Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN *=5> > .<» ,v»' .v^' W$ á •3 SV>. & * MICHELLE * FRAMH ALDSSAGA * %\W.<s#J 8 til þess að þessi stúlka, sem verið hafði fá- tæk og auðsjáanlega mat lítils allt sem hún sá kringum sig, ætti að taka við völdunum af henni í Chateau Colbert, fann hún að hún hataði hana. Því að frú Grotier fannst Mic- helle eiga allt það, sem hún sjálf hafði farið á mis við um ævina. Loks kom kvöldið og Michelle sá að her- bergi Luciens var við hliðina á herbergi henn- ar, og að dyrnar áttu að standa opnar á milli. ,,En það verður ekki oft, sem ég læt þig vera eina,“ hvíslaði hann. Það var allt sem hún vildi vita. Næstu daga óku þau í bíl um nágrennið, eða þau gengu um í húsinu, svo að hún skyldi læra að rata, eins og hún sagði. Sér til mikillar gleði hafði Lucien tekið eftir að hún hafði næmt auga fyrir því sem fallegt var, og jafn- vel þó að öll gömlu húsgögnin, málverkin og myndvefirnir hefðu ekki áhrif á hana fyrir það hve dýrir þeir voru, kunni hún að meta fegurð þeirra. Sérstaklega hafði hún gaman af að horfa á' einn myndvefinn, kjörgrip heimilisins og merkan grip. Hann sýndi veiði- för Díönu og hinn sofandi Endymion, sem hún kemur að á óvart, og Lucien varð að segja henni hina gömlu goðsögn hvað eftir annað og lána henni bækur um goðafræði Grikkja og Rómverja. Henni sóttist lesturinn seint, því að þarna var fjöldi af orðum, sem hún skildi ekki, og þess vegna rétti hann henni orðabók hlæjandi, og sagði henni að nota hana, því að annars mundi hún gera út af við hann með spurningum. Þau höfðu átt þrjá yndislega daga saman. Fjórða daginn varð Lucien að fara til Parísar ýmissa erinda áður en hann færi í flugvéla- smiðjurnar daginn eftir. Michelle fór með honum. Nú dró að því — alltof snemma — að þau yrðu að vera hvort fjarri öðru mest af deginum. Það var gráskýjað leiðindaveður. Svo gægðist sólin fram dálitla stund og síðan kom suddarigning. Svo hvessti mikið og loks kom hellidemba, svo að fólkið hvarf af götunum. Michelle sat í bílnum meðan Lucien skrapp inn í húsin til að reka erindi sín. Henni þótti gaman að sitja svona og horfa á fólkið og umferðina, en vera sjálf óhult í bílnum. Allt í einu fann hún að einhver horfði fast á hana. Hún sá dömu standa nokkur skref frá bílnum. Hún var skrautlega til fara en fram úr hófi máluð, fannst Michelle, sem hafði ekki lært að nota andlitsduft ennþá. En fal- leg var hún. Hún er óvenjulega falleg, hugsaði Michelle með sér. Það er óþarfi fyrir hana að klína svona miklum lit framan í sig, þegar hún er svona falieg. Hún er líklega að horfa á mig af því að ég er alveg ómáluð. En eitthvað var í þessu andliti, sem henni fannst hún kannast við. Hún vissi að hún hafði séð það áður, þó að gullroðna hárið kæmi henni ókunnuglega fyrir sjónir. Hún hnyklaði brúnirnar er hún var að reyna að muna í hvaða verslun eða veitingasal hún hefði séð þessa dömu, því að heima í sveit- inni gat hún ekki hafa séð hana. Allt í einu sá hún hana taka viðbragð, brosa og rétta fram höndina, og þegar hún gáði betur að, var það Lucien, sem daman hafði komið auga á. Hún sá að Lucien var ekkert hrifinn af þessum samfundum, þó að hann heilsaði með mestu kurteisi. Hún gat lesið hvern drátt í andliti hans. Það lá við að henni þætti vænt um að sjá, að Lucien virtist lítið glaður yfir að sjá þessa fögru dömu. Hann kom að bílnum og opnaði dyrnar. ,,Michelle,“ sagði hann, „komdu og heilsaðu kunningjakonu minni.“ Hún kom þegar út, snöggt og létt og rétti ókunnu dömunni höndina. Þegar Lucien kynnti Celeste Marteau, skipti nafnið engu máli fyrir Michelle, en hún sá hvernig Celeste kipptist við þegar Lucien sagði „konan mín“. „Ég vissi ekki að þú varst giftur, Lucien,“ sagði Celeste. „Ég er alveg nýgiftur,“ svaraði hann. „Það gerðist fyrir viku.“ ,,Ó!“ sagði Celeste, og þegar Michelle heyrði rödd hennar rifjaðist nokkuð upp fyrir henni. „Ég hefi séð yður áður,“ sagði Michelle. „I kvikmynd!“ Celeste heyrði ekki að rödd ungu stúlk- unnar var lág og falleg, en hún heyrði að hún talaði ófágaða mállýsku. Hún óskaði Lucien hæversklega til ham- ingju, kinkaði kolli og hélt leiðar sinnar, en hatrið sauð í henni. Hún hafði farið til Paris- ar skömmu eftir að Lucien hvarf án þess að kveðja eða gefa skýringu, og á hverjum degi hafði hún vonað að frétta, að hann væri kominn aftur. Hún ’hafði alls ekki verið kvíð- andi út af því að hann fór, — svo viss þótt- ist hún um vald sitt á honum. Og nú var hann giftur! önnur hafði náð í hann! Korn- ung stelpa, hrein eins og döggin og náttúru- barn — allt það, sem Celeste Marteau var ekki. Hún hafði verið það einu sinni, en það var orðið svo langt síðan, að það lá við að hún væri búin að gleyma því, eins og hún hafði gleymt fæðingarárinu sínu. Hvað gat heimsmaður eins og Lucien Col- bert séð í svona stelpugæskni? Hvað átti svona stelpa að gera við milljónirnar hans? Það var eitthvað bogið við þetta, hún var viss um það. Og hún var staðráðin í að kom- ast að hvar hundurinn væri grafinn! Hún ætlaði ekki að láta fara með sig eins og tusku, það skyldi Lucien fá að sanna! Og þessi stelpa líka! Nú byrjaði nýtt lif hjá Michelle. Eftir að þau höfðu borðað morgunverð eldsnemma daginn eftir, fór Lucien í bílnum til vinnu sinnar og var að heiman allan daginn. Það kom líka fyrir að hann komsl ekki í mið- degisverðinn, og þá varð hún að borða ein með frú Grotier. Það tók hana sárt, er hún hafði varið löngum tima í að halda sér til og kannske prófað alla kjólana sína, að heyra frú Grotier segja: „Herra Lucian símaði að hann gæti því miður ekki komið heim í miðdegisverðinn.“ Þá hvarf allur ljómi af deginum, og það var svo langt til vökulokanna, er Lucien loksins kom heim og gat faðmað hana að sér. Og dagarnir voru langir, jafnvel þó að 'hann kæmi heim í miðdegismatinn. Hún hefði get- að notið þeirra vel, í þessu yndislega húsi, ef frú Grotier hefði ekki verið þar líka. Lucien hafði sagt við hana: „Elskan mín, þú skilur að það er margt sem þú verður að læra. Margt sem er gerólíkt því, sem gerð- ist í þorpinu í sveitinni. En frú Grotier hjálpar þér. Þú skalt ekki vera hrædd við hana. Mundu, að engum skal leyfast að vera slæm- ur við þig.“ Lucien vildi gera úr henni fína dömu. Eig- inlega var það ferleg tilhugsun, og þegar hún hugsaði til fínu dömunnar, Celeste Marteau, þóttist hún sannfærð um, að aldrei gæti hún orðið eins og hún. En ef Lucien vildi að hún reyndi það, þá ætlaði hún að reyna það. Og hún hlustaði með eftirtekt á það, sem frú Grotier sagði. Fyrsta kvöldið sem Lucien kom heim úr flugvélasmiðjunum sá hann að Michelle hafði grátið. Hann sagði ekkert meðan þau sátu við borðið, en þegar þau voru orðin ein, spurði hann hvað væri að. „Ég get ekki gert henni til hæfis,“ sagði Michelle angurvær. „Allt sem ég geri er vit- laust. Hvað er athugavert við málfærið mitt?“ „Þú talar eins og sveitafólkið,“ sagði hann. „Nú verður þú að læra að tala eins og París- arfólkið.“ Michelle hengdi höfuðið. „Ég held varla að ég geti það,“ sagði hún. „Ég hefi reynt það, eins og ég gat.“ Hann hló. „Það er ekki gert á einum degi, góða mín! Það tekur langan tíma! En frúin er kannske ekki rétti kennarinn í þeirri grein. Ég skal reyna að ná í góðan kennara handa þér. Það sem frú Grotier á að kenna þér, er hvernig þú átt að haga þér og hreyfa þig, borða og þess háttar. Hún er ströng, ég veit það af eigin reynslu. Hún hefir alið mig upp.“ „Þig?“ spurði Michelle forviða. „Já, og ég var stundum skíthræddur við hana.“ Lucien hafði verið hræddur við frúna? Þá þurfti hún ekki að taka sér þetta svona nærri. En það var nær ómögulegt að hugsa sér, að Lucien hefði þurft að læra slíkt. Hún fékk kennara nokkrum dögum síðar, sem átti að tæta úr henni mállýskuna og hjálpa henni að breyta röddinni og leiðbeina henni um ýmislegt, sem hún hafði ekki haft hugmynd um áður. Og svona liðu tímarnir. Stundum fannst henni þeir vera eintóm kennsla. „Frú, maður brýtur ekki sundur brauðsneiðina meðan hún liggur á brauðdisk- inum, heldur gerir maður svona ... Frú, í salatið notar maður . . . frú, ekki svona heldur svona ... frú . . . frú . . .“ Stundum langaði hana til að æpa, að nú þyldi hún þetta ekki lengur. Úti skein sólin,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.