Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. söngflokkur, 4. klórar, 10. op, 13. neysluhæfur, 15. burt, 16.. trúarhöfð- ingi, 17. ófrægja, 19. leyfi, 20. ræma, 21. lofttegund, 22. æða, 23. vasla, 25. er til óþæginda, 27. hræðsla, 29. utan, 31. húsdýr, 34. tveir eins, 35. ungviði, 37. fáanlegur, 38. læti, 40. bróðir Jakobs, 41. tveir samhljóðar, 42. hljóðlíking, 43. snertill, 44. strönd, 45. vaxa að visku, 48. murr, 49. tveir sam- hljóðar, 50. skilrúm, 51. veitingastofa, 53. frumefni, 54. jörð, 55. þýskur há- skólabær, 57. 'hestur, 58. stjórnsemin, 60. þústna, 61. rúm, 63. skankar, 65. eldfjall, 66. ás, 68. skvetta, 69. óþrífa, 70. endurkast, 71. bein. Lóðrétt skýring: 1. ástfólginn, 2. óviðunandi, 3. villa, 5. tveir samhljóðar, 6. niðja, 7. gömul tunga, 8. hólfa af, 9. viðureign, 10. brestur, 11. skyldmenni, 12. flugfélag, 14. landbúnaðarstofnun, 16. hagleg, 18. stöðuvatn, 20. skjólu, 24. málefni, 26. þræta, 27. skrímsl, 28. óhreinn, 30. liffæri ft., 32. leggjarhöfuð, 33. ley, 34. fæðutegund, 36. verðlagning, 39. planta, 45. setja af réttri leið, 46. kon- ungleg athöfn, 47. harma, 50. geldast, 52. viðstaða, 54. blikna, 56. sorg, 57. sjúkleiki, 59. liestur, 60. samvinnufé- lag, 61. byggt ból, 62. hrís, 64. efni, 66. frumefni, 67. þvertré. LAUSN Á SÍÐUSTU IÍROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. þrefi, 5. liátku, 10. frami, 12. karps, 14. grefi, 15. ess, 17. kápan. 19. Rón, 20. raflýsi, 23. stó, 24. áans, 26. klára, 27. skar, 28. Aðils, 30. aka, 31. meina, 32. Núma, 34. kapp, 35. Agn- ars, 36. gúlpur, 38. Agli, 40. Alan, 42. kárna, 44. arg, 46. snakk, 48. arma, 49. snark, 51. Aron, 52. ama, 53. ein- tala, 55. blá, 56. róðan, 58. ats, 59. skála, 61. trunt, 63. skata, 64. aðild, 65. varla. Lóðrétt ráðning: 1. þrenningarmaðra, 2. raf, 3. Emir, 4. F. I., 6. Á.K., 7. laki, 8. krá, 9. upp- skipunarbáta, 10. fróað, 11. Ásláki, 13. Satan, 14. gráan, 15. efla, 16. sýra, 18. nórar, 21. ak, 22. S.A., 25. slungna, 27. seppana, 29. smala, 31. malls, 33. Ari, 34. kúa, 37. skóar, 39. bratta, 41. óknáa, 43. ármót, 44. Anna, 45. gras, 47. kolla, 49. Si, 50. Kl., 53. enni, 54. askr, 57. auð, 60. kal, 62. T.L., 63. s.A. RICHARD WAGNER. Frh. af bls. 5. manni sínum, og afþakkar, en pen- inga þiggur liann. Og fyrir þá pen- inga eru fyrstu hátíðasýningarnar haldnar i Bayreuth — árið 1876. Og þær urðu svo ógleymanlegar, að ætíð síðan hefir fólk, sem ann tónlist Wagners, farið langar leiðir til að sjá þær og heyra. Og metnaður allra Wagnersöngvara er, að fá að syngja í Bayreutih. Það er stimpill, sem er gjaldgengur um alla veröldina. Það er „Niflungahringurinn“, sem er á leikskránni. Rinargullið — Val- kyrjan — Siegfried — og Ragnarökk- ur. Lúðvík Bayerne-konungur er gest- ur, og er svo hrifinn, að liann ekur með Wagner um aðalgötur bæjarins eftir sýninguna. En Wagner er ekki hættur. Nú kemur „ParcifaT*. Verkið er talið guðlast, og ýmsir heittrúnaðarmenn biðja Liszt um að skerast í leikinn og stöðva Wagner. Liszt fer til Vene- zia til að hitta Wagner og Cosimu, heyrir útdrátt úr verkinu og gefst upp. Þetta sem liann heyrir, er svo guðdómlega fallegt. — En þegar Wagner er að leika, bilar hjartað. Þetta er 13. febrúar 1883. Auður stóll við iokað píanó. Richard Wagner er dáinn. En Cosima Wagner stjórnaði hátiðasýningunum í Bayreuth til ævi- loka, 1930. Síðan tók Siegfried sonur hennar við, og síðan 1951 er það þriðji ættliðurinn, Wieland og Wolf- gang Siegfriedssynir, sem stjórna Bayreuthleikhúsinu. GIFSTU HONUM PABBA! Framhald af bls. 9. hann. — En orðunum var stolið úr pennanum mínum! Gerðu svo vel að lesa „P. S.“ fyrst, ]jví að það er mest áríðandi. — Að hugsa sér að það skyldi verða Jane, sem bað mín, sagði Jemina og röddin skalf. — En segðu mér, Jemina. — Hvað er um herra Day? — Herra Day, endurtók hún lireim- laust. — Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Fyrir tvíkvæni. Börnin lians voru lagleg, 'bætti hún ósjálfrátt við. — En — eh — þú fékkst að halda Rikki? — Fékk ég að halda Rikkí? Hvað ertu að segja, maður? — 'Það er deginum ljósara. En það gerir ekkert til. Jemina starði á hann eins og álfur úr hól. — Er Rikkí ekki barnið þitt? Richard tók viðbragð. — Barnið mitt? Mitt? Jemina hló lágt. — Rikkí var á heimilinu þínu þegar ég kom. — Komst þú ekki með tiann með þér? Ég hélt að þú ættir hann, þó að hún frænka mín minntist ekkert á það. Hún minntist aðeins á tvíbur- ana. Þau störðu hvort á annað uns þau hrópuðu samtímis: — Jane! Þau leiddust hönd í liönd eftir fjörunni og röktu hjólspor barna- vagnsins. * RÁÐNING AF BIS. 10. 1. múldýr, 2. smáhestur, 3. veð- hlaupahestur, 4. púlshestur, 5. asni. Hæsti inannabústaður á jörðinni er Háloftsrannsóknarstofan í Chacalt- aya. Hún er rekin af rannsóknarstöð kosmiskra geisla, eða „Laboratorio de Fisica Cosmica“ í Boliviu, og stendur uppi í Andesfjöllum í 5286 metra hæð, um 35 km. frá borginni La Paz. Rúmast 20 manns í húsinu, en eigi eru þar meira en 4—5 að stað- aldri og söniu mennirnir atdrei meira en 5—7 daga í einu. --O— Pentagon eða Fimmhyrningurinn í Washington . er stærsta skrifstofuhús í iheimi, en þar er hermálastjórn Bandaríkjanna til húsa. Pentagon var fullsmíðað 1943 og kostaði 83 mill- jónir dollara. Hver útveggur hússins (þeir eru fimm) er 285 metra langur. 1 húsinu starfa 28.500 manns, þar eru yfir 44.000 simar og símastúlkurnar, sem eru 220, afgreiða 280.000 samtöl á dag. Þar eru tveir gildaskátar, sex matstofur og tíu hressingarskálar. —O— STJARNA FRÁ AUSTURLÖNDUM. Meðal margra fríðra lcvikmyndadísa, sem komu á kvikmyndahátíðina í Venezia, vakti japanska leikmærin Aiko Mimasu sérstaklega athygli fyr- ir fegurð og háttprýði í framkomu. ÍÞRÓTTAKÓNGURINN. — Umberto fyrrum Italíukonungur, sem rekinn var frá ríkjum svo að segja undir eins og hann hafði sest í hásætið, hefir dvalið í Sviss undanfarið. Hér sést hann ásamt Maríu Beatriz af Savoyen, dóttur sinni. Bæði eru í fullum vetrarskrúða. [Ný aigreiðsla F.Í. í Kaupmannahöfn Flugfélag Islands hefir opnað nýja skrifstofu í Kaupmannahöfn nú fyrir skömmu. Myndin er af því, þegar fyrsti viðskiptavinurinn lagði þangað leið sína. Lengst til vinstri er Birgir Þórhallsson, forstöðumaður skrifstofu F. f. í Höfn, ungfrú Áslaug Steindórsdóttir er að afhenda viðskiptavininum far- miðann. Auk þeirra vinna þarna þau Steinunn Jónsdóttir, Stefán Jónsson og Helge Olsen.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.