Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Leikfélag Reykjavíkur 60 ára Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1 i. janúar 1897 og er því réttra 60 ára. FélagiS liefir starfaS frá fyrstu tíS í ISnaSarmannahfisinu viS Tjörn- ina, enda er húsiS jafngamalt félag- inu og þótti stórhýsi nýbyggt. Stofn- endur Leikfélagsins voru 19 talsins, fiestir leikendur eSa fólk, sem hafSi leikiS hér í bœ í GóStemplarahúsinu og BreiSfjörSsJeikhúsi (Fjalakettin- um), en líka 6 iSnaðarmenn og var fyrsti formaSur félagsins valinn úr þeirra hópi, ÞorvarSur ÞorvarSarson merkilegan áfanga í leikhússögu bæjarins, er tekiS var til aS fullgera ÞjóSleikhúsiS. Var þá, á afmælishátiS Leikfélagsins, gengiS út frá því í ræSu og riti, aS félagiS færSi starf- semi sína i hiS nýja hús og lial'Si félagiS liaft afnot af húsinu meSan þaS var í byggingu fyrir tjaldageymsl- ur, málarasal, æfingar og búninga- geymslu. En þetta skipaSist á annan ihátt. ÞjóSleikhúsiS varS aS öllu leyti rikisfyrirtæki og leikarar aS lang- mestu leyti atvinnumenn i sinni Hviklynda konan eftir Holberg: Árni Tryggvason, Elín Ingvarsdóttir og Erna Sigurleifsdóttir. prentari, sem átti sæti í stjórn Iðn- aðarmannafélagsins. Af stofnendum l'éiagsins er aðeins einn á iífi, Gunn- þórunn Halldórsdóttir leikkona. Á fimmtiu ára afmæli félagsins, fyrir 10 árum, var þess rækilega minnst i ræðu og riti, hverju félagiS hafði áorkaS. Þá kom og líka út stórt, myndskrcytt afmælisrit, og er hér því ekki ástæða tii ])ess að geta neina lauslega um hið helsta í hinu merka brautryðjandastarfi félagsins til þess tíma. FélagiS var stofnað af áhugamönn- um um leiklist og sem áhugamanna- félag hefir það starfað æ síðan. Leik- endur hafa jafnan borið lítið úr býtum fyrir mikið og ósérhlífið starf og m'i engu síður en áður við hin erfiðustu skilyrði. Fyrir 10 árum hillti undir grein, en það var ekki nema eðlilegt aS þeir kæmu frá Leikfélagi Reykja- vikur, þar sem þeir höfðu starfað sem áhugamenn árum og jafnvel ára- tuguin saman. Eftir þessa „blóðtöku" þótti mörguni einsýnt, að Leikfélagið hlyti að leggjast niður. Svo varð þó samt ekki, því að bæði var það, að nokkrir hinna fremstu leikara bæj- arins urðu ekki fastráðnir við Þjóð- leikhúsið og fiokkur liinna yngri leikara hafði aukist mjög siðari árin m. a. fyrir starfsemi leikskóla I.ár- usar Pálssonar, Ævars Kvarans og fleira leikara. Leikfélagið hafði gefiS þessu unga fólki tækifæri til að sýna, hvað í því bjó, og það var unga fölkið, sem tók höndum saman við hina eldri ráðamenn félagsins um áframhald- andi starf þess haustið 1950. Gamanleikurinn Góðir eiginmenn sofa heima: Inga Laxness og Alfcrð Andrésson. Fram aS hálfrar aldar afmælinu liafði Leikfélag Reykjavikur sýnt 205 leikrit og haft á þeim 2550 sýningar. Það gerir að méðaltali 51 sýningu á ári. Fyrstu árin voru sýningar aðeins 20—30, en síðustu árin á þessu tíma- bili komst sýningarfjöldinn nokkrum sinnum yfir 100 sýningar. FélagiS hafði ávallt kappkostað að sýna iiin bestu ieikrit, sem tök voru á, en það naut aldrei svo ríflegra styrkja frá bæ og ríki, að það yrði ekki jafnframt að sjá fjárhag sínum borgið með þvi aS velja til sýninga léttvægari við- fangsefni. Sama regla gildir enn, og í raun réttri má segja, að félagið hafi séð sér farborða styrklaust i 60 ár, hvað snertir ríkissjóðsstyrkinn, því að það hefir greitt í skemmtanaskatt flest árin svipaða eða hærri upphæð en ríkissjóðsstyrkurinn nam. ÖIl árin hefir félagið greitt húsaleigu fyrir sýningar og aðra starfsemi, og það hefir safnað eignum í búningum, handritum og leiktjöldum, sem lágt metið skipta tugum ef ekki hundruð- um þúsunda króna. Á þessum tima- mótum í sögu félagsins er efnahags- hliðin ekki síst athyglisverð, þar sem hún gefur talsvert ákveðna hendingu í þá átt, að hér í bæ sé góður grund- völlur fyrir áframhaldandi leikhús- rekstur félagsins. Má vel orða þetta á þá leið, að á sextugsafmæli Leik- félags Reykjavikur liilli enn undir nýjan áfanga í sögu félagsins, Bæjar- leikhús við hlið Þjóðleikhússins. Ekkerl tímabil í sögu Leikfélagsins sker sig eins úr og áratugurinn 1907—T7. Þctta tímabil má vel kalla islenska tímabilið. Þá koma leikrita- skáldin með ný viðfangsefni hvert á fætur öðru og eru sum þeirra orðin „klassísk“ á íslensku leiksviði. Fyrsta árið sýndi félagið Nýársnótt Indriða Einarssonar, er hann þá hafði fært í nýjan búning, og síðasta ár tima- bilsins, 1917, var Nýársnóttin enn sýnd og nú til ágóða fyrir byggingu þjóðleikhúss, sem þá er fyrst nefnt í sambandi við raunhæfa fjáröflun. Þá kom Jóhann Sigurjónsson fram með leikrit sín: Bóndinn á Hrauni (1908), Fjalla-Eyvind (1911) og Galdra-Loft (1914). Guðmundur Kamb- an kom með: Höddu-Pöddu (1915) og Konungsglímuna (1917), og frum- sýnd voru leikrit Einars H. Iívarans: Lénharður fógeti (1913) og Syndir annarra (1915). Önnur ný íslensk leikrit á þessu timabili voru: Stúlkan frá Tungu (1909) eftir Indriða Ein- arsson og Þórólfur í Nesi (1911) eftir Pál Steingrímsson, en af eldri leikrit- um var Skugga-Sveinn Matthiasar sýndur haustið 1908. Af iheildarsýn- ingarfjöldanum þetta timabil voru ís- lcnsku leikritin um 50%, og hefir svo liá hlutfallstala fyrir íslensk leikrit aldrei náðst síðan. Næstu áratugina er hlutfallstalan um 30%, en nú síð- asta áratuginn um 24% og er það greinileg afturför. Ávaiit verður að hafa það hugfast, að íslenskt leikhús lifir ekki á einu saman aðfluttu við- fangsefni, kvikmyndahúsin eru alla jafna betur sett til þess að sýna lif og liáttu erlendra þjóða. íslenskt leikhús verður „að læra að leika sitt eigið þjóðlif" svo sem Matthias kvað. Árin 1907—’17 var Leikfélag Reykja- vikur þjóðlegt leiksvið í bestu merk- ingu og að því marki ber að stefna að svo megi ann verða. Síðasta árathuginn hafa leiksýning- Framhald á bls. 14. T. v. Vesalingarn- ir eftir Hugo: Erna Sigurleifs- dóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen og Brynjólfur Jóhannesson. T. h. Segðu stein- inum: Rúrik Har- aldsson og Gunn- ar Eyjólfsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.