Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN 16. .ÓLÍKAR £y$TUR' ★ ★ Spennandi framhaldssaga ★ ★ Hún hristi höfuðið. — Þetta var allt unn- ið fyrir gýg. Honum leið vel með starfið, sem hann hafði stundað, en eitthvað rak hann hingað, og nú er öllu lokið. Ég vildi óska .. . Hún þagði. — Hvers vildir þú óska? spurði hann stutt. — Það skiptir ekki máli. Það er orðið um seinan. — Þú ert örlagatrúar. Það er aldrei of seint. Röddin var hárbeitt. — Hann var alls ekki nákominn þér. Svona harmsögur ger- ast í lífi hverrar einustu manneskju, og mað- ur verður aðeins að reyna að láta fyrnast yfir þær. Ég vorkenni þessum unga manni, en ef hann hefði verið stöðugur í rásinni mundi hann annað hvort hafa loðað áfram við starf sitt i Englandi og ekki hirt um að fara til Afríku — eða hann hefði haldið sig í námunda við konuna sem hann elskaði, þangað til allt jafnaðist milli þeirra. — Hann varð að halda samninginn, sem hann hafði gert. — Það eru margs konar úrræði til í slík- um málum. Honum hefði verið innan handar að losna við samninginn. — Hvað mundir þú hafa gert? spurði hún mjóróma. Hann svaraði stutt: — I fyrsta lagi hefði ég aldrei lent í þess konar öngþveiti. Hjá mér er ekkert til milli þess að elska — og elska ekki. Hann færði sig nær. — Við skulum aka eitthvað. Hún andæfði því ekki. Hún vissi að hún var gljáandi á nefinu og að hárið var úfið og gljálaust, en hún hirti ekki um það. Það virtist bersýnilegt að hann hafði ætlað sér að verða henni góður stóribróðir, og hún hafði ekki mátt til að spyrna á móti því. „ÞÚ ERT VÆNN, FERNANDO.“ Þau óku inn í skóginn og hún fann að henni fór að verða rórra. Það var raunalegt að hugsa til Martins, en heimska að láta sorg- ina yfirbuga sig, út af fráfalli manns, sem hún hafði varla þekkt. Fernando var vænn — á sinn kynlega hátt. Hann sagði henni að Amanzi Mineral Co. mundi skila af sér góðum og öruggum tekj- um og að faðir hennar gæti orðið deildar- stjóri í félaginu ef hann óskaði þess. Þeir höfðu leigt sér skrifstofuhúsnæði til bráða- birgða í bankanum í Buenda, en von bráðar yrði ekki komist hjá að reisa nýtt hús fyrir skrifstofurnar. — Amanzi Mineral Co. verður ekki komið í fullan blóma þegar ég hefi lokið starfi minu við orkuverið í Kalindi, sagði hann. — Hefir þú hugsað þér að verða fram- kvæmdastj óri félagsins ? — Nei, ekki held ég það. Við faðir þinn seljum líklega félaginu jörðina, og hann getur ráðið því hvort hann starfar fyrir félagið eða verður óvirkur hluthafi, sem kallað er. Ég hefi engan tíma til að skipta mér af því, og vil helst ekki banda mig við Amanzi. — Þú talar eins og þú iðrist eftir að hafa fundið þetta beryllium og kynnst Norton- fjölskyldunni. Hann varp öndinni. — Ég iðrast aldrei. Beryllium er verðmætt efni fyrir nýlenduna og Stóra-Bretland. Einhver varð að finna það. Hvað Norton-fjölskylduna snertir ... Hann brosti beiskjulega — ... þá verð ég að játa, að það hefir verið blendin ánægja að kynn- ast þér! En hann faðir þinn er viðfelldinn maður. — Virginia líka, geri ég ráð fyrir. Hann svaraði eftir stutta þögn: — Ég er í nokkrum vafa um Virginiu. Hún er svo fal- leg og örugg um sjálfa sig, að stundum hlýtur maður að efast um hvort hún sé ekta, undir niðri. Lesley þagði. Hún skildi hvernig honum leið. Hann vildi eiga Virginiu og hann vissi að hann gat fengið hana, en hann hikaði við að binda sig konu, sem hann vissi ekki hvort hann mátti treysta. — Og þú, Lesley, hélt hann áfram. — Þú ert kannske ekki eins falleg, líkamlega séð, en þú ert vafalaust ekta. Og þú ert líka ertn- asta manneskjan, sem ég hefi nokkurn tíma kynnst. Eftir að hann hafði sagt þetta sneyddu þau hjá því að tala um persónuleg málefni. Ferð- in tók réttan klukkutíma og þegar hann ók henni heim vildi hann ekki koma inn. — Ég hefi gert það sem ég þurfti að gera, sagði hann. — Ég kom með slæmar fréttir og hefi gert mitt besta til að hjálpa þér. Þú verður að skilja að það er þýðingarlaust að syrgja. Hún sagði umhugsunarlaust: — Þú ert vænn, Fernando. Vænni en ég á skilið. Hvem- ig stendur á því, að við skulum alltaf þurfa að rífast? — Það byrjaði áður en þú kynntist mér, sagði hann kuldalega. — Ég skrifaði og bauðst til að kaupa Amanzi og þú sást nafn- ið mitt undir bréfinu og reiddist af því að það var ekki enskt nafn. Þú hafðir andúð á mér í fyrsta sinn sem þú sást mig. — En mér hefir stundum fallið vel við þig. — Já, ég veit það. En ekki upp á síðkastið. Ég lít inn á morgun og vona að þú viljir koma í miðdegisverð til mín á laugardaginn, með föður þinum og systur. Þegar Lesley kom inn sat faðir hennar í stofunni. Hann brosti vingjarnlega til hennar og ýtti fram stól handa henni. — Ég hefi sagt Salomon að koma með te. Þú þarft ekki að hugsa um það. Var það Fernando sem þú varst með? — Já, hann bauð mér að aka út með sér. — Mér sýnist þú miklu hressari núna, væna mín. Fernando er afbragðs maður, finnst þér það ekki? Sagði hann þér frá beryllsteinunum. — Beryllsteinunum? — Hann hefir safnað nokkrum molum, sem hann ætlar að láta slípa og gera festi úr. — Er það Virginia, sem á að fá festi? spurði hún rólega. — Ég veit ekki. Virginia sagðist vilja eiga hana, en þá hló hann og yppti öxlum. — Hvenær var það? — I gær, heima hjá honum. Við Virginia ókum framhjá húsinu hans og þá kallaði hann til okkar til að sýna okkur steinana. Mér fannst ekkert merkilegt að sjá þá, en Fernando sagði að þeir gerbreyttust við slípunina. VIRGINIA FRÉTTIR UM MARTIN. Virginia kom svo seint heim að Lesley gafst ekki tækifæri til að segja henni sorgarfrétt- ina þá um kvöldið. Daginn eftir svaf hún lengi fram eftir, og þegar hún kom inn í stofuna, var Neville Madison kominn í heimsókn. — Þú lítur bragglegar út Lesley, en þarna um kvöldið, sagði hann og kveikti i vindlingi. — Hefirðu afráðið nokkuð um framtíðina? Þegar Amanzi Mineral Co kemst á laggirnar færðu líklega ríflegar tekjur. Hvað ætlarðu að gera við þær? — Hver veit nema þeir þurfi skrifstofu- stúlku. Virginia gæti hugsað um pabba. — Virginia, já. Hann brosti neyðarlega. — Hve lengi skyldi hún geta þolað að vera hérna? Það er ómögulegt að átta sig á henni. En ég hugsa að þér hafi orðið ljóst fyrir löngu, að það var rétt af mér að aðvara þig. Hún þarf strangt taumhald, en ég þori að veðja um að sá maður er ekki til, sem gæti stjórnað henni. — Þú mundir geta það, sagði Lesley. Hann hristi höfuðið. — Hún ber enga virð- ingu fyrir mér. Ég mundi ekki reyna að koma tauti við hana. — Hvað er það, sem þú mundir ekki reyna? heyrðist sagt í dyrunum með smeðju- legri rödd. Virginia var að koma út á sval- irnar. — Við vorum að tala um þig, engillinn minn, sagði Neville letilega. — Ég sagði við hana systur þína, að ég vildi nauðugur standa í sporum mannsins, sem giftist þér. — Hvers vegna dettur þér í hug, að ég vildi giftast þér? — Ég á ríka ættingja, sagði hann. — Hver veit nema ég erfi ... — Ef þig langar til að dylgja um . .. Hann tók fram í fyrir henni hlæjandi. — Ég hitti beint í mark — var það ekki? Þau héldu áfram að skattyrðast og Lesley hlustaði á með hálfu eyra. Loks hafði Nev- ille fengið nóg af svo góðu. Hann stóð upp, kvaddi og hvarf niður þrepin. Lesley reyndi að taka í sig kjark undir samtalið, sem nú var fyrir hendi. En það var líkast og orðin sætu föst í hálsinum á henni. Loksins sagði hún með varfærni: — Virgi- nia ... Martin Boland er dáinn. Virginia hvítnaði í framan. Hún laut fram

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.