Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1956, Síða 11

Fálkinn - 27.04.1956, Síða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Tiýi iíminn ÓLÍNA neri og nuddaði á þvottabrett- inu, rauðir og gildir handleggirnir voru allir löðrandi í sápufroðu. Hún var að hamast á einu lakinu, eins og það væir svarinn óvinur hennar. Fyrr má nú vera. Að uppástanda að hún — Ólina — þvæði ekki nógu vel! Þvi auðvitað var það það, sem forstjórinn hafði meint í morgun, þó að hann segði það ekki berum orðum. Hún sem alltaf hafði séð um þvotlinn heima hjá henni mömmu sinni. Og það var ekki smávegis skítur — af fimm krökkum. Ólina gaut liornauga til þvottavélarinnar úti í horni. Einu sinni þegar hún átti síst von á kom vörubíll heim að dyrum. Forstjórinn liafði sagt að hann ætlaði að hlífa lienni við óþörfu striti, og auk þess væri þetta fljótlegra. Svei! hafði nokkur upp á þvottinn hennar að klaga? Hún fussaði og hamaðist við að nudda. 3—4 mánuðir liðu. Þó að öll fjöl- skyldin legðist á eitt til að fá Ólinu til að nota þvottavélina, sat hún enn við sinn keip og notaði þvottabrettið. Og var í slærnu skapi livenær sem hún þvoði stórþvott. Og nú var líka komin þvottavinda — eða þurrka. Ekki annar vandinn en að stinga þvottinum ofan i pott með götum á, festa lokið á og snúa svo. En Ólína tók þessu illa og vildi heldur standa tímunum saman og vinda i höndun- um, svo að hnúarnir hvítnuðu, en að nota þvottavinduna. En einn daginn var hún svo afleit af gigtinni daginn fyrir stórþvottinn. Og þá komu henni i hug orð forstjór- ans: Leggið þvottinn í sápuvatn kvöld- ið fyrir, setjið strauminn á og næsta morgun er þvotturinn hreinn!" Ólína ihugsaði málið. Ef liún hefði verið heilbrigð hefði henni aldrei dottið þessi gljáandi ófreskja í liug, en það var skollans gigtin ... Um kvöldið stóð Óiína i kjallaran- um, lirærði út sápuduft í volgu vatni og lagði þvottinn í. Skapið fór batn- andi. í rauninni var það strit að standa tímunum saman við þvott í kjallar- anum. Hann var ekki eins vitlaus og hann sýndist, forstjórinn. Og hún var ánægð þegar hún skakklappaðist upp úr kjallaranum. Ólína vaknaði um miðja nótt við ógurlegt þrumuveður. Hún bylti sér svo að brakaði i rúminu og hlakkaði til að þurfa ekki að fara á fætur í býtið til að þvo. Svo sofnaði hún aftur. E’ftir morgunverð kom forstjórinn fram í eldhús og spurði hvernig gengi með þvottavélina. Ivlappaði Ólinu á öxlina og sagði að það væri gott að hún liefði tekið sönsum. Ólína kumr- aði ánægð, og var eiginlega á sama máli. Hún fór niður i kjallarann, full eftirvæntingar, skrúfaði lokið af og hlakkaði til að sjá tandurhreinan þvottinn. Henni brá í brún er hún sá að þvotturinn var nákvæmlega eins og í gærkvöldi! Hún varð fokvond. Þvottavélin var þá ónýt. Ólína hafði verið göbbuð. Ja, var það ekki það, sem hún hafði alltaf sagt, að þetta væri ekki annað en argasta bull, að nokkur vél gæti þvegið þvott? Hún tíndi þvottinn upp úr stampinum. Og allt þetta ágæta sápuvatn, sem þarna fór til ónýtis! Þétta nýmóðins skran var ekkert nema hégómi — það veit ég að hú nmamma nmndi snúa sér í gröfinni ef hún sæi þetta, nöldraði Ólína. Og innan skamms var kjallarinn orðinn fullur af gufu, og Ólína stóð bogin yfir þvottabrettinu og hamaðist við að nudda. Svo sauð hún allt á eftir og ilmurinn af sápunni var eins og hann álti að vera. Hvernig sem for- stjórinn reyndi að sannfæra hana um, að tengillinn á vélinni yrði að komast i samband við rafleiðslu, dugði það ekki, Ólína sagðist ekki snerta á véla- skrattanum franiar. Nokkrum vikum síðar kom vöru- bíll að kjallaradyrunum, og fór aftur með þvottavélina. Ólína hafði sigrað. PAULINE BONAPARTE. Framhald af bls. 7. lungnakvef, sem þá var kallað, og dó að lokum úr tæringu." Fouché, lögreglustjórinn alræmdi, sem var glöggskyggn en bölsýnn, skrifaði í endurminningum sínum, að lil væru aðeins tveir karlmenn, sem Pauline liefði aldrei getað þolað, og þeir voru báðir eiginmenn hennar. Hún fyrirleit Leclerc vegna þess að hann var peð að vexti og leiðinlegur, hún leit niður á hann og fannst hann óþolandi þegar liann taldi raunatölur sínar yfir því live ótrú hún væri. Hann mátti þakka fyrir að fá að lieita maðurinn hennar! sagði hún. Annan manninn, Borghese-furstann, fyrirleit hún fyrir hve tilhaldssamur hann var og kvenlegur í háttuni sínum. Það getur vel verið að Pauline hefði orðið góð og gild húsmóðir ef hún hefði fengið einhvern rudda fyrir mann, sem hefði beitt harðneskju við hana. Nú gekk hún frá friðli til friðils — eða réttara sagt: friðlarnir heim- sóttu hana á víxl. Þeir flögruðu kring- um hana eins og flúgur kringum sirópskrús, en hún fór varlega. Sem systir I. konsúlsins varð hún að fara varlega, en þó bar stundum út af þvj. Mesta athygli vakti samlíf hennar og hins unga leikara Lafon, og var það umtalsefni allra Parisarbúa og enda víðar. En þar tók Napoleon i taumana. I.eclerc var sendur til San Domingo til þess að bæla niður þrælauppreisn þar — og Pauline varð að fara með honum! Þetta þótti liinni tvítugu heimsdömu hart. En henni vildi það til að á San Domingo var nóg af ungum mönnum og hún var fljót að kynnast þeim. „Hitabcltissólin varð forviða á hinum heitu tilfinningum hennar," sagði Pasquier kanslari. Og Fouché heldur þvi fram, að hún hafi eyðilagt heils- una meðan hún var á San Domingo. Leclerc dó á San Domingo þegar hanú hafði verið þar eitt ár, og Paul- ine fór heim sem syrgjandi ekkja. En á heimleiðinni liafði hún þegar cign- asl nýjan friðil um borð. Napoleon var hinn ánægðasti mcð að Pauline var orðin ekkja. Nú gat hann útvegað henni nýjan, tignari mann. Og um haustið giftist hún Cam- illo Borghese, forríkum manni af tignustu aðalsætt Ítalíu, og nú setl- ist hún að í höll hans í Róm, sem m. a. var fræg fyrir ágætt listasafn og bókasafn. Hún klæddist pelli og purpura og var alsett gimsteinum. En hjónabandssæluna fann hún ekki samt. Henni gast ekki að lífinu i Róm. Hún var i París þegar hún ★ TísftumgiuHr ★ ------------------j Nú er það skíðatískan. Það hafa kom- ið fram mörg falleg sýnishorn. Hvern- ig líst ykkur á þennan franska bún- ing? Hann er næstum því eins þröng- ur og tricot, en alls ekki óþægilegur. Efnið er blanda úr nylon og ull. .— Neðst er jólasveinshúfa, mjög falleg, frá André Ledouse, en hvort hún tollir vel á höfðinu er óvíst. Þegar komið er í skálann er gott að eiga flíkur sem maður getur hvílt sig i. Mjög þægilegur og fallegur er hinn franski, hvíti samfestingur. Einnig peysan svart og hvítröndótta, hún er úr jersey. komst höndunum undir, og átti þar fléiri elskendur en unnt yrði upp að telja. Einn þeirra var Jules de Canouville og var ofursti i herforingjaráðinu. Hann var duglegur hermaður og frið- ur sýnum en fram úr hófi hégóma- gjarn. Pauline sá ekki sólina fyrir honum. Napoleon sá í gegnum fingur með henni í lengstu lög, enda skipti Borghese sér ekkert af þessu. En svo gerðist nokkuð, sem kallað hefir verið „loðkápuhneykslið“; Napoleon hafði fengið þrjár úrvalskápur úr safala- skinni að gjöf frá Rússakeisara. Sjálf- ur hélt hann cinni, Desirée Bernadotte fékk aðra og Pauline þá þriðju. Til þess að þægjast elskhuga sínum gaf hún honum kápuna. Og Canouville var svo rnikið l'lón að hann kom í kápunni á hersýningu nokkrum dög- um seinna. Þegar Napoleon sá hann froðufelldi hann af vonsku. — „Herra Canouville, hesturinn yðar er allt of blóðheitur!" hrópaði hann. „Það er best að þér kælið hann í Rússlandi!“ Þó varð ekki af þvi að hann sendi hann þangað. Hann lét hann fara til, Portúgal. Pauline var harmi lostin. Hún varð að la uppbót fyrir missinn, einhvern sem væri verður þess að heita elsk- hugi hennar. Og nú kaus hún fríðan liðsforingja, de Septeuil. En hann vís- aði henni á bug. Hvilík smán! Pauline fór til Napoleons og heimtaði að de Septeuil yrði vísað á burt frá Paris, og hann varð við ósk hennar og sendi hann til Spánar. Með falli Napoleons var glaumlífi Pauline líka lokið. Hún fór með bróð- ur sinum til Elba, og hefði verið fús til að fara með honum til St. IJelene hefði hún fengið það. En hún var rík þvi að Borgliese-furstinn missti ekki auðævi sín við fall Napoleons. En heilsu hennar fór hnignandi, og hún tók sér fall bróður sins afar nærri. Tveimur árum eftir að hann dó úr krabbameini á St. IJelena, dó Pautine i Borgesehöllinni í Florentz, 1823. Það síðasta scm hún gerði var að líta í snegil, og brosa framan í leif- arnar af þeirri fegurð, sem hún liafði orðið fræg fyrir. DrekkiJ^ COLA Spur) DJDtKK

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.