Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Freistondi tilöoö Maðurinn sem kom inn í viðtækja- verslunina var þokkalegá til fara, og Hansen kaupmaður talcli sjálfsagt að afgreiða hann sjálfur. Hann þfjttist finna á sér að hann gæti gert góða verslun við hann. Maðurinn starði lengi á fallegan radiogrammofón. — Hvað kostar þessi? spurði hann svo með spekingssvip. — 1475, svar- aði Hansen ljúfur. — Hmm! ... er hann góður? — Tvímælalaust. Ég get talað um liann af persónulegri reynsiu. Og ég hefi selt fjórtán af þessari teg- und síðustu tvo mánuðina, og það talar fyrir sér sjálft. •— Hmm! . .. en þessi þá? Hvað kostar hann? Mað- urinn benti á þann næsta. — 1800 krónur, það er aifullkomið tæki í öllu tilliti og ég hefi selt þrjátíu af honum í ár. — Hm! Það er ekki sem verst, ... Hann benti á þann næsta. — Þetta skáptæki kostar 2775, svaraði Hansen, — og við höfum sell helstu brodd- borgurunum hérna fimmtán stykki af því, núna i ár. Það er að vísu dýrt, en maður veit alltaf að maður fær eitthvað fyrir peningana þegar maður kaupir lúxustegundir. Maðurinn hrosti. — Þér hljótið að hafa liaft góðar tekjur af viðtækja- og grammófónasölunni, sagði hann. Hansen brosti liæversklega. — Jú, da- lítið verður i aðra hönd, skiljið þér. Allt i einu varð maðurinn þungbrýnn og svo hvessti hann augun á Hansen: — Samkvænrt framtalinu yðar hafið þér haft litlar tekjur síðasta ár, svo að þér hafið með öðrurn orðum svikið skyldur yðar við ættjörðina pg stolið undan skatti. Hansen fölnaði. — Þér eruð ... eruð ekki ... ? — Ég heiti Svendscn og er ritari niðurjöfnunarnefndarinnar. Okkur þótti framtalið yðar grunsamlegt, og sjálfur þóttist ég svo viss, að ég gal ekki neitað mér um þá ánægju að rannsaka málið sjálfur. — Það sem þér hafið sagt mér, sannar að þér hafið haft að minnsta kosti þrefalt meiri tekjur en þér hafið talið frain. —j Herra ritari ... ég ... — Reynið ekki að afsaka yður. Hann hvessti á hann augun og fór svo að skoða dýrasta tækið í verslun- inni. — Það er laglegt tæki þetta, sagði hann. Nú fékk Hansen ofurlitla von. — Líst yður vel á það? sagði hann skjálf- raddaður. — Já, tvímælalaust. —• Ef þér — Hansen saup hveljur — ég meina ... ef ég gæfi ... — ÆtliS þér að reyna múta mér? — Nei, ég bara ... — Þvaður! Þér ætluðuð að gefa mér tækið til að þegja yfir þessu, yður þýðir ekki að neita því! Hansen neri saman höndunum og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en gesturinn þungbúinn og hugsandi. — Þetta er mjög freistandi tilboð, en ég liefi enga tryggingu fyrir að þér kjaftiö ekki frá þvi . . . og þá er úti um okkur báða. — Vitanlega kem- ur það harðast niður á yður, — yfir- völdin taka engum silkihönskum a skattsvikurum nú á dögum. Brúnin fór að lyftast á Hansen. — Ég sver yður það, herra minn — þetta fer ekki á milli annarra en okkar tveggja. Ég legg drengskap minn við. — Jæja ... það er sem sagt mjög freistandi tilboö ... og ég hefi mann- legar tilfinningar ... og er góðmenni ... svo að ég held að við sællumst á þetta. En ef þér segið eitt einasta orð ... — Þér þurfið ekki að óttast það. Ég kann að rneta góðan greiða og það skal ekki koma eitt orð um þetta af mínum vörum. Tíu minútum seinna var „niður- jöfnunarritarinn“ gestur hjá ljómandi fallegri stúlku inni á litlu kaffihúsi. — Hvernig geklc þetta? spurði hún forvitin. — Prýðilega, elskan min. Hann lét gabbast eins og allir hinir. Hann efaðist ekki um að ég væri sá sem ég sagðist vera. Og ég fékk besta viðtækið lians. — Jæja, þá höfurn við náð i allt nema svefnherbergishúsgögnin, sagði liún, — og það getur orðið erfitt að ná i þau. Hann brosti. — Ég veit að húsgagnasmið, sem ekki hefir hreint mél í pokanum. Ég ætla að tala við hann á morgun, og liinn daginn.getum við gift okkur. Og við höfum ekki keypt í búið fyrir einn einasta eyri. Hún brosti: — Já, þú ert snill- ingur. * Alveg hlssa. Robinson Crusoe, hin fræga saga Daniels Defoe, er fyrsta sagan, sem kom út sem framhaldssaga í blaði. Uran-birgðirnar, sem vitað er uin i heiminum, eru 25 sinnum meiri en olíu- og kolabirgðir heimsins, saman- lagt. Þegar mælskukeppni páfagauka fór fram á Spáni fyrir nokkru, var einn páfagaukurinn dæmdur úr leik fyrir það, að hann bölvaði meira en góðu hófi gegndi. Þessi sami páfagaúkur kunni sjö tungumál, það er að segja öll helstu klúryrði og blótsyrði í þess- um sjö málum. Nýfæddu börnin á fæðingarstofnun í Mancliester fá að heyra tónverk eftir Bach og Beethoven undir eins og þau koma í þennan lieim. Þetta er gert til þess að ganga úr skugga um að þau hafi heyrn, því að hin frægu gömlu tónskáld hrífa börnin miklu meir en jazzlög og gamanvísur. Ljósmyndarinn Morris Ostroff var nýlega beðinn um að koma i hús til að taka myndir af ketti og íkorna, sem voru svo góðir vinir að þeir léku sér, átu og sváfu saman. En því miður varð ekkert af myndatökunni, því að þegar ljósmyndarinn kom á vettvang liafði kötturinn étið íkornann. Þegar kengúru-ungar verða liræddir hlaupa þeir og stinga sér ofan i maga- skjóðuna á henni móður sinni. Haus- inn fer ofan í á undan, en ungarnir bylta sér von bráðar í skjóðunni og gægjast svo upp úr, til að sjá óvininn, sem þeir urðu hræddir við. Clarence Strode sat lengi i fangelsi, og notaði timann þar til að læra að lesa og skrifa. Undir eins og hann siapp út falsaði hann ávísun! Kaldasti bletturinn á mannslíkam- anum er um hnén. Á linéskeljunum er fólk yfirleitt sex stigum kaldara en þar sem það er heitast á kroppnum. ★ Tískumyndír ★ ÍTALSKUR PRJÓNASKAPUIÍ. — Það er einstakt hvað ítalskar prjónavörur hafa komist framarlega á heimsmarkaðinum nú hin sííjari ár, en það er viður- kennt að efni, litir og fallegt snið hefir komið þeim í tölu 1. fl. vara. Hér er vetrarjakki frá Mirza, ljós pastel litur, með tveim góðum vösum og tveim speldum á hliðunum sem gera hann óvenjulega faRegan. HLÝTT KLÆDD AÐ HAUSTLAGI. Madeleine de Ranch hefir snilldarlega sameinað hið raunhæfa og fagra í þessum óvanalega fallega haustklæðn- aði. Það er beigelitur ullarkjóll með siðum bol eða treyju, við þröngt pils. Kraginn er alveg upp í háls og mótar Rtt fyrir mittinu. Prakkinn, af sama lit, er úr rúskinni fóðraður með orlon- pols. Jafnvel á köldum vetrardögum er svona frakki nógu heitur. RAUÐU SKÓRNIR úr ævintýrinu eru þetta ekki en samt eru þeir rauðir og faRegir eru þeir. Þetta eru enskir dansskór úr rauðu silkiflaueli og háu hælarnir eru þéttsettir rínarsteinum og eru sérstaklega fengnir frá París því að svona hælar eru búnir til í höndunum. Yfirborðið sem er mjög Rtið helst saman með rínarsteinskúl- um líkum skyrtuhnöppum og brydd- aðir með giltu geitarskinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.