Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Konurnor hringum Rkhord Wagner Jöfur þýskra tónskálda á 19. öld, Richard Wagner, markaði stefnu- mót í tónlist og varð að heyja erfiða baráttu. Hann var skapstór maður og óráðþægur, en þrjár konur urðu honum stoð í baráttunni. Þær tilbáðu þennan hrokafulla sérgæðing. — Nú hefir verið gerð kvikmynd af ævi Wagners, eftir skáldsögu sem Bertita Harding hefir skrifað um hann. Þar leikur Alan Badel Wagner, en konurn- ar þrjár eru Yvonne de Carlo, Valentine Cortese og Rita Gam. Höfundur „Lohengrins", „Tann- 'haiisers", „Meistarasöngvanna" og „Niflungahringsins“ fæddist í Leipzig 22. miaí 1813. Þetta reyndist bráðvel gefinn piltur. Hann vildi verða skáld. En eftir að hann kynntist verkum Beethovens og Mozarts einsetti hann sér að verða tónskáld. Og hann varð það. Tuttugu og eins árs er hann í Magdeburg og er þá orðinn svo tón- listarmenntaður, að hann getur tekið að sér að Verða hljómsvieitarstjóri óperunnar þar. Hann giftist stúlku, sem heitir Minna Planer og sér ekki annað en gull og græna skóga fram- undan. Hann þykist handviss um að leggja undir sig allan heiminn, og lifa eins og kóngur með Minnu sinni. En óperufyrirtækið verður gjald- þrota. Og Wagner og Minna fara fyrst til París, síðan til Königsberg og loks til London, til að reyna að freista gæfunnar. Þýsk tónskáld voru vel séð í London þá. Sjóferðin til Englands varð söguleg. Skipið hreppti aftaka veður, ósjó, þrumur og eldingar, og verður að hleypa inn í litla vik í Noregi, rétt fyrir norðan Lillesand. Minna var að drepast úr sjóveiki, en Wagner verð- ur hugfanginn af tröllaleik náttúru- aflanna og „músíkinni" í veðrinu, og óperan „Hollendingurinn fljúgandi" fær form í huga hans. Norska víkin, sem hleypt var i, er enn fyrimynd að leiksviðinu i „Hollendingnum". í París var tónskáldið Meyerbeer þá mestu ráðandi í tónlistarlifinu. Hann tók Wagner kuldalega, fannst vera fullmikill vindur í þessum unga manni og skilur ekki hvað fyrir hon- um vakir. Franz Liszt er sá eini sem skilur hann og greiðir götu lians. En Wagner kemur hvergi ár sinni fyrir borð, og verður að afskrifa nótur fyr- ir önnur tónskáld til að hafa ofan i sig að éta. Og Minna hjálpar honum — hún þvær og saumar fyrir ná- grannana. Þannig eru ástæðurnar þegar Wagner er að ljúka við „Hol- lendinginn fljúgandi“. En hann vant- ar aura í burðargjald, til að geta sent þýsku leikhúsi verkið. Og loks lend- ir hann í skuldafangelsi. Þá skerst Franz Liszt i leikinn. Leysir hann út úr fangelsinu og fær því framgengt að hirðleikhúsið í Hér sjást þrjár konurnar, sem Wagner elskaði, eins og þær koma fram í kvik- myndinni: Fyrri konan, Monna Planer, er leikin af Yvonne de Carlo, næst kemur Mathilde von Wesendonck, leikin af Valentine Cortese og loks síðasta kona 'Wagners, Cosima Liszt, lcikin af Ritu Gam. Alan Badel leikur Wagncr sjálfan. Dresden tekur „Hollendinginn“ til sýningar. Wagner stjórnar hljóm- sveitinni sjálfur, og Ágúst Saxakon- ungur, sem er viðstaddur, skipar hann hirð-hljómsveitarstjóra. Og sýn- ingin vekur fögnuð, fólkið er lirifið af tónlistinni, söngnum og leiknum. Nú virðist allt brosa við, og Minna fagnar þvi að kvalatilverunni sé lok- ið. En hún fagnar of snemma. Hún hefir gleymt að Riohard liennar er ekki við eina fjölina felldur, og að 'hann er byltingasinni og berst fyrir frelsi og mannréttindinum. Hann tek- ur virkan þátt i starfi byltingamanna 'gegn kónginum og stjórninni, dreifir flugritum og situr leynifundi. Minna reynir að aðvara hann og fá hann ofan af þessu, en það tekst ekki, og svo fer eins og liana hafði órað fyrir. Riohard verður að flýja land — hann kemst undan falinn undir heyi á vagni. En Minna situr eftir. Hann kemst til Weimar og laumast inn í ópreuna, þar sem verið er að undirbúa hljómleika með ýmsum verkum hans á skemmtiskránni. Og þarna hittir hann velgerðarmann sinn, Franz Liszt — og Cosimu, unga og fallega dóttur hans. Hún er gagn- tckin af tónlist Wagners, og þegar 'hún sér 'höfundinn verður liún ekki síður gagntekin af honum. Hún verð- ur ástfangin þegar í stað. — Hún tek- ur þátt i ráðagerðum um framtíð Wagners og stingur upp á, að hann fari til vinfólks Liszts í Sviss, Ottos Wesendonck og Mathilde konu lians, sem voru mikið áhrifafólk. Og nú byrjar nýr þáttur í lífi Wagners. Wesendonckhjónin gera sitt besta til að grciða götu Wagners. Þau bjóða honum að setjast að í gesta- ibúðinni, sem er á óðalssetrinu þeirra, og hafa tónlistarkvöld fyrir boðs- gesti, til þess að gefa Wagner færi á að kynna tónsmíðar sínar. Mathilde Wesendonck er gagntekin af Wagner og þau verða rneira en vinir. Það er innblástri frá henni að jiakka, að „Tristan og Isolde“ verður til. En svo springur blaðran. Minna, sem er komin frá Þýskalandi, þolir ekki að horfa upp á leynimakkið milli Riohards og Matliilde lengur, og hún finnur, að hún hefir aldrei átt hug Wagners allan. Og liann hefir aldrei verið henni einlæglega trúr. Wesendonck gamli er blindur í mál- inu og eys gjöfunum yfir Wagner, liangað til Minna flettir ofan af öllu saman, í reiðikasti. Þá opnast augu húsbóndans. Wagner verður að hypja sig á burt, en er sárreiður Minnu fyrir framferði hennar og skilur við hana í Venezia. Þaðan fer laún ein síns liðs til Þýskalands. Cosima Liszt hefir ekld gleymt Wagner, þó að hún hafi gifst Hans von Bulow, sem er að vinna sér brautargengi sem hljómsveitarstjóri. Richard Wagner á efri árum, með RembrandtShúfuna og í flauelsjakkan- um. Með honum urðu þáttaskipti í sögu óperunnar. Þau fara i ferðalag til Ítalíu, og i þeirri ferð hitta þau Wagner i Venezia. Cosima fer á undan manni sínum i höllina, sem Wagner hefst við i, og hittir liann þar aunian og hrelldan, harmandi að hafa misst Mathilde Wesendonck. Hann getur ekki unnið en situr fyrir innan byrgða glugga og vorkennir sjálfum sér. Cosima tal- ar fyrir honum. Reynir að sannfæra 'hann um, að engin von sé til þess að Mathilde skilji við manninn sinn, til þess að lifa í tvísýnu með Wagner. Það sé óhugsandi að þessi lúxusdama vilji afsala sér heimilinu sínu og silkikaupmanninum. „Þú hefir enga heimild til að láta konu gerspilla lífi þínu,“ segir hún. Og nú kemur Hans von Búlow með chiantiflösku til að reyna að eyða úr honum ólundinni. Hann spyr eftir Minnu, en Richard vill ekkert um hana tala né hugsa. í hans augum er hún ekki annað en kvenmannsvæfla, sem hann verður að horga meðlag með. Richard Wagner þráir að komast heim til Þýskalands, svo að hann geti komið óperum sínum á svið. En þrett- án ár líða þangað til hann kemst heim úr útlegðinni. Loks getur hann látið Cosima, síðari kona Wagners, gift Hans Biilow áður, og dóttir Franz Liszt komst yfir nírætt og stjórnaði Bayreuth-óperunni fram á síðustu ár.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.