Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN TINO HITTIR MIKE. Tino tók báðum höndum i kaðal- stigann og fór að lesa sig upp til mannsins undir hvelfingunni. En nú hafði Mike Ribble komið auga á unga manninn, sem var á leið- inni til hans. — Snáfið þér niður áð- ur en þér dettið! kallaði hann og hélt áfram að dytta að rólunum og köðl- unum. Tino lét sem liann heyrði ekki kallið, og klifraði áfram upp stigann. Og loks komst liann upp á pallinn. — Ég er svifrármaður og kem alla leið frá New York lil að hitta yður, sagði 'hann. — Ég er sonur Guidos Orzinis. — Sýnir hann ennþá? spurði Mike og stríkkaði á slökuni kaðli. — Farið þér aftur til New York og segið hon- um, að nú sé ég bara viðgerðamaður. — En þér eruð eini maðurinn í ver- öldinni, sem getið kennt mér þrefalt heljarstökk. Mike leit snöggt til Tinos. Hann ætlaði að springa af reiði. — Þrefalt lieljarstökk! Ertu brjáiaður? Hér kemur sægur af mönnum, sem vilja iáta mig kenna sér liitt og annað. En þú yfirgengur þá alla. Hvílík ósvífni! Þrefalt heljarstökk! Tino klifraði upp að svifránni, fimur eins og köttur. — Ég veit að það er erfitt, en ... Mike leit livasst á hann. Tino lét sem iiann tæki ekki eftir þvi, en liélt áfram: — Ég kann tvöfatt — og þarf aðeins ofurlitla leiðbeiningu til að geta náð því þriðja. — Ofurlitla leiðbeininguí Þú held- ur að það sé svona einfalt? Þú kem- ur úr þriðju umferðinni álíka hratt og hraðlest fer, og alveg blindandi. Þú hefir aðeins brot úr sekúndu til að grípa i hendurnar á samleiks- manninum þinum. Þarna má ekki muna nema millimetra. Það er þre- falt heljarstökk. Tino rétti fram hendurnar að svif- ránni. — Vitjið þér líta á mig, aðeins einu sinni. Og nú fór liann að mýkja sig hægt og hægt með varkárum sveiflum á ránni. Þó að liann væri í venjulegum ifötum, var hægt að sjá, að hann hafði stíl og fullt vald á likamanum. Hann sveifiaði sér og lét hraðann fara vaxandi. Mike gat ekki stillt sig um að horfa á hann. Allt í einu kallaði hann: — Færðu hendurnar betur saman! Tino gerði sem hann sagði og sveifl- aði sér fimlega upp á pallinn. Og eft- ir augnablik var hann kominn á flug- ferð aftur. — í þessari æfingu verðurðu að fara hærra! öskraði Mike. Tino brosti hreykinn og byrjaði á nýjan leik. — Hér kem ég! Takið á móti mér' Mike starði í angist á kroppinn sem kom á fleygiferð. — Bjálfi! Ekki ör- yggisnet! Tino lét sem hann heyrði hann ekki, og kastaði sér áfram. Mike var nauðugur einn kostur að taka á móti honurn. Tino glotti hreykinn er hann hékk í höndunum á Mike, og von bráðar var liann kominn á sinn stað aftur. — Ég liefði átt að sleppa þér, sagði Mike. — En þér gerðuð það ekki. Þetta eru meiri hendurnar á yður. Viljið þér ekki verða grípari hjá mér? — Ég er enginn gripari, sagði Mike önugur. — Við skulum verða samverka- FRAMHALDSGREIN. Á SVIFRÁNNI KVIKMYND ASAGA. United Artists hefir fyrir nokkru lokið við kvikmynd, sem félagið væntir sér mikils af. Myndir af lífi sirkusfólks eru að jafnaði vinsælar, og þá ætti þessi, sem heitir „Trapez“, að verða það, því að Gina Lollobrigida (Lola), Burt Lancaster (Mike) og Tony Curtis (Tino) leika aðalhlutverkin. Hér kem ég! Takið á móti mér! menn, sagði Tino áfjáður. — Þrefalt heljarstökk. Ribble og Orzini! — Viltu þiggja gott ráð? spurði Mike og reyndi að sefa skap sitt. — Fijúgðu til Brooklyn aftur, meðan þú ert flugfær. Han.n gaf Tino olnbogaskot og renndi sér fimlega niður kaðalinn. Tino elti hann með augunum en lirökk við er hann sá Mike stihga hækjunni undir handveginn. Nú var Mike allt í einu ósjálfbjarga örkumla maður og haltraði út af sviðinu. í KAFFIHÚSINU. Þegar Tino fór úr sirkushöllinni var hann sannfærður um að Mike mundi hjálpa honum. Dvergurinn fylgdi honum að kaffihúsinu á horn- inu, en þar héldu sirkusartistarnir sig aðallega. Þeir mættu Mike i dyrunum, hann var að fara út. Hann lét sem hann sæi ekki Tino en hélt áfram niður götuna. Nú kom Tino ráð í hug. Hann elti Mike á handahlaupum niður götuna og tók hvert heljarstökkið eftir ann- að. Svona hringsnerist hann eins og skopparakringla og loks gat hann fengið Mike til að koma með sér inn í kaffihúsið aftur. 'Þeir settust við borð og fóru að tala saman. Þetta var langur og mjór salur, svækja þar inni og mikill reyk- ur. Við skenkinn, sem var fóðraður með zinki, stóðu menn og þömbuðu öl, og borðin með blettóttum dúkun- um voru alsetin. — Clarke, Segrist, Concello, Cod- ona, Amadori, Ribble ... aðeins sex menn i veröldinni hafa stokkið þre- falt heljarstökk, sagði Mike alvarleg- ur. — Og það kemur aldrei neinn sjöundi! Hvað er sirkus í dag? Rós- rautt ljós og dansandi stelpur — og blátt sag á gólfinu ... Tino gaut augunum til Lolu', sem stóð með Ungverjunum sínum við skenkinn og var að borða súpu. Þetta hafði verið erfiður dagur og hún var alls ekki i góði’ skapi. Hún svipaðist um og kom auga á Tino og Mike. — Ég verð að tala við þig, Mike, sagði hún ofurblíð og settist hjá þeim við borðið. — Það verður að breyta uppsetningunni á rólunum, fyrir númerið okkar. Við þurfuin eina stöng í viðbót, og geislinn frá kastljósinu verður að vera að minnsta kosti ein- um metra lengri og ... Hún renndi augunum til Tinos, sem starði hug- fanginn á hana. Svo sncri hún sér aftur að Mike. Styrkleikinn á Ijósinu verður að vera hæfilegur til að ég njóti mín, og þetta verður allt að vera tilbúið á morgun, hélt hún áfram. — Svo ef þú vilt byrja snemma ... Hvað er þetta, hlustarðu ekki á það, sem ég er að segja? Mike brosti umburðarlyndur. — Jú, að kastljósið á að skína á þig í lokin. Veistu nokkuð betra til að láta það skína á? spurði hún og komst í ham. — Það er nú eftir að vita, sagði Mike kuldalega. — Hvað getur þú boðið í staðinn? Augun i Lolu skutu neistum, en Mike sneri sér rólegur undan. Þegar Tino fór úr kaffihúsinu var hann talsvert fúll út af þvi að Mike hafði ekki lofað honum neinu um kennsluna. Hann settist á gangstétt- arbrúnina og starði dapur út i bláinn. Þá kom Mike út. Þeir horfðu þegj- andi hvor á annan um stund. Svo rétti Mike fram hækjuna, þannig að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.