Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSGBEIN. : C Á SVIFRÁNNI KVIKM YNDAS AG A. Og þarna kom Lola. Hún greip um höndina á honum. Dvergurinn Max stóð lengi og horfði á eftir þeim. FJANDSKAPUR. Mike gat ekki munað livað hann liafði gert það sem eftir var dagsins, en um kvöldið, áður en sýningin átti að byrja, var hann i fataklefanum sínum eins og hann var vanur, og fór í sýningarbúninginn sinn. Þá kom Bouglione inn. Lola hafði komið hlaupandi inn í skrifstofuna hans fyrir stuttu. — Þér sögðuð að Mike mundi ekki koma, sagði hún dauðhrædd. — En nú er hann kominn! Bouglione yppti öxium. — Ég skal sjá um liann. Farið þér inn og hafið fataskipti. Og nú stóð hann andspænis Mike: — Otto verður grípari hjá Tino, sagði hann. — Þú ert búinn að vera. Mike horfði á hann. — Ringling North kemur í kvöld. Við ætluðum að sýna þrefalda heljarstökkið. — Mig gildir alveg einu um það, svaraði Bouglione. — Vertu sæll! Mike haltraði út á ganginn þegar Bouglione var farinn. Hann heyrði málróm Tinos inni í klefa Lolu. Hann var að gefa Lolu síðustu leiðbeining- arnar. Eftir augnablik kom Tino út og gekk fram bjá Mike og lét sem hann sæi hann ekki. Mike stóð kyrr sem snöggvast og horfði á eftir manninum, sem gekk snúðugt fram hjá. Svo gekk hann að hálfopnum klefadyrum Lolu og hall- aði sér upp að dyrastafnum. Þessi yndislega stúlka í glitrandi búningn- um var því líkust að hún kæmi af annarri stjörnu. Svo fjarræn og kuldaleg var hún. — Hvað ert þú að snuðra 'hér ú sýningartímanum, sagði hún snúðugt. Mike brosti og það voru harmkvæli í brosinu. — Gefðu mér þetta kvöld, sagði hann biðjandi. Otto getur þetta ekki. Ringling North er í' leikhúsinu i kvöld. Mundu eftir framtíð Tinos. Lola hristi höfuðið. — Það er ekki Tino, sem þú ert að hugsa um. Það ert þú sjálfur. Þú vilt fá endurgoldið kvöldið sem þú hrapaðir. Þegar Otto missti þig. Þér er sama hvern þú særir og hverjum þú gerir mein, ef þú aðeins færð það kvöld borgað. — Þetta var satt einu sinni, sagði Mike lágt, — en ekki lengur. Kannske elskaði ég þig frá byrjun, án þess að vita af því — og þegar ég skildi það, var það orðið of seint ... Gleymdu mér, en gleymdu ekki Tino. Fáðu Bouglione til að tala við hann og Otto. Lola hristi höfuðið aftur. — Þú lof- aðir mér ást — nú sendir þú mig burt aftur. Lofðu mér að vera og láttu Otto um Tino. MIKE TEKUR VIÐ. Sýningin var byrjuð. Rósa reiðfima liafði lokið sýningarnúmeri sínu og hleypti út af sviðinu, á hvitum hesti. Það var dimmt á sviðinu og skært hvita ljósið frá kastljósunum mynd- aði bjartan hring undir hvelfingunni. Það skein á þrjár persónur á pöllun- um — Tino, Lolu og Otto. Þau hneigðu sig og brostu við lófaklapp- inu frá fólkinu — glæsilegur þriggja laufa smári í skartklæðum. Því hvað vissi fólkið um það, sem gerðist að tjaldabaki? Nú varð þögn í liúsinu. Og svo voru trumburnar barðar. Enginn hafði séð manninn, sem las sig upp einn varakaðalinn. Nú var kastljósunum beint að palli gríparans, hinumegin. En í stað Ottos stóð þar maður með hvítt bindi um handlegginn — allir þekktu hann. Það var Mike Ribble. Tino og Lola störðu á liann með skelfingu, en Otto renndi sér varlega niður kaðalinn. Taugarnar höfðu brugðist þegar mest reið á. Hann gat ekki gert þetta gagnvart Mike. — Þú getur aldrei gert þrefalda stökleið með Otto, kallaði Mike til Tinos. — Þú verður að nota þér þetta tækifæri. — Hypjaðu þig á burt! æpti Tino til hans. En Mike hreyfði sig ekki. — Ribble og Orzini. Manstu, Tino? Þau voru ein, þessi þrjú, í heimi sem ást og hatur berjast um. Þau höfðu gleymt fólkinu, sem sat þarna niðri. — Hypjaðu þig ofan áður en ég sparka þér niður! hrópaði Tino. — Ja. Reyndu það, svaraði Mike og nú var eitthvað af gamla ertni- hreimnum i röddinni. — Ringling North er þarna niðri! — Við skulum sýna honum hvað við getum! Sýna honum þrefalda stökkið! Þú ætlar varla að guggna núna? Ég hélt að þú værir ekki ragur? Bouglione hafði séð þegar Otto dró sig í hlé. Hann hljóp út og fór að skipa fyrir um að taka öryggisnetið burt þegar í stað. Sjálfsagt að stöðva þetta svifslárnúmer. — Dansnúmer! Dansnúmer! hróp- aði hann. Slökkvið kastljósin! En þau þrjú uppi undir livelfing- unni virtust ekki taka eftir uppnám- inu niðri. Það sauð i þeim öllum. Nú varð eitthvað að ske. — Ekkert öryggisnet. Það á nú við þig. Lola og Tino heyrðu kaldhæðna rödd Mikes gegnum myrkrið. — Manstu fyrsta skiptið hérna. Þá var ekkert net heldur. Þá sá ég livað í þér bjó. Lola hélt dauðahaldi i Tino og grát- bændi hann um að fara niður, en hann hristi hana af sér. — Það er þetta kvöld, sem þú hefir verið að búa þig undir, kallaði Mike. — Mesta kvöld ævi þinnar! Tino nötraði af reiði og Lola neri liendurnar í örvæntingu. — Ég hélt þig annan en þú ert, hélt Mike áfram. — Þú ert aðeins hugaður þegar þú ert þarna niðri. Geturðu staðið kyrr? Ertu sveittur á höndunum? Ertu hræddur við hæð- ina? Þú sagðir að ég gæti kennt þér þrefalda stökkið. Það hefi ég gert. Nú get ég ekki kennt þér meira. Nú kemur til þinna kasta. Hertu nú upp hugann. Við skulum gera þettal ÁN ÖRYGGISNETS. Mike dró andann. Tino beit á jaxl- inn og var harður á brúnina. Lola hélt dauðahaldi í róluna. Hún mátti ekki falla í yfirlið núna. Af ýtrasta megni reyndi hún að hrista þessa martröð af sér. Nú var aðeins um Mike og Tino að ræða. Hún var aukageta. Þeir höfðu báðir gleymt henni. Allt í einu var Tino farinn að 'Sveifla sér. Mike bjó sig undir að taka á móti honum. — Mundu að komast langt upp yfir þessar ileiðslur, kallaði hann að lokum. — Athugaðu vel þegar ég sveifla mér næst, og mundu drengur minn — að þú getur gert þetta! Nú var orðinn álíka spennnigur hjá fólkinu niðri og hjá þeim þremur þarna uppi. Þegar fólkið sá, að þau ætluðu að sýna númerið án öryggis- nets, hrópaði það til þeirra að 'hætta við sýninguna og koma niður. Allra augu mændu á Tino er 'hann kastaði sér fram. Tveir kollhnýsar — og hálfur i viðbót ... Mike greip hann á síðustu stundu og hvislaði af pallinum: — Mundu að þú getur þetta! Einu sinni enn! Tino sveiflaði sér út aftur. Hærra og hærra, tvo hringi — og Mike greip hann. — Nú skulum við hafa það þrefalt, sagði hann. — Mundu eftir Madison Square Gardens! Fólkið var allt í uppnámi. Allir störðu upp í hvelfinguna. Bouglione spýtti út úr sér vindlinum. Þegar Tino lenti aftur á pallinum sínum hjá Lolu eftir að hafa sveiflað sér til baka kveinaði hún: — Hann er brjálaður! Hún vissi ekki sjálf hvort það var Mike eða Tino, sem liún átti við. Tino sveiflaði sér út einu sinni enn. Hærra og hærra — það var auðséð hvað hann ætlaði sér núna. Hann var að sveifla sér í þrefalt heljarstökk. Augnablikið var komið. Tino sleppti ránni ... og svo .. . Fyrsta kollsteypan, önnur ... og sú þriðja! Mike sveiflaði sér hægt fram á móti honum. Með linén þrýst upp að bringu hringsnerist Tino i loftinu til móts við gríparann, sem bafði lif hans á sínu valdi. Fullkomið — þrefalt heljarstökk. Mike rétti fram hendurnar. Þær voru sterkar og takið var öruggt. — Aðeins sjö í veraldarsögunni,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.