í klefahorninu og svaf. Hann var svo þreytulegur og beygður. Allt í einu hrökk hann við, deplaði augunum og leit kringum sig, ringlaður.^ „Ég hefi víst sofið,“ muldraði hann svo. Það var hljótt áfram. Evelyn hélt áfram að horfa út um gluggann, og Robert var að vakna. Hann tók vega- bréfið sitt upp úr innri vasanum og leit á það — án þess að skoða það. Loksins sagði hann: „Mér þykir þetta leitt þin vegna. Eina huggunin er, að nú eru ekki nema tvær dagleiðir til Hanoi, lcannske þrjár. Það er aldrei háegt að treysta þessum járnbrautum hérna. En ef þú kemst til Hanoi verður ferðin greiðari. Það eru daglega fhigferðir þaðan til Hongkong og Singapore.“ Hún tók eftir að hann sagði „þú“ en ekki „við“. Það sýndi að liann hafði lagt sér orð hennar á minnið. Hann gerði sér Ijóst að hún mundi skilja við hann undir eins og þau kæmu i siðmenninguna aftur. En það var ekki rétti tíininn til að tala um það nú. „Ætli við komumst nokkurn tíma til Hanoi?“ spurði hún vonleysislega og sneri sér að honum. „Veistu eigin- lega nokkuð hvar við erum?“ „Nei, en ég skal reyna að komast að því.“ Hann stóð upp og fór út í gánginn og henni þótti eiginlega vænt um að fá að vera ein og geta bugsað um atburði siðustu daga í næði. Það voru ekki nema tveir dagar síðan Robert hafði verið í besta skapi og litið björtum augum á framtíðina. Hann var að starfa fyrir námufélag og vantaði ekki nema undirskriftirn- ar að samningi. Þá kom það á daginn, að það voru japanskir peningar, sem stóðu að baki þessu félagi, en að starfa fyrir Japana var hættulegt í Kína um þessar mundir. Að vísu 'hafði styrjöldin milli Japans og Kína ekki enn borist til héraðsins, sem námurn- ar voru í, en það gat orðið þá og þegar. Að visu var það aðeins orðrómur, sem sagði að peningarnir væru jap- anskir, en orðrómurinn hafði borist í bæinn. Undir miðnætti hafði trú- boðinn, sem Robert og Evelyn gistu hjá — í 'bænum var ekkert gistihús — fylgt þeim á laun á stöð frönsku 'lestarinnar til Indókina, til þess að forða þeim úr yfirvofandi hættu. Og þetta var í fyrrinótt. Hún hafði fagnað sigri er hún var komin á brautarstöðina, sem franskir hermenn héldu vörð um, og hrósað happi er lestin brunaði burt frá stöð- inni. Hún gat ekki áfellst Robert fyrir að hafa sofið áðan, þvi að hún vissi að hann hafði vakað alla nóttina áður. með skammbyssuna viðbúna. En þetta var ekki aðalatriðið. Evelyn fannst aðalatriðið vera það, að þau hefðu alls ekki þurft að leggja sig í þessa liættu. Robert hefði átt að athuga málið betur, áður en hann tók þetta starf að sér. Hvað stoðaði að hann hafði ágætt vit á námum, úi því að hann kunni ekki að gæta sin í öðru? Flestir á hans aldri og með líku starfi höfðu þegar komið fyrir sig fótum á trauslari grundvelli. En Ro- bert hafði oftar en hollt var léð vafa- sömum fyrirtækjum nafn sitt — hann var enginn kaupsýslumaður, heldur vérkfræðingur. Einkennilegt að hafa svona gott vit á sumu, en vera jafn lélegur mannþekkjari og hann var ... Það var sagt að hann gæti þefað uppi olíulindir og námur. Mörgum hafði hann hjálpað til frama — frama sem hann hafði aldrei hlotið sjálfur. Einu sinni hafði Evelyn fallið þetta vel. Það var þegar hún þóttist viss um að hann mundi hljóta frama sjálf- ur. En nú höfðu þau verið gift í tólf ár og cftir þráfelld vonbrigði var hún komin á þá skoðun, að hann væri „lé- legur kaupsýslumaður“. Það var líka fleira sem kom til greina og olli því, að hún varð að láta hann sigla sinn sjó. Fyrst og fremst dreng- irnir þejirra tveir, Robjert litli og John, sem voru í heimavistarskpja í Englandi. Henni þótti hræðilegt að vera án þeirra. Og liún þráði að eign- ast heimili, þar sem hún gæti verið með drengjunum. Hún hafði neitað sér um þetta Ro- berts vegna. Hann hafði lofað henni, að undir eins og hann næði fótfestu, skyldu þau setjast um kyrrt. En hann hafði ekki fengið þessa fótfestu enn, og horfurnar voru litlar á því að hann fengi hana nokkurn tíma. Evelyn rjálaði með fingurgómunum við rúðuna, sem regnið dundi á í si- fellu. Kannske hafði hún elskað liann lieitar þá, og þess vegna fundist að hún gæti fylgt honum um allan hnött- irin? En hún var orðin sárleið ó skip- um, jórnbrautum, fiugvélum og gisti- húsum ... „Halló, ertu í heimspekilegum hug- leiðingum enn]iá?“ Það var Robert, sem kom aftur inn í klefann. Henni brá er hún heyrði röddina. Fannst sem eitthvað mundi vera á seyði — datt í hug, að kannske mundu þau ekki komast ti! Hanoi. „Það er leitt, góða mín — en það er svo að sjá sem við getum ekki kom- ist lengra í kvöld. Við verðum að vera hérna í nótt.“ „Guði sé lof að við höfum klefann til að vera i.“ „Það er ekki svo vel. Lestin snýr við eftir hálftíma. Við erum stödd i smábæ, sem heitir Mungsi ...“ „Ég kannast ekki við hann,“ sagði Evelyn. „En það geri ég — eða réttara sagt, ég hefi spurst fyrir um hann. Það er fiönsk stöð, og hér er gistiliús ...“ „sem vafalaust er liræðilegt,“ tók Evelyn frarn í. Robert yppti öxlum, tók gráa jakk- ann hennar og hjálpaði henni í. Hún hlakkaði til þegar hún gæti liætt að ■ ganga í ferðafötum, — það hafði hún gert i siðustu tíu árin. Robert tók um herðar hennar og þrýsti henni að sér og sleppti svo. „Nú, Robert?" Kúlíar komu og báru farangur þeirra að léttikerrunum, sem stóðu skammt frá. „Erum við einu gestirnir hér?“ spurði Evelyn. „Það er svo að sjá.“ Sem betur fór var hætt að rigna er þau fóru af brautarstöðinni, en göt- urnar voru eitt forardíki, ef götur skyldi kalla. Robert sagði henni að bærinn hefði áður verið stór járn- brautamiðstöð, en væri það ekki leng- •ur og síðan hefði öllu hrörnað. Evelyn fannst margra mílna leið i gistihúsið, sem þau áttu að dvelja i um nóttina. Hotel Imperial hét það. Fyrir tveimur dögum höfðu þau verið flóttamenn og gátu hæglega orðið það aftur, ef það bærist út að Robert starf- aði fyrir Japana. Hins vegar voru litlar líkur til þess, því að enginn gat vitað fyrir, að lestin slöðvaðist í Mungsi. Hvernig sem allt var, varð hún að reyna að taka þvi sem að höndum bar og hlakka til endurfundanna við drengina sína. Það hækkaði á henni brúnin þegar hún sá gistihúsið, því að það var talsvert stærra en hún hafði búist við. Hún tók eftir að múrgarður var kringum bæinn. Hún lieyrði klukkur hringja og hrollur fór um hana, því að hún vissi að hringingin þýddi að bæjarhliðun- um yrði lokað og verðir settir við þau. Og þá voru þau lokuð inni, eins og rottur í gildru. Þeim var visað til herbergisins. „Hér eru víst fremur lítil — þæg- indi,“ sagði Robert og svipaðist um í herberginu, sem Kinverjinn sem fylgdi þeim, var að reyna að lýsa upp með oiíulampa, sem hann hélt liátt, til þess að. birtuna legði sem víðast. „Er ekki rafmagn hérna?“ spurði Evelyn liikandi. „Jú,“ svaraði Klnverjinn. „En það hefir brugðist í dag.“ Kínverjinn var liinn stimamýksti, en Evelyn fannst það vita á illt, að rafmagnið var ekki í standi. Hins vegar virtist rúmið vera gott, og alveg r.ýtt flugnanet kringum það. Húsgögn- in voru mjög ellileg, og allt virtist benda á, að þarna hefði verið tekið til alveg nýlega, eftir margra ára auðn. „Látið þér okkur fá tvö herbergi,“ sagði Evelyn. „Því miður 'höfum við ekki nema þetta eina,“ sagði Kínverjinn. Hún varð forviða á svarinu. Þelta var stórt gistihús, svo að herbergin hlutu að vera mörg. Henni fannst þetta kynlcgt og nú greip hana sama hræðs'Ian og þegar bæjarliliðunum liafði verið lokað. „Komið þér upp með farangurinn og látið okluir fá heitt vatn,“ sagði Robert óþolinmóður. „Hvað heitið þér?“ „Englendingar eru vanir að kalla mig Ping-Pong,“ sagði Kínverjinn hlæjandi, og þau urðu að hlæja líka. Evelyn kveikti á kertum, sem annar yngri Kínverji kom með í málm- stjökum. Hún svipaðist um í gang- inum, gægðist niður í forsalinn og fékk lnigmynd um skipanina á gisti- húsinu, sem var eftir franskri fyrir- mynd. Húsgögnin, gluggatjöldin og fleira, bentu til þess að gistihúsið hefði lifað sitt fegursta fyrir 25 árum. Evelyn sá í anda franska nýlendu- liðsforingja i glæsilegum einkennis- búningum reika um forsalinn með dömum sínum. Hér höfðu stjórnar- erindrekar, ræðismenn og kaupsýslu- menn gist forðum daga .. . Hér hafði verið glaumur og dans og ung hjörtu vaggað í valsatakt ... Ilver veit nema eitthvað af þess liáttar fólki ætti heima hérna ennþá. Herbergin hlutu að vera setin, úr þvi að þau gátu ekki fengið tvö. Hún liafði haldið að gistihúsið væri hálfvegis í cyði. en líklega var það vegna þess að rafljósin voru í óstandi. Evelyn var fegin að hún hafði samkvæmiskjól meðferðis, og að hún talaði vel frönsku. Robert lireif hana úr draumaheim- inum er hún sýndi honum sig hálf- tírna seinna í undurfögrum sam- kvæmiskjól. „Ljómandi ertu fallega klædd — en til hvers? Við erum i eyðimörku hérna ...“ „Kínverjinn spurði, hvort við liefð- um fataskipti fyrir miðdegisverðinn," sagði Evelyn sér til afsökunar. „Það iheyrði ég ekki. En ef nokkrir gestir eru hér, eru það ekki aðrir en franskir sölumenn.“ „Ég skipti ekki um föt aftur, hvað sem öðru líður,“ sagði Evelyn hálf ergileg, „því að ég er orðin svöng.“ „Jæja, þá það. Guði sé lof að ég hefi vasaljós, annars gæti maður ekki kom- ist leiðar sinnar i þessu greni.“ Það er sögð saga af Englendingi úti í frumskógi. Hann fór daglega í smoking áður en hann át miðdegis- verðinn. Sagan er líklega sönn, því að svona eru Englendingar. Robert var enginn undantekning. Hann fór í smoking og svo leiddust þau niður í matsalinn. IMPERIAL

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.