Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN SABR1N5 ★ ★ ★ ★ Kvikmyndasaga úr daglega lífinu — Þú ferð fyrst, sagði Dayid, — svo kem ég á eftir niður ... — ... niður í tennisskálann, já, bætti Sabrina við. Hún kunni áætlun- ina utan að! Og henni fannst það alis ekki benda á hugmyndaskort að hann skyldi segja þetta sama við hana. Davíð horfði spyrjandi á hana. — Og svo kemurðu með kampavíns- flösku og stingur tveimur glösum í rassvasana, hélt Sabrina áfram. Davíð varð allur eitt bros. Hann leit af Sabrinu og á gamla eplatréð framundan þeim. — Ég skil, sagði hann — Eplatréð! Þar hélt Sabrina vörð. — Það fór víst fátt fram hjá þér þá! Hljómsveitin hafði lokið valsinum og var byrjuð á léttum sving. Davíð hætti að dansa. Það var líkast og hann væri hræddur við að nýja hrynjand- in mundi eyðileggja stemninguna fyr- ir þeim. —Farðu á undan mér, sagði hann. — Ég kem rétt bráðum. Hann beygði sig og kyssti hana laust á ennið. Og svo fór hann. Sabrina hafði ekki hugmynd um hvernig hún komst niður i tennisskál- ann — Iivort liún gekk eða hljóp eða sveif á lukkuskýi. Um þetta hafði hana dreymt i öll þessi ár — sem skankalangt stelpugæskni i bílstjóra- bústaðnum og sem matreiðslunemandi í París. Nú var það hún, dóttir bíl- stjórans, Sabrina, sem var á leiðinni niður í tennisskála til að biða eftir Davíð. Það var ríki maðurinn, kvenna- GESTUR f ELDHÚSI. — Milda veðr- áttan hefir vafalaust gabbað þennan broddgölt. Hann fannst í garði fyrir utan Kaupmannahöfn í vetur og hefir skriðið úr híðinu. Skepnunni var gef- in mjólk og krakkarnir fengu tæki- færi til að gera „vísindalegar athug- anir“ á henni. Eftir að hafa fengið góðgerðir skreið broddgölturinn í híði sitt og sefur þar væntanlega til vorsins. gullið Davíð, sem var að koma með kampavín og tvö glös, til að drekka með henni. Hann mundi opna flösk- una, hella freyðandi víni i glösin og setja fiöskuna frá sér ó gólfið og faðma Sabrinu að sér, og svo mundu þau dansa í tunglsljósinu sem lagði inni um þakgluggana. Og hún skyldi verða fallegri og prúðbúnari en nokk- ur þeirra, sem Davið hafði hitt þar áður. Og svo mundi hann leggja kinri að kinn og kyssa hana ... Sabrina hrökk við og vaknaði af draumi. Hún var alein í tennisskál- anum og hún vissi ekki hve lengi hún hafði biðið, en henni var dáhtið kalt, svo að hún vissi að hún hlaut að hafa biðið talsverða stund. Hún fann að liún sat í hnipri á þrepinu við dóm- arapallinn, og hún fann til kuldans á öxlunum. Hvað lrafði orðið af Davíð? Hann átti að vera kominn fyrir löngu. Gat hugsast að hann hefði gleymt henni? Eða — hafði hann ver- ið að gabba hana, að unnustu sinni og öllu hinu fólkinu ásjáandi? Nei, það var óhugsanlegt — hann gat ekki verið svo rnikið þrælmenni. Það var auðvitað rika unnustan hans sem ... KAMPAVÍN HANDA TVEIM. Sabrina komst ekki lengra í þessum heilabrotum, því að nú heyrði hún fótatak fyrir utan skálann. Davíð! Loksins! Nei, þetta var ekki fótatak Davíðs — ekki létta, hraða fótatakið hans. Þetta fótatak var þungt og fast. Hver gat þetta verið ... ? — Sabrína! Röddin var dimm og bergmálaði í veggjunum. Sabrina þekkti þessa rödd. Það var sama röddin sem hróp- aði nafnið hennar í bílskúrnum eitt kvöldið fyrir nokkrum árum — rödd, sem luin hafði eiginlega alltaf verið hálf smeyk við. Rödd Línusar! Og það var Linus, sem stóð þarna á gólf- inu fyrir framan hana. Hann hélt á kampavínsflösku í annarri liendinni og tveim glösum í hinni. Hann horfði á hana. — Kampavín handa tveimur? Á það ekki að vera svoleiðis? Það var alvar- legur og óútreiknanlegur svipur á Línusi að vanda — en þó ekki alveg eins og venja var til. Sabrinu varð orðfátt. Hún kom ekki upp nokkru orði. Fannst hún vera eins og úfin hæna, þarna sem hún sat á þrepinu. Hún káfaði á silki- kjólnum sínuin án þess að segja orð. Augun voru stór og dökk í hálfrökkr- inu. — Hvers vegna situr þú hérna? spurði Línus. — Komdu hingað niður á gólfið. Röddin hans var eitthvað annarleg í kvöld. Hún titraði. Sabrina klöngraðist ofan stigann. Hún var vandræðaleg. Það dugð: henni ekkert að vita af þvi að hún væri í fallegum kjól. Nú stóð hún andspænis honum, lítil og óveruleg eins og geisli. — Hvar er liann Davíð? spurði hún. Dökku hindaraugun störðu á Línus alvarleg og spyrjandi. Línus leit undan áður en Iiann svaraði. — Hann Davíð varð fyrir óhappi. Það er ekki alvarlegt, en liann verður að halda kyrru fyrir í nokkra daga. Eigum við ekki að skála núna? Sabrina starði forviða á hann. F.n hann lét tappann fjúka án þess að bíða svars, og hellti í glösin. Rétti svo Sabrinu annað en lyfti liinu og skálaði við hana. — Skál Sabrina! sagði liann og liorfði beint í augun á henni. Velkom- in heim. En hvað þú ert orðin falleg stúlka. Sabrina varð orðlaus. Línus sló lienni gullhamra? Auðvitað meinti hann ekkert með því, en hún gat þó ekki neitað að hún fann til kitlandi ununar. Það var ekki amalegt að fá hrósyrði lijá manni, sem aldrei hafði sýnt áhuga á kvenfólki áður. Henni fannst hún vera eins og köttur, sem ætlaði að fara að mala. En jafn- framt var hún reið sjálfri sér fyrir að Iiún skyldi hafa gaman af þessu — þetta var svo flókið og margbrotið. — Ég veit ekki hvað þú hefir gert við aumingja Davíð, sagði Línus. — Hann hefir gleymt bæði Elizabeth og trúlofuninni og talar ekki uin annað en þig. Sabrina fann að hún varð að vera á verði. En í rödd Linusar var hvorki háð né spott. Hún var full af samúð. — Þú skilur sjálfsagt að ég hefi elskað Davíð alla mína ævi, heyrði Sabrina sjólfa sig segja, og hugsaði um leið til þess að fyrir tveimur árum hefði hún heldur viljað detta niður steindauð en að segja Línusi ])etta. En nú var allt öðru vísi — eða var að verða öðru vísi. — Þá er þetta augljóst mál. — Úti um Elizabeth Tyson og allt Tyson- Larrabee-fyrirtækið. Hanp sagði þetta eins og hann væri að tala um sjólfsagðan hlut. Sabrina hafði búist við að hann yrði gramur og beiskjufullur. Hann var að rifja upp, að ihún Iiefði eyðilagt öll áform lians. — Ertu ekki reiður? spurði hún hikandi. — Reiður? Þér? Röddin varð allt i einu hlý og viðkvæm. — Þetta er eins og einhver hafi opnað glugga í gamla húsinu og látið hressandi golu blósa öllu gamla rykinu burt. Sabrinu fannst allt verða ótrúlegra og ótrúlegra. Var Linus drukkinn? Hann hlaut að vera það, önnur skýr- ing var ekki tii. Hún afréð að halda leiknum áfram og leggja mikið undir — neyða liann til að sýna rétta litinn á sér. — Hressandi golan kemur úr bíl- skúrnum, sagði liún. En Línus lét það ekki á sig fá. Hann skellihló. — Góða barn, við lifum á tuttugustu öldinni. Við verðum að skáia fyrir því. ÞEITA var óákveðið svar, en það dugði. Nú var ekki um fleira að spyrja. Og nú hneigði liann sig fyrir Sabrinu og bauð henni í dans, eins og hann vildi binda endi á samtalið. Og svo dönsuðu þau út á gólfið, við lóna hljómsveitarinnar, sem heyrðist úr fjarska. Hún lék nú aftur „Tsn’t it romantic“? Svona vil ég hafa Iífið, hugsaði Sabrina með sér. Þetta er rómantisk- asta augnablikið sem ég hefi lifað: tunglsljós, skuggar, kampavín, tónar úr fjarlægð og dans í tennisskálanum. En það var Davíð sem ég ótti að dansa við — við áttum að dansa, hlæja og dufla saman. En nú var ég að dansa við Linus, alvarlega og fáláta mann- inn. En samt er ég sæl, hugsaði lnin ófram. Ég er sæl á undarlegan háft og veit ekki hvers vegna ég er það. Hún horfði á Línus, alvarlega and- lilið og augun órannsakanlegu. Sjaid- an hafði hann sést brosa, en nú var munnurinn einkennilegur — ein- hvers konar herpingur í vörunum. Og Línus hafði ekki augun af henni. Nú hætti hljómsveitin. Línus lét hend- urnar síga, en stóð alveg hjá henni. — Ef Davíð hefði verið hérna mundi hann hafa kysst þig núna. Sabrina kinkaði kolli. Svo lagði hún augun aftur og teygði fram hökuna. Það var auðséð að hún bjóst við að fá hæverskubros á ennið. En nú fann hún varir Linusar við munninn á sér, fyrst mjúkt og létt, en svo allt í einu ákaft og brennandi. Kossa sem hún svaraði með sams konar ástríðu. Svo sleppti hann henni, ýtti benni frá sér. — Með hjartans óskum frá allri fjölskyldunni! sagði hann kulda- lega. Hann sneri sér á hæli og skálmaði úí úr tennisskálanum. Sabrina horfði á eftir honum, hún var sár og æst. Tárin þrýstust fram úr augunum og runnu niður kinnarn- ar, en hún vissi ekki sjálf hvers vegna hún grét. Allt í einu datt henni i hug, að hún hafði ekki fengið að vita hvað gekk GERVIHÖND. — Svertinginn Herman J. Roberts flugmaður, hefir smíðað gervihönd handa vélvirkjum, sem misst hafa höndina. — Þessi hönd er sérstaklega gerð handa flugvéla- virkjum og sést hér ásamt tækjum þeim, sem gera vélvirkjunum mögu- legt að halda áfram starfinu þrátt fyr- ir handarmissi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.