Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 — Hvernig er ve'ðrið úti núna? spurði sir William meðan við vorum að borð'a súpuna. — Hað cr versta 'hundaveður, svar- aði Bedford. — En má ég óska yður til hamingju með matsveininn, sir 'William. Þessi súpa er sannkallað listaverk. Án þess að vita af því hafði Bed- ford lagt sir William orð í munn. •— Já, sagði hann kuldalega, — annars er ástæða til að ég fékk hann. Gamla eldakonan mín, sem verið hef- ir hjá mér i tuttugu ár, hefir kveink- að sér við að vera hérna í húsinu. Hún segir að reimt sé hérna . .. Þú hefðir átt að vera hérna, Stone, þeg- ar kerlingareinfeldningurinn sagði upp vistinni ... Hún þóttist liafa séð gamla konu með ör á hálsinum, labb- andi hérna úti á ganginum. En það kom ekki að sök þótt hún færi — að vissu leyti var það 'happ, því að nýi matsveinninn er gersemi. En — heyrið þér, Bedford — er nokkuð að ... eruð þér veikur? — Það var . .. það var ekkert. Ég vona að þið afsakið, — en mér finnst svo skelfing heitt liérna. — Æ, afsakið þér — ég liugsaði ekki út i það. Lane, viljið þér gera svo vel að opna giugga. Lane opriáði gluggann og við lieyrð- um rigninguna bylja á rúðunum og vælinn í storminum úti í garðinum. — Það er liræðileg veðrátta hér á Englandi, sagði Stone. — Ég skil ekki hvernig fólk fer að eiga heima hérna á veturna. í fyrra um þetta leyti var ég suður við Miðjárðarhaf. — Og ég var i Austurlöndum, sagði ég. — Mér fannst ég mega til að létta mér svolítið upp lika. Sir William sagði liugsandi: — Látum okkur nú sjá. Seytjándi nóvember ... Þá var ég i Londori og beið eftir fréttum og fylgdist með rás viðburðanna ... Lane, hellið þér meira víni i glasið hjá herra Bedford. Andrúmsloftið var orðið óhugnan- legt þarna inni, og jafnvel mér leið illa. Bedford þurrkaði svitann af enn- inu. Og nú slokknaði ljósið allt í einu, og við sátum i niðimyrkri. — Lane! kallaði sir William hvasst. — Hvað er að ljósinu? — Ég skal fara og athuga það, sagði þjónninn og flýtíi sér út. Við sátum um stund í myrkrinu og ég lield að við höfum allir notað tækifærið til að smakka á glösunum á meðan. Svo kom Lane inn með lcertaljós. — Það er bilun á rafleiðslunni, sir. En hér er enginn, sem getur gert við hana. — Náið þér fljótt í bilstjórann, kallaði sir William. í SÖMU svifum fann ég að ný mann- eskja var komin inn í stofuna. Eg grillti i gamla konu bak við stól sir Williams, andlit hennar var afskræmt af sorg og vonleysi. Ég hafði s'éð May Dacklethorpe i sumum af bestu hlutverkum hennar, en þarna skákaði hún sjálfri sér. Þetta var óhugnan- legasta og draugalegasta sjónin, sem ég hafði nokkurn tíma séð. Ég þorði varla að lita á Bedford sem sat beint á móti mér. Hann var orðinn svo ó- slyrkur á taugunum áður, að þetta gat farið alveg með hann. En auð- sjáanlega hafði hann ekki tckið eftir neinu ennþá. Ég leit aftur á diskinn minn, en í sömu andránni heyrði ég að liann stundi lágt. — Iværi herra Bedford, sagði sir William brosandi, — ég vona að yður sé ekki illl? — Þökk fyrir! Bedford drakk úr glasinu i einum teyg og setti það hart frá sér á borðið. — Sér enginn ykk- ar neitt hérna? spurði liann með öndina í hálsinum. — Þið hljótið að gcra það! Þið hljótið að gera það! segi ég. — Góði herra Bedford, sagði sir William í samúðartón. — Er eitthvað að yður? Góði sitjið þér. Get ég gert nokkuð fyrir yður? Það var beinlinis sálarraun að horfa á hvernig Bedford barðist við að stilla sig. — Það gengur ekkert að mér, sagði hann og ég tók eftir hvernig hann barðist við að líta ekki af diskinum. Þetta var sannkölluð taugaþraut. Enginn okkar gat sagt nokkurt orð. Svo fór vofan að færa sig nær Bed- ford, liægt og liægt, við hinir vorum að stelast til að líta á 'hana, svo ekki bæri á. En nú gekk alveg fram af Bedford, hann gleymdi öllu kringum sig og reyndi að standa upp af stóln- um, en starði á vofuna lamaður af ofboðshræðslu. — Hleyptu mér framhjá! öskraði harin. — Burt! Lofðu mér að komast! Vofan færði sig enn skrefi nær honum og nú rak hann upp óp. — Ég skal myrða þig aftur, fúla norn! öskraði hann. — Ég hefi gert það einu sinni og ég get gert það aftur, ef þú hleypir mér ekki út! Nú var það búið. Sir Williams stóð upp og hringdi bjöllu, sem hékk nið- ur á milli stjakanna hjá honum. A SAMA augnabliki kornu tveir lög- regluþjónar inn i stofuna. — Nú get- ið bið tekið hann, sagði sit* Wiiliam. — Þið hafið sjálfir heyrt játninguna hans. Bedford hneig niður á stólinn og nú setti að honum krampagrát. Lög- regluþjónarnir urðu að lyfta honum upp af stólnum er þeir liöfðu sett handjárnin á hann. En hann sagði ekkert er þeir fóru með hann út úr stofunni. Líklega hefir hann ekki ver- ið búinn að gera sér grein fyrir hvað skeð hafði. Stone varð fyrstur til að rjúfa þögnina. — Mér fannst þetta viðbjóðslegt, scgði liann hryssingslega. — Þessar þriðju gráðu aðferðir þínar eru við- urstyggð. En þú kannt lagið, það verð ég að játa. Alveg eins og May Dacklethorpe. Hún lék afburða vel. — Já, hún á sannarlega lof skilið, sagði sir William. — En hvað skyldi annars hafa orðið af henni? Hún hefir liklega farið upp til að hafa fataskipti. Ég lét gera i stand her- bergi handa henni. Lane, viljið þér biðja ungfrú Dancklethorpe að koma hingað niður þegar hún er tilbúin. — Miss Dacklet'horpe, sir? — Já, dömuna sem kom hingað til að hjálpa okkur i kvöld. — Ég hefi ekki séð hana, sir, en ég skal athuga hvort hún er hérna. — Gerið þér það. Það stóðu tveir lögregluþjónar úti við dyrnar — þeir vita eflaust hvort luih er farin. LANE fór út. Eftir augnablik kom hann aftur með litinn silfurbalcka með nafnspjaldi á. — Ég spurði lögregluþjónana, sagði hann, — en þeir höfðu ckki séð aðra karlmenn. Engin dama hefir komið hingað i kvöld. Hann rétti fram silfurbakkann. — Og svo kom þetta skeyti, sir. Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Vetrarsólhvörf 1956. . . Alþjóðayfirlit. Eldsmerkin og aðalmerkin eða framkvæmdamerkin voru í meiri- hluta i áhrifum. Dugnaður og fram- tak er sýnilegt í heinismálunum. Lík- legt er að átökin verði frekar ákveðn- ari en áður, líkindin verði meiri úm uppgjör á einhvern hátt. Jarðskjálfti gæti átt sér stað nokkru fyrir austan ísland eða á líkri lengdarlínu. — Sól í miðnæturmarki liins islenska lýð- veldis. Landbúnaður og fiskveiðar ættu að vera undir frekar góðum áhrifum þó að fjárhagsútlitið sé slakt. — Tölur dagsins eru: 2 + 1+ 1+ 2+5 + 6=17 = 8. Niðurlagstalan er ekki álitleg. Bendir á tafir, fjárhagsörðug- leika og óskir, sem eigi verði að öllu leyti uppfylltar. Lundúnir. — Sól og Merkúr í 5. luisi. Leikhús og skemmtanalif mun undir áberandi athygli almennings og umræður um það i blöðum. Stjórnin gæti komist inn i þær umræður. Fjár- hagsáhrifin athugaverð og tap gæti átt sér stað. — Tungl í 1. húsi. Af- slaða almennings nokkuð breytileg og óviss. Fjárhagsafstaðan gæti verið betri. — Júpiter i 2. húsi. Rekstur banka gæti orðið athugaverður, því að afstaða til Sólar er slæm. — Neptún i 3. lnisi. Óvænt atvik gætu komið i ljós, sem jalnvel verkfall i relcstri járnbrauta eða flutningatækja. Venus og Satúrn í 4. húsi. Athugaverð af- staða bænda og landeigenda. Stjórnin gæti orðið fyrir aðköstum. Mars í 8. húsi. Kunnur liermaður gæti látist. Úran í 12. húsi. Misgerðir gætu komið í ljós, jafnvel verkfall i rekstri sjúkrahúsa og vinnuhæla. Berlín. — Sól í 4. lnisi, ásamt Sat- úrn og Venusi. Satúrn virðist hafa slæm áhrif á afstöðu ráðendanna og koma þau frá bændum og landeig- endum. — Júpiter i 2. húsi. Hafa ráð- endurnir úr ýmsu vöndu að ráða vegna fjárhagsörðugleika og dauðs- falla. — Neptún í 3. luisi. Óvæntir örðugleikar í rekstri samgangna og flutninga. — Merkúr í 5. húsi. Um- ræður nokkrar út af rekstri leikhúsa og skemmtistaða og gagnrýni frá íhaldsblöðum. — Mars i 8. húsi. Kunnur hermaður eða gamall liers- höfðingi gæti látist. — Úran í 11. liúsi. Undangröftur i þinginu. — Tungl í 12. Iiúsi. Álitamál um rekstur vinnu- hæla og góðgerðastofnana. Moskóva. — Sól og Merkúr í 4. húsi. Landbúnaðurinn mun enn örðugt við- fangsefni ráðendanna, mun fjárhag- urinn og illur rekstur koma þar til greina. Umræður nokkrar um þau mál. — Júpíter i 1. húsi. Örðugleikar i fjárhagsmálunum, koma þeir frá bændum og stjórninni sjálfri. — Nep- tún í 2. 'húsi. Undangröftur í rekstri Sir William reif það upp og nú varð andlitið á honum skrítið. Ég hefi aldrei séð hann verða eins og viðundur nema þá. — Nei ... stamaði hann ... nei ... lesið þið — þetta! Og við gerð- um það. í símskeytinu stóð: Fengið slæma inflúensu stopp get því miður ekki komið stopp afsakið May Dacklethorpe. banka og peningastofnana kemur i ljós. — Venus og Satúrn í 3. húsi. Tafir i rekstri járnbrauta og flutn- ingatækja gæti átt sér stað. — Mars i 7. lnisi. Athugaverð afstaða til ann- arra rikja og ágrciningur gæti átt sér stað. Úran i 11. luisi. Athugaverð af- staða í góðgerðastarfsemi og vinnu- hæla. Tokyó. — Sól og Merkúr í 1. húsi. Afstaða almennings mjög á dagskrá og umræður iim hana. Kemur stjórnin þar aðallega við sögu. — Mars i 3. luisi. Hætt er við baráttu mcðal flutn- ingamanna um launakjör o. fl. — Úran i 8. húsi. Hætt er við örðug- leikum í sambandi við leyniþjónust- una. Svik gætu átt sér stað. — Júpíter í 9. húsi. Tafir nokkrar gætu átt sér stað vegna utanlandssiglinga. — Nep- tún í 10. húsi. Ekki heppileg afstaða fyrir stjórnina. Bakmakk gæti átt sér stað. — Venus í 11. húsi. Tafir nokkr- ar í gangi þingmála. — Satúrn i 12. húsi. Tafir og vandkvæði í rekstri góðgerðastofnana, sjúkrahúsa og vinnuliæla. Wa^hington. — Sól i 7. húsi. Utan- ríkismálin mjög á dagskrá og umræð- ur um þau. Úran í 3. húsi. Undan- gröftur gæti átt sér stað meðal járn- brautarmanna og flutninga, gætu or- sakað verkföll. — Tungl í 4. luisi. Óábyggileg áhrif meðal bænda og gæti ef til vill haft einhver áhrif á stjórnina. — Júpíter í 5. húsi. Ef til vill athugaverð áhrif á rekstur leik- húsa og rekstur skemmtistaða. — Neptún í 6. húsi. Gæti bent á örðug- leika nokkra meðal verkamanna og sjúkrafaraldur gæti átt sér stað. í S L A N D . 5. hús. — Sól og Merkúr í húsi þessu. — Afstaða almennings er góð, en urgur gæti átt sér stað á bak við tjöldin. Fjárhagsreksturinn má búast við að gcfi minna en ætlað var. — Umræður gætu átt sér stað er beind- ust að ríkisstjórninni. 1. hús. — Tungl i húsi þessu. — Góð og slæm áhrif vega salt. Óábyggi- leg áhrif og örðugt að átta sig á þeim. Þó mun stjórnin vega þar nokkuð upp á móti. 2. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Fjárhagsmálin munu undir gagn- rýni og stjórnin undir gagnrýni. 3. hús. — Júpíter ræður ln’isi þessu. —- Samgöngur og flutningar, póstur og sími, útvarp undir athugunum nokkrum og mun stjórnin koma þar við sögu. 4. hús. — Venus, Satúrn og Neptún í húsi þessu. — Athugaverð afstaða bænda og er hætt við að stjórnin verði þess vör í einhverri mynd. Tafir á framkvæmdum koma í ljós. 6. hús. — Satúrn ræður liúsi þessu. — Von á kvefi og eins golt að klæða sig vel gegn kælingu. 7. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Tafir gætu átt sér stað í samningum við önnur ríki og dráttur á fram- kvæmdum. 8. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Ríkið gæti eignast gjöf i einhverri mynd eða arf. 9. hús. — Mars er í húsi þessu. — Ekki beinlínis heppileg afstaða fyrir siglingar og utanríkisverslun. Urgur og barátta gæti átt sér stað i sambandi við rekstur þessara mála. 10. hús. — Mars ræður lnisi þessu. — Stjórnin á i baráttu eigi lítilli, af ýmsum ástæðum. Bæði frá almenningi Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.