Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Gesturinn nr skýjunum IÐ heyrðum urgið í flug- hreyflinum þar sem við sát- um á svölunum um kvöldið, hún Elsie systir mín og ég. Við sátum og sáum rökkrið færast yfir garð- inn og grundirnar fyrir handan ána, þar sem stórir heybólstrar hreyktu sér á víð og dreif. Dimm- an kom fljótt, eins og gerist í suðurlöndum, og dimm þrumu- ský höfðu þykknað um sólarlag- ið. En óveðrið kom ekki samt. Hins vegar hélt flugvélarhreyfiil- inn áfram að þruma. „AnnajBell,“ sagði Elsie, „ég get ekki skilið hvers vegna hann heldur áfram að hrmgsóla svona. Heldurðu að hann sé að hugsa um að lenda?“ Ég hafði sjálf verið dáiítið for- viða á þessu. Og ég tók eftir að hijóðið í hreyflinum var hnökrótt og kippótt. „Kannske sér hann grundirnar þarna, en er í vafa um hvort þor- andi sé að lenda?“ Við góndum upp í loftið. Einu sinni sáum við móta fyrir flug- vélinni sem snöggvast, en svo hvarf hún aftur. Við stóðum upp og gengum áleiðis niður að ánni, og í sama bili sem ég kom út á brúna fann ég eitthvað vott á and- litinu á mér, það var ekki regn- dropi, það var bensínlykt af því. Og nú skildi ég. Leki á bensín- röri! Það var þá þess vegna, sem maðurinn var að leita sér að lend- ingarstað. Hvernig mundi þetta fara? Mundi maðurinn þarna uppi þora að hætta sér niður og lenda í myrkrinu, og lenda svo kannske í garðinum eða á hús- þakinu og drepa sig! Ég sá slysið uppmálað fyrir mér, og það var líklega vegna kvíðans, sem ég lét mér detta þetta í hug. „Við skulum kveikja bál, Elsie — við kveikjum í einum af hey- bólstrunum!" Hún hristi höfuðið. „Þetta er víst ekki okkar hey, það er bú- stjórinn sem á það.“ „En hér er mannslíf í veði, og kannske fleiri en eitt,“ sagði ég. I þessum svifum kom Percy bróðir okkar hlaupandi, og hann var á sama máli og ég. Eftir nokkrar mínútur lagði háa loga upp í loftið. Og það var líkast og að opna dyr fyrir hungruðum manni og þyrstum, og bjóða hann velkominn. Risavaxinn skuggi, með litlum ljósdeplum hér og hvar, kom eins og flykki út úr skýjunum og myrkrinu, og varð stærri og stærri. Flugvélin lenti og felldi stóra sátu og nam svo staðar. Við hlupum þangað og bústjórinn, Coler, með okkur. Hann var rauður í framan eins og hanakambur og bölvaði ... Hann var bölvandi líka þegar Allan Keith steig út úr flugstjóra- sætinu. Ég man ekki núna hver fyrstur sagði orð, en allt í einu heyrði ég að Elsie — mér til mik- illar furðu -— tók ábyrgðina á sig. Og það var til hennar sem flug- maðurinn beindi orðum sínum. „Flugvélin mín mundi hafa far- ið í mél, ef þér hefðuð ekki hjálp- að mér,“ sagði hann innilega. Ég man ekki hvað sagt var frekar, en á þessum mínútum var það sem Allan Keith tók hjartað í mér eignarnámi. Hann var hár vexti og svarthærður, andlitið einbeitnislegt og augun blá og brostu oft. Það var hiti í þessu augnaráði, og það kvaldi mig að sjá að Elsie gat ekki haft af hon- um augun, og stóð þarna eins og lögð í læðing. Ég hugsaði til Har- aldar Berry og að Elsie hafði fyr- ir tveim dögum lofað að giftast honum. Við Carringtonsbörnin, Elsie, Percy og ég, höfðum lítið annað að lifa á en gamalt og vel metið ættarnafn. Elsie sem var okkar elst, og fallega stúlkan í f jölskyld- unni, hafði alltaf sagt: Við verðum að fá ríka maka, öll þrjú — þú og Percy til þess að geta keypt ættaróðalið aftur . . . Þess vegna mun það hafa verið sem hún játaðist Haraldi Berry, sem ekki vissi hve margar milljónir hann átti. En það var svo að sjá, sem henni þætti hann ekki margra aura virði í kvöld, jafnvel eftir að við urðum þess vísari að Allan Keith átti ekki annað en flugvélina sína, og majórsnafnbótina, sem hann var nýbúinn að fá. Hann var sá sami Allan Keith sem hafði flogið yfir svo og svo mörg úthöf og svo og svo mörgum sinnum, sem tvívegis hafði týnst og fimm—sex sinnum bjargað lífinu með því að stökkva úr vél- inni í fallhlíf. En það minntist hann ekkert á. Það var Percy, sem sagði frá því, og í hans aug- um var Allan Keith eins konar guð. „Hann er viðfelldnasti mað- urinn, sem ég hefi hitt,“ sagði Percy. Elsie notaði ekki alveg sömu orðin, eiginlega var hún jafn orðfá og ég um það mál, en augu hennar voru afar mælsk. Og Allans líka. Hann varð að dvelja hjá okk- ur í tvo daga vegna lekans á bensíngeyminum og það var lík- ast og nýr maður hefði bæst við fjölskylduna. Hann var svo ger- ólikur öllum öðrum ungum mönn- um, sem ég hafði kynnst. Ég man hve hann gerði Philip Austin gramt í geði með því að líkja manninum með kokkteilhrist- inn við krakka með hringlu. Hann hafði andstyggð á samkvæmum og bragðaði varla áfengi. Líf hans var starfið og flugvélin og — kannske — Elsie. Og ég sjálf ... hvers vegna á ég að fara í felur með að hann var markmið bljúgra vona minna . . . Einu sinni er hann kinkaði kolli til mín, vin- gjarnlega og kunnuglega, fór hamingjustraumur um mig alla. En sá straumur fjaraði um kvöldið, er ég varð þess vísari að Elsie og Allan ættu að verða hjón. Þið vitið hvernig það er — augnaráð, raddhreimur segir manni frá þess konar. Og kvalin af angist spurði ég Elsie: „En hann Haraldur, þá?“ sagði ég er ég hafði fengið vissu mína. „Ég skil ekkert í sjálfri mér,“ sagði hún. „Það er fásinna að svíkja hann Harald. Við Allan höfum ekki úr miklu að spila, þegar til kemur. Hann hefir að vísu tilboð frá flugvélasmiðju, en ég vil að hann hætti að fljúga. Mér líkar ekki þessi óvissa, sem flugmannakonurnar verða alltaf að lifa við.“ Og mér — mér líkaði ekki hugsunarháttur hennar viðvíkj- andi því, sem er kjarni lífsins: ástinni. Fyrir mínum sjónum hefði lífið með Allan verið ham- ingja — án nokkurra skilyrða. Einn daginn fékk Allan bréf viðvíkjandi nýju stöðunni sinni. Hann átti að verða próf-flugmað- ur, fljúga nýjum vélum og segja til um hvort nokkuð væri að þeim. Þetta var fyrsta áfallið hjá Elsie. Hitt var að hann átti að taka þátt í flugkeppni kringum megin- land Norður-Ameríku, á hrað- fleygustu flugvélinni, sem þá var vitað um, Lightspeed-véllnni, sem enn var ekki fullgerð, en átti að fara fram úr öllum öðrum flug- tækjum. Elsie bannaði honum það, en Allan sat við sinn keip. Hann var flugmaður, og flugmaðurinn varð að fljúga og taka á sig áhættu — það var ofur einfalt mál. Og ég var á sama máli og hann. „Þarna heyrirðu, Elsie! Anna- Bell er á sama máli og ég. Svona hugsa flugmannakonurn- ar!“ Hann horfði fast á mig og brosti. irj Þau kvöddust kuldalega. Þeg- ar hann stakk uppdrættinum af kappflugsleiðinni í lófann á henni og sagði: „Þarna getur þú fylgst

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.