Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Fyrir þrjátíu árum hóf Bókmenntafélagið útgáfu „Annála 1400—1800“ undir umsjá hins merka fræðimanns Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar, sem sá um útgáfuna meðan hans naut við, og gaf út fyrstu tvö bindin, en síðan 1940 hefir Jón Jóhannesson prófessor annast útgáfuna. — Fjöldi fólks heldur að Annálarnir séu aðeins fyrir fræðimenn og þrautleiðinlegir aflestrar. Þessi skoðun veldur því, að ekki eru fleiri félagsmenn í Bókmenntafélaginu en raun ber vitni. En sannleikurinn er sá, að Annálarnir eru öðrum þræði hin ágætasta skemmtilesning, bæði vegna efnis og málfars, og um leið hin besta spegilmynd af viðhorfi þjóðarinnar og andlegu lífi á umliðnum öldum. Þær voru aldir eymdar og kúgunar að vísu, og harðæri og drepsóttir eru oft rúmfrek í frásögnunum. Annálunum eigum við að þakka vitneskju þá, sem við eigum um veðráttu, hafísa, eldgos og drepsóttir — um slysfarir, sifjaspell og galdrabrennur, svo að nokkuð sé nefnt. í Annálunum er sagt frá fólki og atburðum, sem síðar hefir orðið efni í þjóðsögur. — Framvegis rnun Fálkinn birta annálsgreinar af ýmsu tagi, ýmist hinar lengri frásagnir af meiri háttar viðburðum, eða smágreinar af atvikum, sem í frásögur eru færð, ýmist vegna þesS að þau hafa þótt yfirnáttúruleg eða sjaldgæf. MABY PICKFORD. Frh. af bls. 5. kvöldið. Við Douglas vorum í bilnum okkar og höfðum gát á lögreglubíln- um. Þá sá ég lítinn bíl, það var ekki dregið fyrir gluggana á honum og mennirnir í honum skimuðu út og mér fannst þeir grunsamlegir. Þegar við ókum inn i Sunset Boulevard benti ég Douglas á þennan bil. — Ég hefi gát á honum, sagði hann. — En sérðu ekki lögreglubilinn? Ég leit í allar áttir en sá 'hann hvergi. Þegar kemiir i Beverley Hills er Sunset Boulevard breitt stræti, með grasgeirum í miðju. Til þess að sjá betur til hins bílsins ók Douglas til vinstri á okkar braut. Von bráðar ókum við og hinn bíllinn eins og örskot, samsíða á strætinu. Milli mín og Douglas lá haglabyssa, og hlaupið tekið af, og ennfremur skammbyssa, Colt 45. Douglas hafði kcnnt mér að fara með byssu, og þótt ég segi sjálf frá þá er ég talsvert góð skytta. Ég var viðbúin að verjast. Við brunuðum áfram með 120 kilómetra hraða. Ég bað Douglas um að reyna ekki að þvinga sig fram úr hinum bilnum, en hann hefir sjálf- sagt ekki heyrt til mín. Hann sveigði inn á hinn brautarhelminginn fyrir framan hinn bilinn og straukst um leið við spánýjan Fordbíl. Hann var nokkuð hár, eins og allir Fordar i þá daga, og lagðist sitt á hvað svo að ég var hrædd um að hann mundi velta. Loks sveigði Douglas upp að Beverley Hills Hotel. Ifann snarheml- aði, þreif haglabyssuna og hljóp út áður en bíllinn var stansaður. — Upp með hendurnar! öskraði hann beint fyrir framan bilinn sem hafði elt. Margradda skelfingaróp heyrðist úr bílnum: — Hægan, hægan, Douglas, þetta er lögreglan! Bófarnir voru í Fordbilnum, sem þú rakst á áðan! Douglas var rakur af kölduni svita og náfölur. — Ég vil ekki leggja konuna mína í þessa liættu framar, sagði hann. — Ég heimta að bófarnir séu handtekn- ir undir eins! Og þegar þeir lögðu bílnum sínum skammt frá kvikmyndastöðinni dag- inn eftir, voru þeir teknir, allir þrir. Sá sem gerður hafði verið út til að ginna þá, var ekki með þeim í það skiplið. SIGURFÖR TIL RÚSSLANDS. Brúðkaupsferðin hafði verið þreyt- andi óðagot. En okkur langaði í meira og afréðum að fara i langferð á hverju ári. Á hverju vori eða suniri, eða þegar við höfðum lokið við nýja mynd, fórum við eitthvað út í heim — til Evrópu, Afriku, Japan, Ivína eða annarra landa til að sjá ný and- lit og staði, sem Douglas hafði ekki séð áður. Ég gleymi aldrei fcrðinni til Rúss- lands 1926. Við höfðum verið vöruð við að fara þangað og fengum alls konar varúðarráð, ef eiltlivað kynni að bjáta á. En frá Rússlandi, eins og öðrum löndum, er það hin hrifandi einlægni og alúð fólksins, sem ég man best. Pólska lestin fór ekki lengra en til Minsk. Þar var farangur okkar rannsakaður vandlega og svo fórum við í rússnesku lestina — i vagn sem cinu sinni hafði verið einkavagn zarsins! Við vöknuðum i aftureldingu við að barið var á dyrnar. Það var kvik- myndaljósmyndari, sem hafði komið i lestina á leiðinni. Við liöfðum liaft gluggann opinn um nóttina og vor- um þess vegna ölt sótug. Ég grát- bændi um að fá að sleppa við ljós- myndun, en það dugði ekki. Ljós- myndarinn vár alltaf að gægjast til mín yfir vélina og segja: Mariuska ... I love you! Þessi kynni urðu forsmekkur mót- tökunnar i Moskva. Við höfðum ekki búist við að sjá hundrað þúsund raanns í hóp fyrir utan járnbrautar- stöðina. Strákar og stelpur höfðu klifrað upp í lugtarstólpana, og hundruð manna þyrptust að lestinni og inn í vagnana. Ljósmyndarinn og gildur GPU-foringi tóku mig og báru mig á milti sín, hvað sem Douglas sagði. Við vorum viku í Moskva — í ótelj- andi móttökum og fundum og ævin- týralegum veislum. Rússneskir kvik- myndaleikarar voru alltaf með okk- ur, nærgætnir, vinalegir og ræðnir. Því miður fékk ég ekki að koma inn i Kreml. Áformað var að við Douglas skoðuðum höllina saman, síðasta daginn sem við vorum í borg- inni. En dvölin i borginni hafði reynt á mig, og einmitt þennan morgun leið yfir mig. Douglas fór til Kreml en ég lá í rúminu. Þegar hann kom. aftur var fólks- fjöldinn fyrir utan Hotel Metropole enn stærri en vant var. Douglas náði í amerískan blaðamann, sem kunni rússnesku. Þeir fóru saman út á sval- irnar og blaðamaðurinn ávarpaði fjöldann. Hann sagði að ég væri veik og langaði til að hvíla mig áður en við færum af stað um kvöldið. Þegar fólkið heyrði þetta klappaði það saman lófunum, en gcrðu það ógleymanlega hrífandi — varlega og hávaðalaust. Og svo fóru jjcir sína leið, hægt og rólega. í KLÍPU. Sumar ferðirnar okkar voru ekki eins áhrifaríkar og þessi. Og stundum upplifði maður ýmislegt miður þægi- legt. Ég gleymi aldrei heimsókninni hjá greifaynjunni di Frasso, i Villa Mad- ama í Rómaborg vorið 1933. Eitt kvöldið ætlaði Umberto krónprins að ‘heiðra greifafrúna með komu sinni. Af einhverjum ástæðum varð ég sein fyr- ir, og ég var alls ekki búin að tygja mig þegar stúlkan drap á dyr og sagði að ég hefði þrjár minútur upp á að hlaupa, til að vera komin niður áður en krónprinsinn kæmi. Ég hafði keypt mér ljómandi fal- leg nærföt i Paris, m. a. buxur, sem voru festar um mittið með streng með ofurlitlum perluhnapp og hneslu. Ég girti mig i flýti, smeygði mér í kjól- inn og hljóp niður stigann. Þá var krónprinsinn kominn. Marmaragólfið var nýbónað og ég rann inn um tign- arlegar dyr, en hátíðlegur þjónn kynnti: — La Signorina Maria Pick- ford! í sömu svifum fann ég dettandi silki strjúkast við mig. — Nei, nei! hugsaði ég mcð mér, — það getur ekki verið. En ég stirðnaði af angist og þorði eklci að stiga eitt skref ■—- brækurnar með perluhnappinum lögð- ust til hvíldar um ökklana á mér. Alll samtal þagnaði í nokkrar kvala- fullar sekúndur. Ef ég hefði verið ófeimin hefði ég auðvitað stigið gæti- ega út úr buxunum og látið þjóninn um að hirða þær. En í staðinn góndi ég á hann, eins og hann bæri ábyrgð- ina á þvi að hnappnum var ekki al- mennilega lineppt. Svo beygði ég mig, Aj Tyrbjardninu 1627 Tyrkjaránið mikla var einn af stórviðburðunum á fyrri hluta 17. aldar og er víða getið i annálum. í Skarðsásannál segir svo frá þessum válega atburði 1627: „Þann 12. júní (20. júni mun rétt- ara) komu tyrkneskir ræningjar með skip í Grindavik, tóku það danska skip, sem þar lá með nokkrum mönn- um og góssi; kaupmaðurinn flýði; einninn hertóku þeir kvinnu Jóns Guðlaugssonar, Guðrúnu að nafni, bú- anda á Járngerðarstöðum, með þrem- ur hennar sonum, item hennar tvo bræður, en hjuggu hinn þriðja lil skemmda. Þar til ræntu þeir öðrum 6 mönnum. Þetta sama ræningjaskip tólc og annað danskt skip, sem Kaupenhafnar reiðarar höfðu hingað til landsins sent, og sigla átti upp á Isafjörð; það tóku þeir fyrir Grinda- vík og ginntu að sér með flaggi eður merki þess skips, sem tekið höfðu, og sendu annað þeirra fram með rán- fcngisfarm. Hin tvö lög'ðu ofan fyrir Nes og inn að Seilu. Höfuðsmaður íslands, Holgeir Rosenkrans, sem þá hafði sitt skip í Seilu við Bessastaði, er hann spurði rán i Grindavík, stefndi til sín skipi úr Kefla- vík og öðru úr Hafnarfirði, en hið þriðja úr Hólminum duldist inn við I.eiruvoga. Lét hirðstjórinn tilbúa í Seilunni virki eður skans, (sumir sögðu af fiskiböggum), og setja á byssur þær fáu, sem tii voru. Þar voru í virkinu íslendingar margir: Jón, er lögmaður hafði verið, Sigurðsson, séra Þorlákur Skúlason biskupsefni, ‘Þorbergur og Sigurðir Hrólfssynir; þessir voru að norðan með sinum mönnum. Og þegar þessi tvö skip sigldu framan af Seilunni skutu hvor- tók upp buxurnar og stakk þeim í vinstri handarkrikann. Og með öllum þeim virðuleik, sem mér var unnt að sýna, þranmiaði ég til húsfreyjunnar, sem stóð við hliðina á hinum kon- unglega gesti. Ég lineygði mig djúpt og sagði: — Gott kvöld, yðar kon- unglega tign. Þá sprakk blaðran og allir fóru að skellihlæja. ÉG KLIPPI AF MÉR KRULLURNAR. Oft hefi ég hugsað um hvort ég hafi i rauninni haft leyfi til að klippa af mér lokkana, og aldrei gleymi ég Framhald á bls. 14. ir um sig nokkrum byssum, þeir tyrk- nesku og landsmenn, og stönsuðu þá illvirkjar sig, sneru við og hitti ann- að skipið grunn og stóð á klett; f.luttu þá fanga af því og á hitt skipið, og komu svo báðum á brott og héldu frá, en þeir dönslui fengu stórt ámæli af því, að þeir lögðu ekki að þeim strákum, meðan í þvi svamli voru að flytja góssið á millum skipanna, hvað íslendingum þótti auðvelt verið hafa. Þetta var fyrir sjálft alþingi, og reið ckki hirðstjórinn upp á þingið. Uggur og ótti var j)á mikill um öll Suðurnes, fiuttar kvinnur og börn, fé og bú- smali á efri byggðir. Rán á Austfjörð- um af Tyrkjum, tóku kaupmannafar í Djúpavogi i Berufirði og allt góss, einninn ræntu fé og mönnum um Berufjörð og Berufjarðarströnd, ráku fé og menn til skipa, drápu menn og líka söxuðii og sundurhjuggu. Svo hefur sá fróði mann Kláus Eyjólfsson þar um skrifað, þeir hafi þar drepið 9 menn, en rænt 110. Einninn þá síð- ar í Juliománuði komu þrjú ræn- ingjaskip tyrkensk að Vestmanna- eyjum, fyrst sunnan að eýjunum, létu þar út 3 stóra báta, fulla af mönnum, og fóru þar upp á eyjarnar óvana- lega uppgöngu. Skrifar séra Ólafur Egilsson, þar muni hafa verið 300 manns. Þeir skiptu sér í hópa um eyjarnar með sinum rauðu merkjum, herbúnaði, herópi og óhljóðum, inn- tóku þær allar, ráku fólkið og fé að Dönskuhúsum, drápu sumt og söxuðu sundur, suma skutu þeir til dauðs. Það merkilega skáld, Jón prest Þor- steinsson, liflétu þeir, en ræntu á brott konu, syni og dóttur. Séra Ólaf tóku þeir, lians konu og börn, ræntu kirkjuna, og brenndu þar eftir á og öll Dönskuhús þar, fluttu fólk og fé til skipa. Og hverninn þeir hafi ]>ar harðlega og liáðulega farið með karl- fólk og konur má lesa i skrifi Kláus- ar og reisubók séra Ólafs. Þeir hinir dönsku komust með flótta, á bátum, til meginlands. Að þvi sem næst hef- ur orðið komizt um fjölda á þeim manneskjum, sem fundust í cyjunum dauðar, og ekki voru öldungis upp- brenndar, voru 34, en þeir burtræntu, scm menn vissu 242. — Danskir reiðarar sendu kaupskip á Vestfirði síð sumars í stað þess sem rænt var, og þar með kom varnarskip. Engelskt varnarskip við duggur enskar var fyrir Vesturlandi. Það tók franskt hvalfangaraskip eitt fyrir Vestfjörð- um; komust af á báti og í land fransk- ir menn 18; þeir komu 2 til alþingis og sigldu í Seilu ...“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.