Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Úr myndinni „Littlc Lord Fauntleroy“ (1921), Bíógestir um allan heim viknuðu, er þeir horfðu á sum atriði þessarar myndar. eða hún af mér. Og stundum 'hvíkli eittlivað á mér, sem mig langaði til að koma í verk heima — ég hafði litinn tíma aflögu frá kvikmyndun- um. En hver svo sem Chaplinsfrúin var, sat ég og talaði við hana þangað til Charlie og Douglas þóknaðist að koma heim. Einu sinni klifruðu þeir upp á vatnsgeyminn og voru rétt dottnir ofan í hann. Douglas klifraði alltaf þegar hann sá eitthvað sem liægt var að klifra, og sá sem með honum var þurfti alltaf að vera við þvi búinn að þurfa að klifra lika. Douglas var í verunni sá sami og í kvikmyndunum. Hversu hættulegt sem leikatriðið var vildi hann alltaf gera það sjálfur, en aldrei nota staðgengil eða neinar varúðarráðstafanir. Honum fannst það ekki sportmanni sæmandi. En Douglas og Charlie höguðu sér ekki alltaf eins og krakkar. Ég man t. d. einu sinni er Albert Einstein var að útskýra afstæðiskenninguna sína með hníf, gaffli og disk á borðstofu- borðinu hjá okkur. Hann hélt því fram að hún væri ofur einföld. Til að sanna þetta notaði hann borðrönd- ina sem útmörk rúmsins, diskinn sem jörð, sól eða sólkerfið — ég man ekki hvert — og sýndi svo fjórðu víðátt- una með hnífaparinu. Ég var svo lotningarfull að ég spurði ekki neinna spurninga en liorfði eingöngu á hvernig Douglas og Cliarlie lögðu sig i lima til að skilja. ALLTAF BARN. Árið 1921 lék ég það krakkahlut- verkið, sem ég hefi haft mestan' lieið- ur af, 28 ára gömul. Það var „Little Lord Fauntleroy“. í þeirri mynd var ég líka móðir litla lávarðarins. Nú á dögum er bragðaljósmyndun og tví- tekning ekkert nýmæli, en þá var slíkt spennandi ævintýr. Fólk varð tiissa á að ég sýndist 22 sentimetrum stærri, sem móðirin, en ég var sem strákur- inn. Þriðjungur hæðarmunarins staf- aði af ósýnilegri hækkun, sem ég stóð á, er Litli Lord var við hliðina á mér. Hann var á sérstaklega gerðum skóm. Ég hélt áfram að leika krakkahlut- verk en fór að verða hrædd um að ég strandaði i þessum hlutverkum. Ég iðraðist eftir að liafa látið fólkið dáleiða mig til að verða Htil telpa áfram, og staðna í þessum hlutverk- um. Stundum klæjaði mig i fingurna eftir því að þrifa skæri og klippa af mér hrukkulokkana, sem liengu niður á axlir á mér. Mig langaði til að gera uppreisn, og þessi löngun varð til þess að árið 1922 gerði ég dálítið, sem hefði getað haft leið áhrif á gengi mitt. Ég las bók, sem hét „Dorothy Vernon of Haddon Hall“, og afréð að Dorothy skyldi ekki að- eins verða næsta lilutverkið anitt held- ur alger aðskilnaður við krakkalilut- verkin. Ég gat ekki hugsað mér betra hlutverk til að sýna, að ég væri orðin lullþroska kona. Óhappið byrjaði með því að ég fékk Ernst Lubitscli frá Þýskalandi til að setja myndina á svið. Orðróm- urinn um atorku hans og frumleik hafði borist um allan heim. Lubitsch hafði lesið handritið í Þýskalandi og fallist á að sjá um kvikmyndina. En þegar hann kom til Hollywood liafði lionum einhverra hluta vegna snúist hugur. Svo að mér var nauðugur einn kostur að leggja „Dorothy Vernon“ á hilluna um sinn. Snillingurinn Lub- itsch gekk atvinnulaus í Hollywood. Við lögðum okkur i bleyti og úrslitin urðu þau að við tókum „Rositu“ — lélegustu myndina, sem ég liefi leikið í. Þetta varð fyrsta refsingin sem ég varð að þola fyrir það að ég vildi vera uppkomin stúlka á léreftinu. En ég hafði ekki látið mér segjast samt. Ég afréð að leika „Dorotliy Vernon". Blöðin tóku myndinni ekki sem verst, og margir sögðu að lnin væri ágæt. Hún kostaði heila milljón. En eitt sá ég best nú: fólkið vildi ekki hafa mig öðru vísi en stelpu á gelgjuskeiði. ÞEGAR ÁTTI AÐ STELA MÉR. Ég átti frídag og var heima í Pick- fair. Þá hringdi Douglas hátiðlega til mín og spurði hvernig mér liði. — Þetta er alvarlegt mál, sagði hann. — Hvar í húsinu ertu núna? spurði hann svo. — Ég er á ganginum, á efri hæð- inni. — Einmitt það. Taktu nú vel eftir. Sendu eftir brytanum og garðyrkju- manninum og segðu þeim að þeir nregi ekki vikja frá húsinu. Og farðu strax inn í herbergið þitt og aflæstu. — Já, en 'hvað er eiginlega á seyði ... — Ég get ekki skýrt það fyrir þér núna. En ég fer héðan af kvikmynda- stöðinni undir eins og kem bcint heim. Gerðu nú cins og ég hefi sagt . . . Ég heyrði á röddinni í Douglas að eitthvað alvarlegt var á ferðinni. Samt var forvitnin í mér rikari en hræðslan, þegar hann kom heim kortéri siðar. Lögreglustjórinn var með honum. Og þá varð ég hrædd. — Mary, sagði Douglas, — lögregl- an hefir komist á snoðir um ráðagerð um að stela þér, og hafa þig sem gisl. Þetta var svo óeðlilegt — alveg eins og það væri tekið úr þriðja flokks Hollywood-kvikmynd. Svo sagði lögreglustjórinn, að ég hefði verið valin til að verða fyrsta fórnar- lambið af fimm. Hitt voru Jackie Coogan, sonarsonur riks bankaeig- anda í Los Angeles, sonarsonur oliu- kóngs nokkurs og lolcs Pola Negri. — Hvers vegna handtakið þið ekki bófana? spurði ég. Lögreglustjórinn sagði mér að hann hefði náð í einn bófann af fjórum, og að hann starfaði nú fyrir lögregl- una og ætlaði að ginna hina í greipar hennar. Beinar sannanir væru ekki fyrir hendi og lögreglan hefði gát á mönnunum, ef ske kynni að þeir gerðu eitt'hvað illt af sér. Þeir hitt- ust og lögðu á ráðin í gistihúsi í hófahverfinu í Los Angeles, og lög- reglan hafði leigt herbergið við 'hlið- ina á fundarherbergi þeirra. — Við getum ekki fangelsað þá fyrr en þeir hafast eitthvað illt að, frú Pickford, sagði lögreglustjórinn. — Og yðar hlutvcrk er í þvi fólgið að láta eins og þér eigið yður ekki neins ills von. Farið til kvikmyndastöðvar- innar og frá, eins og þér eruð vön. Gerið allt til þess að bófarnir fái ekki neinn grun um, að þeir séu skyggðir. Undir eins og þeir gera eitthvað, verðum við til taks og gríp- um þá. Ég var í þann veginn að svara að ég væri reiðubúin til samvinnu við lögregluna þegar Douglas greip fram í: — Ég heimta að Mary fái lífvörð! — En það fælir bráðina frá, ef hún hefir vörð um sig! Úrslitin urðu þau, að ég fékk líf- vörð á kvikmyndastöðinni en ekki annars staðar. Biðin reyndi talsvert á taugarnar. Hvenær mundu bófarnir gera atlög- una, og hvernig færi þá? Ég var ekki cin nokkra sekúndu allan þcnnan tíma. Á hverjum degi i hálfan mánuð komu þjófarnir og lögðu bílnum sín- um skammt frá kvikmyndastöðinni. Ég fór oftast þangað i litlum tveggja manna Rolls Royce. 'Þegar við fórum heim á kvöldin var það 'hlut- verk mitt að sjá um að lögreglan missti ekki sambandið við okkur. Hún ók alltaf á eftir okkur til Pickford — og í nýjum vagni í hvert skipti. Svo lauk þessu alveg óvænt eitt Framhald á bls. 7.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.