Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 byrgðu loftið fyrir mér. Pétur var íirifinn af þessu. Ég var skelfingu lostin. Við höfðuin langa dagskrá. Við átt- um að fara í fjölda opinberra heim- sókna og Pétur var orðinn eins og annar maður. Hann var alltaf á þeyt- ingi og ólmur í að hitta sem flesta landa sína þarna i Ameríku. Við fengum fjölda bréfa og mörg þeirra hyrjuðu svona: „Kœri herra konungur og frú drottning ...“ Fóllc bað um rithandir okkar og ljósmyndir af okkur — og heimboðin komu úr öllum áttum. Ég fór smátt og sinátt að skilja, að Pétur hafði rétt fyrir sér. Ameriku- menn voru alls ekki hræðilegir þcg- ar maður kynntist þeim betur. Þeir voru lilýlegir og innilegir, og höfðu nærri því barnalegt traust á lifinu og óseðjandi löngun til að njóta þess. En samt fannst mér eitthvað vanta. Mér fannst likast og ég héngi alitaf aftan i, og væri ekki nægilega fljót á mér að fylgjast með í þessu iðuknsti lífsins. Óframfærnin loddi líka alltaf við mig og mér leið hálf illa innan um fjörugu og hispurslausu amerisku stúlkurnar. Hið hreinskiina, opinskáa viðhorf þeirra til lifsins var þver- öfugt við liað sem ég hafði lært í mínu hástéttaruppeldi. En þær heilluðust af Pétri — og hann af þeim. Frá því að hann var ellefu ára höfðu konunglegu skyldurnar hvilt á herðum h'ans og hann hafði lítinn tima haft aflögu til að skemmta sér með jafnöldrum sínum. Við höfðum aldrei orðið ástfangin áður þegar við urðum það hvort af öðru. En nú var nóg af ungum stúlkum sem slógu honum gullhamra og dufl- uðu við hann. Þetta voru ríkar og fal- legar stúlkur, sem gerðu sitt ýtrasta til þess að hann tæki eftir þeim. Og nú hugsaði ég í fyrsta slcipti alvarlega um aldursmuninn, sem á okkur var. Pétur var orðinn tuttugu og fjögra ára, en ég var tuttugu og sjö, en sjálfri fannst mér ég vera að minnsta kosti tíu árum eldri en hann. Ef ég hefði aðeins skilið, að þetta var ekki annað en hvert annað þroskaskeið, sem hann varð að upp- lifa, mundi ég ef til vill hafa sýnt meiri skilning á áformunum, sem hann reyndi að framkvæma síðar til að endurheimta ríki sitt. En ég gerði þá skyssu að reyna að læsa ást okkar inni á heimilinu. Því meira sem Pétur langaði til að lifa frjálsu og óhundnu lífi — því meira óskaði ég eftir heimili og öruggum grundvelli að lifa á. Og mig langaði til að eiga heima í Evrópu. Samt var ég hrygg í liuga daginn sem við vor- um komin á skipsfjöl og kvöddum Ameriku. MEÐLÆTI OG MÓTLÆTI. Eftir að við komum iil Parísar aft- ur var Pétur á sífelldum fundum með stjórnmálamönnum sínum. — Hvers vegna ertu að halda alla þessa fundi? sagði ég einhvern daginn. — Þið gerið ekki annað en halda lirókaræður og þú verður aðeins heygður og liug- sjúkur af því. Hvers vegna geturðu ekki skilið að þetta er vonlaust og þér er liollara að lifa eins og óbreylt- ur maður í staðinn. — Þú liefir enga heimild til að segja að mál mitt sé vonlaust, sagði hann reiður. Ég vissi að ég hefði ekki átt að segja þetta svona. Það varð að- dragandinn að fyrstu alvarlegu mis- klíðinni milli okkar. Pétur varð enn eirðarlausari eftir þetta. — Þetta dugar ekki, Sandra, sagði liann ioksins. — Ég sakna Ame- ríku. Eg fer þangað aftur. Nú greip mig kviði. Ég fann að ég liafði ekki þrek til að byrja aftur þetta ólgandi líf þarna fyrir vestan. En Pétri varð ekki bifað. Hann fékk fjölda af hréfum frá Ameríku og Bretlandi og talaði með óskýru orðalagi um að liann ætlaði að byrja á „kaupsýslu“. Nokkrar vik- ur var hann sifellt að ráðgera að stofna plastgerð. Það voru góðar vikur og Pétur fór að líkjast því, sem hann var þcgar ég kynntist honum fyrst. Eftir að hafa unnið allan daginn hlakkaði liann til að sitja rólegur heima lijá mér á kvöldin og segja mér frá verksmiðj- unni og hvernig hún mundi vaxa og fullkomnast. — Ég hefi lagt nærri því allt okk- ar fé í þetta, sagði hann mér. — Eg er viss um að það er góð ráðstöfun á peningum. Við verðum að tryggja framtíð okkar. Svo héldum við aftur til Ameríku í desemher 1948 með mikið af glæsi- leguni vonum. Við bjuggum enn í gistihúsi — með Döddu og Bia-Bia. Pétur var alltaf á fundum með hinum amerísku kaup- sýsluvinum sínum, og við hrósuðum hæði happi yfir þvi að mega vera vongóð um framtíðina. En þá kom hrunið. Síðdegis einn daginn lcorn Pétur lieim og örvæntingin skein úr and- litinu. — Við erum öreigar, sagði liann. — Allir peningarnir sem ég lagði i verksmiðjuna og keypti hluta- hréf í skipafélögum fyrir eru farnir. Hann tók báðum höndum fyrir and- litið. Ég bcið þangað til hann gat haldið áfram að tala. — Bæði fyrirtækin fóru i hundana, sagði hann og bætti svo við gramur: — Bæði í einu — vitan- lega. Og ég, sem langaði svo til að hafa eitthvað að starfa. Nú liefi ég ekkcrt tækifæri framar. Ég er ekki notandi til neins. — Það er bull, sagði ég fastmælt. — Þú getur unnið. Það er margt sem þú getur gert, og ég skal hjálpa þér. Vertu ekki hryggur. Við skulum ráða við þetta í sameiningu. — Þú skilur ekkert, sagði Pétur æstur. — Ég hefi notað peninga eins og ég er vanur. Ég þóttist svo viss um að þetta mundi ganga vel. Og nú er ég kominn í skuldir. Ég get ekki einu sinni horgað reikninginn hérna í gistihúsinu. — Jú, þú getur það, sagði ég. — Við verðum að selja einhverja muni sem við eigum, það er alit og sumt. — Jú, ég skil, muldraði hann. — Við verðum að selja einhverja skartgrip- ina þína, því að ég liefi seit mest af þvi sem ég á. — Jæja, við eigum þó smaragðana og trúlofunarhringinn. — Þú verður að selja það. Við lifum þetta einhvern veginn af. Trúlofunarhringurinn og smaragð- arnir var selt — fyrir miklu minna cn það var vert. VEILUR Á HJÚSIvAPNUM. Næstu mánuðina fékk Pétur nærri ]iví alla skartgripi sem ég átti, en ég sá ekkert eftir þó að við yrðum að seija þá. Eftir að við fórum að eiga bágt fann ég að ég eLskaði Pétur lieit- ar en áður. Sumarið 1949 vorum við i Venezia hjá niömmu, sem varð skelfd og reið yfir því live óviturlega við höfðum farið að ráði okkar fjárhagslega. En samt studdi hún okkur vel og alúð- lega í öllum erfiðleikum okkar. Þegar við komum til Parísar aft- ur fékk Pétur vinnu fyrir Bandaríkin og kaupið var kringum 1200 dollarar á mánuði. Hann sagði mér ekki mikið um þetta starf sitt. Ég vissi aðeins að það var stjórnmálalegs eðlis, og mjög þótti mér vænt um að hann hafði áhuga á því. Fengi hann fast starf sem stjórn- arerindreki gátum við fengið varan- legt aðsetur í Evrópu — kannske í Englandi. Ég var svo hjartsýn að ég dirfðist að spyrja: — Pétur, held- urðu að við getum farið að svipast um eftir lientugu húsi? En þar fór ég yfir strikið. — Nei, sagði liann hvasst. — Ég hefi hugsað mér að fara til Ameríku. Eg vil græða svo mikið fé, að ég þurfi aldrei að hafa áhyggjur út af framtiðinni. En ég verð að fara til Ameríku. Kannske þú viljir heldur verða eftir? Hann sagði þetta svo kæruleysis- iega að ég hrökk við. — Auðvitað vil ég ekki verða eftir! hrópaði ég. — Ég vil vera með þér, Pétur! Og í desember fórum við til New York í þriðja skiptið. Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við Pétur skenimt okkur vel á leiðinni, en nú töluðum við aðeins hæversklega saman eins og við vær- um hvort öðru ókunnug. Einu sinni reyndi ég að brúa fjarlægðina á milli okkar. — Pétur, sagði ég. — Ég hlakka verulega mikið til að koma til Ame- ríku aftur, og mér þykir leitt ef þér finnst ég hafa nauðað um of á þér með að eignast hús. Hann starði á mig. — Þú færð hús, Sandra, sagði hann. — En það er ekki víst að ég verði hjá þér þar. Ég liorfði á hann með skelfingu. — Hvað áttu við, hvíslaði ég. Pétur sneri sér frá mér eins og hann ætlaði að reyna að humma fram af sér að svara, en ég þvingaði liann til þess. — Er það ... ertu orðinn ástfang- inn af einhverri annarri? Hann beit á vörina. Loks sagði hann loðmæltur: — Ég veit ekki. Eg veit ekki hvort það var ást eða stundar- tilfinning. En það gerir hvorki tii né frá. Ég veit ekki livert ég fer eða hvað ég tek fyrir. Ég skal sjá um að þú fáir heimili, en ég verð að iiafa frelsi um stund. Eg verð að geta dreg- ið andann, svo að ég geti hugsað og framkvæmt eins og ég helst vii. Nú sigldum við inn til New York í þriðja sinn. í þriðja sinn gleypti liraðinn og hávaðinn i stórborginni okkur. Fyrir einu ári mundi ég hafa hágrátið. En nú hrosti ég ánægjulega til ljósmyndaranna. — Það er gaman að koma til Ameriku um jólin, sagði ég. Framhald í næsta biaði. Mendes-France, sem áður ’hefir að jafnaði látið ljósmynda sig með mjólkurglas fyrir framan sig, hefir snúið við hiaðinu. Hann sannreyndi það í siðustu kosningum, að það er ekki vinsælt að vera talsmaður mjólk- urdrykkjunnar. Og fólk skopaðist að mjólkurglasinu hans. Þess vegna hefir hann nú bannað að láta bera sér rnjólk þar sem hann kemur fram op- inberlega. En heima fyrir drekkur hann mjólk, ekki síður cn áður. SUNDKAPPINN KNUD GLEIE. — Danski sundkappinn Knud Gleie er óvenju athafnamikill núna og hefir sett nýtt met á 200 metrum: 2 mín. 35 sek. — sem er 9/10 sek. betra en næsta met á undan, en það átti austur- ríkismaðurinn Horst Fritsche. UMFERÐASKRADDARINN. — í Ni- geriu þarf fólk ekki að fara til skradd- arans því að hann kemur til þess, með saumavéiina sína. Hér sést einn ekta Nigeríuskraddari, sem hjólar milli manna með saumavélina sína á höfð- inu. UNDIIl EGYPTSKRI SÓL. — Þessir samfundir Afríku og Evrópu urðu undir egyptskri sól. Fulltrúi Afríku er úlfaldariddari, en Evrópufulltrú- arnir eru þýskir kvikmyndaleikarar, sem eru að taka mynd er fjallar um flótta þýsks hermanns úr enskum fangabúðum í Afríku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.