Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 í garðinum var yndislegt, en hún komst ekki til að njóta þess. Hún gat jafnvel ekki fengið að vera ein í herberginu sínu. Þá kom María, þernan, og spurði hvers hún óskaði — snerist kringum hana og athugaði hana. Hún varð þess brátt vör, að María lapti allt sem aflaga fór hjá henni, í frú Grotier. Þegar hún hafði lagst fyrir og lokað augunum og var að hugsa um Lucien, eftir að hún hafði sagt Maríu að hún væri þreytt, 'kom það fyrir að frú Grotier kom upp til að segja henni að það væri ekki til siðs að leggjast upp í rúm með skóna á fót- unum, eða spyrja hana í hverju hún hefði hugsað sér að vera í kvöld. Nei, þessi kjóll var ekki hentugur. Herra Lucien hefði kannske gesti með sér heim. ,,Hann var ekki vanur að koma með gesti,“ sagði Michelle. „Nei, hann er hættur því,“ sagði frú Grotier og kipraði varirnar, og Michelle vissi að það var henni að kenna. Allt hefði orðið henni miklu léttbærara ef frú Grotier hefði einhvern tima talað vin- gjarnlega við hana, sýnt henni alúð þegar hún var að leiðrétta hana og hlegið græsku- laust að skyssunum hennar. Og hún hefði goldið þá vinsemd aftur. En nú lifði hún í veröld óvildar, þangað til Lucien kom heim, og eftir að hitna fór í veðri í júní, var hann oft þreyttur þegar hann kom. Bara að hún hefði fengið að vera ein! Að hún hefði fengið að matreiða handa honum, eins og hún var vön að gera heima, og síðan sitja hjá honum og tala við hann! En alltaf var einhver viðstaddur. Hún horfði stundum á hendurnar á sér, þegar hún sat við borðið. Þær voru farnar að lýsast, en María hristi höfuðið þegar hún sá þær, og sagði að þær yrðu ekki mjúkar og fallegar fyrr en eftir marga mánuði. María fékkst að minnsta kosti klukkutíma við þær á hverjum degi, og svo var hún farin að koma inn til Michelle þegar hún laugaði sig, og smyrja allan kroppinn á henni með olíum og snyrta á henni fæturna. „Dömufætur eiga að vera eins fínir og hendurnar," sagði María. Michelle kunni eiginlega enn ver við Mariu en við frú Grotier. María var kjaftfor, og Michelle gat ekki sett ofan í við hana — það var kannske ekki viðeigandi að setja ofan í við þjónustufólk á svona heimilum. Þess vegna talaði María digurbarkalega, var sjald- an nærgætin en oft beinlínis móðgandi, aldrei mild og alúðleg. Michelle fannst allt versna með hverjum degi. Og þegar sunnudagurinn kom og hún var laus við kennsluna og ætlaði að vera með Lucien, kom það fyrir að hann sat marga klukkutíma yfir einhverjum skjölum, og Hvar er fylgdarmaður kastálafrúarinnar? hafði ekki tíma til að sinna henni. „Lestu!“ sagði hann við hana. „Þú hefir svo mikið að lesa, góða. Finnst þér það ekki gaman?“ „Jú,“ svaraði hún, þó að það væri ekki sannleikanum samkvæmt. Hún hafði ekki gaman af bókum. Þau voru svo erfið öll þessi orð, sem hún varð að fletta upp. Og Lucien hafði sagt að með haustinu yrði hún að fara að læra ensku, því að hann færi kannske með hana til Ameríku að ári. Henni leið illa, en þó aldrei þegar hún var nærri Lucien. Hún var sæl, aðeins ef hún fékk að sitja í sömu stofu og hann. En hann var svo mikið að heiman. Hún fór að sakna húsverkanna heima hjá Jean frænda, strits- ins og vanþökkuðu vinnunnar. Þar hafði hún geta unnið án þess að aðrir skiptu sér af henni. Og það sem hún hafði gert, hafði sjaldan sætt aðfinnslum. Hér var hún aldrei í friði, aldrei ótrufluð. Einn morguninn var frú Grotier í slæmu skapi. Hún hafði nú gengið úr skugga um að Michelle var undirgefin og þagði yfir öllu, svo að hún taldi sér óhætt að fara með þessa nýju frúarnefnu eins og hún vildi. Þess vegna hafði hún allt á hornum sér. Hún var ósvífin og hortug við Michelie að Maríu viðstaddri og María skellihló. Hún elti Michelle samfleytt í klukkutíma og sagði henni til syndanna, og fólkið í eldhúsinu fór að leggja eyrað við og rak hausinn fram í gættina. Michelle taldi víst að það væri að hlæja að sér. Loks stóðst hún ekki mátið. Augun fylltust af tárum, hún gat ekkert sagt því að kökkur kom í hálsinn á henni, og loks greip hún til sama úrræðis- ins og heima — hún flýði. Frú Grotier kom á eftir henni þegar hún flýtti sér niður stigann, en hún var orðin sein til gangs og þegar hún kom niður var Mic- helle horfin. Nú varð gamla konan hrædd. Hugsum okk- ur að herra Lucien kæmist að þessu! „María!“ hrópaði hún. „Flýttu þér út og leitaðu að frú Colbert. Beiddu hana um að gera svo vel að koma aftur. Reyndu að minnsta kosti að komast að hvar hún er.“ „Já, frú,“ svaraði María og flýtti sér út. En María hafði ekkert að missa. Hún var dugleg, hún vissi að ef hún hæfði ekki þessu heimili, voru það tíu fyrir einn sem mundu taka henni útréttum örmum. Henni fannst þetta bera vel í veiði — hún gæti verið laus og liðug um stund og talað við Jacques dá- litla stund, yngsta garðyrkjumanninn. Það var myndarlegur piltur ... María hitti Jacques við rósagerðið og spurði hvort hann hefði séð frú Colbert. Hann hristi höfuðið, og hún stóð kyr og brosti ástleitin til hans. „Þessar frúr eru svo duttlungafullar," sagði hún. „Ætli duttlungarnir séu nokkuð færri í þér,“ sagði Jacques ertinn, og horfði aðdá- unaraugum á hana. Frú Grotier beið óþolinmóð. Hún sá í hug- anum öll þau óhöpp, sem hefðu getað komið fyrir Michelle á flótta hennar gegnum garð- inn og úti á veginum, þar sem bílarnir þeystu eins og gandreiðar. Hún hringdi á yfirþernuna og sendi hana út til að leita. En hún fann ekki frú Colbert. Þá kvaddi hún til þjón Luciens, sem hún talaði annars sjaldan við, því að þau voru keppinautar um hollustu hús- bóndans, og hann hélt af stað eftir að hafa iitið einkennilega til hennar. Hin stofustúlk- an fór í aðra átt. Og garðyrkjumaðurinn var gerður út af örkinni líka. Þau komu öll aftur, smátt og smátt, en ekkert þeirra hafði orðið vart við Michelle. I&MJ id F3 FramKald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúii Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. Góð veiði í Elliðavatni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.