Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 að Davíð. Smávegis óliapp, hafði Lín- us sagt. En hvað gat það verið? „SMÁVEGIS ÓHAPP“. Já, Iivað liafði eiginlega komið fyr- ir Davið? Hvað olli þvi að hann kom ekki á stefnumótið, sem hann hafði ákveðið með Sabrinu i tennisskálan- um? Hvers vegna hafði Línus komið í staðinn og skálað við hana og dans- að við hana og kysst hana á þann liátt, sem hún hélt að Línus gæti alls ekki kysst? 'Línus hafði sagt: smávegis óhapp, ekki neitt alvarlegt? Það var nú eftir þvi hvernig á það var litið. Davíð fannst það vera meira cn smávegis, þar sem hann lá á mag- anum í rúminu i svefnherberginu sínu. Hann lá á maganum af þeirri einföldu ástæðu að liann gat ekki legið á bakið. Og þetta var Línusi að kenna — engum öðrum en Línusi að kenna. Hann hafði verið fljótur í snúning- unum, og markviss og hlifðarlaus. Hann hafði fengið tækifærið þegar Davíð kom inn i vínstofuna til að ná i kampavínsflöskuna eftir dansinn við Sabrinu niðri á flötinni. Línús hafði séð hann stinga flöskunni undir jakkann og sínu glasinu í hvorn rass- vasann, alveg eins og hann liafði gert margsinnis áður. Og þá datt Línúsi nokkuð í hug. Hann gekk til Daviðs og klappaði á öxlina á honum. —• Ég verð að tala við þig snöggvast! Davíð leit við, afundinn. — Ég á annríkt þessa stundina. En Linus lét það ekki á sig fá. — ‘piptr Caurie hin vinsæla kvikmyndaleikkona. Þetta tekur ekki langan tíma, en ég verð að tala við þig. Davíð yppti öxlum. — Jæja, hvað er það þá sem þú vilt. Ég losna sjálf- sagt ekki við þig. Hvaða hrókaræðu á ég að lilusta á? Linus hló að þessu, eins og Davið hefði sagt eitthvað skemmtilegt. Það hefði átt að nægja til að vekja grun hjá Davíð, en hann átti sér einskis ills von. Meðan þeir töluðu saman hafði Línus látið þá færast að djúpum liægindastól, sem Davíð sneri bak- inu að. — Sestu! sagði Linus ihæverskur. —• Nei, ég vil heldur standa, sagði Davíð. — Ég hefi: engan tíma til að tala við þig lengi. Hann vildi ógjarna láta Linus sjá livað hann væri með í barminum. — Ég hefi lofað að tefja þig ekk’ lengi, sagði Línus. — Aðeins augna- blik. En sestu á meðan. Og með mesta sakleysissvip á and- litinu ýtti liann við Davíð svo að hann hrataði niður i stólinn. Og nú heyrðist brothljóð, og sársaukaóp frá Davíð. — Þorpari, sagði hann, — þorp- ari ... En Línus starði á hann og lést vera hissa. — Hvað gengur að þér? Ertu veikur? Davíð stundi: — Glösin ... glös- in ... Línus fórnaði höndunum ofur sak- leysislegur. — Æ, drottinn minn. Glösin þín! Glösin i rassvösunum. Ég steingleymdi þeim. Davíð reyndi að standa upp en hneig stynjandi ofan i stólinn aftur. L'ínus benti þjóni að koma. — Hann bróðir minn varð fyrir smávegis ó- happi, sagði hann. — Yiijið þér hjálpa honum upp í lierbergið hans? Hann sneri sér aftur að Davið, sem sat þarna ósjálfbjarga og andlitið af- myndað af sársauka. — Vertu rólegur, drengur minn. Ég skal síma til læknis, sagði hann vingjarnlega. Og þú skalt ekki hafa áhyggjur af henni Sabrinu. Ég skal hugsa um hana og skila kveðju frá þér. Svo fór hann og Davíð sá hann gripa kampavinsflösku og tvö glös í leiðinni. Davið lokaði augunum. Ilann gat ekki meira að gagni. Þarna sat hann, en Línus var á leiðinni í tennisskál- ann — á leið til Sabrinu ... í SIGLINGU MEÐ LÍNUSI. Sabrinu dreymdi áfram — eða rétt- ara sagt: Lífið hélt áfram að vera eins og draumur hjá henni. Davíð varð að halda kyrru fyrir í herberginu sínu, og Línusi fannst það skylda sína að gera Sabrinu eitthvað iil dægrastyttingar. Daginn eftir dans- leikinn fór hann ekki í skrifstofuna, eins og hann var vanur, og Fairohild varð að aka Rolls Roycebílnum inn i skýlið aftur. Þegar leið að hádegi kom Linus nið- ur og spurði eftir Sabrinu. Faðir henn- ar sagði að ihún væri úti í skúr að þvo bila. — Þvær bún bila? spurði Línus eins og hann tryði því ekki. Faðir ihennar kinkaði kolli. — Sabrina hjálpaði mér alltaf að þvo bílana, og þcgar ... Linus góndi upp i blátt loftið. — Já, en ekki í svona veðri! í svona veðri verður ihún að koma með mér út að sigla. Það var vandalaust að fá Sabrinu til þess. Henni fannst spennandi að vera með Línusi. Þessum ósigranlega Linusi, sem allt’ í einu var farinn að gefa henni auga. Skömniu siðar hringaði hún sig eins og kettlingur á þilfarinu og liorfði á Línus stýra snekkjunni föstum hönd- um. Byrinn var hæfilegur, báturinn gekk vel og það var dásamlegt að finna hressandi, salta goluna og ýring- inn af bárunni um vitin á sér. Línus þagði um sinn, leit aðeins upp við og við og horfði á vimpilinn i siglu- toppinum. Ómögulegt að vita hvað hann hugsaði. Allt i einu hélt hann upp i vindinn, svo að báturinn stóð að heita mátti kyrr. Hann batt stýrið, stóð upp og færði sig nær Sabrinu. Hann tók um hönd hennar og hún reyndi ekki að kippa henni að sér. — Sabrina, sagði bann, — má ég spyrja þig að dálitlu? Og viltu svara því lireinskilnislega, sem ég spyr um? Sabrina kinkaði kolli þegjandi. •— Sabrina hélt hann áfram. — Hvað segir fólk um mig? Segir það að ég sé drumbur eða hornhölgd i saman- burði við hann káta og viðfelldna bróður minn? í rödd hans var 'hreimur, sem Sabrina hafði aldrei heyrt fyrr. Eitt- hvað ákaft, leitandi — einhver ein- stæðingsblær. Já, það var það. Nú gerði Sabrina sér allt í ei.iu ljóst, að Línus mundi vera mjög einmana. Það var ekki nóg að eiga peninga og liafa góða stöðu. Línus var einstæðingur. Fin átti hann ekki sök á því sjálfur? hugsaði hún áfram. Hafði liann ekki kosið að vera einmana — vildi hann ekki vera einmana. Hann var svo kuldalegur að fólk forðaðist hann. En þetta sagði hún ekki þegar hún loks- ins svaraði spurningunni. — Ég veit ekki, Línus, svaraði hún hikandi. — Ég liefi verið fjarverandi svo lengi, en annars held ég að fólk tali ekki um þig á þann hátt sem þú heldur. Það var sérstök áhersla á siðustu orðunum, svo að hann leit spurnar- augum á hana. —• Ég skil, sagði hann. ■— Þú átt við að fólk tali yfirleitt ekkert um mig! Ég er svo lítið éftirtektarverður, að fólk nennir ekki að tala um mig. Er það það, sem þú ætlaðir að segja mér? Sabrina stóð upp og hélt sér í stagið. Hún var lirifandi þarna sem hún stóð, bein og grönn. — Nei, Línus, sagði hún. — Það vildi ég ekki sagt hafa. En ég lield ... Nú flögraði að henni, að þarna stóð hún, dótlir bílstjórans, og var að segja forstjóra Larrabeefyrirtækisins mikla til syndanna, en þessi tilhugsun var henni alls ekki ógeðfelld — ekki fyrr en hún minntist þess, sem faðir lienn- ar hafði sagt um rúðuna milli fram- sætisins og aftursætisins! -— Ég held, hélt hún áfram — að þú skiptir þér of lítið af umhverfi þínu. Þú ert of utan gátta. Þú ættir að ferð- ast og kynnast fólki — eignast vini. Þú ættir að fara til Parísar! Ég hafði ómetanlegt gagn af þvi sjálf ... Línus hrosti beiskjubrosi. — Ég hefi komið til Parísar einu sinni, sagði hann þunglega. — Viðdvölin var að- eins 35 mínútur — milli tveggja flug- véla. Sabrina gat ekki varist hlátri. Þetta var svo líkt Línusi. í París — þar sem svo margir nutu frídaganna og skemmtu sér — hafði Linus aðeins komið til að skipta um flugvél. Þar hafði hann selið í biðsal 35 minútur, Framhald í næsta blaði. Vitið þér...? Vb.31-1 að kadiak-björninn getur hlaupið með 45 km. hraða á klukkutíma? Það þarf þvi að vera duglegur ihlaupari, sem getur bjargað sér und- an slíkum vágesti ef hann rekst á liann á förnum vegi í Alaska. að sjónvarpið er hvergi jafn út- breitt og í Bandaríkjunum? Meðal þeirra 58 landa, sem hafa komið sér upp sjónvarpi eru USA og Bretland langfremst, með 36 og 4 milljón viðtæki i notkun. Bandarikin eru svo langt á undan öðrum, að varla fer nokkur þjóð nokkurn tíma fram úr þeim. — Frakkland hefir aðeins 200.000 viðtæki í notkun (en i Bret- landi eru seld 100.000 á mánuði). En Frakkland hefir fjölbreyttasta sjón- varpsdagskrá í Evrópu, 40 stundir á viku. að Bandaríkin nota fleiri dráttar- vélar en nokkurt land annað? Áætlað er að þar séu notaðar 18 dráttarvélar fyrir hverja þúsund hekt- ara af ræktuðu landi, en i Vestur- Evrópu 11 og í Ástralíu 10. í Afríku og Asíu er hins vegar aðeins ein drátt- arvél fyrir hverja 3—4 þúsund hekt- ara ræktaðs lands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.