Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Gullfaxi (í. v.) og Rrimfaxi utan við flugskýli Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli í gær. Neðst til hægri eru felldar inn myndir af fjórum flugliðanna, sem fluttu nýju flugvélarnar heim, tveim íslenskum og tveim breskum. Ljósm.: Sig. Guðmundss. FLUGFLOTINN STÆKKAR Hinar nýju Vickers Viscount fiug- vélar Flugfélags islands komu til Reykjavíkur kl. 4 síðdegis fimmtu- daginn 2. maí, og var mikill viðbún- aður til að taka á móti Jjeim. Fjöldi fólks safnaðist saman suður á flug- velii til liess að vera viðstaddur xnót- tökuathöfnina. Guðnmndur Vilhjálmsson, formað- ur Flugfélags ísiands, flutti ræðu og rakti aðdraganda að kaupunum, lagði áherslu á mikilvægi flugsins fyrir ís- lensku þjóðina og lýsti hinum nýju flugvélum nokkuð. Næstur talaði Eysteinn Jónsson fiugmálaráðherra og óskaði félaginu og þjóðinni til hamingju með flugvélarnar. Því næst fór fram skírnarathöfn. Frú Kristín, kona Guðmundar Vil- hjálmssonar, skírði fyrri flugvéiina og hlaut hún nafnið Hrimfaxi, en Helga, ung dóttir Arnar Johnson framkvæmdastjóra félagsins, skírði hina Gullfaxa. Að þessari athöfn lokinni hafði Flugfélag íslands síðdegisdrykkju i afgreiðslusalnum. Hinar nýju Vickers Viscount flug- vélar eru taldar með traustustu og þægilegustu flugvélum, sem nú halda uppi farþegaflutningi. Þær eru hrað- fieygar og búnar fullkomnum ör- yggistækjum. Þær eru nokkru minni en Skymaster ffugvélarnar, eða 28% tonn fulllilaðnar á móti 33, en hins vegar eru hreyflarnir fjórðungi afl- meiri, eða 1780 bestöfl hver, og eyk- ur það öryggi flugvélanna. Flughrað- inn er um 525 km. á klst. og verður flugtíminn ti! Iiinna ýmsu áætlunar- slaða erlendis ])vi mun skemmri en áður. Til Glasgow geta þær t. d. flogið á 3 klst. (4% klst. á Skymaster flug- vél), til Lundúna á 4 klst. (áður ö), Kaupmannahafnar á 4% klst. (áður 7). Þetta jafngildir % klst. flugtima tii Akureyrar. 1 farþégasal hinna nýju flugvéla er loftþrýstiútbúnaður, svo að 'hægt er að fljúga í miklu meiri hæð en áður tíðkaðist án þess að farþegar verði fyrir nokkrum óþægindum. Frá hægri: Frú Kristín Vilhjálmsson, sem skýrði Hrímfaxa, Guðmundur Vilhjálmsson formaður Flugfélags Islands, Helga Johnsson, sem skírði Gullfaxa, Orn Johnson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins, og kona hans. ^íelen díeller ein kunnasla kona Bandaríkianna gislir ýsland 1 þessari viku kom hingað til lands- ins heimskunn merkiskona, Helen Kelier, sem hefir verið lieyrnariaus og blind frá bernsku, en er samt i hópi best menntuðu kvenna samtíðar sinnar. Ævistarf hennar er einstætt afrek og margirhafa teygað af brunni þekkingar hennar og óvenjulegrar lifsreynslu. Hún er þvi kærkominn gestur okkur íslendingum. í fimmta tölublaði þessa úrs (1. febrúar) birti Fálkinn grein um þessa heimsfrægu merkiskonu. Myndin sýnir Helen Keller (til vinstri) og Polly Tlliompson ræðast við á fingramáli. Þær haldast í hend- ur og fingramerkin ganga á milli. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.