Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lars Nordrum og Liv Strömsted í hlutverkum Helmers og Noru. LIBERACE — súkkulaðspíanistinn. Framhald af bls. 5. bljóðfærið. Og svo var 'hann látinn læra píanóleik og fékk ágæta kenn- ara. Sextán ára hélt hann fyrstu hljómleikana og töfraði fólkið með tiltektunum ekki síður en leiknum. Og nú dýrkar fólkið — það er að segja kvenfólkið — hann á sama hátt og margir karlmenn tigna Marilyn. Hann á heima í höll í San Fern- andodalnum, sem kostaði hundrað þúsund dollara. Liberace hefir fengið slaghðrpuna á lieilann og við dyrnar cr hrákagulur póstkassi — eins og „f]ygel“ í laginu. Dyramotturnar eru i lögun eins og slagharpa og tvær standa i stofunni, önnur í gagnsæj- um plast-kassa. Og sundlaugin í garðinum er vitanlega með slag- hörpulagi líka. Það er áætlað að Liberace hafi um milljón dollara árstekjur og hann heldur marga auglýsingafulltrúa til að auka þær. Vitanlega er alltaf verið að orða Liberace við kvenfólk, en ekki hefir neitt orðið úr giftingu enn. Meðal annars var hann orðaður við Sonju Heine, en hún er nú harðgift norskum útgerðarmanni, svo að ekkert verður úr því. „Ég hefi ekki liitt neina stúlku, sem hefir jafn mikinn áhuga á vel- gengni minni og foreldrar mínir hafa,“ segir hann í viðtali. „Kven- fólkinu, sem ég hefi kynnst hingað til, finnst það vera eins og „önnur fiðla“, en ckki liluti úr tilveru minni. Þessar stúlkur eru afbrýðisamar gagnvart tónlistinni og gagnvart að- dáendum mínum, og fellur illa, að ég skuli hafa hugann við það.“ „En stúlkan sem ég giftist verður að vera falleg og aðlaðandi, fyrsta flokks húsfreyja og stoða mig í list- inni. Hún verður að finna hvernig tilfinningar minar eru gagnvart sjálf- um mér og foreldrum mínum, og má ekki vera afbrýðisöm gagnvart þeim eða aðdáendunum," segir hann. Svo að nú vitið þið að hverju þið gangið, slúlkur, ef Liberace kynni að biðja ykkar! * RIKSTEATRET. Framh. af bls. 3. fremstu röð norskra leikara. Hann hefir leikið bæði í kvikmyndum og hjá ýmsum norskunt leikhúsum. Dr. Rank er leikinn af Olafr Havrevold, en hann er einn besti karakter leikari Norðmanna. Þessir þrír leikarar eru allir fastráðnir ltjá Nationaltheatret i Osló, sem leika fyrrgreind hlutverk sent gestir hjá Riksteatret. í öðrum hlutverkum eru Gerd Wiik, sem leikur frú Linde. Karl FEGURÐARDROTTNINGIN. Framhald af bls. 3. Framkoma hennar er hispurslaus og blátt áfram, svo að til fyrirmyndar er. Hún hefir stundað nám í ballett- dansi og hefir oft dansað á sýning- um í Þjóðleikhúsinu. Bryndís er dótt- ir hjónanna Aldísar og Björgvins Schram, Sörlaskjóli 1, Reykjavík. Fegurðardrottningin 1950, ungfrú Guðlaug Guðmundsdóttir, krýndi hina nýkjörnu fegurðardottnnigu klukkan 12 á miðnætti. Fyrstu verðlaun í feg- urðarsamkeppninni eru, sem kunnugt Lárét't skýring: 1. væla, 4. hrúga, 10. fölleit, 13. fölleit, 13. íþrótt, 15. horfur, 16. hljóm, 17. góðgæti, 19. illfygli, 21. marskálk- ur, 22. skógarmaður, 24. straumamót, 26. linkind, 28. þreyta, 30. hlut, 31. kreik, 33. borða, 34. uppbaf söngvísu, 36. fyrirsögn, 38. voði, 39. vandræði, 40. áverki, 41. bókstafur, 42. handlegg, 44. stilltur, 45. hrækt, 46. upphrópun, 48. kremur, 50. málmur, 51. áhald, 54. nefndur, 55. fornafn dansks kvenrit- höfundar, 56. glápa, 58. vera á stjákli við sjúkrabeð, 60. hörð arða, 62. daufa, 63. glæsilegur, 66. mása, 67. gera fræin, 68. hærð, 69. veitti. Lóðrétt skýring: 1. stjaka, 2. illt umtal, 3. skot, 5. bera í brjósti, 6. tónn, 7. búpeningur, 8. tvíhljóði, 9. léttir, 10. hestsnafn, 11. sundgarpur, 12. fór af baki, 14. ó- vinnufúsi, 16. eymd, 18. gersemi, 20. niðursetningur, 22. viðkvæm, 23. for- setning, 25.. flatt hey, 27. illræmdur staður í Kaupinhafn, 29. liernaðarað- gerð, 32. barn, 34. eldavél, 35. ómynd- arleg, 36. sorg, 37. forfeður, 43. land- eyða, 47. lesa með erfiðismunum, 48. virðing, 49. dá, 50. samkomulag, 52. náið skyldmenni, 53. hreyfa, 54. tók Eilert Wiik, sem leikur Krogstad málafærslumann. Helga Backe, sem leikur Anne-Marie, og loks Eva Knoop og Svein Byhring i minni hlutverk- um. OIl þessi síðasttöldu eru mjög góðir leikarar. Leikstjórinn heitir Gerhard Knoop. Leikhússtjórinn Frits von der Lippe, verður einnig með í leikferðinni og fréttamaður frá Dag- bladet í Osló mun koma með hingað tii lands og skrifa greinar um islenskt menningarlíf í norsk blöð i tilefni þessarar leikhéimsóknar. er, fcrð til Long Bcach í Kaliforníu i júlíbyrjun, þar sem Bryndís mun taka þátt í keppninni um titilinn „Miss Universe". Auk þess fylgir klæðnaður ýmiss konar og skotsilfur. Önnur í úrslitakeppninni varð Anna Þ. Guðmundsdóttir, Ijóshærð mjög lagleg stúlka, sem væntanlega mun taka þátt i „Miss Europe“ keppn- inni á þessu ári. Að öðru leyti verða úrslit þaú, að nr. 3 varð Guðlaug Gunnarsdóttir, nr. 4 Vigdis Aðalsteiusdóttir og nr. 5. Svanhvít Ásmundsdóttir. * i óleyfi, 57. bára, 58. lemja, 59. eld- stæði, 60. bókstafur, 61. á flík, 64. bor, 65. ending. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. kopar, 7. spark, 11. ókænn, 13. lakur, 15. ló, 17. amen, 18. óráð, 19. ár, 20. gát, 22. at, 24. K.N., 25. orf, 26. arin, 28. tunga, 31. Árni, 32. afar, 34. kná, 35. óska, 36. ana, 37. ós, 39. ég, 40. Ari, 41. ástleitni, 42. kím, 45. tó, 46. Au, 47. hól, 49. sofa, 51. áma, 53. núll, 55. skrá, 56. æstur, 58. rima, 60. ýra, 61. æð, 62. EI, 64. fun, 65. K.A., 66. óður, 68. synd, 70 R.G., 71. færri, 72. argur, 74. alæta, 75. aldur. Lóðrétt ráðning: 1. kólga, 2. Pó, 3. aka, 4. ræma, 5. enn, 6. fló, 7. skán, 8. puð, 9. ar, 10. kerfi, 12. nett, 14. arka, 16. óáran, 19. árnar, 21. tifa, 23. innheimta, 25. orka, 27. Na, 29. U.K., 30. gá, 31. ás, 33. rósta, 35. ógnun, 38. stó, 39. éta, 43. ískra, 44. mora, 47. hlíf, 48. ólm- ur, 50. fá, 51. ás, 52. Au, 54. úr, 55. sýkja, 56. æður, 57. reyr, 59. angur, 61. æðra, 63. Inga, 66. óæt, 67. rit, 68. sag, 69. dul, 71. fæ. 73. R.D. Alvegr hissa. Síðan Marilyn Monroe giftist skáldinu Arthur Miller hafa Banda- ríkjamenn gefið henni nýtt gælunafn. Nú er hún aldrei kölluð „sex-bomb- an“ heldur alltaf „Venus frá Miller“. Píus páfi tók árið sem leið á móti nálægt milljón pílagrímum víðs vegar úr veröldinni og hefir haldið um 200 ræður. Hann varð 81 árs í mars og 13. mars voru liðin 40 ár síðan hann varð biskup. Konungskærir Englendingar hafa veitt þvi athygli, að Cliarles prins er alvarlegur á öllum myndum, sem teknar hafa verið af honum undan- farið, en áður fyrr brosti hann alltaf á myndunum. Var farið að giska á, að drengurinn væri orðinn þung- lyndur. En nú er ástæðan til alvör- unnar kominn i Ijós. Charles befir misst tvær framtennur, og þykir leiðinlegt að láta á því bera. Aneurin Bevan, sprellikarlinn í alþýðuflokknum breska, rekur búgarð við Chartridge. Nágrannar hans sendu nýlega kæru til hreppsnefnd- arinnar yfir því, að lyktin af svinum Bevans væri stórum verri en af venjulegum grísum, og setti hrepps- nefndin þriggja manna nefnd til að atliuga málið. Nefndin liefir nú skilað svohljóðandi áliti: Lyktin af svínum Bevans er alveg venjuleg svína-skita- lyktl VINDLAR OG KVENFÓLK. Winston Churohill er frægasti vindlareykjari heimsins, og einhvern tíma var hann spurður, hvort ekk væri hægt að líkja saman vindlunr og kvenfólki, vegna þess að karlmenn elskuðu bvort tveggja. — Nei, ekki vil ég nú segja það, sagði Ohurohill. — Þeim sem þykir gott að reykja vindla, finnst mest um að það sé gott, sem er undir um- vafinu á vindlunum. En ég er helst á því, að flestir íueti kvenfólkið eftir umbúnaðinum á holdinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.