Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 6

Fálkinn - 11.01.1957, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Öm'unsngn Jólosveinninn og töfrnspegillinn Framhald úr síðasta blaði. inn svo stór að hann rakst upp í blöðruna, og tærnar á henni settu gat á botninn á körfunni. Blaðran lækkaði og lækkaði og börnin lokuðu augunum og biðu eftir árekstrinum. Og svo lentu þau allt i einu — i snjóskafli! Belinda varð fyrri til að koma fyr- ir sig fótunum. — Mér finnst ég vera þung á mér, eins og fill, sagði liún. — Ég líka, sagði Tommi. — Og ég er svo skelfing svangur. — Kannske jólasveinninn eigi eitt- hvað gott handa okkur, sagði Belinda. PÉTUR PUKRAItl. Þau dustuðu snjóinn af fötunum sinum og lilupu og stefndu á næsta ijós. Það er oft svo í Jólasveinalandi að fólkið verður að vinna dag og nótt, til þess að afgreiða pantanir, því að sum börn eru svo sein á sér með óskalistana sína. Og sum breyta list- unum. Sum skrifa þá á sumrin og óska sér þá að eignast fótbolta eða baðföt, en svo þegar kemur fram á jólaföstu finnst þeim hyggilegra að óska sér skíða eða skauta. En þetta hcfir mikla yfirvinnu i för með sér, og einmitt í nótt sat Jólasveinki við skrifborðið sitt og var að merlcja við óskalista. Pétur pukrari, elsti dvergurinn í Jóla- sveinalandi, var á sífelldum þönum með mörg spjöld í hendinni. Það eru margs konar spil, sem börnin hafa gaman að, eins og þið vitið og ])essa stundina var Pukrari að raða spjöldunum og leggja þau i réttar umbúðir. Svona liélt hann áfram og leit til hægri og vinstri sitt á hvað ,og var að jagast við Jóla- sveinka, og raðaði Svartapétursspil- unum innan við þröskuldinn, annarri tegund undir sófann og þeirri þriðju upp i hillu. Loks liafði hann lokið við að raða öllum spilunum. — Þetta er versta stritið sem ég liefi lent í, stundi Pukrari og rétti úr sér. — Iin mig skyldi ekki furða þó að ... í sömu svifum var barið á dyrnar. — Kom inn! svaraði Jólasveinki án þess að líta upp. Dyrnar opnuðust, norðangustinn lagði inn i húsið og öll spilin hans Pukrara þeyttust um stofuna eins og fjaðrafok. — Æ, sagði Belinda lirædd. Það var hún sem hafði oj>nað dyrnar. — Skclfing þykir mér þetta leiðinlegt. — Leiðinlegt og leiðinlegt. Pukrari hoppaði af bræði. — Hypjaðu þig úl undir eins, og láttu mig ekki sjá þig framar! Belinda varð svo lirædd að hún greip í liöndina á Toniina og flúði. — Skammastu þín! kallaði Jóla- sveinki til Pukrara. — Hlauptu strax á eftir börnunum og bjóddu þeim að koma inn. — Mér dettur það ekki i hug, sagði dvergurinn. — Sjáðu hvað þau hafa gert við spilin min! — Hugsaðu ekki um það, sagði Jólasveinki. — Það var mér að kenna. Ég sagði þeim að koma inn. Flýttu þér nú — annars drepast þau úr kulda. Pukrari silaðist til dyra, opnaði og kallaði út: — Komið þið þá, béaðir angarnir ykkar! — Veslings börnin, sagði Jóla- sveinki þegar Tommi og Belinda komu inn i stofuna og skimuðu hrædd kringum sig. — Látið þið sem þið sjáið liann ekki, sagði Jólasveinki og benti á Pukrara. — Hann er ekki eins vond- ur og hann sýnist. Eiginlega er hann allra besta skinn, greyið að tarna. — Æ, mér sýnist hann vera eins vondur og hann Jeremías níski, sagði Belinda. — Hver er þessi Jeremías níski? urraði Pétur pukrari. — Það er hann pabbi minn, svar- aði Tommi. — Hann er hræðilegur maður, sagði Belinda. — Ilann heldur aldrei upp á jólin og þó er hann rikasti maðurinn í borginni. Jólasveinki settist við hlóðirnar og setti börnin á hnén á sér. — Segið þið mér eitt'hvað frá honum Jeremí- asi níska, sagði hann. — Er það út af lionum, sem þið komúð liingað? En livað það var golt að sitja á hnjánum á Jólasveinka. Tommi var hrifinn og Belindu fannst alveg eins og hún væri hjá pabba sínum. Þau sögðu honum alla söguna. Um Pabba, sem var jólasveinn i stóru verslun- inni, hvernig Belinda og Tommi hefðu kynnst, um Jeremías níska, sem var svo slæmur og um Tomma, sem vissi ekki hvað jól voru. — Það var þess vegna sem ég fór með hann til Pabba, sagði Belinda. — En hann pabbi minn liélt að mér hefði verið stolið og lét setja hann pabba licnnar í fangelsi, sagði Tommi. — En nú er ég strokinn fyr- ir fullt og allt og kem aldrei aftur nema hann biðji liann pabba 'hennar Belindu fyrirgefningar. Jólasveinki varð hugsi. Hann sagði ekki orð. Þá opnuðust dyrnar og kon- an lians kom inn með stóra öskju. Hún var vafin inn í jólapappir og gullband utan um hana. — Hérna er gjöf til þín, sagði hún við manninn sinn. — Ég fann hana út á þröskuldinum. Svo kom hún auga á börnin. — Nei, hvað er nú þetta? sagði hún. — Voruð það þið, sem komuð með gjöfina? Jólasveinki sagði konunni sinni hvers vegna börnin væru komin. Og hún flýtti sér fram í eldhús til að finna eitthvað gott handa þeim. Jólasveinki las spjaldið, sem var fest við öskjuna: „Til Jólasveinka með ósk um gleði- leg jól. Synir Golíats.“ — Nú er ég hissa! sagði Pukrari og sló á lærið. — Ef ég man rétt þá voru synir Goliats litlir vinir þínir. — Hverjir eru synir Goliats? spurði Belinda. — Það eru risarnir, svaraði Pukr- ari. — Þeir eru mestu hrottar, en nú er svo að sjá sem þeir séu gæfir eins og lömb. — Hvernig skyldi standa á þessu? sagði Jólasveinki. — Ekki kemur það mér við, sagði Pukrari. — En mér kemur það við, sagði Jólasveinki. — Ef við fáum að vita hvers vegna risarnir eru orðnir vin- veittir okkur, getum við kannske kom- ist að hvernig við eigum að lækna Jeremías níska. GÓÐU RISARNIR. Synir Golíats eiga lieima i virki í Snælandi, langt fyrir norðan Jóla- sveinaland. Öldum saman hafa allir nágrannar þeirra verið hræddir við þessa risa, sem voru svo trylltir og mikil fúlmenni, að þeir voru alltaf að gera eillhvað illt af sér. Og svo cru þeir líka ótrúlega ljótir — svo Ijótir að það er mesta furða að þeir skuli ekki verða brjálaðir ])egar þeir líta liver á annari. Þetta sagði Jólasveinki Belindu og Tomma. — En nú, sagði hann — hefir eitthvað merkilegt komið fyrir. Þeir cru orðnir eins og nýir menn! 1 staðinn fyrir að berjast og rifast senda i])eir nágrönnum sínum gjafir, og þeir eru orðnir svo viðluinnan- legir að það er blátt áfram ótrúlegt. — Ó, nú skil ég! hrópaði Belinda. — Ef við fáum að vita hvers vegna risarnir eru orðnir svona góðir, get- um við líklega fundið ráð til að lækna hann Jeremías níska. Og þá sleppir liann lionum pabba úr fangelsinu og lætur hann Tomma fá jólatré. Belinda varð svo áköf að hún réð sér ekki. Þegar þau höfðu ekið lieila nótt og hálfan dag sáu þau skyggja undir höll Golíatssona ... — Getum við ekki fengið að fara til Snælands núna strax? En þá sagði konan hans Jóla- sveinka: — Nei, ég sleppi ykkur ekki héðan fyrr en þið hafið fengið eitt- hvað að borða. Og svo fór 'liún fram í eldhús og kom aftur með stórt fat, kúfað af alls konar góðgæti, og setti það á borðið. Þarna var smurt brauð og hangikjöt, pönnukökur, vöfflur, saft og vatn, mjólk og rjómaís. Besti rjómaísinn í lieimi er búinn til í Jólasveinalandi. Og börnin voru glorhungruð, þau höfðu ekki smakkað mat lengi. Og áður en lauk var fatið tómt. TÖFRABRÖGÐ JÓLASVEINKA. Þegar þau höfðu þakkað fyrir mat- inn sagði Jólasveinki: — Farðu og r.áðu í sleðann, Pukrari! Dvergurinn staulaðist út urrandi. Honum leist illa á það, sem Jóla- sveinki ætlaðist fyrir. Svo fóru börnin í kápurnar sinar og Jólasveinki vafði að sér rauða frakkann sinn með 'hvítu skinnlegg- ingunum. — Komið þið, sagði hann. — Við skulum atliuga málið. Belinda og Tommi voru svo for- vitin að þau gátu ekkert sagt. Að hugsa sér — að fá að aka í sleða Jólasveinka, með hreiridýri fyrir! En þau urðu fyrir vonbrigðum þegar þau komu út. Þar stóð Pukrari lijá venjulegum sleða, og ekkert hreindýr. — Hver á að draga sleðann? spurði Belinda. — Það þarf ekki að draga hann, sagði Jólasveinki. Nú skuluð þið sjá. Svo setti hann börnin á sleðann, en í sömu svifum kom Bobbi boltahattur hlaupandi. — Jólasveinki! Jólasveinki! liróp- aði liann. — Við verðum að mála alla boltana. Jólasveinki lcunni ekki við þetta. — Getur það ekki biðið þangað* til á ruorgun? sagði hann. — Nei-nei-nei, sagði Bobbi. — Á morgun eigum við að setja stálfjaðr- irnar í barnabilana. Við vcrðum að r.ióla boltana núna. Jólasveinki varð vandræðalegur og leit á Belindu og Tonnna. — Geturðu ekki farið, Jólasveinki? spurði Belinda. — Við getum farið ein, sagði Tomrni. Það er alveg óhætt. — Það lield ég nú líka, sagði Jóla- sveinki — en fyrst verð ég að trúa ykkur fyrir töfrabrögðunum mínum tveimur. Hvernig þið eigið að láta sieðann aka þangað sem þið viljið Framhald í næata blaOi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.