Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.06.1957, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 verið skemmtileg samkoma, en í kjölfar henn- ar kom öfund, keppigirni og hreint og beint hatur. Agneta lofaði að hitta föður sinn og Mild- red á gistihúsinu á eftir, en fyrst fór hún með hinum sýnistúlkunum upp í verslunina til að hafa fataskipti. Allar töluðu um Claud- ine, og hve heppin hún hefði verið að hljóta ekki líkamslýti af beinbrotinu — og 'hve ljóm- andi falleg hún væri. „Þegar maður lítur á hana sér maður mun- inn á atvinnu-sýnistúlku og viðvaningi,11 sagði Héloise eitruð, því að hún hataði Claudine eins og pestina. Undir venjulegum kringumstæðum hefði Agneta látið sem hún heyrði þetta ekki. En nú var hún svo mædd og næm eftir kulda Florians, að hún fann að hún þoldi ekki frek- ari samanburð á sér og Claudine. Hún gekk í humátt á eftir hinum stúlkunum til að heyra ekki til þeirra, og henni létti þegar hún komst út úr fataskiptastofunni. Þegar hún kom á gistihúsið voru faðir hennar og Mildred í óða önn að ræða um framtíð hennar, eins og hún væri ósjálfbjarga barn sjálf. „Florian þykir sjálfsagt ekki gaman að missa þig, þó að hann léti aðdáanlega lítið á þvi bera,“ sagði Mildred. „Góða mín, ég held að hann muni síður en svo sakna mín,“ svaraði Agneta kæruleysis- lega og reyndi að brosa og láta sýnast að henni væri alveg sama um þetta. „Hann get- ur fengið Claudine aftur, ungu stúlkuna sem ég hljóp í skarðið fyrir. Hún var þarna í dag og er auðsjáanlega orðin jafngóð aftur.“ „Ég get ekki annað sagt en að þú takir þessu rólega!“ Mildred bandaði út hendinni. „En þú segir varla upp þarna fyrr en þú hefir náð þér í aðra stöðu? Úr því að þú hefir lifað óháð og átt þitt eigið heimili, verðurðu vafa- laust jafn sjálfstæð heima.“ Hún reyndi að sýnast íhugul, en það sem fyrir henni vakti var að Agneta ætti að skilja, að það væri ekkert pláss handa henni 'heima hjá þeim. Og Agneta skildi það. „Auðvitað," sagði hún kuldalega. „Ég gæti ekki hugsað mér annað en eiga með mig sjálf. En ég er ekkert hrædd um að ég verði atvinnulaus. Meðmæli frá Florian eru nóg til þess að maður er alls- staðar vel'kominn.“ „Það er alls ekki víst að þú þurfir neinna meðmæla,“ sagði Carl Malmfeldt og lét sjá á svip sínum að hann sæi lengra en aðrir. „Mér finnst á mér að Roger Segerclo hafi einhver ráð í huga viðvíkjandi þér, góða mín.“ Hann hló íbygginn. „Góði pabbi, við erum bara kunningjar!" sagði hún og minntist nú þess hvernig Flori- an hafði orðið við, þegar 'hún sagði þetta við Hvar er eigandi garðsins? hann. Þurfti hún alltaf að vera að hugsa um Florian, um hvað sem hún talaði? Nú var hún aftur að missa góða skapið, sem hún hafði reynt að komast í. „Þú gætir orðið honum meira en kunningi ef þú kærðir þig um,“ sagði Mildred og hló. Agneta svaraði því engu, og henni tókst að beina samtalinu að ópersónulegri efnum það sem eftir var kvöldsins. En vitanalega vissi hún að Mildred hafði rétt að mæla. Hin einlæga vinátta Rogers gat hvenær sem vera skyldi orðið annað alvarlega. Um kvöldið sat hún eins og hún var vön við opna gluggann í litla kvistherberginu sínu og horfði á næturhimininn yfir París, flauels- mjúkan með gullnum bjarma af þúsundum ljósa. Og hún reyndi að skyggnast inn í hjarta sitt og sjá framtíð sína. Mikael var horfinn úr tilveru hennar og orðinn að skugga, sem hún mundi varla eftir. Roger var kominn í hans stað — öruggur, umhyggjusamur og alúðlegur — alveg eins og stúlkur vilja hafa mannsefnið sitt. Hún þurfti ekki annað en fara að ráðum hans og flytjast heim, til þess að vinátta þeirra yrði að hjónabandi. Betri mann gat hún aldrei fengið, það vissi hún. Eiginlega var það fásinna að hafna þeirri hamingju ,sem hann gat gefið henni, aðeins vegna þess að hún hafði fest rómantíska og óviturlega ást á núverandi starfi sínu. Hún var ekki nein starfsmanneskja að upplagi og eðlisfari. Hún hafði ekki orðið sýnistúlka af því að hún hafði lent í þessu ævintýralega starfi hjá Florian. En þetta starf hafði heillað hana, töfrað hana svo gersamlega að hún átti erfitt með að slíta sig frá þvi. Starfið? Ef það væri aðeins starfið, gat hún fengið stöðu á öðrum stað. Það var lítill munur á þessum tískuhúsum. Það vissi hún þó að hún væri tiltölulega óreynd. En í öllum heiminum var ekkert annað tiskuhús til, þar sem Florian kæmi allt í einu inn — lúinn og óhreinn, kaldhæðinn og afvopnandi, drembinn og Ijómandi af ánægju — í einhverjum af þessum óteljandi hömum, sem hún hafði kynnst og var farin að skilja. Hver mundi kalla hana „ma cliére“ og „petite“ eins og hann? Og af hvers vörum þótti henni vænt að heyra þau orð, nema hans? Það var ekki starfið, sem hafði heillað hana, ekki einu sinni þessi síbreytilega, spenn- andi tilvera sem sýnistúlka. Hún hafði látið f jötrast af hinum síkvikandi, ríka og sigrandi persónuleika þessa manns, sem stjórnaði þeirri veröld, sem orðin var hennar veröld. Og hann hafði sagt að það væri góð hug- mynd hjá henni að fara heim! Odette hafði einhvern tíma sagt að hann væri skrýmsli. Hún hafði líka minnst á að hann gæti beitt grimmd og harðneskju. En Agneta fann að allt þetta gat hún fyrirgefið og þolað, en aðeins ekki hið ískalda kæruleysi hans. Hún reyndi að ímynda sér að hún hefði tekið ákvörðun, og hún fór að sofa með þeirri sannfæringu að hún vissi hvað hún vildi. En þegar hún vaknaði um morguninn vissi hún ekki hvað hún vildi. Og þann dag og næstu daga börðust andstæð öfl um hana. Ötelj- andi öfl. En engan gat grunað neitt um þessa bar- áttu hennar. Hún var kát og hjálpsöm við hinar stúlkurnar, hlýðin og kurteis við frú Moisant, og nærri því eins og hún átti að sér þegar Florian var nærstaddur. Á kvöldin var hún hjá föður sínum og Mildred, og enginn gat betur séð en að hún skemmti sér vel. Stundum var Roger með þeim, og við hann var hún alúðleg og innileg, eins og hún hafði alltaf verið. En af eintómri sjálfsbjargarviðleitni reyndi hún að verjast því að vinátta þeirra breyttist í annað alvar- legra. Hún vildi ekki lofa honum neinu fyrir framtíðina fyrr en hún hefði gert sér Ijóst hvernig henni sjálfri var varið. Niðurlag í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.' Svavar Hjaltested. — HERBERTSprent. HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.