Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 og spurði hvíslandi: — Hvað ... hvað varstu að segja? Lesley reyndi að segja henni nánari atvik að öllu, eins varlega og hún gat. — Það var ekki mér að kenna, hvíslaði Virginia. — Heldur þú . . . að hann hafi gert þetta viljandi? — Nei, þú mátt ekki láta þér detta það í hug, svaraði Lesley um hæl. — Hann var ekki þannig gerður, að hann léti sér detta i hug að fremja sjálfsmorð. — Ég ætlaði að skrifa honum og segja hon- um að ailt yrði að vera búið milli okkar, en ég fékk ekki tækifæri til þess. — Það getur ekki hugsast að þér hafi þótt vænt um hann meðan þú varst í Englandi? Virginia beit á vörina. — Mér féll vel við hann. Ég hefi aldrei elskað nokkurn mann fyrr en ég kynntist Fernando. Lesley varp öndinni. Hún spurði rólega: — Þú elskar Fernando hans sjálfs vegna? Það eru ekki peningarnir eða fjarræna útlitið, sem heillar þig? Virginia, sagði Lesley, — þú mátt ekki særa hann á sama hátt og þú særðir Martin. Fernando mundi ekki taka því eins. — Það er ekki mér að kenna að Martin er dáinn, sagði Virginia lágt. — Þetta er það hræðilegasta, sem komið hefir fyrir mig. Hún hné niður á stólinn og tók báðum höndum fyrir andlitið. Lesley horfði á syst- ur sína, og enn varð hún gagntekin af sömu gömlu, barnslegu ástinni til Virginiu. Henni hafði skjátlast. Virginia átti tilfinningar. — Ég skal ná í bolla af kaffi, sagði Lesley og flýtti sér fram í eldhúsið. Virginia var föl og hljóð það sem eftir var dagsins, og þegar Fernando kom i heimsókn gerði hún enga tilraun til að verða ein með honum, eins og venjulega. Hann var á hraðri ferð og sagðist ætla að minna þær á að koma og borða miðdegisverð hjá sér daginn eftir. Morguninn eftir fékk Lesley systur sína til að verða samferða til Buenda. Hún keypti sér nýtt rúm, því að Neville hafði mælst til þess að fá rúmið sitt aftur, og Virginia stakk upp á þvi, að hún keypti sér efni í nýjan kjól líka. Það var líkast og dauði Martins hefði fært systurnar nær hvor annarri, og eins og þær hefðu einsett sér báðar, að tala sem minnst um sorgaratburðinn. En í miðdegisverðum hjá Fernando lá Lesley við að bugast. Hann var varfærinn og alúðlegur við hana, strauk um skrámótta lófana á henni og sagði: — Það var sorglegt að svona mikið skyldi mæða á þér í einu. Auðvitað hafði hann Martin í huga, og var að reyna að hugga hana. Hún tók eftir að framkoma hans gagnvart ynd Hvar er tollvörðurinn? Virginiu var önnur en áður. Sorgin út af Martin hafði valdið hita í augnaráði hennar, hlýju sem var beinlínis töfrandi, og Fernando hafði ekki augun af henni. Martin Boland hafði — með dauða sínum — komið því til leiðar, sem hann lifandi mundi hafa gert allt til að forðast. FERNANDO í FERÐ. Lesley afréð, undir eins og hendurnar á henni voru orðnar nokkurn veginn jafngóðar, að byrja að gera svolítinn garð við húsið. Hún náði í svartan pilt, sem í fyrstu þóttist kunna allt til garðyrkju, en áður en lauk játaði hann að hann kynni ekkert til slikra hluta, en væri fús til að læra þá. Hann hjálpaði Lesley við að reyta illgresi og pæla tvö kringlótt blóma- beð á flötinni fyrir framan húsið. Dagarnir liðu jafnt og rólega. Virginia var enn hægfara og hélt sig mikið heima. Á kvöldin spiluðu þær við föður sinn eða hvert sat með sína bók og hlustaði á útvarpið. Einn daginn kom Fernando í heimsókn til að segja þeim að hann ætlaði í ferðalag. Hann kom ekki fyrr en eftir að þau höfðu borðað miðdegisverð. Erindið var að spyrja, hvort hann ætti ekki að kaupa neitt fyrir þau í Suður-Afríku. — Þeir biðja mig um að koma og líta á áætlanir, sem þeir eru í vandræðum með, og ég verð að eyða viku í það. Ég vona að það verði ekki lengri tími, svo að ég geti haldið Neville kveðjusamsæti. Hann á að fara til Englands. Leyfið hans er útrunnið. Fernando leit ertnislega til Lesley. — Ég hefi hugsað mér að biðja þig um að gera mér greiða. Ef ég skyldi ekki koma heim aftur fyrr en á síðustu stundu, langar mig til að biðja þig um að hjálpa húsbóndanum minum að undirbúa veisluna. — Það er ekki víst að ég geti hagað því þannig að þú gerir þig ánægðan með það, svaraði hún. — Það gerir ekkert til. Ekki nema gott að hafa svolitla tilbreytingu. — Farðu nú varlega, sagði Virginia. — Lesley er ekki eins vel kunnandi og þú heldur. — Kannske þú viljir hjálpa henni? Mér þykir gott að fá sem mesta hjálp. — Hvenær ætlarðu að fara? — I fyrramálið. Og þetta samkvæmi á að verða eftir rétta viku. Eruð þið vissar um, að ég eigi ekki að kaupa neitt fyrir ykkur? Lesley fannst líkast og honum þætti gaman að komast á burt — gaman að losna við Kalindi um stund. Þegar hann kvaddi fylgdi hún honum niður að bílnum. Hún stóð við hliðina á honum og sagði hikandi: — Fernando, það lítur út fyrir rigningu. Þú . . . þú verður að aka varlega yfir fjallið. Hann horfði á hana og sagði rólega: — Það er hættulaust að aka veg, sem maður þekkir, og reyndar er ekki gaman að því heldur. Og svo bætti hann við, fljótmæltur: — Þú hefir náð þér eftir mestu sorgina? Það er kannske auðvelt þegar maður er jafn ung- ur og þú ert. Þú gróðursetur blóm, vætir þau með tárum, og svo er það búið. Þú hefir kannske hvorki orðið eldri né hyggnari. En hver veit — kannske næsta ástarsagan þín verði enn átakanlegri. — Þú talar eins og þú vonir að hún verði það. Það stoðar ekkert að segja þér, að ég var alls ekki ástfangin af Martin Boland. Fernando yppti öxlum. — Þú þarft ekki að gera neina játningu fyrir mér, pequena. Maður þarf ekki að vera skriftafaðir þinn til að sjá, að þú hefir aldrei elskað nokkurn mann alvarlega. . Hún svaraði reið: — Þér skjátlast! Og svo flýtti hún sér að bæta við, því að hún ótt- aðist að hún hefði komið upp um sig: — Ég er tuttugu og eins árs, þú skalt muna það! — Jæja, þá skjátlast mér. Röddin var hörð og glampi í dökkum augunum. — Ég skil að hjartað í þér er á sífelldu ferðalagi. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastraeti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Adamson féll í liendur ræningja. Copyright P. I. B. Box 6 Copenhagen

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.