Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 3

Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Bryndís Schram „fegurðar- drotining Jslands 1951“ Úrslit í fegurðarsamkeppninni förn fram í Tivoli föstudagskvöldið 14. júní aS viðstöddu fjölmenni. Ungfrú Bryndis Schram varð hlutskörpust og hiaut sæmdarheitið „fegurðardrottn- ing íslands 1957“. Bryndís Sohram er tæplega 19 ára gömul og lauk prófi í 5. hekk Menntaskólans í Reykjavík í vor. Rún er dökkhærð, há og grönn og býður af sér sérstaklega góðan þokka. Framhald á bls. 14. Riksteatret kemur í heimsókn ti( fslnnds Karl Eilert Wiik og Gerd Wiik í hlutverkum Iírogstads og frú Linde. I næsta mánuði kemur Riksteatret hingað í boði Bandalags íslenskra leikfélaga og sýnir Brúðuheimili eftir Henrik Ibsen á mörgum stöðum norðanlands og austan. Leikheim- sókn iþessi verður ekki aðeins merk- ur leiklistarviðburður í menningar- lífi þeirra staða, sem Riksteatret heimsækir heldur er hér einnig um að ræða leiksýningu, sem Norðmenn segja eina bestu Ibsensýningu siðari ára i Noregi. Þetta er í fyrsta sinn, sem erlendir listamenn koma hingað til lands í því augnamiði að lofa Hér sjást fimm stúlkur, sem kepptu til úrslita i fegurðarsamkeppninni í Tivoli. Önnur verðlaun hlaut Anna Þ. Guðmundsdóttir, 17 ára, vinnur í bakaríi (nr. 10). Þriðju verðaun hlaut Guðlaug Gunnarsdóttir, 19 ára, vinn- ur á fjölritunarstofu (nr. 5). Fjórðu verðlaun hlaut Vigdís Aðalsteinsdóttir, 17 ára, vinnur í Kápunni, Lauga- vegi 35 (nr. 7), og fimmtu verðlaun hlaut Svanhvít Ásmundsdóttir 19 ára, yinnur hjá Lárusi G. Lúðvíkssyni (nr. 2). Nr 6 á myndinni er Bryndís Schram. Liv Strömsted í hlutverki Noru. fólkinu í byggðum landsins að njóta góðrar listar. Vonandi er að framhald verði á sliku. Leikararnir, sem koma að þessu sinni, eru Liv Strömsted, er leikur Noru — kunnustu kvenpersónuna í leikritum Ibsens. Liv Strömsted er ein efnilegasta leikkona Norðmanna og gagnrýnendur blaðanna töluðu um bana sem Noru okkar kynslóðar og Noru okkar tiðar. 1 hlutverki Helmers verður Lars Nordrum, sem er i Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.