Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN lt U Z I C K A : Dyrabjöllunni var liringt. Rithöf- undurinn John Parry leit á klukk- una. Hún var nærri þvi níu — hver gat verið að heimsækja hann á af- skekktum stað uppi í sveit svona seint á kvöldi? — Millie, Miliie! hrópaði 'hann. — Gáðu að liver þetta er! En svo mundi hann að bæði Millie og eldakonan áttu frí i kvöld. Hann fór sjálfur til dyra. Alvarlegur gamall maður stóð við dyrnar, gráskeggjaður, með vindil, harðan 'hatt og skjalatösku i hendinni. — Veitist mér sá heiður að tala við hr. JoQin Parry? spurði gesturinn. — Já. Hvað get ég gert fyrir yður. — Afsakið að ég er svona seint á ferð, en ég átti svo annríkt að ég gat ekki komið fyrr. Ég heiti Vincent Tucker og er í Barnaverndarnefnd- inni. Ég hringdi til að láta vita að ég kæmi. Parry fór með gestinn inn i stofu og bauð honum sæti. — Mér þykir leitt að ég neyðist til að baka yður óþægindi. En eftir langa umhugsun afréð ég að tala við yður í fullri vinsemd og benda yður á, að ýmislegt í ævintýraskáldsögun- um, sem !þér hafið látið birta undan- farið, hefir spillandi áhrif á börn og unglinga. Gætið þér ekki hugsað yður að breyta til, og skrifa eitthvað, sem hefir uppbyggileg áhrif á æskulýð- inn? John Parry fór að ókyrrast á stólnum. — Ég á mjög erfitt með að svara yður núna strax, sagði hann. — Ég get ekki tekið neina ákvörðun um þetta nema ég hugsi málið fyrst. Þeg- ar á allt er litið þykja skáldsögur minar mjög spennandi. Ég hefi grætt mikið á þeim, og ... — Ég hafði búist við þessu svari, tók Tucker fram í. — Þér gerið yður með öðrum orðum ekki ljóst hver áhrif bækur yðar hafa? Parry yppti öxlum. — í hreinskilni sagt — nei! Tucker hló góðlátlega og opnaði skjalatöskuna sína. — Jæja, það kemur ekki að sök. En ég er kominn hingað til þess að útskýra þessi áhrif fyrir yður. Meðan Parry var að brjóta heilann um hvers konar ógeðfellt skjal frá Barnrverndarnefndinni Tucker ætl- aði að sýna honum, dró sá síðar- nefndi lassó upp úr skjalatöskunni sinni og kastaði með mikilli fimi snörunni um hálsinn á ritliöfundin- um, batt hann við stólinn og stakk kefli i munninn á honum. Parry stundi. — Verið þér ekki að stynja, herra minn. Það gera hetjurnar i skáldsög- unum yðar aldrei. Þær kvarta aldrei þegar þær eru bundnar og keflaðar. Svo gekk Tucker i hægðum sinum að skrifborðinu, tók lykilinn að pen- ingaskápnum úr skrifborðsskúffunni og fór að troða fjármunum Parrys í töskuna sina. Hann varð svo hrifinn er hann fann heila hundrað þúsund dollara i skápnum að hann missti bæði skegg- ið og stjórnina á sjálfum sér, og nú stóð ungur og alls ekki alvarlegur maður þarna fyrir framan skáldið. — Þér eruð ekki herra Tucker! öskraði Parry, sem hafði tekist að spýta út úr sér keflinu. Hver eruð þér, hrakmennið? Ungi maðurinn stakk keflinu aftur í munninn á Parry og til vonar og vara setti hann heftiplástur fyrir ginið líka. Og um leið og hann fór út að dyr- unurn með hundrað þúsund dollarana leit liann um öxl. — Kallið þér mig hrakmenni, Parry? Þér ættuð að skammast yðar fyrir að kalla mig það. Ég er, eins og þér hafið fengið tækifæri til að reyna, einn af allra tryggustu les- endum yðar! * Qarðuriiiff okUnr Framhald af bls. 9. leika árssprotanna. Þeir eiga að verða álíka gildir og litli fingur manns á fyrsta ári, en algengt er að sjá þá litlu gildari en bandprjón. Þegar svo er mega menn vita að áburðarskort- ur sé mjög mikill. — Alaskaöspin er Ijómandi fallegt tré, ilmar vel og ber mjög stór blöð. Hún laufgast á sama tirna og birkið og fellir blöð um svip- að leyti, og þar sem henni líður vel er vöxtur hennar mjög hraður. Dæmi eru til að liún hafi komist í tæplega 9 metra hæð á 13 árum. Engar aðrar trjátegundir liafa komist i námunda við þetta. Ospinni er mjög auðvelt að fjölga með græðlingum, og geta þvi þeir, sem eiga þær í görðum sinum gefið nágrönnum sínum afklipptar greinar til að setja i jörð. Álmur hefir verið fluttur til lands- ins frá ýmsum stöðum, en þau álm- tré, sem vaxið hafa upp af fræi frá 67. breiddarstigi í Norður-Noregi, hafa reynst með afbrigðum harðger hér á landi. Álm má setja niður sem einstök tré eða nota hann í limgerði og skjólgirðingar. Þessi álmur er ein hin besta trjátegund, sem við höfum til gróðursetningar i skjólbelti, en hann mun vera lang áburðarfrekasta trjátegundin, sem hér er. Það er ekki viðlit að rækta hann nema með mjög mikilli áburðargjöf. Undanfarið hefir verið erfitt að afla fræs af þessum stofni nema með höppum og glöpp- um. Af því ihefir lítið verið til af lionum um langt skeið. En i vor og næsta vor mun eitthvað koma úr gróðrarstöðvunum. Hlynur er mjög fallegt og laufrikt tré, sem til er i ýmsum görðum hér á landi. Hann hefir iðulega borið fræ en uppeldi lians er ýmsum vandkvæð- um bundið og því er aldrei mikið til af honum i senn. En ekki er ráðlegt að planta nema einu eða tveim trjám í hvern garð, þvi að hlynurinn verður mjög stór og blaðrikur, og skyggir því mjög á annan gróður. Að endingu skal minnst á lítið lauf- tré, sem hefir orðið útundan við ræktun hér á landi. Það er gráelri af norskum stofni. Það mun koma úr gróðrarstöðvunum eftir eitt eða tvö ár, og það er vafalaust mjög harðgert. Þegar öspin, álmurinn, hlynurinn og gráelrið bætist i lióp hinna lauf- trjánna, sem við liöfðum fyrir, verð- ur öll trjárækt mikið fjölbreyttari og skemmtilegri en verið hefir. Læt ég þá útrætt um lauftrén en sný mér að barrtrjánum. Um 1920 og nokkur ár þar á eftir var það almenn trú manna hér á landi, að ekki þýddi neitt að fást við ræktun barrtrjáa, enda var það ekki gert að því undanskildu að fáeinir menn fluttu þó inn nokkur sitkagreni og eitthvað lítils háttar af öðrum barrtrjóm. Þetta gekk misjafnlega, en sanit lifa þó nokkur sitkagreni frá þessum tíma m. a. í garði Valgeirs Björnssonar við Laufásveg og garði Guðmundar heitins Ásbjörnssonar við Fjölnisveg. Þetta eru nú stór og mikil tré. Upp úr 1936 var farið að flytja inn bæði sitkagreni og ýms önnur barrtré, og nú er svo komið að sjá má sitkagreni all A'iða í görðmn manna, og eru þau til mikillar prýði, einkum á vetrum. Reynslan hefir orðið sú, að mér er nú óhætt að fullyrða að þar sem sitkagrenið hefir náð góðri rótfestu er það harðgerasta trjótegundin, sem við höfum hér á suður og suðvestur- landi. Þeir, sem vilja ganga úr skugga um þetta ættu að leggja leið sína suð- ur i Fossvogskirkjugarð og bera sam- an vöxt og þroska grenisins við aðrar trjótegundir, sem þar vaxa. Ég hefi líka séð það berjast við óblíða suð- vestanáttina hér við flæðarmálið i Skerjafirðinum ásamt íslensku birki og séð hvernig það heldur velli og vex þótt íslenska birkið sé að gefast upp ef.tir að hætt var að' bera að því áburð. Við gróðursetningu sitkagrenis i garða er þess að gæta, að það er miklu lengur að rótfestast en lauftrén. Tekur það tvö ár eða meira áður en grenið hefir búið um sig. Á þeim tíma verður að hlifa þvi fyrir næðingi svo sem frekast er kostur, því að annars er barrinu hætt til að þorna og visna og dctta af, en við það missir tréð þrótlinn, og getur þetta leitt til al- gerrar vaxtarstöðvunar og jafnvel dauða ef illa tekst til. Því miður er það alltof algeng sjón að sjá illa með- farnar plöntur í sumum görðum, og er ömurlegt að horfa upp á það, að nvenn verji fé til plöntukaupa en kæri sig svo kollótta um framhaldið. Þetta er að fleygja peningum í sjóinn og ætti hvergi að sjást. Ennfremur má gras ekki vaxa að stofni grenisins meðan það er lítið, en þegar trén vaxa halda þau sjálf grasinu frá sér nveð skugga af barri og greinum. Við gróðursetningu sitkagrcnis er það því alveg skilyrðislaus nauðsyn að skýla því fyrstu tvö árin fyrir öllum næð- ingi. Að þeim tima liðnunv mun fátt geta grandað þvi. Ég þarf varla að taka fram, að áburður meðfram trján- um flýtir því að trén rótfestist og örvar allan þroska þeirra. Eini ókosturinn við sitkagrenið sem garðtré er að það mun verða of stórvaxið er stundir líða. En tvö ráð eru til að koma í veg fyrir of hraðan vöxt. Annar er að halda áburði frá þvi þegar það er komið á legg, en bitt er að klippa það að vild. Sitka- grenið þolir vel hvers konar klipp- ingu og toppstýfingu, og geta menn haldið þeim lengi innan vissra tak- marlca með þessu móti, ef rnenn lcæra sig þá um það. Sitkagreni rná nota í sigræn limgerði, ef menn vilja, og má klippa það eins og keilu svo fremi að það þyki fallegt. Ég geri ráð fyrir að ræktun sitka- grenis verði erfiðari norðan lands og austan en Oiér syðra, þar sem úrkoma er mikil, þvi að tréð er vant mikilli úrkomu og er bókstaflega fjörutré, ef svo mætti að orði komast. Ég liefi að vísu séð álitleg sitkagreni á Akur- eyri og víðar fyrir norðan, en ekki er víst að framhald verði á góðum þrifum sakir skorts ó loftraka og úr- komu. En þeir, sem búa á þessum slóðum geta ræktað sibiriskt lerki með svipuðum árangri og við ræktum sitkagrenið hér syðra. Lerkið er meginlandstré, vant litilli úrkomu og loftraka, og því er hætt við að það þoli ekki vel úrkomuna hér syðra er lil lengdar lætur. Nú orðið er kostur á að fá ýms önnur barrtré í garða svo sem blá- greni, rauðgreni, hvitgreni og bast- arð af hvítgreni og sitkagreni, sem er mjög harðger, og auk þess nokkrar furutegundir. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þessar tegundir, því að öll ræktun þeirra er á sama veg og sagt hefir verið um sitkagrenið. En með þvi að hafa nokkur barrtré i görðum auka menn mjög á fjöl- breytnina og væri því vel, ef menn notuðu þau jafnframt lauftrjánum. Ástæða ihefði verið til að minnast á ýrnsa rtinna i sambandi við trjá- ræktina, en bæði er það, að ég er tæplega nógu fróður um slíka hluti, og eins hitt, að það væri of yfirgrips- mikið að taka bæði tré og runna í sama erindi. En þess má geta, að hér má rækta marga fallega runna í görð- um, einkum þegar skjól er fengið af trjám, og koma margar tegundir til greina, bæði blómrunnar og berja- runnar. En það sem skortir mest nú er að hér þyrfti sérstaka gróðrar- stöð fyrir þess háttar gróður, þar sem ýmsir stofnar væru reyndir og þeim fjölgað er bestir væru við okkar hæfi. Fáeinir garðyrkjumenn hafa fengist nokkuð við ræktun runna og garð- trjáa, og er það vel, því að hlutverk skógræktarinnar er fyrst og fremst að ala upp skógarplöntur, og þó að nokkuð hafi verið gert að því að ala upp runna og garðtré, hefir slikt ávallt verið i hjáverkum, og því má ekki búast við of miklu þaðan. Um leið og ég lýk máli minu vil ég endurtaka það, sem ég sagði í upp- hafi, að trjárækt við heimilin setur öllu öðru framar menningarbrag á liibýlin. Þegar trjágarðar verða við hvert hús í kaupstöðum landsins, verða þau hlýlegri, vistlegri og um- fram allt skjólbetri fyrir ibúana. Þess vegna ætti það að vera metnaðarmál sénhvers húseiganda að koma upp snotrum trjágarði og vel hirtum. Enn- fremur ættu bæjarstjórnir að stuðla að þvi, að menn geti fljótt hafist handa um ræktun garða með þvi að leggja stéttir með lóðum samtímis þvi að byggt er á þeini, og loks ættu fegrunarfélög hinna ýmsu staða, að láta þetta til sín taka, en því er nú miður að sum þeirra eru ærið at- hafnalitil, eins og Fegrunarfélag Reykjavíkur, sem virðist 'hafa sofið værum blundi um langt skeið. En hvað sem öllu slíku liður vona ég að sem flestir hefjist nú handa um að búa til nýja garða og hirða hina gömlu vel, svo hér megi klæða hina gráu og köldu veggi ibúðarhúsa okk- ar grænu laufi sumarlangt og svo að sjá megi, að hér býr þrifin þjóð. Erindi flutt á vegum Garðyrkjufé- lags íslands 24. maí 1957. H. B. E n d i r .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.