Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN CHARLES CHAPLIN IV. Oreigi - út nf kvenmnnni „THE KIB". Þegar fyrri heimsstyrjöldinni var lokið gat Chaplin komið í framkvæmd því, sem hann hafði lengi langað til. Hann lét sækja móSur sina til Eng- lands. Hún hafði iegið á sjúkrahúsi lengst af öll striðsárin, og Charlie hafði sent henni peninga fyrir nauð- synlegustu útgjöldum. Nú keypti bann hús handa henni niður við sjó, fékk bústýru og vinnufólk, keypti bil og náði i bilstjóra, sem gat farið með hana um nágrenniS og sýnt henni það sem vert var aS sjá. Og svo sendi hann ritara sinn til Englands til að verða henni samferða vestur. Það varð fagnaðarfundur er þau hittust. Nú var öllum hennar erfið- leikum lokið. Þetta var ævintýri. Hann sýndi henni nokkrar af kvik- myndunum sínum. „Hvers vegna hefir þú gert þig svona ljótan. Þú sem ert svo fallegur," sagði hún. „The Kid" er fyrsta Chaplin-mynd- in, sem með réttu getur heitið snilld- arverk. Hún var tekin 1921. Charlie hitti Jackie litla Coogan er hann var að gera myndina „Skemmtilegur dagur". Þá var hann ekki nema fimm ára og hafði fengið ofurlitið statistahlutverk. Chaplin fór að skrifa leikrit um þetta barn, aðal- efnið voru endurminningar úr bernsku frá Kennington í London. „The Kid" getur kallast alvarleg mynd. Persónurnar voru ekki af- skræmdar, en algerlega i samræmi við raunveruna. Þarna var ekkert apaspil, en fólk hló samt að mörgum atriðunum, og myndin varð feikna vinsæl. Það var tvimælalaust besta mynd Chaplins að svo stöddu, og liann græddi milljónir á henni. Sama haustið brá hann sér til Eng- lands. Ferðina bar nokkuð brátt að. Hann var nýskilinn við Mildred Harris, og hann hafði átt erfiða daga og orðið fyrir óþægiíegum blaðaskrif- um. Mildred sakaði hann um að hafa verið ókurteis við gesti hennar og vændi hann um nisku, en Cliapíin gat lagt fram reikninga sem sýndu, að hún hafði fengið yfir 30 þúsund dollara hjá honum á einu ári. CHAPLIN OG AMERÍKUMENN. í New York tók Douglas Fairbanks á móti honum og hann fékk lierbergi á Ritz, en þar bjuggu Douglas og Mary Pickford líka. Sægur af blaðamönnum gerði at- lögu að gistihúsinu og óteljandi spurningar voru lagðar fyrir Chaplin. — Ætlið þér að giftast aftur? spurði einn. — Já, svaraði Chaplin. — Langar yður til að leika Hamlet? Og — „Eruð þér bolsjeviki? Þá var allt kallað því nafni, sem snerti kommúnismann. Chaplin svaraði: — Ég er lista- maður. Ég hefi áhuga á lifinu. Bolsjevisminn er ný tegund Iífshátt- anna. Og ég hefi áhuga á að kynnast henni. Sama kvöldið átti Chaplin að vera á kvikmyndasýhingu en þá ætlaði mannfjöldinn bókstaflega að éta hann. Fötin voru tætt utan af honum, hann missti flibbann og slifsið, og ein stúlkan klippti stóra pjötlu úr rass- inum á buxunum hans. Blaðaljósmyndararnir eltu hann- um borS í skipiS. Þeir vildu fá hann til að senda Frelsisstyttunni koss á fingrinum, en hann þverneitaði því og hallmæltu blöðin honum mikið fyrir þetta, og það var talið bera vott um að honum væri lítið um Ameríkn- menn. Enda hafði hann haldið enska borgararéttinum öll þessi ár. . HYLLING LUNDÚNABÚA. Þegar skipið náigaðist Southampton •fór Chaplin að gerast eirðarlaus og gat ómögulega sofnað. Borgarstjórinn og fleiri stórmenni komu um borð til að taka á móti homim. Þegar hann kom til London rak hann í rogastans er hann sá mann- fjöldann, sem hafði safnast saman til að taka á móti honum. Gráðugar hendur gripu í hann, hann var dreg- inn út úr lestinni og borinn á gull- §tól út að bifreiðinni, sem beið hans. Fólk stóð í þéttri þyrpingu með- fram götunum alla leið að gistihúsinu, Ch;ipli;i í kvikmyndinni „Kaupgjaldsdagurinn" (1922). og það var með naumindum að hon- um tókst að komast út úr bilnum og inn í gistihúsið. Fólkið beiS fyrir ut- an húsið marga klukkutima^ Hann komút i gluggann og veifaði, en það vildi ekki fara. Þá gekk fram af Chaplin. — Ég vildi óska að það færi á burt og lofaði mér að vera einum, sagði hann. — Ég fer út, ég vil komast burt frá öllu' þessu fólki. Ég vil fara til Kenning- ton og skoða gömlu slóSirnár mínar. En fólkið stóð enn fyrir utan og hrópaði á hann. Blaðamenn og aðrir sátu um hann, meðal annars ýmsir aðalsmenn, en hann þekkti enga af þeim. Chaplin komst undan en lét ritara sinn verða heima og afsaka að Chaplin hefði orðið að fara frá. Það var ekki viðlit að fara út um aðaldyrnar, en hann laumaðist út bakdyramegin og náði í bílstjóra, sem ekki þekkti hann. Hann ók með hann á þá staðij sem hann þekkti frá bernskudögunum og rifjaði upp gamlar minningar. Charlie var heiðraður margvislega meðan Jiann var í London. Bréfin hrúguðust að honum ^- fyrstu þrjá dagana fékk hann 73 þúsund. Niu þeirra voru frá konurri, sem sögðust vera mæður hans, og að honum hefði verið stolið frá þeim þegar hann var lítill! Kringum 700 sögðust vera ná- skyldir honum — og flestir báðu hann um peninga. Hann hitti einnig sir James Barrie, höfund „Peter Pan", sem Chaplin hafði einu sinni leikið í — hann var einn af úlfunum. Hann borðaði mið- degisverð hjá H. G. Wells og sótti hann heim i Essex. Þeir fundu bráð- lega að þeir áttu margt sameiginlegt. Þeir fóru í málsháítaleiki við börn Wells, og hinn frægi rithöfundur dansaði tréskódans af mikilli leikni. Charlie sagði að það hefði borgað alla Evrópuferðina að fá að hitta Wells. Svo fór hann allt í einu frá London og til Parísar. En fréttin um það barst á undan honum, og þegar skipið frá Dover lagði að bryggjunni í Calais, var kominn þar mikill mannfjöldi til að fagna. ÓKUNNUR f BERLÍN. Charlie stóð aðeins tvo daga við í París og hélt svo áfram til Berlinar. Hér var allt öðru vísi. Hann var svo að segja óþekkt stærð í Þýskalandi, því að amerískar kvikmyndir höfðu ekki komist til Þýskalands vegna slríðsins. Chaplin sá að þarna mundi hann geta hvílt sig, en hann undi þvi nú ekki heldur. „Hér hefir enginn heyrt mín getið. Það er gaman að taka eftir þvi, en ekki er.ég nú viss um að mér líki það," skrifaði hann. Hann kom í veitingahús og fékk borð „langt úti i horni". — Það er ekki um að villast að eng- inn þekkir mig hér, hugsaði hann með sér. — Mér gremst það. N'ú, jæja, ég þarf að hvíla mig. En vinur hans frá Hollywood bjargaði málinu. Hann kom til hans og sagði: „Sestu við borðið hjá okkur. Chaplin og Georgia Hale í „Gullæðið" (1925). Polu Negri langar til að kynnast þér." Pola var pólsk að ætt og um þær mundir fræg leikkona i Þýskalandi. Chaplin varð mjög hugfanginn af henni, og þau voru mikið saman, fyrst í Þýskalandi og síðan i Ameriku, eftir að hún var komin til Hollywood. Loks fór Chaplin til Parisar aftur og flaug þaðan til Englands, þar sem hann átti að vera i „garden party". Daginn eftir flaug hann aftur til Par- ísar til að vera viðstaddur frumsýn- inguna á „The Kid", og daginn eftir til London aftur, því að þar átti hann að vera á tveimur stöðum. En hartn kom á hvorugan. Hann átti'að borða hádegisverð með Lloyd George, en kom ekki, þvi að nokkrir náungar höfðu „stolið" hon- tim þegar hann kom á flugvóllinn og farið með hann i kvikmyndahús i Chapham. Charlie vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en tók þessu þó með karlmennsku og gat meira að segja haldið svolitinn ræðustúf til fólksins. Hitt stefnumótið sem hann átti áð koma á var með H. G. Wells og rúss- neska söngvaranum Chaljapin, en hann hummaði fram af sér að fara þangað, þvi að hann hafði lofað Aubrey frænda sínum að vera hjá honum eina kvöldstund áður en hann færi vestur, og þetta var siðasta kvöld- ið hans í Englandi. Aubrey fór með Chaplin út i bjór- knæpuna sína í Bayswater, og þar fengu þeir sér vel neðan i því áSur en þeir fóru heim til Aubreys, en þar söng Chaplin og lék á píanó þangað til klukkan 4 um morguninn. Hann náði ekki í bifreið þegar hann ætlaði heim, en i staðinn stöðvaði hann vörubíl, fullan af grænmeti, sem var á leið á torgið í Covent Garden. Bílstjórinn stansaði, og Charlie sett- ist fram i hjá honum. Maðurinn varð hissa er hann sá hver farþeginn var, og þeir voru síkjaftandi þangað tíl komið var að dyrunum á Ritz Hotel. AUÐUGRI ÆVI. Chaplin kom til Ameriku afþreyttur og fullur af áhuga og hélt áfram með myndina „Kaupgjaldsdagur", sem hann hafði hætt við í miðju kafi er hann fór til Englands. Þetta var síð- asta tveggja þátta myndin hans. Hon- um þótti vænt um a.ð samningurinn við First National var bráðum á enda, því að hann hafði gert aðrar áætlanir um framtiðina. Nú ætlaði hann ekki aSeins að semja og leika myndirnar — hann ætlaði að selja þær líka. Og nú fór hann að lifa tilbreytinga- meira lifi. í ferðinni til Evrópu hafði hann kynnst mörgu og orðið fyrir margvislegum áhrifum og fór nú að gera sér hugmynd um aS hann væri talsvert þýðingarmikili, bæði sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.