Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN persóna og listamaður. Þó vakti þetta hvorki stærilæti né stórbokkaskap hjá honum, en hann fór að bafa meira gaman af að vera innan um fólk en áður. Hann keypti sér lóð rétt hjá „Pick- fair" — húsi Douglas og Mary i Beverley Hills og reisti þar stórt hús, með sex svefnherbergjum og fimm baðklefum. Á lóðinni lét hann líka gera tennisvöll og sundpoll, sem var nákvæmlega eins í laginu og hinn heimsfrægi harði hattur hans. Þetta var ekki eintómur óþarfi. Cliaplin gerði alltaf sitt ýtrasta til að halda sér líkamlega heilbrigðum. Það vilja sjálf- sagt ekki margir trúa því, að sú íþróttagrein var ekki til, sem Douglas Fairbanks nágranni hans fór fram úr honum íl Þó að Chaplin hefði mikið að starfa og tæki þátt í samkvæmislífinu gleymdi hann ekki gömlu kunningj- unum. Það fara litlar sögur af rausn Chaplins, en þó er það staðreynd að hann sendi um 50 manna smærri og stærri ávísanir á hverri vikti. Sumt af þessu fólki voru ættingjar i Englandi. Einn þeirra hafði sungið í húsagörðunum þegar Chaplin var barn. Þegar Pola Negri kom til Hollywood urðu þau Chaplin óaðskiljanleg, og eftir nokkrar vikur varð það kunnugt, að þau væru trúlofuð og ætluðu að giftast bráðlega. Tveimur mánuðum síðar fór trúlofunin út um þúfur og brúðkaupinu var aflýst. LITA GREY. Um þessar mundir hafði Chaplin byrjað á nýrri mynd, „Gullæðinu", og hann varð að hafa sig óskiptan við það. Hann hafði lokið við handritið og fór að svipast um eftir stúlku í aðalkvenhlutverkið. Að vánda vildi hann helst fá stúlku, sem væri óvön að leika i kvikmynd — stúlku, sem hann gæti vanið og stjórnað sjálfur. Ungar og fallegar stúlkur skrifuðu honum og höfðu tal af honum. Ýms- ar þeirra stöðvuðu hann á götu eða settust aS honum á veitingahúsum. Hann talaði við þær og hristi höfuðið. Sumar fengu að koma fyrir mynda- vélina til reynslu, en engin þeirra dugði. Einn daginn fékk hann heimsókn. Ung stúlka sem hét Lita Grey. Jim Tully, vinur Chaplins, segir svo frá þessu: — Hún átti heima hjá mexíkanskri móður sinni og afa og ömmu, í litlu húsi i Los Angeles. Hún var fátæk en maður gleymdi því hve fátæklega hún var til fara, vegna þess hve falleg hún var. Hún var aSeins 10 ára en frek eins og sjóræningi og áhyggjulaus eins og vindblærinn. Tully segir: — Hún var miSur gefin en allar hinar, sem reyndar höfðu ver- ið, en Chaplin tautaSi i sífellu: „Stór- fenglegt! Stórfenglegt!" Hann var beinlínis heillaSur af henni og lét hana fá hlutverk hinnar fjörugu dans- stelpu i myndinni. Og nú voru auglýsingabumburnar barSar lil aS kynna Litu. Henni var lýst sem „ekta dóttur Kaliforniu". ÞaS var skrifað um „hin djúpu, brúnu augu" hennar og „fagurt filabeins- hörund". Charlie og Lita voru saman — alltaf og alls staðar. Þegar Chaplin var spurður hvernig honum litist á hana, svaraSi hann: — Þetta er girnilegt kvendýr — það er allt og sumt. Charlie hugsaði sig um og sagði svo: — Já, ég veit það. Ég erti hana í gær. Hún játaSi aS lienni þætti sér- staklega vænt um mig af því ég er Oharlie Chaplin. Ef ég hefði veriS venjulegur skrifstofuþjónn mundi hún ekki hafa litiS viS mér. En samt fór hann með hana og allt hennar hyski a afskekktan staS í Mexico. Hann sagðist ætla að taka þar nokkur atriði i myndina, en blaSamennina grunaSi eitthvaS, og þeir eltu hann. Þeir voru svo margir aS þarna varS ös í þorpinu. Charlie hataði þetta tilstand, en bjó samt allt í haginn undir að giftast Litu. NÝ GÖNUGIFTING. Eftir að Lita, móSir hennar og amma voru fluttar heim í stórhýsi Chaplins i Beverley Hills, leiS ekki á löngu þangað til hann sá að hann hafði keypt köttinn í sekknum. — Lita hafði enga hugmynd hvernig ætti að stjórna heimili, og hirti ekki um að læra það. HúsiS, sem var fyrst og fremst •karlmannabústaður, var alltaf fullt af vinum hennar, sem flest- ir voru statistar hjá kvikmýndafélög- unum. Einn daginn tilkynnti Chaplin að önnur stúlka ætti aS taka viS hlulverki hennar i „GuIIæSinu". Hún ætti barn í vonum, sagSi Chaplin. Hann vænti þess aS hún mundi breytast til hins betra viS þaS. En þaS var eitthvaS annaS. Oft bar það við að Chaplin ráfaði um göturnar eftir strangan vinnudag, því að húsið var fullt af fólki. Líkt ,:;,^^, Chaplin og Jackie Coogan í „The Kid". og þegar Mildred Harris hafði verið hjá honum — en bara enn verra. Sonur hans fæddist voriS 1925 og var skírSur Charles Spencer í höfuðið á föður sínum. „GULLÆÐIÐ". Svona var ástatt heinia þegar Chaplin hélt áfram með „Gullæðið". Georgia Hale tók við hlutverki Litu Grey, og mörg atriði í myndinni varð að taka upp aftur, atriði sem hann hafði eytt margra mánaða vinnu i. Þegar myndinni var lokið sagði hann: „Þetta er myndin, sem ég vona að fólk muni mig fyrir." Það var lengsta mynd hans — nærri því helmingi lengri en „The Kid" og hann var 14 mánuði að gera hana. Hún kostaði niilljón dollara en hann hafSi nærri þvi þrjár milljónir upp úr henni. Chaplin hafSi tekist aS gera cina frægu myndina enn, þrátt fyrir heim- ilisástæðurnar. Lita átti von á öðru barni. Það var strákur og var skírður Syd, í höfuðiS á bróður Chaplins og ráðsmanni. En hjónin nálægðust ekki fyrir þetta. Charlie var sígramur yfir gestaganginum heima. Hann forðaðist að koma heim en fór i staðinn til Marion Davies, sem átti heima í Santa Monica, og var með henni og Hearst blaðakonungi á kvöldin. Lita eyddi ósköpunum af peningum og hjónin rifust oft. Þó tók fyrst í hnúkana eitt kvöldið er Chaplin kom heim og hitti ýmsa vini Litu mikið drukkna. Hann baS þá aS hypja sig burt, en þá varð Lita uppvæg og fór á burt með báða drengina. Hún heimtaði skilnaS. Málaflutn- ingsmenn hennar hirtu mest af þvi sem Chaplin átti, heimili hans og kvikmyndastöSina. Hann stóS á flæði- skeri og gat ekki einu sinni gefiS út ávísun, þvi aS löghald hafSi verið lagt á allar eigur hans. Og blöðin komu daglega með „upp- ljóstranir". Chaplin hafði átt að halda við Mernu Kennedy, vinkonu Litu. Chaplin þagði, en honum leið illa. — Lita hafði meira en milljón dollara upp úr skilnaðinum. f næsta blaði: Talmyndin kemur — en Chaplin þegir. * jSkrítlur ^ Stórhýsið, sem Chaplin byggði sér í Beverley Hills við Los Angeles. Hús- ið og kvikmyndastöðin var selt 1953. Kimniskáldið Mark Twain kom inn í bókaverslun i New York og spurði eftir nýútkominni hók. Hún var til. — HvaS kostar hún? spurSi Mark Twain. — Fjóra dollara. — En ég er blaSamaSur. Fæ ég ekki afslátt? — Sjálfsagt. — Og rithöfundur. Fæ ég ekki af- slátt út á það? — Sjálfsagt. — Og hluthafi í forlaginu ... Fá þeir ekki ... — Vitanlega ... — Og ég er kunnur maður. Þér haf- ið sjálfsagt heyrt nafnið Mark Twain. Fær maður ekki eitthvað út á það? — Heyrið þér, hr. Mark Twain, sagði boksahnn. — Ég vil borga yður einn dollar strax, fremur en að eiga á hættu að þér haldið áfram. Þá brosti Mark Twain, tók upp budduna, borgaði og fór. — Ég ætla að kaupa sígaretlur handa henni systur minni. — Virgina? — Nei, hún heitir Jónína. — Mikil vandræði eru það hve þeir sýna dónalegar kvikmyndir núna. Það er blátt áfram siðspillandi. — Já. En þetta vill fólkið nú sjá. — Jú, þaS held ég. Ég varS aS slanda i tvo tíma í biSröð í gær til aS ná í miða. Bestu horfur á að hitta eplið. Hvað er klukkan?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.