Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.04.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. _^s« iiíJfe Ffltimfl *T-kEGAR Allah skóp konuna, segja [J vitringar oss, gaf hann henni augnaráð dúfunnar, slægð nöðrunnar, fótaburð hindarinnar, mýkt kattarins og sætleik döSlunnar. Ég held því fram, að þegar Fatima var sköpuð hafi Allah ekki haft annað við höndina en augnaráð, eitur og slægð nöðrunn- ar og klær kattarins. Hún var gift Abdullah Ben Omar, sem átti heima í leirkerasmiðagötunni og stundaði heiðarlega atvinnu. Abdullah hræddist ekki neitt i Kóraninum, ekki einu sinni plágurn- ar sjö né fjórtán bölvanirnar. Því að hann hafði fyrir löngu reynt allt i sambúðinni við Fatímu. Nágrannar þeirra sögðu, að Fatima mundi fyrr eða síðar murka lífið úr hinum heið- arlega eiginmann sínum og leggja hann í gröfina fyrir aldur fram. En þetta átti nú ekki að fara svo. Það fór þvert á móti svo, að Fatima keypti sér skammt með döðlum, en það hefði hún ekki átt að gera. Því að ein daðlan sat þversum í kokinu á henni og hún kafnaði. Þegar Abdullah kom heim lá hún dauð og stirðnuð og nú gapti munn- urinn, sem fyrir 40 árum var mjúkur og hogmyndaður og hinn unaðlegasti til kyssinga. Abdullah huldi ásjónu sína, þvi að á þann veg á maður að sýna sorgina. — Svo lagði hann drög fyrir grátkon- ur og líkmenn og bað nágrannana um að fylgja konunni til grafar daginn eftir. Og þeir komu. Líkmennirnir lögðu af stað með kistuna. Næstur gekk Abdullah Ben Omar og svo allir nágrannarnir. Þetta var þögul líkfylgd, því að enginn vildi segja neitt ljótt um hina látnu, en ekki var hægt að segja neitt gott nm hana. Þetta hefði allt farið vel, ef ekki hefði komið asnakerra upp á veginn og ekið á undan líkfylgdinni. Á kerrunni var baunasekkur og á sekknum var gat, svo að baunirnar sölluðust úr pokanum niður á veginn. Og þcgar líkmennirnir stigu á baun- irnar skrikaði þeim fótur. Þeir duttu og lík Fatimu datt úr kistunni. Við höggið og hristinginn vaknaði hún til lífsins aftur og fór þegar að skamma likmennina fyrir klaufaskapinn, Ab- dullah og alla hina heimsku nágranna lians, sem héldu að hún væri dauð. Svo skipaði hún allri Hkfylgdinni aö snauta heim til sín og fór sjálf heitn með Abdullah í eftirdragi, og þar hélt hin jarðneska vitisvist hans áfram i nokkur ár enn. Samt fór nú svo að Fatíma hrökk upp af á undan Abdullah, og nú leigði hann sér grátkonur og líkmenn á ný og bað nágrannana um að fylgja Fatímu til grafar. Morguninn eftir stóð allur skarinn fyrir utan hús hins syrgjandi eiginmanns. Þá víkur ná- granninn Mohamed Ben Hassen sér að Ahdullah og hvislar: — Bara að það fari nú ekki eins og i fyrra skiptið? — Nei, það kemur ekki til mála, svaraði Abdullah. — Ég hefi leigt fjóra menn til að ganga á undan og sópa veginn. * '% ¦A v %. fej ¦;A Vroltningin kórónulausa *l-kAÐ er til þess tekið hve t^ krýningarnar í Bretlandi séu tilkomumiklar, eins og glæsileg- ustu ieiksýningar. En stundum hafa orðið óhöpp við krýning- arnar, sem hafa gert þær sögu- legar á annan hátt, og jafnvei blóðsúthellingar. Þegar Vilhjálmur sigursæli var krýndur 10(ifi nokkrum vikum eftir að hann hafði sigrað Har- ald harðráða í orrustunni við Haslings, heyrðist ferlegur hávaði inan um hryllingarópin. Hvaðan hann kom vissi enginn, en dyra- verðirnir, sem héldu að líf kon- ungs væri í hættu, fóru að berja á fólkinu fyrir utan kirkjuna og skömmu síðar var kveikt i næstu húsunum við kirkjuna. Nú varð uppnám i kirkjunni og aðalsmenn og aðrir höfðingjar flýttu sér út, en prestarnir einir urðu eftir í kirkjunni hjá konungi. Aldrei varð uppvist um ástæð- una til upphiaupsins. Sumir halda að hermönnunum hafi lent sam- an við fólkið fyrir utan kirkjuna, aðrir að dyraverðirnir hafi gert hávaðann sjáifir, til þess að vekja uppnám og fá tækifæri til að kveikja í húsunum og ræna fjár- munum þaðan. Illa fór líka þegar Hinrik kon- ungur og Adelaide voru krýnd árið 1121. Erkibiskupinn var skjálfhentur og þegar hann átti að setja kórónuna á höfuð kon- ungs þreif kóngurinn kórónuna af honum og krýndi sig sjálfur! Erkibiskupinn varð fokvondur og neitaði að halda athöfninni áfram, en drottningin var enn ókrýnd. Loks tók konungur af sér kórónuna og rétti hana bisk- upi, og hann hélt áfram athöfn- inni. En þetta þótti illur fyrir- boði. Georg III. hélt krýningarveislu sína í Westminster Hall og fengu bændur og búalið að horfa á veisluhaldið af svölunum. Undir eins og konungur var staðinn frá borðum ruddist múgurinn niður í salinn og lét greipar sópa um það sem eftir var á borðunum. Georg IV. var kvæntur Caro- line prinsessu af Braunschweig og var hjónabandið ófarsælt, og hún fór til Þýskalands frá hon- um. Þegar hún frétti að hann væri orðinn konungur hélt hún lieimleiðis og var vel fagnað af alþýðu sem kenndi i brjósti um hana, þvi að hún var góð mann- eskja, en Georg hélt fram hjá henni. Komst hann á snoðir um að hún hefði átt góðan vin í út- legðinni og meðan verið var að undirbúa krýninguna stefndi hann henni fyrir „brot á hjúskap- arheiti". Loks rann krýningardagurinn upp, 11. júli 1821. Georg var þungbúinn um morguninn, hann bjó yfir grimmilegum hefndum. Þegar drottningin kom í fullum krýningarskrúða að Westminster Abbey voru dyrnar læstar! Vörð- urinn sagði að konungur hefði skipað það. Caroline hneig niður við kirkjudyrnar og var flutt heim meðvitundarlaus. Þetta reið henni að fullu, hún varð veik og dó þremur vikum siðar. Á leg- steini hennar stendur: „Hér hvilir Caroline — Englands- drottningin, sem var tekin af lífi". Hún hafði sjálf mælt svo fyrir, að þetta skyldi skráð á steininn. Anne drottning réð rikjum í Englandi 1702—'14. Hún var gift Jörgen Danaprins og átti 17 börn, og missti þau öll. Hún er eina drottningin, sem ekki hefir getað staðið upp með- an kórónan var sett á hana. Hún var þá 37 ára, en svo feit að hún gat varla gengið. Henni var ekið í kirkjuna i hjólastól og borin upp i hásætið. „Lappirnar eru veikar en hausinn í lagi," sagði hún. Þegar William IV. var krýndur datt þakið sem borið var yfir helstu höfðingjunum inn kirkju- gólfið og munaði minnstu að konungurinn fengi meiðsl af því. — Þegar Játvarður VII. var krýndur var organistanum sagt að nú væri skrúðgangan að koma i kirkjudyrnar og hann byrjaði krýningarforspilið. En skrúð- gangan var langt i burtu og org- anistinn varð að spila upp úr sér i tuttugu mínútur þangað til skrúðgangan kom i dyrnar. Þá gat hann byrjað á krýningarfor- spilinu á ný. Nú eru krýningarnar æfðar svo ýtarlega, að litil hætta er á að nokkuð heri út af. En krýning- arnar eru dýrar. Sumir aðals- mennirnir verða að leigja sér föt- in, sem þeir eru i, þvi að þeir hafa ekki efni á að kaupa þau. Og til skreytingar á krikjunni sjálfri þarf m.eðal annars 24.000 fermetra af skinni, 18.000 metra af gullofnu klæði og 2500 metra af bláu flaueli. A ¦Á >*..'¦¦ á fc. í I í haust varð þess vart i Frakklandi að talsvert af fölsuðum þúsund franka seðlum var komið í umferð. Lögreglan náði i seðlafalsarann og hann játaði fyrir rétti, að hann hefði ætlað að nota peningana til þess að gefa út blað til að berjast gegn stjórn- inni, og til að stofna nazistaflokk. Jacqueline Auriol, tengdadóttir fyrrverandi Frakklandsforseta hefir sett nýtt hraSamet flugkvenna, i franskri jct-flugvél. Hún komst 1100 kílómetra á klukkustund. Máttur vanans. StjórnarráSsfulltrúinn er aS skrifa bónorSsbi'éf: „... Samkvæmt framan- sögðu, með tilvitnun í I. málsgrein, a-Iið, aðspyr ég þig: Vilt þú verða mér ástrík eiginkona. Já eða nei. Strika yfir það sem ekki hentar. NYI FRAKKINN. — Hann er frá Englandi þessi loðni fallegi frakki, með stóra kragann og víðar poka- ermar. Ungu dömunum hlýtur að falla hann vel í geð. SlllllllllllS '.',;';¦,,¦. Litli ullarkjóllinn væri ekki neitt sér- stakur ef ekki væri hið fallega háls- mál skreytt með ljósu satíni. Erm- arnar eru % langar og með líningu úr sama efni og slaufan. Pilsið er fellt í kring. Það hefir komið á daginn að sumar dýrategundir eru ónæmar fyrir löm- unarveiki. í Temple-háskólanum i Philadelphia hefir sannast, að kýr séu ónæmar fyrir veikinni, en hundar, kettir, kálfar og lömb vantar mót- stöðuefni í blóðið, og eru jafn mót- tækilegir fyrir sjúkdóminn og mann- eskjur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.