Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1957, Side 12

Fálkinn - 13.12.1957, Side 12
6 ^*^*^*^*^*^*^#^#^*^Í#^*^*^*^# JÓLABLAÐ FÁLKANS 1957 4* 4 Hfc* 4* *!? 4* 4 4444444444444444444444444444444444444444444444444 leiðarstjarna vitringanna frd Austurlöndum Eftir Sven Nielsen. IN fegursta kirkja í íheimi var reist til heið- urs vitringunum frá Austurlöndum — hinum þiem heilögu konungum. Og öldum saman hafa fremstu listamenn gert fræg málverk af þeim. Myndir af þeim eru í katakombunum í Róm, mósaik- og freskó-myndir eru víða til af þeim og andlit þeirra sjást á steinþróm (sarkofag) og dyraskreytingu kirkna. Vitringarnir hafa verið vegsamaðir í söngvum og kirkjutónlist. Helgisögur segja frá ævi þeirra. Stjörnuspámenn hafa rannsakað festinguna og komist að ótrúlegustu niðurstöðum um Betle- hemsstjörnuna. Heilagir menn hafa skráð og rannsakað af kappi allt, sem þeir gátu fundið af upplýsingum um vitringana. Jarðneskar leifar þeirra eru geymdar sem dýrir helgigripir, sem frægustu keisarar miðalda kom- ust yfir og fluttu lieim í ríki sitt. Fólk hefir gert þá að dýrlingum og vernd- arvættum ferðamanna og sæluhúsa. Oldum saman hafa menn fært þessa frægu vitringa í frásögur, virt þá og elskað og tilbeðið. Fyrrum þekktu allir nöfn þeirra, vissu hvaðan þeir komu og hvar þeir báru beinin. Fölk vissi hve gamlir þeir voru, er þeir komu til Betlehem til að tilbiðja og hylla hinn nýja konung, sem fæddur var. Fólk vissi livernig’' þeir voru klæddir, er þeir komu að jötunni — vissi live mikið af reykelsi og myrru þeir höfðu meðferðis, hve þungt þetta var og hve mörg stykki voru af hverju. í stuttu máli: Fólk vissi allt um ævi þeirra og ahafnir, þar var allt skráð og bókfært, ekkert hafði gleymst. En hvað segir svo sjálf frumheim- ildin, sem leitað er til þegar maður vill kynna sér sögu vitringanna frá Austurlöndum? Nærri þvi ekkert! Fletti maður upp í Biblíunni og lesi það sem guð,- spjallamaðurinn Mattheus skrifar, hlýtur maður að verða hissa, þvi að hér er sáralítið af staðreyndum um hina þrjá vitringa, ekkert, sem gefið getur skýringu á, hvaðan fólk liafði allt það sem það þóttist vita um hina þrjá vitringa. Allt sem stendur um þá í 2. kapítula felst í tólf fyrstu versunum. Og Mattheus er sá eini af guðspjallamönnunum, sem segir frá þeim. Þó hefir ekki skort túlkanir á ýmsum öðrum stöðum í Biblíunni til að leita skýringa og upplýsinga um vitringana, en hin fagra og látlausa frásögn í versunum tólf er hið eina, scm síðari tíma menri hafa haft að hyggja á. Hin stuttorða frásögn um vitring- ana, fulltrúa konunganna, vitrustu menn sinnar tiðar, sem yfirgáfu heimili, fjölskyldu og vini, góð em- hætti, auð og völd til þess eins að láta stjörnu fylgja sér út á ókunna stigu, til þess að ná fundi konungs, sem var að fæðast i heiminn, hefir frá fyrstu tíð konrið liugarfluginu á kreik, og fengið fólk til að auka við söguna, svo að nú er hún orðin ein af fegurstu helgisögum, sem menn þekkja. HVERNIG HELGISAGAN VARÐ TIL. Það er erfitt að segja hve mikið er söguleg staðreynd í sögunni um vitr- inganna þrjá, en enginn vafi getur leikið á því, að mest af henni er skáld- ★ ★ ★ Þessi heimsfræga mynd af vitring- unum frá Austur- löndum er eftir þýska málarann Albrecht Diirer. Hún er ein af dýr- mætustu fjársjóð- um Galleria Uffizi (Uffizimynda- safnins) í Firenze.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.