Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1957, Qupperneq 38

Fálkinn - 13.12.1957, Qupperneq 38
32 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1957 — Skipun frá Berlín: — Þér bei'ðist begar skilnaðar 'V'ið konuna yðar. Hún hefir njósnað gegn þýska rík- inu. Og svo ók grcifafrúin i svörtum vagni — cnginn veit livcrt. Það hef- ur ekki spurst til hennar síðan. Og cigi hafa fundist nein þýsk skjöl, sem segja frá lienni. En sá orðrómur gengur að tuin hafi verið tekin af lífi ])arna um morguninn. Það var einmitt um þessa liclgi, sem Eden heimsótti Churchill um horð í herskipii fyrir utan Tiinis- slrönd. Þjóðverjar afréðu að skjóta flugvétina, sem hinir tveir ráðherrar færu heim í. Það iiafði verið afráðið á hinum hæstu stöðum. Hitler liafði horið þetta undir Keitel hermarskátk, sem hafði iagt fyrir spellvirkjahers- höfðingjann Lahousen að framkvæma verknaðinn. Nú afréð Chenhalls að framkvæma fyrst og gefa skýringarnar á eftir. Hann símaði hollenska flugfélaginu og itilkynnti að Howard og hann sjálfur yrðu að komast til London daginn eftir. Þeir væru í opinberum erindum og yrðu að komast heim, hverju sem tautaði. — Því miður, en vélin er fullskipuð a!la næstu viku, svaraði stúlkan i af- greiðslunni. Ghenhalls sat við sinn keip og loks sagðist hún skyldi bera málið undir hreska sendiráðið, sem skæri úr liverjir hefðu forgangsrétt að pláss- unum. Eftir tuttugu mínútur hringdi lhin aftur og sagði glöð í bragði, að nú væri allt í lagi. Tveir farþegar hefðu verið strkiaðir út en Howard og Chenhalls skráðir i staðinn. — Flogið morguninn eftir, flug 777, klukkan 9.30, þann 1. júní 1943. — Þér vitjið um farmiðana þegar þér komið á flugvöllinn. Ég sendi leið- réttan farþcgalistann þangað. NJÓSNARAR SNARIR í SNÚNINGUM. Þannig var allt í haginn búið þá, að ekki leið nema hálftími þangað til þýskur njósnari í hollenska flugfé- laginu hafði símað afrit af breytta farþegalistanum til þýzka sendiherr- ans i Lisboa, Hoyningen Huena har- óns. Þegar samherjar höfðu sigrað og sendiherrann hvarf, fannst farþega- listinn í skjalasafni hans. Nöfnin á listanum höfðu verið send frá leyni- stöð þýzka sendiráðsins til Berlinar kl. 20.30 sama daginn. Fljót afreiðsla. Um kvöldið náðu Bretar í ýms skeyti, sem báru með sér að Þjóðverjar ætl- uðu að skjóta Ibis niður. En samt var ekkert gert til að kyrrsetja vélina. Snemma kvöldsins hafði Chenhalls sagt Howard að þeir yrðu að fara, og allt væri undirbúið. Howard varð fokvondur fyr.st i stað, en svo lækk- aði á honum kúfurinn. Á flugvellinum tók ein flugfreyjan eftir því, að Howard sendi hraðbréf til greifafrúar Miranda, Madrid. Réttum tíu mínútum siðar fékk þýska flugstöðin í Lorient skeytið, sem hún hafði búist við: — Leitið Ibis uppi og skjótið hana niður. Sömu skipunina liöfðu Bretar átt von á að lieyra síðan kvöldið áður. Nú náðu þeir skeytinu. Enn hefði verið timi til að stöðva Ibis, og bjarga þeim 17, sem voru um borð. En það var ekki gert. Kl. 12.45 steypti Hans Bellstedt liðsforingi sér niður að Ibis, aftan frá. Og að vörmu spori fékk White- church-flugvöllurinn tvö skeyti livort eftir annað, frá Ibis: — AGBB til GKH .... óþekkt flug- vél eltir mig .... — AGBB til GKH .... óvinaflugvél ræðst á mig .... Svo þagnaði stöðin i Ibis. White- cburch kallaði og kallaði en fékk ekki svar. En kl. 12.58 tilkynnti Bell- sledt stöðinni í Lorient: — Skipunin hefir verið framkvæmd. Kl. 18 var þessi tilkynning send frá gjallarhorninu í Whitechurch: — DC-3 Ibis virðist hafa farist. Nánustu a;ttinjum verður gert aðvart. Hvers vegna þurfti að tortíma Ibis? Öll stríðsárin héldu Hollendingar þessari flugleið opinni, án þess að Þjóðverjar skærust í leikinn. Hvers- vena var einmitt þessi vél fordæmd? Margar sögur komust á kreik. Dag- inn eftir kom farþegi frá Lisboa til London og sagði, að ráðist liefði verið á Ibis vegna þess að þýskir njósnar- ai hefðu haldið að Chenhalls væri Ghurchill. Þessi tilgáta var þess eðlis að hún vakti athyli og loks töldu menn hana sanna. HVERS VEGNA VARÐ HOWARD AÐ DEYJA? Það hefði verið hægt að láta Ibis fara aðra leið. (Churchill komst til London heilu og höldnu, þó að Þjóð- verjar væru á höttunum eftir Boeing- vélinni, sem hann var í). Hægt hefði verið fresta burtförinni og kenna hreyfilbilun um og líka hefði verið hægt að senda aðra flugvél. Sú spurning vaknar hvort nauðsyn- lcgt hafi verið að fórna Leslie Ho- ward. Til kl. 17 daginn áður vissi hvorki hann né flugfélagið að hann mundi verða í vélinni. Það varð að leita til breska scndiráðsins til að útvega honum far. Skjölin sýna að fólkið i sendiráðinu vissi, að Þjóð- verjar ætluðu að granda Ibis. Dularfullri persónu skýtur upp rétt fyrir burtförina: farþeganum Tyrell Shervington, sem var einn þeirra scm fórust. Þýsk skjöl telja hann breskan njósnara, meiri háttar. Shervington átti að fara til London þriðjudaginn 1. júní. Tveimur dögum áður mun hann hafa haft spurnir af að Þjóð- verjar ætluðu að gera út af við eina hollensku flugvélina. Hann langaði ekki til að verða fyrir því. Þess vegna símaði hann til flugmálafulltrúans í sendiráðinu. — Jack, ertu viss um að öllu verði óhætt á þriðjudaginn? — Ég er handviss um það. Klukkan 1G símaði Shervington í síðasta sinn. Klukkan 17 hófst Chen- halls handa um að útvega farið og fékk það að lokum. Shervington vissi ckkert um þessa breytingu. Ef maður vill ekki trúa sögunni um Churchilt verður maður að telja, að það bafi verið Leslie Hovvard, sein átti að granda. Það verður ekki betur séð en að tvær stofnanir, sem unnu leynt — M. I. 5 og þýska öryggis- þiónustan hafi verið einlniga um, að hann skyldi fara í sjóinn. En hvað kom Þjóðverjum til að vilja granda saklausum leikara? Og hvers vegna vildu Bretar afmá cinn vinsælasta leikara sinn? Svarið getur ekki orðið nema til- gáta. Þjóðverjar voru hræddir við hann — hver vissi hve mikið greifa- frú Miranda hafði sagt honum hinar heitu maínætur, er þau voru saman? Bretar höfðu ríka ástæðu til að for- dæma hann: liann hafði gerst trúnað- armaður njósnara og enginn vissi hve mikið hann hafði sagt frúnni, sem hann var svo hrifinn af. í leyni- þjónustunni ensku er refsingin við því að víkja frá hinum óskráðu lög- um miskunnarlaus. Þar er lífið sjálft í veði. * Faðir og: ionur Framhald af bls. 18. ungi og sonur Hians. Ólafur getur aldrei orðið Hákon, liann verður að vera hann sjálfur, en arfurinn mun eiga þátt í gerðum hans. Við skul- um fylgja eftir von og bæn Hákonar konungs fyrir syni sinum. Hann gæti með réttu notað gömlu norsku ættarkenninguna, því hann er og yerður Ólafur Hákonarson. Guð blessi son, sem fetar í föðurspor. Og i þeim orðum felst skýringin á svo mörgu, sem gerst hefur í Noregi, og mikið af skýringunni á því livern- ig sambúð föður og sonar gat orðið eins og hún var og hélt áfram að vcrða. C. .1. Hambro fhitti þessi minningar- orð: Einu sinni fyrir mörgum árum, þegar Ólafur konungur var nýorð- inn Ólafur krónprins var teikning i skopblaðinu „Punch“ í London, sem sýndi Hákon konung ungan vera að segja við barnfóslruna: Viljið þér fara og atliuga hvað hann Ólafur er að gera, og segið honum að hann megi það ekki. Ef einhver vildi draga ályktun af sambúð feðg- anna af þessum skýringartexta, þá yrði hún alröng. Frá fyrstu tíð var samkonnilag feðganna svo gott að af bar, og hélt áfram að eflast með árunum. Aldrei kom þetta skýrar í Ijós en í stríðinu í Noregi og í sam- bandi við ýmislegt sem að því laut. Ef til vill varð það allra skýrast meðan dvalið var á Hamar og i Elverum og í Troms í april, mai og júní 1940. Þegar konungsfjölskyldan kom til Hamar var krónprinsinn jafn rólegur og æðrulaus eins og hann hefði verið viðstaddur kappsiglingu á Hánki), og glaðlyndi hans og hik- laus trú hans á því að allt mundi ganga vel hafði mikla þýðingu fyrir konung sjálfan. I dvöl sinni í Ameríku var krón- prinsinn hinn sanni lífgefandi inn- an norsku nýlendunnar þar og gagnvart öðrum. Krónprinsinn varð vinsæll, ekki aðeins meðal allra norskra í Ameriku heldur alls staðar, en slíkt er sjaldgæft. Aldrei varð á- hyggju vart hjá honum, allt var sjálf- sagt. Hann vildi starfa og alltaf var hann í góðu skapi og til i allt, og það hafði áhrif á aðra. Má segja að Haraldur prins liafi verið sá eini í fjölskyldunni, sem hafði áhyggjur af framtiðinni. Hann var svo hrædd- ur um að foreldrar hans mundu cyða of mikhim peningum. Enginn veit hvort við verðum ekki orðin fátæk þegar striðinu lýkur sagði hann. En aldrei varð þess vart að krón- prinsinn eða krónprinsessan hefðu áhyggjur af þvi. Hjá honum var allt sjátfsagt. Noregur varð frjóls um það leyti sem verið var að stofna Sameinuðu þjóðirnar í San Francisco, og þannig har undir að þáverandi utanrikis- ráðherra, Tryggve Lie og ég komum fljúgandi frá San Francisco til Wash- ington og þaðan áttum við að fara til Skotlands með sömu flugvélinni cg krónprinsessan. Þeir sem sóu um ferðalagið höfðu soðið saman merki- legt skeyti, sem var sent til Prest- wick, og þar sagði að krónprinsessan kæmi og tvennt með lienni. Og þar hafði fólk haldið, að þetta væru prinsessurnar hennar, sem með henni væru. Þegar til Prestwick kom urðum við Tryggve Lie ekki lítið hissa, er við sáum að leikher- bergi með brúðum hafði verið búið upp handa okkur. Það var ætlast til að prinsessunum leiddist ekki meðan þær væru í Prestwick. Það lýsti vel krónprinsinum i þá daga, hve fjörgandi hann ávallt var, mitt i öllum áhyggjum konungsins. Og ekkert gladdi konunginn meira en sjá, að þeim þætti vænt um son hans, sem unnu með honum og stóðu með honum i baráttunni fyrir frelsi Noregs. Það var ekki hægt að hugsa sér annað fallegra en ánægju kon- ungs yfir þroska krónprinsins og viðgangi. Það er sjaldgæft að sjá föður og son i jafn innilegu sambandi og þeir voru. Og það er sjálfsagt enn sjaldgæfara að þjóðhöfðingi og ríkiserfingi séu jafn samrýndir og Hákon konungur og Ólafur ríkis- erfingi voru. Það er ómögulegt að bera fram neina ósk fallegri en þá nýja konunginum til handa, en að hann hafi eins mikla ánægju af sam- búð og samvinnunni við Harald son sinn og Hálcon konungur hafði af samvistum við hann. *

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.