Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1956, Side 14

Fálkinn - 09.03.1956, Side 14
14 FÁLKINN feðurna, 29. brak, 31. verkfæri, 32. konungs, 33. skemmdan, 35. ávextir, 37. frumefni, 38. fisk, 40. hríð, 43. helgitákn, 47. rífa, 49. dans, 51. bera, 53. ásökuð, 54. í vígamóði, 50. raup, 57. hreyfingu, 58. henda, 59. eldsneyti, 01. brim, 62. tónn, 03. hægfara, 04. verkfæri, 60. frumefni, 67. iðin, 69. málspart, 71. hæfilegur, 72. skemmtun. Lóðrétt skýring: 1. verksmiðja, 2. auð, 3. innyfli, 4. flanir, 6. flíkur, 7. ræfill, 8. greinir, 9. tónn, 10. spikið, 12. eldstæðið, 13. siagast á, 15. vinnusamur, 10. lykkju, 18. drasl, 20. hindi, 23. forhoð, 25. kenning, 27. öðlast, 28. púki, 30. ákæra, 32. bar í Rvik, 34. háð, 30. ílát, 39. eftirlifandi, 40. draugur, 41. grjót, 42. eitur, 43. stykki, 44. mylsna, 45. fjall, 46. strákur, 48. kvendýrið, 50. nýtileg, 52. ríkja, 54. hlassinu, 55. leikfangið, 58. þvælin, 60. helgitákn, 03. eldstæði, 05. skora, 68. úttekið, 70. tveir eins. Lárétt skýring: minnist, 16. hljóðrita, 17. Fjölnismað- 1. gráðu, 5. hlaðagrein, 10. marg- ur, 19. otað, 21. þrep. 22. fæði, 23. vísa, 11. mannsnafn, 13. frumefni, 14. bústaður, 24. ferð, 26. svíkja, 28. for- LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. basti, 5. skála, 10. Bankó, 11. ó- Merkileg bók Framhald af bls. 3. hjá sér og 1888 stofnuðu þeir söfnuð. Árið 1890 komu nýir landnemar og settust að nokkru norðar og nefndu byggð sína Lögberg. En þessi árin gengu miklir ])urrkar yfir Saskat- chewan svo að innflutningur stöðvað- ist og jafnvel flutti talsvert af fólki á burt aftur. Telur höf. nöfn 79 heim- ilisfeðra er settust að í Þingvalla- og 26 í Lögbergsbyggð. Árið 1887 hófst íslendingabyggð miklu sunnar, og nefndist hún Hólar, við þorpið Tantallon. Þangað fluttust 27 fjölskyldur og tíu bættust við eftir aldamót. Fjórða nýlendan var í Foam Lake. Þangað fluttust 19 fjölskyldur á árunum 1892—1902, sumar þeirra komu frá eldri stöðvunum og höfðu fíúið þurrkana, en gerðu sér von um að geta stundað fiskveiðar á nýja staðnum. Flest af ])essu fyrsta landnámsfólki var svo til nýkomið frá íslandi er það settist að í Saskatchewan. Átti margt af því erfiða daga fyrstu árin, einkum vegna þurrkanna, og vetrarkuldarnir voru nistandi. Um aldamótin hefja Islendingar ný landnám í Saskatchewan og hélt það áfram næstu tíu ár. Og nú eru það íslendingarnir, sem dvalið hafa um skeið í Kanada, sem eru að verki. Þeir voru orðnir kunnugir og kunnu betur að dæma um landkosti, en flestir kusu þeir sér iand þar sem hægt var að reka kornyrkju og kvikfjárrækt jöfn- um höndum, „mixed farming" sem Kanadamenn kalla. Nú koma ný nöfn til sögunnar, en flest eru þau í nánd við Foam Laké. Þar settust að á fyrstu tiu árum aldarinnar 38 fjölskyldur og einhleypir, en í Kristneshyggð, skömmu norðar, 40, og í Leslie 52. Nú koma til sögunnar nöfnin Mt. Hccla, Elfros, Mozart og umfram allt Wyn- yard, sem er höfuðstaður hinna ís- lensku byggða, og fluttust þangað 119 ljölskyldur og einhleypir, en einu nafni eru þessar sveitir kallaðar Vatnabyggð, eftir tveim stöðuvötnum stórum, sem liggja norðan að þeim, Stóra- og Litla Quill Lake. Kanadahar og Dafoe eru vestustu stöðvarnar í þessum byggðum og settust þar að 85 landnemar. Tölurnar gefa nokkra hug- mynd um hve fjölmennir íslejidingar eru orðnir í Saskatcliewan, því að nú er liðinn meira en mannsaldur siðan þeir settust þar að, og hefir mikið fjölgað. Þeir eru nú á 4. þúsund. í sérstökum kafla segir höf. frá annarri kynslóðinni, þeirri sem fædd er og uppalin í Kanada, uppeldishátt- um og félagslífi, kynslóðinni sem er orðin Kanada-íslendingar. Sú kynslóð hefir haft lítið af erfiðustu baráttu feðra sinna að segja, en bún hefir hlotið gott uppeldi og stendur engum að baki að manngildi. Hún veit að hún er af íslensku bergi brotin, en Kanada er hennar land og borgaralegar skyld- ur hennar eru við Kanada. Það kom á daginn í báðum styrj- öldunum, að íslendingar létu ekki á sér standa að gerast sjálfboðaliðar. 128 Saskatchewan-íslendingar voru í fyrri styrjöldinni og féllu 26 þeirra, cn í síðari styrjöldinni 229, en um 20 féllu. Æviágrip hinna föllnu íslend- inga eru í bókinni. Þar eru einnig æviágrip margra ís- lendinga frá Saskatchewan, eldri og yngri, og koma þar fyrir mörg nöfn, sem flestir íslendingar kannast við af afspurn. Á síðasta ári átti Saskatchewan 50 ára sjálfstjórnarafmæli, til þess tima taldist það til „The North-West Terri- tries“ og var eins konar sameign rík- isins. Bók þessi er gefin út í tilefni af þessu afmæli. Formaður afmælis- hátíðarnefndarinnar, Geo. W. Simp- son, söguprófessor Saskatchewan-há- skóla hefir ritað formála fyrir bók- inni. Lindal yfirdómari hefir unnið þarft og gott verk með því að skrifa þessa bók, sem er byggð á afar góðum kunn- ugleik á efninu, sem hún fjallar um, og verður því ómetanleg heimild um frumsögu íslendinga i þessu Kanada- fylki er tímar líða fram. Frá bókinni stafar hlýtt hugarþel til alls þess sem íslenskt er, bæði austan hafs og vest- an og ást og virðing á ættarlandinu, samtvinnuð gleðinni ylir því, að is- lenski kynstofninn hefir gert því heiður með starfi sínu og lífi í hinu n.ýja landi. * John Haigh Framhald af bls. 3. ÆSANDI BLAÐASKRIF geta valdið glæpum. Það er stað- reynd að blöðin eru oft lögreglunni til mikillar hjálpar við að hafa uppi á glæpamönnum. Góð samvinna lög- reglu og blaða er mjög þýðingarmikil. En það er líka staðreynd að sum blöð reka of æsingakennda blaðamennsku í sambandi við alvarleg glæpamál. Á þann hátt felhir eins konar dýrðar- ljómi á glæpamennina, sérstaklega ef þeir eru ungir, og þetta kitlar hé- gómagirnd þeirra. Það er líka reynsla gamalla lögreglumanna, að ef glæpur er framinn, sem mikið er skrifað um, sigla ávallt fleiri glæpir af sama tagi i kjölfarið. Það er vitanlega auðvelt að áfell- ast blöðin og gleyma því, að þau verða að vera fljót í snúningunum. Þó að ég nefndi hluti, sem kannske væri hægt að gera betur öðru vísi, geri ég það ekki af neinni aðfinnslulöngun. Þá væri ég vanþakklátur maður. Því að það er einmitt með aðstoð blað- anna, sem ég hefi fengið að gefa al- menningi vitneskju um vandamál lög- reglunnar, þannig að við getum treyst velvild almennings og stuðningi, á hinum alvarlegu árum eftir stríðið, er glæpum fjölgaði og liðstyrkur var ónógur. I næsta blaði: John Christie. I sambandi við morðmál hans var dylgjað um að saklausir menn hefðu verið dæmdir til dauða. Ensk bindindisstofnun skipaði nefnd, sem fylgdist gaumgæfilega með þvi í tólf vikur, hve oft væri minnst á áfengismál í breska útvarp- inu. Nefndinni taldist svo til að 1135 sinnum hefði áfengi verið nefnt á þessum tíma, en aðeins tvisvar gengu ummælin í bindindisáttina. Frá Taipei á Formósa kemur sú frétt að ungur og efnilegur maður, sem heitir Tai Chih-yun hafði bitið nefið af ungri fallegri stúlku, sem hryggbraut hann. Þetta kostaði 6 mánaða fangelsi. lúta, 13. Hr, 14. nóló, 16. Krag, 17. D. D„ 19. læs, 21. rið, 22. lag, 23. Óla, 24. áðir, 26. nitin, 28. flog, 29. kiðin, 31. náð, 32. seinu, 33. asann, 35. spönn, 37. fæ, 38. al, 40. langa, 43. hnita, 47. skæli, 49. Nói, 51. næpur, 53. kátt, 54. hnakk, 56. pari, 57. ami, 58. æla, 59. arm, 61. ris, 62. Ra, 63. styr, 64. róin, 66. Ni, 67. róman, 69. knáan, 71. lúnið, 72. Danir. Lóðrétt ráðning: 1. B. A., 2. ann, 3. skór, 4. tólin, 6. Kóran, 7. álag, 8. lág, 9. at, 10. bræði, 12. Adlon, 13. hláka, 15. óðinn, 16. kliðs, 18. Dagur, 20. siða, 23. ólin, 25. ris, 27. tá, 28. fen, 30. nafni, 32. sölin, 34. næg, 36. Pan, 39. Óskar, 40. læti, 41. alt, 42. annar, 43. hikar, 44. tæp, 45. apar, 46. brisi, 48. kámar, 50. óa, 52. urinn, 54. hlyni, 55. króka, 58. æt- an, 60. minn, 3. smá, 5. núi, 68. ól, 70. ar. Hve mikils virði er eiginkonan? Ameríski kvikmyndastjórinn George Sawaya segir: Hún er minna virði en bifreið, því að bifreiðinni er alltaf hægt að hafa skipti á, fá nýja gerð og borga á milli. Að niinnsta kosti segir konan hans að hann segi þetta, og með þeim forsendum hefir hún höfðað hjónaskilnaðarmál gegn hon- um í Hollywood. Það atvikaðist svona: Hjónin hittu mann, sem hvorugt þeirra þekkti, og maðurinn var í bil, sem Sawaya varð mjög hrifinn af. Bileigandinn varð hins vegar mjög hrifinn af frú Sawaya, svo að maður- inn bauð honum skipti á bílnum og konunni. En ekki varð neitt úr kaup- unum. Hins vegar móðgaðist frúin svo, að nú vill hún ekki búa með Sawaya lengur. Af enskum og ameriskum heilbrigði- skýrslum má ráða að af 1000 sjötug- um mönnum og þar yfir, sem ekki reykja, fái aðeins þrír krabbamein í maga. Krabbameinsáhættan vex um 5 af hundraði hjá þeim, sem reykja 15—25 grömm af tóbaki á dag, og um 9 af hundraði hjá þeim sem reykja meira en 25 gr. í Pakistan fær kvenfólk tífalt hærri sektir fyrir ógætilegan akst- ur en karlmenn. En arabiskur sheilc, se mnýlega var að kaupa sér bíla ,vill láta kvenfólkið njóta þeirra. ann ferðast mikið milli hinna ýmsu ætta, sem hann er höfð- ingi yfir, og keypti sér 50 bíla. Fjóra þeirra notar hann sjálfur, en hinir eru til afnota fyrir konurnar hans. Þær eru 8Q og hann vill alltaf hafa þær með sér í ferðalögunum. Enski bóndinn Ralph Goodall stefndi enska flughernum og krafðist 100 sterlingspunda skaðabóta, fyrir átta grísi og þrjá hvolpa, sem fæddust fyrir tímann vegna þess að jetflug- vél fór „gegnum hljóðmúrinn“ yfir bænum hans í Yorkshire. Bóndinn hélt þvi fram að það væri hávaðanum að kenna, sem gyltan hans og peking- tíkin fæddu of snemma. Aðeins tveir hvolpar lifðu flugárásina af. Sáraum kona í Molines, USA, hringdi til lögreglunnar og var óskýr í málinu. Ilún hað þá um að liafa uppi á unnustanum sínum, því að hann hafði stolið gervitönnunum hennar og horfið. „Og nú er ég orðin svöng,“ bætti hún við.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.