Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN John Haigh — sexfaldur morðingi — í greipum lögreglunnar. jaðri borgarinnar og væri vanur að fara þangað tvisvar í viku. Hann liefði þekkt frú Durand-Deacon í þrjú ár, og einhvern tíma hefðu þau talað sam- an um gervineglur. Frúin taldi líklegt að græða mætti peninga á að búa þær til. Hann hafði sagt, að verksmiðja hans gæti kannske tekið það að sér. Var svo talað um að hún færi með honum í verksmiðjuna í Crawley og þau töluðu betur um þetta. En hún kom ekki 18. febrúar. Hann hafði séð hana fara út af gistihúsinu sínu fyrr um daginn. Þá var hún með svartan hatt og i svartri astrakankápu. Hún var með hálsfesti með kross úr látúni í, og með rauða plast-tösku í hendinni. Þegar frúin kom ekki þótt hann biði hennar meira en klukkutíma fór hann einn til Crawiey. Hann sagði líka frá því, sem hann hefði gert þar það sem eftir var dagsins — en þær upp- lýsingar reyndust ósannindi. Lögreglan talaði oftar við Haigb. Hinn 20. febrúar rannsakaði lögregi- an geymsluhús Hurstlea Products í Crawley og fann þar þrjár stórar „ballónflöskur" og virtist vera ein- hvers konar sýra í þeim. Þar var einn- ig skjalataska og stór hattaaskja, merkt H. 1 öskjunni var skammbyssa, hlaupvídd 0.38 með átta skothylkja- iileðslum, og verðbréf, sem liljóðuðu á nöfnin Rosalie Mary Henderson, dr. Arcliibald Henderson, Donald Mc- Swan og Amy B. S. McSwan og Amy B. S. McSwan. í skjalatöskunni voru fleiri plögg með McSwans-nafninu og samnirigur undirritaður af Haigh. Innan í skömmtunarseðiahefti var kvittun frá efnalaug, fyrir móttekinni persiankápu, dagsett 19. febrúar. Haigh var spurður um þessa kvitt- un og sagði að Ihin væri fyrir ioð- kápu, sem frú Henderson ætti. En fólkið í efnalauginn rnundi, að karl- maður hafði komið með þessa kápu 19. febrúar. Og þegar systir frú Dur- an-Deacon, frú Lane vinkona hennar og gistihússtjórinn á Onsiow Court Hotel sáu kápuna, þóttust þau öll viss um að ]>að' væri kápan sem frú Dur- and-Deacon var i daginn sem hún hvarf. Lögreglan var viss i sinni sök er hún fann skinnbleðla í herbergi frúarinnár, sem féllu nákvæmlega við bót á kápuerminni. Veðlánari nokkur hafði séð í blöð- ununi að frú Durand-Deacon væri horfin. Hann fór til lögreglunnar og sagði að 19. febrúar iiefði maður kom- ið með ýmsa skartgripi. En eigandinn var ekki við, svo að maðurinn kom aftur 21. febrúar. Hann veðsetti 5 hringi, hálsfésti með óekta steinum og tilheyrandi eyrnahringi, næiu með ópal í rauðu liylki, tvöfalda festi úr gerviperlum sem glerungslás og dem- ant. Þelta var metið á 121 sterlings- pund. Maðurinn sagði rangt til nafns síns, en véðíánarinn þekkti að það var J. G. Haigh frá Onslow Court Hotel, því að hann hafði afgreitt hann oftar en einu sinni árið 1948. Daginn eftir — og þá hafði lögregl- an byrjað rannsóknina — kom Haigh aftur til veðlánarans og það samdist með þeim, að hann fengi 100 pund út á gripina. Fékk hann 60 pund strax, en afganginn daginn eftir. Systir frú Durand-Deacon sagði, að hún hefði átt alla þessa gripi. ÞIÐ MUNDUÐ EKKI TRÚA MÉR EF ÉG SEGÐI SATT! Nú var Haigh beðinn að koma á næstu lögreglustöð og fulltrúinn, sem hafði talað við veðlánarann, yfir- heyrði hann að kvöldi 26. febrúar. Haigh játaði að kápan og gripirnir væru eign frú Durand-Deacon. Þegar hann var spurður livort hann vildi gefa nánari skýringar, svaraði hann að það yrði löng saga og að margt fólk kæmi þar við sögu. Allt i einu sneri Haigh sér að full- trúanum og sagði rólega: ■— Kemur það fyrir að nokkur maður sé látinn laus, ef liann kemst í dauðaklefann? Fulltrúinn vildi ekki svara því. Þá sagði Haigh: — Þið munduð ekki trúa mér ef ég segði ykkur sannleikann. Fulltrúinn benti honum á, að allt yrði skrifað sem hann segði. — Já, ég þekki þetta allt, sagði Haigli. — En ég get sagt yður að frú Durand-Deacon er ekki til framar. Hún er algerlega horfin og aldrei munu finnast nokkrar leifar af henni. Ég leysti hana upp í sýru. Þið getið fundið dreggjarnar í geymslunni í Crawléy. Það sama gerði ég við Henderson og McSwans. Ekki urmull eftir af þeim. Hvernig getið þið sann- að morð þegar þið hafið ekkert lík? Haigh var aðvaraður aftur. Og nú kom löng játning, seni fulltrúinn bók- aði: Haigh og frú Durand-Deacon höfðu ekið í bílnum hans til Crawley 18. febrúar, og er þau stóðu inni í geymsl- ★ SCOTLAND YARD. — III. GREIN. JOHN HAIQH ★ blóðsugan FRÚ DURAND DEACON HVERFUR. Hér ætla ég að segja sögu, sem er einstæð i annálum Scotland Yard. Meðan á rannsókninni stóð tóku sum blöð þá afstöðu til málsins, að um skeið leit út fyrir að lögreglan yrði að láta kæru niður falla gegn morð- ingjanum John George Haigh. Morð frú Durand Deacon er eitt þeirra hryllilegustu, sem Scotland Yard hefir fengist við rannsókn á. Eftirtektarvert er að sjá mismuninn á þeirri leikni sem morðinginn sýndi i að láta líkið hverfa — og hin tilgangs- lausa sjálfstrausts er hann sýndi. Hann gerði enga alvarlega tilraun tii að fela ummerkin eftir atburðarásina sjálfa. Oft er því haldið fram að glæpa- maðurinn gleymi öllum smáatriðun- um, og að það séu þau, sem koma upp um hann að lokum — en hér var ekki um gleymsku að ræða. Líklega ihefir Haigh verið orðinn svo frakk- ur, eftir að hann hafði sloppið svo oft áður, að liann hefir haldið að ef ekki fyndist neitt lík væri engin hætta á að hann yrði kærður fyr;r morð. Með fullri fyrirlitningu á af- leiðingunum stráði hann svo mörgum visbendingum um sig að hann hlaut að finnast ef rannsókn hófst á annuð borð. Og sjálfur varð hann þess vald- andi að rannsóknin hófst ... Hinn 18. febrúar 1949 um klukkan tvö sagði Durand-Deacon, sextug frú í London, vinkonu sinni, frú Lane, að hún ætlaði út og hitta Haigh. Hún hafði þá um tíma dvalið i Onslow Court Hotel i South Kensington. — Hann er að gera tilraunir á vinnu- stofu sinni, sagði hún. Frú Lane sá hana aldrei framar ... Daginn eftir kom Haigh sjálfur til frú Lane og spurði hvort frú Durand- Deacon væri veik. — Ég átti að hitta hana við hergagnageymslurnar í gær, sagði hann. — Ég beið eftir henni til klukkan hálf-fjögur, en hún kom ekki. Svo fór ég. Daginn eftir kom hann aftur. Frú Lane sagðist vera að hugsa um að láta lögregluna vita. Haigh stakk upp á að þau yrðu samferða þangað. Á lögreglustöðinni bað Haigh sjálfur um, að nafnið sitt yrði skrifað, og hann látinn vita cf eitthvað gerðist. Hinn 21. febrúar var lögreglukon- unni Lambourne sagt að leita að konu, s.em saknað var — en það er daglegur viðburður. Og ekkert benti á að •hvarf frú Durand-Deacon væri grunsamlegt. En Lambourne lögreglukona talaði við Haigh. Hún hafði ])á nasasjón seni duglegt lögreglúfólk liefir, og fór til húsbónda síns og sagði honum frá Haigh, því að henni fannst hann grun- samlegur. Nú var óhjákvæmilegt að farið væri að veita Haigh athygli. Sakamála- fulltrúinn í South Kensington talaði við ’hann samdægurs. Haigh upplýsti að hann væri forstjóri Hurstlea Products, sem ræki verksmiðju i út- Lögreglan leitar að sönnunargögnum í garðinum við verksmiðju Haighs í Crawley.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.